Morgunblaðið - 04.01.2002, Blaðsíða 33
LISTIR
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 4. JANÚAR 2002 33
GUÐMUNDUR Rúnar Lúðvíks-
son hefur verið atkvæðamikill á
sýningarvettvangi allt frá árinu
1985. Þegar litið er yfir ferilinn er
dálítið erfitt að sjá hvað er hans að-
al í listinni því verkin liggja oft á
mörkum „markaðsmyndlistar“ og
nútímamyndlistar. Þannig hefur
hann sýnt hlutbundin málverk í
gallerí Fold en á svipuðum tíma há-
hugmyndafræðileg verk á Mokka-
kaffi.
Það heildstæðasta á ferli hans
eru líklega veðurteikningar eins og
þær sem til sýnis eru í Hafnarhús-
inu, en þær hefur hann verið að
vinna frá árinu 1990. Á sýningunni
gefur að líta 60 teikningar á
strengdan striga sem listamaðurinn
hefur látið vindinum eftir að teikna.
Verkin vinnur hann þannig að hann
leggur strigann á jörðina og hengir
pennann yfir sem svo dinglar til og
frá á fletinum og býr til mynd. Eðli
málsins samkvæmt takmarkast
form verkanna við hringinn, sum
eru hálfir hringir en einstaka verk,
þar sem mjög lygnt hefur verið, er
aðeins dálítið pár á litlu svæði.
Vegna hringformsins kvikna við
skoðun verkanna tengingar við
plánetur, ratsjármyndir eða smá-
sjármyndir af frumum eða ámóta
lífverum. Á verkunum má lesa í
veðrið þegar myndin var gerð,
stundum var hávaðarok, stundum
lygnt og af og til rigndi með þeim
afleiðingum að blekið hefur runnið
til. Verkin eru gerð með mismun-
andi litum pennum sem gefa þeim
fagurfræðilega vídd.
Við skoðun verkanna koma upp í
hugann verk eftir listamenn sem
vinna í svipuðum anda. Þannig
minnist ég „vélteikninga“ norska
listamannsins Kalle Grude sem
sýndar voru á samsýningu í sama
sal fyrr á þessu ári en Kalle setti
merkipenna á tindáta sem gengu
fyrir batteríum og þeir voru síðan
festir við band í miðju myndar.
Þannig gengur þeir hring eftir
hring og smám saman varð teikn-
ingin til. Eins má minnast á verk
Hjartar Hjartarsonar á samsýningu
þar sem hann stillti upp auðu blaði
og hengdi penna í band við hliðina
og bað fólk um að teikna skugga
sinn eins og hann féll á blaðið þann-
ig að lokum fylltist blaðið af útlínum
fólks. Ennfremur kemst maður ekki
hjá því að hugsa til tímaverka
manna eins og Grétars Reynissonar
þegar litið er á það hve kerfisbundið
Guðmundur vinnur en verkin eru
unnin á einum mánuði, dag hvern í
Hrísey og í Elliðakotslandi.
Það verður að viðurkennast að ég
hafði efasemdir um þessa sýningu.
Hugmyndin er vissulega sniðug en
því miður eldast sniðugar hugmynd-
ir oft illa. En veðurteikningarnar
komu mér á óvart. Þær eru ljóð-
rænar, bráðfallegar og skemmtileg-
ar, jafnvel svo fallegar að þær taka í
raun gæðum hugmyndarinnar fram.
Það er gaman að sjá að Guð-
mundur hefur ekki látið sér nægja
að hengja myndirnar upp í salinn
hráan heldur unnið sýninguna alla
leið, þ.e. málað veggina og teppa-
lagt gólfið. Þetta hjálpar til við að
pakka sýningunni saman og and-
rúmsloftið verður notalegra. Guð-
mundur klikkar þó á nokkrum smá-
atriðum. Á einni súlunni í salnum er
textablað með ljóðinu Siglingu eftir
Örn Arnarson. Það er klúðurslega
fest upp með kennaratyggjói auk
þess sem Guðmundur setur leiðrétt-
ingu við texta í sýningarskrá neð-
anmáls. Þetta á ekki heima þarna.
Mér finnst tengingin við hafið og
skip að sigla óþörf og merki um að
listamaðurinn hafi farið fram úr sér
í hugmyndavinnunni. Haf og veður
eru tveir aðskildir hlutir. Í anddyri
sýningarsalarins hefur Guðmundur
safnað saman orðum og hugtökum
yfir vind sem gestir geta tekið með
sér. Það er góð viðbót við sýninguna
og fellur vel að heildarhugmyndinni.
Vindteikningar Guðmundar eru
allrar athygli verðar og gott innlegg
í bæði íslenska landslagsmyndahefð
og íslenska hugmyndalist. Íslend-
ingar eru tilfinningalega nátengdir
veðrinu og því ætti sýningin að
höfða til þeirra allra.
Vindurinn teiknar
MYNDLIST
Listasafn Reykjavíkur,
Hafnarhús
Opið alla daga kl. 11–18, fimmtudaga til
kl. 19. Til 20 janúar.
BLÖNDUÐ TÆKNI
GUÐMUNDUR RÚNAR LÚÐVÍKSSON
Þóroddur Bjarnason
„Beggja skauta byr“ eftir Guðmund R. Lúðvíksson.
Sýning
framlengd
Hafnarborg, Hafnarfirði
Sýning á verkum ljósmynd-
arans Ásgeirs Long í Hafnar-
borg er framlengd til 11. febr-
úar. Á sýningunni, sem nefnist
Svona var Fjörðurinn og fólkið,
eru ljósmyndir og kvikmyndir.
Hafnarborg er opin alla daga
nema þriðjudaga frá kl. 11 til
17.
Social Foxtrot - það nýjasta
Þú verður fær um að dansa við 90% af öllum lögum sem leikin
eru á venjulegum dansleik eftir 10 tíma
Línudans
Auðveldir og skemmtilegir.
Bók fylgir með lýsingu á dönsunum
6 tíma námskeið
Break
Keppnisdansar
Svanhildur Sigurðardóttir og Ingibjörg Róbertsdóttir
frábærir þjálfarar í keppnisdönsum.
14 vikna námskeið - Mæting 1x, 2x eða 3x í viku
Brúðarvalsinn
Kenndur í einkatíma.
Geymið auglýsinguna
DANS - HOLL ANDLEG OG LÍKAMLEG ÍÞRÓTT FYRIR ALLA
Innritun fer fram í síma 551 3129
milli kl. 15 og 22 daglega til 12. janúar.
Brautarholti 4
45. starfsár
6 tíma námskeið
Gömlu dansarnir
10 tíma námskeið
og þú lærir þá alla.
Samkvæmisdansar - barnadansar
Áratuga reynsla okkar og þekking tryggir þér bestu fáanlegu kennslu.
14 vikna námskeið fyrir fullorðna
14 vikna námskeið fyrir börn
Dansleikur í lokin
Einn tími á sunnudögum.
Einn dans tekinn fyrir í hvert skipti.
10 tíma námskeið.
Upprifjunartímar
Salsa
Dansinnsem fer sigurför um
heiminn.
6 tíma námskeið
Erla Haraldsdóttir kennir
10 tíma námsskeið
Freestyle - Hip Hop
BÓK þessa tileinkar höfundur vin-
um sínum tveim sem börðust við
krabbamein. Annar
laut í lægra haldi, hinn
hafði betur. Skuggi
sjúkdómsins setur
mark sitt á bókina þar
sem vonin og vonleysið
takast á. Titilljóð bók-
arinnar, Lífsvilji, fjallar
og um sams konar bar-
áttu. Og raunar fleiri
ljóð í bókinni ef rétt er
skilið. En skáldið fer
líka út í aðra sálma.
Þegar fyrrtöldu efni
sleppir yrkir Einar um
lífið og tilveruna vítt og
breitt – frelsið, öfund-
ina, hugsjónina, svo
dæmi séu tekin. Ýmist
ræðir hann beint og op-
inskátt um það sem í hugann kemur
eða slær því fram í formi samlíkinga
sem eru yfirhöfuð jafn ljósar og auð-
skildar og hitt sem sagt er berum
orðum. Hugsjónunum, sem eru auð-
vitað margvíslegar og sennilega mis-
góðar, líkir hann t.d. við hinar ýmsu
dýrategundir. Ekki fer á milli mála
hvað skáldið á við með því. Í ljóðinu
Hamfarahlaup ryðjast jakaflykki
fram »í mórauðum hugarflaumi«.
Annað ljóð ber yfirskriftina Stílvopn.
Langt er síðan skáld tóku að hafa
það orð um skriffæri sín sem svo aft-
ur varð látið tákna það sem skrifað
er, það er að segja skáldskapinn.
Nærtækast er að minna á stílvopn
Bólu-Hjálmars sem bar þó sannar-
lega nafn með rentu! Í ljóðinu Stattu
kyrr! er myrkrið persónugert. Við
dagrenning verður húmið að sleppa
»taki af morgunsól«. Ljóðið endar
svo með sams konar persónugerv-
ingu: »Stattu kyrr geisli! / Á meðan
ég færi ljós þitt / í pappírsklæði.«
Ljóðið Úr álögum á Eyjahafi endar
svo: »Rökkurskuggar flýja sólarsæ-
inn.«
Sér á parti er ljóðið Björgunarað-
gerð, ort á hálfgerðu barnamáli. Höf-
undurinn situr á bekk úti undir beru
lofti, yrkir vísu sem hann skrifar
jafnharðan á blað, sér ánamaðk sem
hefur villst út á malbikið, sprettur
upp og reynir að velta ánamaðkinum
upp á blaðið til að bjarga honum
þannig frá tortímingu, þó svo að
blekið á blaðinu kunni þar með að
renna út og skáldskapurinn fari þar
með forgörðum. En ánamaðkurinn
bregst til varnar, skilur ekki að mað-
urinn er að koma honum til bjargar.
Hann er því réttnefndur »kjána-
maðkur« eins og skáldið kemst að
orði. Um orðaleik þann má annars
segja að sitt er hvort, barnslegur eða
barnalegur. En þarna mun vaka fyr-
ir Einari að gera upp á milli lífsins og
skáldskaparins þar sem hið fyrrtalda
vegur að sjálfsögðu þyngra.
Hefð er fyrir því
með þjóð vorri að
menn yrki sér til hug-
arhægðar. Þar með er
verið að beina hugsun-
inni í tiltekinn farveg,
hemja taumlaust
ímyndunaraflið, velta
fyrir sér lífsgátunni og
vonandi einnig að
skerpa skilninginn á
sjálfum sér og um-
hverfi sínu – þó svo að
gátan mikla um líf og
dauða sé jafnóleyst
sem áður. En það eru
einmitt vangaveltur af
því taginu sem skoða
má sem rauða þráðinn
í ljóðum Einars.
Víða er vel að orði komist í bók
þessari. Sums staðar hefur höfund-
urinn þó kosið að segja það sem hon-
um bjó í brjósti þá stundina – og
segja það umbúðalaust – fremur en
búa hugsun sinni einhvers konar
form sem fortakslaust hæfði skáld-
skap. Bókin sem heild getur því
varla talist vera samstæð. Þar af
leiðandi mun Lífsvilji tæpast rísa
upp úr þeim fjölda ljóðabóka sem út
eru gefnar á ári hverju á landi hér,
enda skal nokkuð til. Að setja saman
ljóð getur auðvitað verið hin ákjós-
anlegasta dægradvöl. Þótt afrakst-
urinn verði upp og ofan eins og geng-
ur sér undirritaður ekkert því til
fyrirstöðu að hann sé gefinn út á
prenti. Það er einmitt kveðskapur af
því taginu sem skapar breiddina í ís-
lenskri ljóðabókaútgáfu nú um
stundir.
Ljóðið og
lífsspekin
BÆKUR
Ljóð
eftir Einar S. Arnalds. 79 bls. Mál og
mynd. Prentun: Steindórsprent – Guten-
berg ehf. 2001.
LÍFSVILJI
Erlendur Jónsson
Einar S.
Arnalds