Morgunblaðið - 04.01.2002, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - 04.01.2002, Blaðsíða 38
UMRÆÐAN 38 FÖSTUDAGUR 4. JANÚAR 2002 MORGUNBLAÐIÐ T íðindi úr pólitíkinni, og aldrei þessu vant eitthvað sem gæti skipt máli. Ólafur F. orðinn sérflokkur – og vill ganga í bandalag með Ólafi doktor og félögum hans sem hafa hug á sérframboði aldr- aðra. Fleiri sérlegir menn spretta upp í pólitíkinni með nýju ári, og er án efa þar fremstur meðal jafningja sjálfur Jón Bald- vin, sem ætlar að koma eins og riddarinn á hvíta hestinum vest- an frá Ameríku og frelsa Sam- fylkinguna úr klóm móðunnar miklu. Hann tekur auðvitað vandlega fram að hann ætli ekki að koma inn með neinum látum. En nú þegar eru sögusagnir af hugs- anlega væntanlegri heimkomu hans orðnar að heitustu fréttunum – án þess þó að vera eiginlega frétt – úr ís- lenskum stjórnmálaheimi, nema ef vera skyldi þetta með Ólafabandalagið (sem vel að merkja er heldur ekki orðið eiginleg frétt). Báðar þessar óeiginlegu fréttir eru merkilegar, en þó af ger- ólíkum ástæðum. Önnur er ánægjuleg, og gæti verið til marks um raunverulega nýjung í pólitíkinni, er gæti gefið þeim er hafa hingað til skilað auðu kost á að krossa við eitthvað. Hin frétt- in er furðufrétt sem hljómar eins og hún sé komin beint úr Ára- mótaskaupi Sjónvarpsins. Ánægjulega óeiginlega fréttin er um hugsanlegt Ólafabandalag. Ólafur F. hefur um nokkurt skeið skorið sig úr í borgarfulltrúaliði Sjálfstæðisflokksins vegna þess að hann hefur virst fær um að hugsa um annað og meira en bara það að koma pólitískum höggum á andstæðinga sína. Ólafur doktor virðist líka vera fær um að ástunda stjórnmál án þess að missa fótanna í skítkasti. Samt laumast auðvitað að manni sá grunur að kannski finn- ist manni þessi óeiginlega frétt ánægjuleg fyrst og fremst vegna þess að hún kveikir von um möguleika á einhverju öðru en því sem maður hefur setið uppi með allt of lengi, fremur en að manni finnist hún ánægjuleg vegna þess að maður sé svo viss um að Ólafabandalag myndi leysa allan vanda. Það er að segja, kannski er maður bara á móti því sem er, fremur en að maður sé með ein- hverju nákvæmlega skilgreindu. Kannski er það einmitt það sem gerir að verkum að manni líst vel á hugsanlegt Ólafabandalag – að það er enn harla óskilgreint, og maður getur lifað í voninni um að það verði einhvernveginn betra en það sem er. Svona eins og börn njóta alltaf velvildar vegna þess að þau eru enn óskilgreind og maður getur í huga sér búið til mynd af þeim sem fyrirmynd- arfólki. Hvort heldur þetta er nú hin eiginlega ástæða eða ekki, þá hlýtur sú frétt, að stór hluti kjós- enda geti hugsað sér að greiða atkvæði sérframboði aldraðra og öryrkja, að vera alvarleg tíðindi fyrir stjórnmálamenn hinna hefð- bundnu flokka. Þess vegna eru aldeilis fráleit viðbrögð Samfylkingarinnar við hverfandi kjósendum: Jón Bald- vin kallaður heim, og verður dubbaður upp í formann, gegn því loforði, að ef sigur vinnist megi hann verða forsætisráð- herra eins lengi og hann geti. Það er engu líkara en þessi flétta hafi verið skrifuð fyrir Áramótaskaupið – og reyndar var eitthvað svipað í því ágæta skaupi. „Við verðum að gera eitt- hvað!“ Með áherslu á eitthvað – bara eitthvað. Og ef manni dett- ur ekkert nýtt í hug (eða ekkert nýtt er að hafa) þá er að grípa til gamals. Í tískubransanum er þetta kallað retró; þegar horfið er aftur til fortíðar og tískuföt – til dæmis frá hippatímanum – dregin fram og gerð að því heit- asta í dag. Þetta er ennfremur eitt meg- instefið í svonefndum póstmód- ernisma, þar sem áhersla er lögð á að leita aftur í söguna og end- urnýta hugmyndir og þemu. Þannig stefnir í að Jón Baldvin verði fyrsti póstmóderníski stjórnmálamaðurinn á Íslandi. En gallinn – og hættan – við retrótískuna er fyrst og fremst sá, að hún er í raun óekta, vegna þess að hún er eiginlega sprottin úr annarri tíð en henni er nú plantað inn í. Þess vegna krefst hún þess af fylgjendum sínum að þeir taki hana í rauninni ekki al- varlega, þótt þeir fylgi henni. Hún krefst þess að þeir fylgi henni svona eins og með glott á vör. Að vera retróhippi er að þykjast vera hippi, sem er allt annað en að vera hippi. Þessi galli við alla retróhugsun er löngu orðinn ljós þeim sem pælt hafa eitthvað í hinum sí- vinsæla póstmódernisma. Auðvit- að er ekki sjálfgefið að svona greining eigi við í stjórnmálum, og þess eru dæmi að pólitíkusar sem komnir voru með feitan starfslokasamning – það er, orðn- ir að sendiherra – gangi kröft- uglega í endurnýjun pólitískra lífdaga. Það er fyrir löngu runnin upp örvæntingartíð fyrir Samfylk- inguna, og betlarar geta ekki leyft sér matvendni. Hin kaldr- analega staðreynd er sú, að hæfir flokksleiðtogar eru jafn sjaldgæf- ir og góðir óperusöngvarar, og bæði þessi fyrirbæri eru af af- skaplega skornum skammti á Ís- landi. Það er sama hvert litið er í íslenskum kratisma, þar er eng- an hæfan leiðtoga að sjá. (Svo- leiðis fólk fer ekkert á milli mála ef það er á staðnum – það ein- faldlega sker sig úr, eins og hljómfagur tenór í hópi lagleys- ingja). Það eru alvarleg tíðindi ef ís- lenskir kratar telja sig ekki eiga í önnur hús að venda með formann en íslenska sendiráðið í Wash- ington. Ekki vegna þess að Jón Baldvin hafi á sínum tíma verið vondur formaður, og ekki vegna þess að hann er búinn að vera í Ameríku – þvert á móti gæti hann komið með góð áhrif þaðan. Nei, alvarlegu tíðindin eru þau, að ekki skuli þýða að horfa til framtíðar, heldur verði að veðja á retrótískuna. Jón retró Ef manni dettur ekkert nýtt í hug (eða ekkert nýtt er að hafa) þá er að grípa til gamals. Í tískubransanum er þetta kallað retró; þegar horfið er aftur til fortíðar og tískuföt – til dæmis frá hippatímanum – dregin fram og gerð að því heitasta í dag. VIÐHORF Eftir Kristján G. Arngrímsson kga@mbl.is HINN 18. desem- ber sl. samþykkti bæjarstjórn Hafnar- fjarðar að gerast þriðjungs eigandi í nýju hlutafélagi, Norðurbakka ehf., sem ætlað er að standa fyrir uppbygg- ingu bryggjubyggðar fyrir allt að 1.800 íbúa. Margt er athug- unarvert við sam- starfssamning þann sem Hafnarfjarðar- bær, Þyrping hf. og J&K eignarhaldsfélag hafa gert með sér. Af hverju þessi flýtir? Drög að samstarfssamningnum voru fyrst kynnt í bæjarráði Hafn- arfjarðar 13. desember sl. Þann 17. desember var skotið á bæj- arráðsfundi þar sem lagður var fram stofnsamningur og sam- þykktir fyrir Norðurbakka ehf. ásamt tilkynningu um stofnun fé- lagsins. Bæjarstjóri undirritaði síðan samninginn með fyrirvara um samþykki bæjarstjórnar, sem kom saman daginn eftir og sam- þykkti samninginn. Þessi máls- meðferð er óvenjuleg og sennilega einsdæmi í sveitarstjórnarmálum. Flýtirinn á þessum gjörningi var svo mikill að enginn tími vannst til að kynna samninginn eða ræða í Framsóknarflokknum í Hafnar- firði. Ekki kæmi mér á óvart að það sama ætti við um sjálfstæð- ismenn í Hafnarfirði. Það undar- legasta af öllu er e.t.v. að samning- urinn var ekki tekinn til afgreiðslu í hafnarstjórn. Samkvæmt samningnum leggja eignaraðilarnir þrír fram 200 þús. kr. hver sem stofnfé. Norðurbakka ehf. er hins vegar gert að kaupa eignir hluthafa á hafnarbakkanum, metnar á 190 m.kr. hvers um sig, samtals 570 m.kr. Kaupverðið skal hins vegar ekki greitt fyrr en þann 1. júlí 2003 og þá með þeim hætti að kröfunum skal þá breytt í aukið hluta- fjárframlag. Það fara því engir fjármunir milli aðila. Sé litið á fasteignamat eign- anna kemur í ljós að það er mjög mismun- andi. Eignir Hafnar- fjarðarbæjar eru metnar á 190.409.000 kr., eignir Þyrpingar hf. 146.650.000 kr. og eignir J&K eru metn- ar á 77.248.000 kr. Augljóst er því að samningsverð eign- anna þarfnast nánari skýringa. Við þessi kaup Norðurbakka ehf. gerist það að Hafnarfjarðar- bær afskrifar 409.000 kr., Þyrp- inghf. hagnast um kr. 43.350.000 af sölu eigna og J&K hagnast um 112.752.00 krónur. Ársreikningur tveggja síðastnefndu aðilanna fyrir árið 2001 mun þar með sýna tölu- verðan afkomubata eftir að þessar bókhaldslegu sölur hafa átt sér stað. Það eru því aðrir en Hafn- arfjarðarbær sem hafa ávinning af þessum bókhaldslegu æfingum. Af hverju bryggjubyggð? Í Hafnarfirði hefur í nokkurn tíma verið rætt um með hvaða hætti mætti nýta norðurbakkann til þess að efla og stækka miðbæ- inn. Hafa menn þá einkum velt fyrir sér blandaðri byggð, þ.e. þjónustustarfsemi og íbúðarbyggð. Eins hafa margir talið óklókt að fórna hafnarbakkanum öllum, því hann væri mikilvægur sem skipa- lægi þótt draga myndi úr hafnsæk- inni starfsemi. Málið er sem sagt stórt og umdeilt. Því kemur á óvart að meirihlutinn í bæjarstjórn skuli keyra málið í gegn án allrar umræðu. Þær frumhugmyndir sem kynntar hafa verið sýna íbúðar- byggð úti í sjó, 20-30 m niður á fast. Ljóst er að slíkar byggingar verða dýrar. Ný byggð kallar jafn- framt á breytingu á gatnaskipulagi og aukna þjónustu, s.s. aðgengi að skóla. Staðreyndin er sú að það er ekkert sem kallar á þessa flýti- meðferð, enda liggur fyrir að næsta íbúðarbyggð verður á Ás- völlum. Kostnaður Hafnarfjarðar Margt er óljóst um kostnað Hafnarfjarðarbæjar vegna fyrir- hugaðra framkvæmda, en ætla má að hann verði mikill. Í 5. gr. samn- ingsins segir: ,,Hafnarfjarðarkaup- staður skal á sinn kostnað ráðast í uppfyllingu hafnarinnar, vestan við hverfið, og gera þar bygging- arhæft allt að 25.000 fm land.“ Síð- ar í sömu grein segir: ,,Hafnar- fjarðarkaupstaður skal gera smábátahöfn eða viðlegukanta fyr- ir eigin reikning.“ Síðast í sömu grein segir: ,,Hafnarfjarðarkaup- staður skal rifta lóðarleigusamn- ingi við Olíuverslun Íslands hf. um lóðirnar nr. 1 og 3 við Vesturgötu þar sem nú er bensínstöð OLÍS. Norðurbakki ehf. og Hafnarfjarð- arkaupstaður skulu skipta á milli sín kostnaði við riftunina og rif á mannvirkjum á lóðinni.“ Það er mikill ábyrgðarhluti fyrir skuldsett bæjarfélag að fara út í slíka áhættuframkvæmd og kosta til hundruð milljónum króna. Þau vinnubrögð sem hafa verið viðhöfð í þessu máli eru ekki til eftir- breytni. Það er eðlileg krafa að Hafnfirðingar fái nánari skýringar á téðum samningi. Skrítin vinnubrögð meiri- hlutans í Hafnarfirði Sigurður P. Sigmundsson Hafnarfjörður Það er eðlileg krafa, segir Sigurður P. Sig- mundsson, að Hafnfirð- ingar fái nánari skýr- ingar á téðum samningi. Höfundur er formaður Framsókn- arfélags Hafnarfjarðar. UNDIRRITAÐUR hefur nokkuð gagn- rýnt ríkisvaldið fyrir þann samning sem á sínum tíma var gerður við Öldung hf. – sam- heiti fyrir fyrirtækin Aðalverktaka og Sec- uritas – um að reisa og reka dvalarheimili fyr- ir aldraða í Sóltúni 2 í Reykjavík. Í skýrslu Ríkisend- urskoðunar fékkst staðfesting á því að þessi gagnrýni átti við rök að styðjast. Í ljós kom að ríkisvaldið mismunaði stórlega dvalarheimilum aldraðra varðandi fjármögnun. Nánast hvernig sem á málin var litið voru þau kjör sem Öldungi hf. var boðið upp á hag- stæðari en hjá öllum öðrum rekstr- araðilum sambærilegra dvalarheim- ila. Og það sem meira er, Ríkisend- urskoðun benti á að ein megin- ástæðan fyrir því að skattborgarinn greiddi Öldungi hf. meira en öðrum rekstraraðilum væri sú að eigend- urnir þyrftu að geta hagnast, eða með öðrum orðum, þeir yrðu að geta makað krókinn. Í umræðu í þjóðfélaginu var haft á orði að það hefði vakað fyrir hinni einkavæðingarglöðu ríkisstjórn að láta Öldungi hf. takast vel upp til að geta sýnt fram á stórkostlegan ár- angur einkaframtaks- ins. Þegar fram liðu stundir myndi án efa gleymast að skatt- pyngjur almennings hefðu verið opnaðar meira en gagnvart öðrum aðilum. Síðastliðið sumar fengu svo landsmenn forsmekkinn að sið- ferði eigendanna þeg- ar tilteknir eignaraðil- ar að Öldungi hf. reyndu að braska með sinn hlut. Þjóðin fékk þarna innsýn í heim fjármálalífsins sem nú rær að því öllum árum að þrengja sér inn í velferðarþjón- ustuna. Vonandi tekst starfsfólki Sóltúns að halda þessum öflum í skefjum og úthýsa gróðasjónarmið- um úr rekstrarbókhaldinu. Það verður ekki auðvelt verk. Eftir því sem ég hef fregnað hef- ur vel tekist til um ráðningu starfs- fólks og er engin ástæða til annars en að það hafi fullan trúnað og muni sinna sínum störfum af alúð og elju. Í sjálfu sér ætti það að vera fagn- aðarefni þegar ríkið gerist örlátara í framlögum til dvalarheimila aldr- aðra. Staðreyndin er sú að framlög til dvalarheimila aldraðra hafa verið skorin við nögl, þeim hefur verið gert að fara bónbjargarleið til að afla fjár svo reisa megi húsnæði og viðhalda því. Þau hafa einnig sjálf þurft að standa straum af dýrum lyfjum og hjálpartækjum svo dæmi séu tekin. Þetta á hins vegar ekki við um Sóltún, þar eru framlög vegna þessara þátta ríflegri en til hinna dvalarheimilanna. Starfsfólki á þeim svíður að geta ekki veitt vistmönnum sínum eins góða að- stöðu og aðhlynningu og kostur er og að sjálfsögðu sætta þeir sig ekki við að vera boðið upp á lakari kost en hlutafélaginu. Undir þetta skal tekið. Það er í rauninni alveg stórundarlegt að þeim sem láta alla fjármuni renna inn í reksturinn og til uppbygging- arstarfs skuli skammtað naumar úr ríkissjóði en hinum sem hafa á bak- inu fjárfesta sem taka til sín arð í eigin vasa. Hvorki starfsfólk né vistfólk á hins vegar að þurfa að líða fyrir siðblindu stjórnvalda. Þess vegna er hinu nýja vistheimili í Sóltúni óskað sólríkrar framtíðar. Sóltúni óskað velfarnaðar Ögmundur Jónasson Dvalarheimili Hvorki starfsfólk né vistfólk á að þurfa að líða fyrir siðblindu stjórnvalda. Þess vegna óskar Ögmundur Jónasson hinu nýja vist- heimili í Sóltúni sól- ríkrar framtíðar. Höfundur er alþingismaður og formaður BSRB.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.