Morgunblaðið - 04.01.2002, Blaðsíða 59
FÓLK Í FRÉTTUM
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 4. JANÚAR 2002 59
ÚTSALA
HEFST Í FYRRAMÁLIÐ KL. 10
Vönduð og falleg föt á börnin frá þekktum
framleiðendum á verulega lækkuðu verði. Laugavegi 56, sími 552 2201
TEENO
Laugavegi 56, sími 552 2201
KNICKERBOX
Laugavegi 62, sími 551 5444
KNICKERBOX
Kringlunni, sími 533 4555
K N I C K E R B O X
ÚTSALAN
hefst í dag
Allt að
70%
afsláttur
ÞAÐ vakti furðu manna hversu
„tilbúin“ sveitin væri, þ.e. það var
líkast því að hún ætti fimm ára feril
að baki og þrjár plötur, svo þétt var
Leaves á Airwaves-hátíðinni. Þó
voru þetta fyrstu tónleikar sveitar-
innar. Þetta þarf svo sem ekki að
vekja furðu þar sem að sveitin er
leidd af Arnari nokkrum Guðjóns-
syni sem að á að baki um áratug í
„bransanum“ þótt ungur sé. Hann
var áður í hljómsveitinni Výnil en á
rætur sínar í íslensku dauðarokks-
bylgjunni, spilaði þar með sveitum
eins og Condemned og Sororicide
við upphaf síðasta áratugar.
Sambönd í útlöndum
Leaves eru þegar komnir í sam-
bönd við aðila erlendis og það vekur
athygli blaðamanns hversu lágt það
hefur allt saman farið. Líkt og menn
séu að halda að sér höndum í fjöl-
miðlalegu tilliti þangað til að hlut-
irnir verði almennilega niðurnegld-
ir.
„Jú, jú, það er alveg rétt,“ segir
Arnar. „Við ákváðum að vera ekkert
að blaðra þessu á meðan þetta væri
í lausu lofti. En nú er búið að ganga
frá samningi úti í Englandi við fyr-
irtækið B-Unique. Og við erum
byrjaðir að taka upp plötu, komum
heim frá upptökum á henni rétt fyr-
ir jól.“
B-Unique er lítið merki sem er
m.a. með sveitirnar Gay Dad og
Rocket from the Crypt á sínum
snærum. Upptökurnar fara fram í
Courtyard-hljóðverinu í Oxford, en
það er í eigu umboðsskrifstofu „neð-
anjarðar“-risanna í Radiohead. Tón-
list Leaves hefur einmitt verið líkt
við þá mætu sveit; melódískt seið-
rokk af bestu gerð.
„Við bjuggum í hljóðverinu á
meðan upptökur fóru fram,“ segir
Arnar. „Þeir sem unnu með okkur
heita Andy (Votel) og Ian (Smith)
en þeir hafa áður unnið með Badly
Drawn Boy. Fínir gaurar og við ætl-
um að halda áfram að vinna með
þeim. Það er þó óráðið hvar restin
af vinnunni mun fara fram.“
Leaves var stofnuð fyrir fimm
mánuðum.
„Þetta byrjaði með því að ég var
fikta með að gera prufuuptökur í
tölvunni minni. Síðan var ég að
vinna með Halli bassaleikara en við
búum sem stendur saman í mið-
bænum. Síðan þegar við vorum
komnir með ellefu lög settum við
okkur í samband við vini okkar. Allt
gamlir vinir og við bara prófuðum
að setja upp band.“
Téður Hallur er óskrifað blað
(eins og er) í rokksögu Íslands en af
öðrum meðlimum má nefna Arnar
Ólafsson, sem var með nafna sínum
í Výnil og trommuleikarinn Bjarni
Gríms var með Arnari í „einhverj-
um dauðarokksböndum í gamla
daga“ eins og hann orðar það. Andri
Ásgrímsson leikur svo á hljómborð
en hann fyllir einnig raðir hinnar
efnilegu sveitar Náttfara.
Niðri á jörðinni
Umboðsmaður Leaves er Árni
Benediktsson, búfræðingur með
meiru sem hefur t.a.m. unnið með
Emilíönu Torrini undanfarin ár.
„Upphaflega var það hún Emil-
íana sem fór út með kynningarupp-
töku frá mér. Þá var ég enn að
starfa einn en viðbrögðin við upp-
tökunum voru góð. Í kjölfarið ákvað
ég því að demba mér í þetta.“
Arnar segist aðspurður vera al-
veg niðri á jörðinni með þetta allt
saman.
„Já, já,“ segir hann og brosir.
„Þetta er bara tækifæri til að gefa
út tónlist um allan heim...vonandi.
Maður er auðvitað spenntur samt,
það er ekki hægt að neita því. En
þetta hefur allt komið upp í hend-
urnar á okkur til þessa. Maður bíð-
ur bara eftir áfallinu...til þessa hefur
allt gengið eins og í sögu.“
Arnar á erfitt með að lýsa tónlist
Leaves...og þó.
„Ég veit það ekki...þetta eru að-
allega bara góð lög. Þetta er bara
rokk. Að mínu viti er þetta frekar
einfalt. Ég ákvað að mig langaði til
að gera „lifandi“ tónlist sem auðvelt
væri að leika á tónleikum. Bara gít-
ar, bassi, hljómborð og trommur og
reyna að ná einhverri flottri stemn-
ingu út úr því.“
Næstu tónleikar Leaves verða í
Hollandi hinn 10. janúar, hvar þeir
munu spila á hátíð ríkisrekinna út-
varpsstöðva í Evrópu. Útgáfa í föstu
formi mun svo líta dagsins ljós hinn
21. janúar er lagið „Breath“ verður
gefið út á tólf tommum.
„Það lag er bara í því uppruna-
lega formi sem ég gerði á sínum
tíma í tölvu foreldra minna,“ segir
Arnar. „Það lag kemur út hjá fyr-
irtæki sem heitir 71–76 en það gefur
bara út smáskífur. Næsta plata
kemur svo út í febrúar, mars á B-
unique.“
Nýliðarnir í Leaves gera það gott
Þegar laufin anda
Hljómsveitin Leaves stendur í stórræðum þessa dagana.
Á umliðinni Airwaves-
hátíð vakti ný íslensk
sveit mikla athygli.
Heitir hún Leaves og
forvitnaðist Arnar Egg-
ert Thoroddsen um
hennar mál hjá nafna
sínum Guðjónssyni.
arnart@mbl.is