Morgunblaðið - 04.01.2002, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 04.01.2002, Blaðsíða 20
SUÐURNES 20 FÖSTUDAGUR 4. JANÚAR 2002 MORGUNBLAÐIÐ BÍLL fór út af Garðvegi snemma í gærmorgun og valt. Ekki urðu alvar- leg slys á fólki. Ökumaður á leið út í Garð missti stjórn á bifreið sinni í hálku skammt frá golfskálanum með þeim afleið- ingum að hún lenti út af veginum og valt. Ökumaður og farþegi voru flutt á Sjúkrahús Suðurnesja en fengu að fara heim að skoðun lokinni. Talið er að meiðsli þeirra séu óveruleg, að sögn lögreglu, en bifreiðin var flutt í burtu með kranabíl. Valt út af Garðvegi Garður STJÓRN Hitaveitu Suðurnesja hf. ákvað í gær að leggja til að hluthafa- fundur samþykkti samruna við Bæj- arveitur Vestmannaeyja. Viðræðunefndir Hitaveitu Suður- nesja og Bæjarveitna Vestmanna- eyja náðu fyrir áramót samkomulagi um samruna en áður hafði bæjar- stjórn Árborgar dregið Selfossveitur út úr viðræðum um sameiningu veitnanna þriggja. Stjórnir beggja fyrirtækjanna hafa nú samþykkt samrunann sem miðast við áramót en samning þeirra þarf að staðfesta á hluthafafundi Hitaveitu Suðurnesja og í bæjar- stjórn Vestmannaeyja. Býst Júlíus Jónsson, forstjóri Hitaveitu Suður- nesja, við hluthafafundi seinni hluta janúarmánaðar en að hluthöfum verði kynnt málið fyrr með óform- legum hætti. Hann vill ekki gefa upp efnisatriði samningsins, fyrr en eftir að þau hafa verið kynnt fyrir hluthöfum. Meðmæltir samruna veitufyrir- tækja Suðurnes ÞRETTÁNDAGLEÐI Reykjanes- bæjar á Iðavöllum í Keflavík verður veglegri en áður hefur þekkst og á eftir verða tónleikar í Reykjaneshöll þar sem hljómsveitin Hljómar leikur auk annarra. Dagskrá þrettándagleðinnar í Reykjanesbæ næstkomandi sunnu- dag hefst í Reykjaneshöll klukkan 18.30. Þar verður boðið upp á and- litsmálningu í karnivalstemmningu og leik í hoppikastölum fyrir yngstu kynslóðina. Skrúðganga upp á Iða- velli hefst klukkan 19.35. Á Iðavöllum verður kveikt í álfa- brennu og björgunarsveitin Suður- nes verður með flugeldasýningu. Jól- in verða kvödd með dagskránni sem hefst þar klukkan 20. Þar verða hljómsveitir og kórar og í tilefni dagsins koma fram álfakóngur og -drottning, púkar, grýla, leppalúði og jólasveinar. Að svo búnu verður gengið fylktu liði í Reykjaneshöllina þar sem boðið verður upp á heitt kakó og tónlist. Hljómar stíga á svið klukkan 21.10, hljómsveitin Jonni og félagar tekur við af þeim og Rými lýkur síðan tón- leikunum. Að sögn Ragnars Arnar Péturs- sonar, forvarnar- og æskulýðsfull- trúa Reykjanesbæjar, er áætlað að yfir fjögur þúsund manns hafi komið á gleðina á síðasta ári. Hann telur að Hljómar hafi aðdráttarafl, ekki síst fyrir brottflutta Suðurnesjamenn, og að von geti verið á fimm til sjö þúsund gestum í ár. Hljómar á þrettánda- gleði Reykjanesbær LAGÐAR hafa verið fram hug- myndir um nýtt skipulag almenn- ingssamgangna í Reykjanesbæ. Til flutninga á fólki verði notaðir leigubílar í stað hefðbundinna strætisvagna. Hjálmar Árnason al- þingismaður og Kjartan Már Kjartansson bæjarfulltrúi hafa ver- ið að kynna þessar nýstárlegu hugmyndir fyrir bæjaryfirvöldum og hagsmunaaðilum. Segjast þeir hafa fengið jákvæð viðbrögð og telja að með þessari lausn verði hægt að bæta almennissamgöngur og gera þær umhverfisvænni og ódýrari fyrir bæjarfélagið. Hjálmar segir að frændi sinn, Hjálmar W. Hannesson sendiherra í Kanada, hafi sagt sér frá umræðum þar í landi um umhverfis- og sam- göngumál, meðal annars þeirri að nota leigubíla í stað strætisvagna en það fyrirkomulag hafi verið tek- ið upp í bænum Rimouski og reynst vel. „Ég ræddi málið við vin minn Kjartan Má og okkur leist vel á,“ segir Hjálmar. Farþegum fækkar stöðugt Kjartan segir að eftir sameiningu sveitarfélaganna sem mynda Reykjanesbæ hafi verið byggt upp almenningsvagnakerfi, á grunni þess skólaaksturskerfis sem áður var. Þrír vagnar aka hringi um bæj- arfélagið á hálftíma fresti. Kjartan segir að aðsókn að vögn- unum minnki stöðugt og sé orðin lítil, þjónustan nái ekki til almenn- ings. Segir hann að vagnarnir séu eitthvað notaðir á morgnana, þegar börnin fari í skóla, og síðan eftir skóla en sáralítið þess í milli. Þjón- ustan sé lítil. Vagnarnir aki á hálf- tíma fresti og komi við á tiltölulega fáum stöðum. Þrátt fyrir fáa far- þega aki bílarnir stöðugt sína hringi og bærinn borgi 36 milljónir á ári, samkvæmt fjárhagsáætlun næsta árs, með þjónustunni til SBK sem annast hana. Samningur bæjaryfirvalda við SBK um rekstur almennings- samgangna rennur út um næstu áramót. Miðað við þróunina und- anfarin ár má búast við að núver- andi kerfi verið endurskoðað frá grunni eða jafnvel lagt niður. Að mati Kjartans er um þrjá kosti að ræða. Í fyrsta lagi að framlengja núverandi fyrirkomulag. Í öðru lagi að hætta almenningssamgöngum í núverandi mynd og taka upp akstur skólabíla í staðinn. Og í þriðja lagi að taka upp alveg nýtt kerfi. Hjálmar og Kjartan telja ófært að leggja niður almennings- samgöngur í Reykjanesbæ. Þótt þær séu allt of illa nýttar séu ákveðnir bæjarbúar háðir þeim, til dæmis aldraðir, öryrkjar og börn. Þá þurfi íbúar hverfanna sem liggja fjærst þjónustunni í kjarna Kefla- víkur/Njarðvíkur, til dæmis í Höfn- um og Innri-Njarðvík, slíka þjón- ustu. Þeir telja því rétt að skoða með opnum huga hugmyndirnar sem reyndar hafa verið í kanadíska bænum. Borga áfram strætógjald Rimouski er 32 þúsund manna bæjarfélag sem var komið í vand- ræði með almenningssamgöngur, eins og mörg bæjarfélög hér á landi og annars staðar. Stjórnendur bæj- arins fóru þá leið að koma upp hálf- opinberri stofnun, Taxibus, sem semur við leigubílastöðvar um akst- ur í stað almenningsvagnanna. Bið- stöðvum var fjölgað mjög. Fólk þarf að skrá sig til þátttöku og panta far fyrirfram. Í upphafi var áskilið að hámarksbið væri klukku- stund og fólkið yrði tekið upp á næstu biðstöð en að sögn Hjálmars hefur reynslan orðið sú að biðtím- inn hefur styst og er nú kortér til hálftími. Farþegarnir borga fast gjald, eins og í strætó, hvort sem þeir eru einir á ferðinni eða fleiri hafi verið teknir upp. Taxibus greiðir síðan leigubílastöðinni það sem vantar upp á akstursgjald samkvæmt gjaldmæli. Þessi stofnun bæj- arfélagsins hefur nákvæmt eftirlit með akstrinum og kostnaði með tölvukerfi og segir Hjálmar að eng- in vandræði hafi komið upp vegna misnotkunar. Þetta nýja kerfi kost- ar sveitarfélagið 12 milljónir kr. í stað 34 milljóna sem það greiddi áð- ur með strætisvagnarekstrinum. Sóttir heim að dyrum Hjálmar og Kjartan Már leggja til að athugaðir verði möguleikar á því að koma upp samskonar kerfi í Reykjanesbæ. Telja þeir eðlilegt að leita samninga við SBK um að skipuleggja flutningana og hafa eftirlit með þeim, til þess að ekki þurfi að byggja upp sérstaka stofn- un til þess. SBK gæti þá líka notað sína bíla þegar um flutning á stærri hópum væri að ræða, eins og stund- um gerðist. Samið yrði við leigu- bílastöðvarnar tvær í Reykjanesbæ um aksturinn. Hafa þeir rætt við þessi fyrirtæki og segjast hafa fengið góðar viðtökur. Leigubíl- stjórar séu fegnir að fá viðskipti á tíma sem þeir hafa lítið að gera. Þá sé þarna verið að nýta fjárfestingu sem fyrir er í leigubílaflotanum. Þeir segja að aðstæður í Reykja- nesbæ séu þannig að ekki væri óraunhæft að gera ráð fyrir að far- þegarnir yrðu sóttir heim að dyr- um, ekki þurfi að koma upp sér- stökum biðstöðvum. Með því sé hægt að bjóða upp á mun liprari þjónustu. Lauslegir útreikningar Kjartans Más og Hjálmars benda til að hægt yrði að draga mjög úr kostnaði Reykjanesbæjar við almennings- samgöngur með notkun leigubíl- anna. Er þá miðað við að 2,8 far- þegar yrðu að meðaltali í ferð og farið kostaði 200 krónur á mann- inn, eins og í strætó á höfuðborg- arsvæðinu. Hjálmar telur þó hugs- anlegt að hafa gjaldið lægra. Kjartan Már tekur fram að mikið myndi vinnast, jafnvel þótt kostn- aður yrði sá sami og við eldra kerf- ið. Bæjarbúar fengju mun betri og persónulegri þjónustu en hægt er að veita með strætisvögnum. Þá vekur Hjálmar athygli á um- hverfisþætti málsins. Nú aki stórir dísilbílar hring eftir hring í bænum, hvort sem í þeim eru fleiri eða færri farþegar, eða jafnvel enginn. Tilraunarinnar virði Þeir félagar eru sannfærðir um að það sé tilraunarinnar virði að láta reyna á þessa hugmynd. Kjart- an Már segir að hún verði skoðuð af framkvæmda- og tækniráði bæj- arsins sem fer með málefni almenn- ingssamgangna. Býst hann þó við að það komi í hlut nýrrar bæj- arstjórnar að ákveða um fyr- irkomulag almenningssamgangna eftir að samningarnir við SBK renna út um áramót. Nýstárlegar hugmyndir um fyrirkomulag almenningssamgangna Morgunblaðið/Helgi Bjarnason Hjálmar Árnason alþingismaður og Kjartan Már Kjartansson, bæjarfulltrúi Framsóknarflokks, hafa kynnt hugmyndir um alveg nýtt skipulag almenningssamgangna í Reykjanesbæ. Leggja til að leigubílar verði notaðir í stað strætisvagna Reykjanesbær ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.