Morgunblaðið - 04.01.2002, Blaðsíða 43
og oft hefur hún verið þjáð, þótt hún
vildi sem minnst úr veikindum sínum
gera.
Mikið þolgæði og létt lund voru
hennar aðalsmerki. Henni var það
kappsmál að íþyngja engum. Að
létta byrðum af öðrum var henni að
sama skapi ljúft. Saga Kristínar er
saga íslensku alþýðukonunnar, sem
ólst upp við kröpp kjör, konunnar,
sem þegar á ungri aldri varð þátttak-
andi í harðri lífsbaráttu. Konunnar,
sem kaus fremur að gefa en þiggja.
Konunnar, sem helgaði ástvinum
sínum starfskrafta sína, umhyggju
og ást.
Kristín hafði sterkar og hlýjar
taugar til heimabyggðar sinnar á
Kleifunum. Á síðari árum, þegar svo
var komið fyrir henni, að hún átti
erfitt með að ferðast kom hún þó á
sumrin á æskustöðvarnar og ekki lét
hún sig vanta á Kleifamótin, þar sem
æskuminningarnar og bernsku-
brekin voru rifjuð upp í góðra vina
hópi.
Nú þegar Kristín Antonsdóttir er
horfin sjónum okkar, biðjum við
henni og ástvinum hennar blessunar
og þökkum fyrir þá birtu og hlýju,
sem hún veitti okkur með nærveru
sinni.
Farðu í friði, frænka mín góð.
Hreinn Bernharðsson.
Kallið þitt er komið þó allt of fljótt
sé.
Við þökkum þér fyrir alla þína ein-
stöku góðvild, hlýju og tryggð sem
þú hefur veitt okkur og fjölskyldum
okkar. Þín er sárt saknað.
Í bænum okkar biðjum við góðan
Guð að geyma þig vel og gefa Jóa,
Guðrúnu, Margréti og fjölskyldum
þeirra styrk.
Guð geymi þig.
Sveinína, Númi, Matthías,
Helga og fjölskyldur.
Ekki eru ýkja margir dagar síðan
ég sat inni í stofu og skrifaði jólakort
til Stínu og Jóa í Miðtúninu. Þá varð
mér einmitt hugsað til samveru-
stunda okkar Stínu við hádegisborð-
ið. Stína var nokkurs konar amma
mín í Keflavík og ég bar alltaf hlýjan
hug til hennar.
Þegar klukkan sló hálftólf í skól-
anum og félagarnir hlupu niður í
matsal dreif ég mig í úlpuna og
skóna og hljóp á Miðtún 8. Stína tók
mér alltaf opnum örmum, hitaði
súpu, pizzu eða gaf mér smurt brauð
og svo spjölluðum við saman um dag-
inn og veginn. Ég fór aldrei svöng
frá henni Stínu.
Þessar stundir urðu því miður
færri og alltof fáar með árunum.
Samverustundir okkar Stínu mun
ég þó alltaf geyma í hjarta mínu og
ég vona að hún hafi vitað hve vænt
mér þótti um þær.
Far þú í friði,
friður Guðs þig blessi,
hafðu þökk fyrir allt og allt.
(V. Briem.)
Með þessum fátæklegu orðum
kveð ég þig, Stína mín.
Elsku Jói, Guðrún, Magga og fjöl-
skyldur. Á erfiðri stundu sendi ég og
fjölskylda mín ykkur innilegustu
samúðarkveðjur.
Guð blessi minningu góðrar konu.
Ingunn Þormar
Kristinsdóttir.
Þig faðmi liðinn friður guðs,
og fái verðug laun
þitt góða hjarta, glaða lund
og göfugmennska í raun.
Vér kveðjum þig með þungri sorg,
og þessi liðnu ár
með ótal stundum ljóss og lífs
oss lýsa gegnum tár.
Vér munum þína högu hönd
og hetjulega dug,
og ríkan samhug, sanna tryggð
og sannan öðlingshug.
Guð blessi þig! Þú blóm fékkst grætt,
og bjart um nafn þitt er.
Og vertu um eilífð ætíð sæll!
Vér aldrei gleymum þér.
(Jón Trausti.)
Elsku Stína amma, ég vil þakka
fyrir allt sem þú hefur verið mér.
Vilhjálmur Þór Davíðsson.
Þegar við hugsum um engla mun-
um við hugsa um þig.
Takk fyrir öll hlýju faðmlögin og
allt sem þú hefur bæði gefið okkur
og kennt.
Guð geymi þig.
Ingi, Vilhjálmur,
Ingibjörg, Kristófer,
Ingimar og Anna Dís.
MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 4. JANÚAR 2002 43
✝ Bjarnþóra Ólafs-dóttir fæddist í
Hafnarfirði 21. maí
1923. Hún lést 23. des-
ember síðastliðinn.
Foreldrar hennar
voru Ingibjörg Guð-
ríður Helgadóttir, f.
28. maí 1879, d. 23.
júlí 1937, og Ólafur
Bjarnason, f. 18. feb.
1871, d. 27. feb. 1947,
frá Gesthúsum. Systk-
ini Bjarnþóru voru
Vilhelmína Ólafsdótt-
ir og Ragnheiður
Ólafsdóttir frá Gesthúsum. Bjarn-
þóra átti heima í Hafnarfirði til
ársins 1962 er hún flutti til Suður-
eyrar við Súgandafjörð. Á Suður-
eyri bjó Bjarnþóra til ársins 1993
er hún kom aftur heim í Hafnar-
fjörðinn og bjó þar til dauðadags.
Fyrri eiginmaður Bjarnþóru
var Guðmundur Bergþórsson.
Börn þeirra eru: 1) Óskírður, f. 13.
sept. 1946, d. 13.
sept. 1946. 2) Ólafur
B., f. 15. sept. 1947,
maki Laufey S. Sig-
mundsdóttir. Upp-
eldisdóttir Ólafs og
Laufeyjar er Arn-
heiður Melkorka. 3)
Steingrímur Sigur-
jón, f. 31. júlí 1949. 4)
Bergþór, f. 22. jan-
úar 1952, maki Jir-
aporn Yuengklang.
Jiraporn á tvo syni
sem búsettir eru í
Taílandi.
Seinni eiginmaður Bjarnþóru er
Eiríkur Sigurðsson, f. 14. ágúst
1924, en þau giftu sig 1. ágúst
1957. Barn þeirra er Vilhelmína
Eiríksdóttir, f. 19. nóvember 1954.
Barn hennar er Eyrún Sigurðar-
dóttir, f. 15. ágúst 1986.
Útför Bjarnþóru fer fram frá
Hafnarfjarðarkirkju í dag og hefst
athöfnin klukkan 13.30.
Þó missi ég heyrn og mál og róm
og máttinn ég þverra finni,
þá sofna ég hinzt við dauðadóm,
ó, Drottinn, gef sálu minni
að vakna við söngsins helga hljóm
í himneskri kirkju þinni.
(Ó. Andrésd.)
Hún amma mín kvaddi þennan
heim á Þorláksmessu. Hún var búin
að vera mjög veik og vissum við að
hverju stefndi, en samt er maður
aldrei tilbúinn að kveðja í síðasta sinn.
Ég var mjög mikið heima hjá ömmu
og afa, þau bjuggu alltaf rétt hjá okk-
ur, fyrst á Suðureyri og svo líka þegar
við fluttum til Hafnarfjarðar.
Hún amma mín var mjög góð og
þótti mér gott að koma til hennar eftir
skóla og var hún þá oft búin að baka
eða þá hún eldaði eitthvað gott handa
mér. Oft sátum við saman og unnum
saman í höndunum, enda var amma
mikil hannyrðakona og skreytti hún
heimilið með fallegum munum sem
hún hafði búið til.
Hún amma var ekki feimin við að
hrósa manni og hvetja mann áfram,
og notað hún hvert tækifæri til að láta
mig vita hvað hún væri stolt af mér og
var hún fyrsta manneskjan til að sam-
gleðjast mér og svo átti ég líka öruggt
skjól hjá henni ef illa gekk.
Af því að amma bjó alltaf rétt hjá
mér var samgangurinn mikill og átti
ég mér annað heimili þar. Þar af leið-
andi skipaði amma mín mjög stóran
sess í lífi mínu og þótti mér alveg of-
boðslega vænt um hana.
Far þú í friði,
friður Guðs þig blessi,
hafðu þökk fyrir allt og allt.
Gekkst þú með Guði,
Guð þér nú fylgi,
hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt.
(V. Briem.)
Ég kveð þig með þeim orðum sem
þú kvaddir mig alltaf með: Bless,
elskan.
Þín
Eyrún.
Þegar ég hugsa um æsku mína
koma upp í huga mér ferðalögin til
Suðureyrar til hennar Binnu frænku.
Heimsóknir sem ég alltaf minnist
vegna gestrisni og góðmennsku fjöl-
skyldunnar gagnvart mér. Jólapakk-
arnir sem voru alltaf heitir og góðir,
fullir af hosum og vettlingum. Hún
hafði alltaf gaman af að leggja mér
lífsreglurnar og benda mér á að ungir
myndarlegir karlmenn ættu ekki að
vera órakaðir því þá væri ekki hægt
að kyssa þá. Eftir að systir hennar
Ragnheiður dó, amma mín, fannst
henni það vera hennar hlutverk að
ganga inn í ömmuhlutverkið og gerði
hún það eins og góðum ömmum sæm-
ir. Þegar Binna flutti til baka í Hafn-
arfjörðinn var hún komin heim. Hún
var dugleg að koma í heimsókn og
þegar ég flutti til Danmörku hringdi
hún jafnan til að fylgjast með mér og
fjölskyldu minni.
Binna var líka dugleg að heim-
sækja ættingja sem eru farnir til æðri
heima í gegnum miðla og þótti mér
gaman að geta fengið fréttir og af
mínum nánustu hjá henni. Hún var
heldur ekki hrædd við að komast í
þennan hóp því hún vissi að það
mundi verða tekið vel á móti sér. Hún
var alltaf ákveðin og stóð föst á sínu,
hvort sem manni líkaði það vel eða
illa. Hugsaði vel um sína nánustu og
var alltaf að reyna að hjálpa í sinni
bestu trú.
Elsku Binna, þakka þér fyrir það
sem þú hefur gert fyrir mig og fjöl-
skyldu mína. Guð geymi þig og líði
þér vel í Paradís.
Eiríkur, Beggi, Óli, Inga Villa,
Steini og Eyrún, ég votta ykkur sam-
úð mína frá mér og fjölskyldu minni.
Guð geymi og styrki ykkur á þessum
erfiðu tímum.
Ingi Þórðarson og fjölskylda.
Kallið er komið,
komin er nú stundin,
vinaskilnaðar viðkvæm stund.
Vinirnir kveðja
vininn sinn látna,
er sefur hér hinn síðsta blund.
Margs er að minnast,
margt er hér að þakka.
Guði sé lof fyrir liðna tíð.
Margs er að minnast,
margs er að sakna.
Guð þerri tregatárin stríð.
Far þú í friði,
friður Guðs þig blessi,
hafðu þökk fyrir allt og allt.
Gekkst þú með Guði,
Guð þér nú fylgi,
hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt.
(V. Briem.)
Við kveðjum þig, elsku Binna, með
þessum sálmi, það segir allt sem segja
þarf.
Takk fyrir allt.
Elsku Eiríkur, Beggi, Steini, Óli,
Inga Villa og Eyrún, Guð gefi ykkur
styrk og blessi ykkur.
Árelíus og Sesselja.
Binna var vinkona mín í yfir fimm-
tíu ár. Þegar ég fluttist í Hafnarfjörð
var hún fyrsti Hafnfirðingurinn sem
ég kynntist. Við bjuggum í sama húsi
í átta ár, með allan okkar barnahóp,
og allt gekk vel. Svo fluttist fjölskylda
hennar til Súgandafjarðar og bjó þar í
tuttugu og átta ár. Þar leið þeim vel
og kynntust góðu fólki sem tók þeim
vel. Oft kom ég í heimsókn til þeirra á
Suðureyri, það var gaman og oft glatt
á hjalla. Þegar heilsuleysi fór að gera
vart við sig vildi hún flytja í sinn
heimabæ, Hafnarfjörð. Hún var
ánægð þegar hún var komin „heim“
eins og hún kallaði það. Hún átti mjög
erfitt síðasta árið og Eiríkur maður
hennar og börn hugsuðu mjög vel um
hana í veikindunum. Eyrún ömmu-
barn hennar, fimmtán ára gömul,
kom til hennar á hverjum degi eftir
skóla og sat hjá henni dag eftir dag,
og hún stóð sig vel.
Hún Binna komst í afmælið mitt í
haust og fannst mér það kraftaverk.
Hún talaði oft um hvað það hefði verið
gaman, hún stóð sig eins og hetja
þetta kvöld.
Minningarnar hafa hrannast upp í
gegnum árin og þær geymi ég með
mér. Fólk frá Heimahlynningu í
Hafnarfirði og frá Krabbameinsfélag-
inu kom á hverjum degi til hennar og
hún var mjög þakklát. Ég votta Eiríki
og fjölskyldu innilega samúð. Hvíli
hún í friði. Blessuð sé minning henn-
ar.
Helga Sigtryggsdóttir.
BJARNÞÓRA
ÓLAFSDÓTTIR
veikindi. Þó sá ég hvernig dró af
honum milli heimsókna okkar norð-
ur og þegar við komum í okkar síð-
ustu heimsókn til afa og ömmu nú í
byrjun desember til að sýna þeim
yngsta langafa- og langömmubarnið
gat engum dulist að endalokin nálg-
uðust. Þó undu þeir sér vel saman
sá gamli og hinn ungi, þrátt fyrir að
hvorugur gæti sig mikið hreyft.
Þær minningar sem ég geymi um
afa eru margar enda var hann fóstri
minn tvö fyrstu menntaskólaárin
mín. Á þeim árum mynduðust sterk
bönd okkar á milli sem aldrei trosn-
uðu. Ég naut þess út í ystu æsar að
vera í fóstri hjá ömmu og afa í
Hjallalundi og fór sérlega vel á með
okkur. Afa tókst listilega vel að
sameina hlutverk afans og uppal-
andans þennan tíma auk þess sem
hann var góður vinur og eyddum við
miklum tíma saman. Hann reyndi
með nokkuð góðum árangri að
smita mig af áhuga á sínum hugð-
arefnum svo sem ættfræði, spila-
mennsku og matargerð en á öllum
þessum sviðum var hann á heima-
velli. Í öllu því sem við afi tókum
okkur fyrir hendur saman mættust
kynslóðirnar án nokkurra átaka.
Einu vandamálin sem ég man eftir
er hversu erfiðlega mér gekk að
koma pizzum inn á matseðilinn hjá
þeim. Þó gaf afi eftir en lét fylgja
með hugmynd að bitastæðara áleggi
svo sem hrútspungum, magál og
hangikjöti.
Elsku afi. Langri og lánsamri ævi
þinni er nú lokið. Þú varst hvers
manns hugljúfi og smitaðir út frá
þér gleði og gáska hvar sem þú
komst. Ég veit ekki hvar þú ert
núna en ég veit að þér líður vel.
Vonandi nýtur þú dvalarinnar þar
eins og þú naust lífsins.
Ómar Örn Magnússon.
✝ Halldór ÞorbjörnGuðmundsson
fæddist í Reykjavík
13. júní 1925. Hann
lést á Landspítalan-
um í Fossvogi 26. des-
ember síðastliðinn.
Foreldrar hans voru
Guðmundur Hall-
dórsson, prentari í
Gutenberg í Reykja-
vík, f. 30. ágúst 1892,
d. 24. febrúar 1957,
og Fríða Í. Aradóttir,
húsmóðir og söng-
kona, f. 1. janúar
1899, d. 1. mars 1973.
Systkini Halldórs eru Ari F. Guð-
mundsson og Hjördís G. Nielsen.
Halldór kvæntist Emilíu Guð-
laugsdóttur. Börn þeirra eru 1)
Sigurður R. H. Guðmundsson,
kvæntur Sigurrós Hákonardóttur,
2) Halldór Valur Guðmundsson,
kvæntur Hrefnu
Harðardóttur, 3)
Guðmundur Hall-
dórsson, kvæntur
Donnu Doty Hall-
dórsson, 4) Kristín
Halldórsdóttir, gift
Michael Nethersole.
Halldór átti átta
barnabörn og tvö
barnabarnabörn.
Halldór ólst upp í
Reykjavík. Fljótt
vaknaði áhugi hans á
flugi og lauk hann
meistaraprófi í flug-
virkjun í Bandaríkj-
unum. Halldór hóf störf hjá Loft-
leiðum 1946 og starfaði þar í 35 ár
sem framkvæmdastjóri viðgerða-
og verkfræðideildar.
Útför Halldórs fer fram frá
Fossvogskirkju í dag og hefst at-
höfnin klukkan 10.30.
Elsku afi. Ég trúi því vart enn að
þú sért farinn. Minningabrotin koma
upp í hugann eitt og eitt.
Árið 1985 buðuð þið amma mér og
Birnu systur í heimsókn til ykkar þar
sem þið bjugguð á Miami. Í alveg eins
íþróttagöllum og með merkimiða um
hálsinn héldum við upp í spennandi
ferð þar sem þið amma dekruðuð við
okkur. Þessari ferð mun ég aldrei
gleyma.
Þú varst einstaklega klár í hönd-
unum. Málaðir og teiknaðir fallegar
myndir. Saumaðir út teppi og púða,
útbjóst einstaklega falleg jólakort og
kertastjaka úr leir og gleri. Allir þess-
ir hlutir hafa svo vandað handbragð
að unun er á að horfa.
Þú hafðir svo stórt hjarta og faðm-
lag þitt var svo þétt og öruggt.
Þú kvartaðir aldrei þrátt fyrir mikl-
ar þjáningar í veikindum þínum,
krafturinn og þrautseigjan var ótrú-
leg. Þú ætlaðir svo sannarlega að
komast í gegnum þetta og ég hafði
óbilandi trú á að þér tækist það þar til
yfir lauk. En því miður gat líkaminn
ekki meira og ég er einstaklega þakk-
lát fyrir að hafa fengið að vera hjá þér
þegar þitt stóra hjarta hætti að slá.
Þú sýndir öllu sem ég gerði mikinn
áhuga. Hvort sem það var námið mitt
eða þegar ég var farin að kenna.
Spurðir ætíð hvernig krakkarnir
væru og hvort ég hefði nú ekki örugg-
lega stjórn á þeim.
Þú studdir við bakið á mér í öllu
sem ég tók mér fyrir hendur og sagðir
alltaf: „Spark í bossann“ til að hvetja
mig áfram.
Eftirfarandi línur finnst mér lýsa
þér svo vel:
„Einstakur“ er orð sem notað er þegar lýsa á
því sem engu öðru er líkt,
faðmlagi eða sólarlagi
eða manni sem veitir ástúð
með brosi eða vinsemd.
„Einstakur“ lýsir fólki
sem stjórnast af rödd síns hjarta
og hefur í huga hjörtu annarra.
„Einstakur“ á við þá
sem eru dáðir og dýrmætir
og hverra skarð verður aldrei fyllt.
„Einstakur“ er orð sem best lýsir þér.
(Ók. höf.)
Elsku afi minn, mér finnst svo
ósanngjarnt að þú hafir ekki fengið
lengri tíma með okkur hér í þessari
jarðvist en ég er viss um að þér líður
betur þar sem þú ert núna, ekki kval-
inn og eflaust hlaupandi um allt.
Ég á eftir að sakna þín svo mikið.
Minningin um hetjuna með stóra
hjartað lifir að eilífu.
Þín
Halla.
HALLDÓR Þ.
GUÐMUNDSSON
Handrit afmælis- og minningargreina skulu vera vel frá gengin, vélrituð eða tölvusett. Sé
handrit tölvusett er æskilegt, að disklingur fylgi útprentuninni. Senda má greinar til blaðsins
í bréfsíma 569 1115, eða á netfang þess (minning@mbl.is). Nauðsynlegt er, að símanúmer höf-
undar/sendanda fylgi. Nánari upplýsingar má lesa á heimasíðum. Það eru vinsamleg tilmæli
að lengd greina fari ekki yfir eina örk A-4 miðað við meðallínubil og hæfilega línulengd — eða
2.200slög. Höfundar eru beðnir að hafa skírnarnöfn sín en ekki stuttnefni undir greinunum.