Morgunblaðið - 04.01.2002, Blaðsíða 8
FRÉTTIR
8 FÖSTUDAGUR 4. JANÚAR 2002 MORGUNBLAÐIÐ
Sýning íslenskra listdansara á skautum
Skautar það
eina sem þarf
LISTHLAUP áskautum telst lík-lega til jaðar-
íþrótta á Íslandi, en þó er
haft fyrir satt að greininni
vaxi ásmegin, þátttakend-
um fjölgar og þeir ásamt
aðstandendum ætla sér
mikið í framtíðinni. Á
morgun, laugardag,
klukkan sjö að kvöldi efn-
ir hópurinn Ísmolarnir til
sýningar í Skautahöllinni í
Laugardal. Sýningin er
frumkvæðisverkefni
byggt á styrk frá ESB.
Mikið hefur verið í sýn-
inguna lagt, enda frum-
raun á þessu sviði hér á
landi. Helsti þjálfari ís-
lenskra listhlaupara er
Kristín Harðardóttir,
menntaður skautaþjálfari,
og Morgunblaðið hafði uppi á
henni og fræddist um framgang
íþróttarinnar hér á landi og sýn-
inguna sem í vændum er.
Hvað hefur listhlaup á skaut-
um verið stundað lengi á Íslandi
og hve margir stunda það?
„Listhlaup á skautum hefur
verið stundað síðan 1992 hér á Ís-
landi. Árið 1998 var einnig farið
að æfa samhæfðan skautadans,
en það er ung grein innan skauta-
íþróttarinnar sem er í örum vexti
um allan heim. Allir sem æfa
samhæfðan skautadans hafa áður
stundað listhlaup á skautum, því
að það er nauðsynlegt að grunn-
skautun sé góð. Eins og staðan er
í dag er samhæfður skautadans
aðeins stundaður hjá Skauta-
félagi Reykjavíkur og eru þar tvö
lið eða um 50 stelpur. Fjöldi iðk-
enda í listhlaupi á skautum hér á
Íslandi er líklega tæplega 400.“
Er dýrt að koma sér af stað í
greininni?
„Þegar barn byrjar í listhlaupi
á skautum eru skautar það eina
sem þarf, þannig að stofnkostn-
aður er ekki mikill. Ef það síðan
heldur áfram og vill verða góður
listskautari þá bætist við kostn-
aðinn, því það er nauðsynlegt að
stunda djassballet og/eða klass-
ískan ballet samhliða skautaæf-
ingum.“
Er þetta bara stelpuíþrótt?
„Nei, það eru fleiri stelpur, en í
listhlaupinu eru nokkrir strákar.
Það eru engir strákar í samhæfða
listdansinum, en erlendis er þó
mjög algengt að hóparnir séu
blandaðir.“
Hvað eru íslenskir keppendur
góðir á alþjóðlegan mælikvarða?
„Í listhlaupi á skautum hefur
aðeins einn skautari, Sigurlaug
Árnadóttir, Íslandsmeistari í list-
hlaupi, keppt á alþjóðlegum mót-
um erlendis. Í næsta mánuði fer
Sigurlaug til Finnlands og keppir
þar á Norðurlandamótinu í list-
hlaupi á skautum. Það verður
stutt í það að fleiri skautarar fari
á mót erlendis því að margir af
yngri skauturunum hafa sýnt
miklar framfarir og eiga eftir að
ná langt í framtíðinni.
Í samhæfðum
skautadansi eigum við
mikla möguleika á að
ná ágætum árangri.
Þetta er ung íþrótta-
grein í heiminum og
eigum við Íslendingar því mögu-
leika á að nálgast aðrar þjóðir í
færni. Íslandsmeistararnir, Ís-
molarnir, hafa keppt á þremur
erlendum mótum og fara til
keppni í Mílanó í febrúar næst-
komandi. Síðan fara þær á
heimsmeistaramótið í samhæfð-
um skautadansi í apríl næstkom-
andi. Heimsmeistaramótið er
haldið í Frakklandi að þessu
sinni og mætir íslenska landsliðið
þangað og keppir þar við lið frá
löndum víðs vegar að úr heim-
inum.“
Hvaða æfingaaðstaða er fyrir
hendi?
„Þegar byrjað var að æfa
skautaíþróttina voru aðeins tvö
skautasvell í landinu, í Reykjavík
og á Akureyri. Og bæði undir
berum himni. Þetta hamlaði
framþróun í íþróttinni því að oft
féllu æfingar niður vegna veðurs.
Með yfirbyggingu þessara
skautasvella gjörbreyttist öll æf-
ingaaðstaða skautaíþróttarinnar
og urðu framfarir í íþróttinni
mjög miklar. Þetta er samt ekki
nóg, því að samkeppni um ístíma
er mikil. Hér í Reykjavík er
ástandið sérstaklega slæmt, því
að við höfum aðeins eitt skauta-
svell og þar er æft íshokkí, list-
hlaup og samhæfður listdans.
Ekki nóg með það, heldur eru
það tvö félög sem eru með að-
stöðu þar. Einnig háir það íþrótt-
inni að hér á landi eru skauta-
svellin aðeins opin átta mánuði á
ári sem er langt frá því að vera
nóg ef viðkomandi ætlar að ná ár-
angri. Það er líka fjöldinn allur af
skauturum sem fer til útlanda yf-
ir sumartímann til þess að geta
stundað íþrótt sína og er þetta að
sjálfsögðu mjög kostnaðarsamt.“
Og á morgun er efnt til mik-
illar sýningar?
„Hópurinn Ísmolarnir stendur
fyrir sýningu sem haldin er í
Skautahöllinni í Laugardal á
morgun, laugardag, klukkan sjö
um kvöldið. Sýningin
er frumkvæðisverkefni
sem er tilkomið vegna
þess að Ísmolarnir
fengu styrk frá ESB-
áætluninni „Ungt fólk í
Evrópu“. Þetta er frumraun við
að setja upp slíka listsýningu hér
á landi og voru fengnir tveir
danshönnuðir frá Svíþjóð til þess
að aðstoða. Einnig hefur hópur-
inn búið til atriði sem sýnd verða
á sýningu þessari, en alls taka
um 130 manns þátt í sýningunni,
á aldrinum 4 til 26 ára. Þetta er
einstakt tækifæri til þess að sýna
skautaíþróttina sem listgrein.“
Kristín Harðardóttir
Kristín Harðardóttir er fædd í
Reykjavík 1976. Hún er stúdent
frá Verslunarskóla Íslands 1996
og fór síðan til skautaþjálf-
aranáms í Englandi. Lauk þar
prófi, nam síðan ensku eitt ár við
Háskóla Íslands og hefur nú lok-
ið 40 af 45 einingum í markaðs-
og útflutningsfræðum við sama
skóla. Auk þess að vera skauta-
þjálfari starfar hún við söludeild
Einars Skúlasonar ehf. Maki
Kristínar er Wayne Glastonbury
sem er starfsmaður hjá ISAL.
…í Reykjavík
er ástandið
slæmt
Spæjó ársins.
FÉLAGSDÓMUR hefur sýknað
Samtök atvinnulífsins fyrir hönd
Flugleiða hf. af kröfu Alþýðusam-
bands Íslands fyrir hönd Flug-
freyjufélags Íslands um að uppsagn-
ir 53 flugfreyja og flugþjóna sem
sagt var upp mánaðamótin septem-
ber/október sl. miðist við 1. nóvem-
ber í stað 1. október.
Forsaga málsins er sú að í lok
september sl. tóku stjórnendur
Flugleiða þá ákvörðun að segja upp
53 félagsmönnum í Flugfreyjufélagi
Íslands ásamt 40 flugmönnum í
tengslum við endurskoðun flugáætl-
ana sökum samdráttar í flugi. Flug-
leiðir gerðu Flugfreyjufélagi Íslands
grein fyrir þessari ákvörðun á
tveimur samráðsfundum aðila 26. og
27. september sl. Á síðari fundinum
var rætt um að Flugleiðir myndu
hringja til þeirra innan Flugfreyju-
félagsins sem segja átti upp og til-
kynna þeim uppsögnina. Segir í nið-
urstöðum Félagsdóms að af
málatilbúnaði aðila verði ráðið að
símtöl þessi hafi átt sér stað í kjölfar
síðari fundarins eða fyrir mánaða-
mótin september/október.
Þá segir í niðurstöðu dómsins:
„Óumdeilt er með aðilum að all-
mörgum þeirra 53 félagsmanna
stefnanda [Flugfreyjufélags Ís-
lands] sem fengu umrætt uppsagn-
arbréf frá stefnda [Flugleiðum] var
sagt upp með skýrum hætti í nefnd-
um símtölum. Á sama hátt er ljóst að
einhverjir félagsmannanna fengu
ekki vitneskju um uppsögnina fyrr
en þeir fengu uppsagnarbréfið í
hendur eftir mánaðamótin septem-
ber/október 2001. Í málinu liggur
ekkert fyrir um hversu margir eru í
hvorum hópi.“ Í niðurstöðu fé-
lagsdóms kemur hins vegar fram að
uppsagnarbréfin voru dagsett 28.
september 2001.
Ágreiningur um réttmæti
munnlegra uppsagna
Í félagsdómnum segir að
ágreiningsefni aðila, þ.e. stefnda,
Flugleiða, og stefnanda, Flugfreyju-
félags Íslands, hafi í raun snúist um
hvort munnlegar uppsagnir sem
bárust „ótilteknum fjölda fé-
lagsmanna stefnanda með símtölum
fyrir lok september 2001 teljist gild-
ar þannig að upphaf uppsagnar-
frests þessara félagsmanna eigi að
miðast við 1. október 2001“.
Flugfreyjufélag Íslands taldi með
öðrum orðum að uppsagnirnar ættu
að miðast við 1. nóvember og byggði
kröfu sína m.a. á því að í gildandi
kjarasamningi aðila er kveðið á um
að allar ráðningar og uppsagnir
skuli vera skriflegar. Hinar skrif-
legu uppsagnir félagsmanna hafi
borist með ábyrgðarpósti 1. og 2.
október og því taki þær fyrst gildi
frá næstu mánaðamótum á eftir eða
frá 1. nóvember. Flugleiðir byggðu
sýknukröfu sína á hinn bóginn á því
að umrætt ákvæði í kjarasamningi
aðila væri ekki svokallað gildisskil-
yrði heldur formkrafa sem tryggði
sönnun þess að uppsögn hefði átt sér
stað. Munnleg uppsögn væri því full-
gild. Uppsagnirnar ættu því að taka
gildi 1. október.
Félagsdómur tekur undir sýknu-
kröfu Flugleiða og segir m.a. í niður-
stöðu sinni að fyrrgreint ákvæði í
kjarasamningi aðila um skriflegar
uppsagnir verði ekki túlkað þannig
að „ótvíræð viðurkennd munnleg
uppsögn geti ekki haft efnisleg
áhrif“. Þá segir: „Ágreiningslaust er
að allmörgum félagsmönnum stefn-
anda var sagt upp munnlega fyrir 1.
október sl. en öðrum skriflega eftir
þann dag. Viðurkenningarkrafan í
málinu tekur aftur á móti til allra
þeirra félagsmanna stefnanda sem
sagt var upp, án tillits til þess hvort
um skriflega eða munnlega uppsögn
var að ræða. Þar sem ekki er eins
ástatt um alla félagsmenn stefnanda
að þessu leyti er ekki unnt að taka
dómkröfu stefnanda til greina eins
og hún liggur fyrir og ber því að
sýkna stefnda af kröfum stefnanda í
málinu.“
Félagsdómur sýknar Samtök
atvinnulífsins af kröfum flugfreyja
Uppsagnir taki
gildi 1. október
HÉRAÐSDÓMUR Vesturlands hef-
ur dæmt mann til greiðslu 400 þúsund
króna sektar vegna brota á dýra-
verndunarlögum, lögum um búfjár-
gæslu og forðagæslu og lögum um
hollustuhætti og mengunarvarnir. Er
honum einnig gert að greiða sakar-
kostnað og málsvarnarlaun.
Maðurinn var ákærður fyrir að
hafa vanrækt aðbúnað, umhirðu og
fóðrun hrossa sem hann tók í haga-
göngu á jörð sinni á Vesturlandi fyrir
hrossaeigendur á höfuðborgarsvæð-
inu. Einnig fyrir að hafa vanrækt um-
hirðu eigin hrossa og fyrir að hafa
skilið eftir tvö hundshræ og dauðan
hrút án þess að ganga þannig frá
þeim að þau yllu ekki mengun eða lýt-
um á umhverfi.
Ákærði bar því við að hann hefði
sett þá skilmála við eigendur hrossa
sem hann tók í hagagöngu að þeir
yrðu sjálfir að fylgjast með hrossun-
um. Þessu vísuðu eigendur hrossanna
á bug. Að áliti dómsins þótti það afar
ótrúverðugt að eigendur hrossanna,
búsettir á höfuðborgarsvæðinu, hefðu
fallist á að greiða þóknun fyrir haga-
göngu á Vesturlandi gegn því að þeir
ættu sjálfir að hafa eftirlit með þeim.
Hefði ákærði þar fyrir utan ekki get-
að vikið sér undan skyldu sinni sem
umráðamaður dýra. Þótti þessi fram-
burður ákærða því fyrirsláttur.
Ákærði var sakfelldur fyrir van-
hirðu á 32 hrossum en ekki var fallist
á sök fyrir umhirðu á 18 öðrum hross-
um. Vísað var frá bótakröfu sem sum-
ir hrossaeigenda gerðu og synjað var
kröfu um að ákærði skyldi sviptur
heimild til að eiga og halda búfé. Er
honum gert að greiða 400 þúsund
króna sekt í ríkissjóð, sakarkostnað
og málsvarnarlaun skipaðs verjanda,
alls 250 þúsund krónur auk virðis-
aukaskatts. Þá segir í niðurstöðu
dómsins að rannsókn og útgáfa
ákæru hafi dregist og verði ekki rétt-
lætt. Jafnframt er sagt athugavert að
lögregla skyldi ekki kanna vettvang
eða taka ljósmyndir af hrossunum og
öðrum aðstæðum.
Dóminn kvað upp Benedikt Boga-
son héraðsdómari ásamt meðdóm-
endunum Finni Torfa Hjörleifssyni
héraðsdómara og Ingimari Sveins-
syni búfræðikandídat.
Sektaður
fyrir van-
rækslu