Morgunblaðið - 04.01.2002, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 04.01.2002, Blaðsíða 25
ERLENT MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 4. JANÚAR 2002 25 Ótal fleiri góð tilboð! Sófar og stólar 50% afsláttur Glös mörg ótrúleg tilboð Speglar aukaafsláttur af tilboðsspeglum Stólar með TIGER áklæði 35% afsláttur Púða og rúmteppa sprengja allt að 70% afsl. margar tegundir MARKAÐUR Í K R I N G L U N N I O G F A X A F E N I S í m i : 5 3 3 4 0 2 5 - 5 6 8 4 0 2 0 Stell og hnífapör ótrúleg tilboð Útsala Útsala ! Líttu á www.tk.is ÞÆR Noel, Angel, Star, Joy og Mary, sem allar komu í heiminn á jóladag, voru einræktaðar í því skyni að auðvelda ígræðslu líffæra úr svínum í fólk. Þær eru svokölluð „útsláttarsvín“, er ræktuð voru af skoska fyrirtækinu PPL Therapeu- tics. Í þessum svínum er arfberinn alpha 1,3 galactosyl tranferase óvirkur, en virkni hans leiðir til þess að ónæmiskerfi mannslíkam- ans hafnar líffærum úr svínum um leið og þau eru grædd í. Vís- indamenn við PPL segja, að ein- ræktun þessara svína – sem eru tal- in hin fyrstu sinnar tegundar í heiminum – sé fyrsta skrefið í átt að því að hægt verði að græða svínslíffæri í fólk, án þess að ónæm- iskerfi mannslíkamans hafni því. David L. Ayares, aðstoð- arframkvæmdastjóri rannsókna á vegum PPL, ítrekaði að áfang- anum væri enn ekki fyllilega náð. „Við eigum enn eftir að gera nokkrar breytingar til þess að skapa hið endanlega svín.“ Til þess að ónæmiskerfi mannsins sam- þykki líffæri úr svínunum þurfi að gera óvirk bæði eintök arfberans í tilteknum svínastofni. Öll einrækt- uðu svínin sem komu í heiminn á jóladag eru kvendýr, en þess er vænst að síðar á árinu komi í heim- inn karldýr af sömu gerð. Síðan verði dýrin látin fjölga sér í þeirri von, að afkvæmin verði með bæði eintök arfberans óvirk. Vísindamenn við PPL Therapeu- tics unnu með vísindamönnum við Roslin-stofnunina við einræktun kindarinnar Dolly 1997, en hún var fyrsta einræktaða spendýrið í heiminum. Arfberinn sem vís- indamennirnir eru að reyna að losna við úr svínunum veldur því að líffæri svínanna eru þakin sykri (svonefndum alpha-1-galactose). Þetta sykurlag vekur öflug höfn- unarviðbrögð í mannslíkamanum þegar svínalíffærin eru grædd í hann. Standa vonir til, að gera þessa arfbera óvirka, og koma þannig í veg fyrir að líffærunum verði hafnað. Ayares sagði að taka muni nokk- ur ár að finna ráð gegn ýmsum fylgikvillum, og gera tilraunir á prímötum. Gangi allt að óskum kunni að verða hægt að hefja til- raunir með ígræðslu á hjarta, nýr- um, lifur, brisi, húð og blóðfrumum í menn síðla árs 2005. Líffæri úr svínum hafa lengi verið talin henta vel til ígræðslu í fólk, því þau eru af svipaðri stærð og líffæri í mönnum. Reuters Auðvelda ígræðslu SAMSTARFSMENN Charles Pasqua, fyrrverandi innanríkisráð- herra Frakklands, verða hugsan- lega ákærðir fyrir að stela hluta af lausnargjaldi, sem að sögn var greitt fyrir gísla í Líbanon á ár- unum 1987 til 1988. Kom það fram í franska dagblaðinu Est Republican í gær, sem sagði ennfremur, að þetta mál gæti dregið úr líkum á endurkjöri Jacques Chriacs forseta í kosningunum í apríl. Í blaðinu sagði, að dómari í París, Isabelle Prevost-Despre, hefði fyr- irskipað rannsókn í síðasta mánuði í málum Narie-Daniele Faure, fyrr- verandi ráðgjafa Pasqua, og Christ- iane Marchiani, eiginkonu annars ráðgjafa hans, vegna gruns um „peningaþvætti“ og ýmsa „greiða- semi“. Það hefði hún gert vegna upplýsinga frá frönsku gagnnjósna- þjónustunni, DST, um að franska ríkisstjórnin hefði greitt hátt lausn- argjald fyrir gíslana í Líbanon. Chirac var forsætisráðherra á þessum tíma og Pasqua innanrík- isráðherra. Voru gíslarnir látnir lausir rétt fyrir forsetakosningarn- ar 1988 en þá tapaði Chirac fyrir Francois Mitterrand. Chirac getur flækst í málið Í DST-skjölunum kemur fram, að sögn blaðsins, að hluta af lausn- argjaldinu, sem var rúmlega 300 millj. ísl. kr., hafi verið stolið og hann verið lagður inn á reikning Safa-bræðranna, tveggja auðugra Líbana, sem tóku þátt í að semja um lausn gíslanna. Þeir eða bíl- stjóri þeirra hafi síðan séð um að miðla af fénu til samstarfsmanna Pasqua. Blaðið segir, að Chirac sé ekki nefndur á nafn í skjölunum en samt kunni hann að flækjast í málið þar sem ólíklegt sé, að æðstu yf- irvöld hafi ekki vitað hvað um var að vera. Pasqua neitaði öllu í gær og krafðist lögsóknar á hendur þeim, sem dreifðu „þessum óhróðri“. Sagði hann, að aldrei hefði verið greitt neitt lausnargjald fyrir gísl- ana og hann kvaðst ekki vera „per- sónulega kunnugur“ Safa-bræðrun- um. Hluta af lausnargjaldi fyrir gísla stolið Ásakanir um nýtt spillingarmál í Frakklandi Nancy. AFP. FLUGMENN hjá SAS hafa sam- þykkt að taka á sig fimm prósent launalækkun til að komist verði hjá því að segja upp 160 félögum þeirra, sem stystan hafa starfsaldurinn. Launalækkunin, sem nær til fleiri en flugmannanna, á að tryggja, að ungu flugmennirnir fái að vera áfram í hálfu starfi og síðan í fullu þegar aft- ur rætist úr fyrir flugrekstrinum. Félög flugmanna í Danmörku, Noregi og Svíþjóð höfðu raunar áður samþykkt uppsögn þessara 160 manna en vonast er til, að ekkert verði af þeim vegna þessarar óvæntu og reyndar fordæmafáu samstöðu reyndu flugmannanna með þeim ungu. Allt er þetta þó háð því, að ástandið versni ekki. Stefnt er að því að sparnaðaraðgerðum innan SAS verði lokið um mánaðamót að því er fram kemur í Berlingske Tidende. Launalækkun flugmanna hjá SAS DANSKIR tollverðir hafa komið upp um mikil undirboð á norskum laxi innan Evrópu- sambandsins, ESB, að því er fram kom í Aftenposten í gær. Eru þessi mál nú til rannsóknar og getur hún leitt til þess, að ýmsum norskum fyrirtækjum verði í raun bannað að flytja út til ESB-ríkja í einhvern tíma. Blaðið hefur það eftir dönsk- um tollyfirvöldum, að norsku fyrirtækin hafi sniðgengið lág- marksverð á laxi innan ESB frá því í júní á síðasta ári og nemi svikin 3,7 milljörðum ísl. kr. Hafi þau farið fram í skjóli tvenns konar útflutnings- skýrslna. Rannsókn á þessu máli stendur yfir og búist er við mjög hörðum viðbrögðum frá ESB. Er þá einkum átt við svo háa refsitolla, einkum á þau fyrirtæki, sem áður hafa orðið uppvís að lögbrotum, að þeir jafngildi í raun banni við út- flutningi til ESB. Samningar ekki endurnýjaðir? Lágmarksverð á ferskum laxi innan ESB er nú tæpar 300 ísl. kr. en Norðmennirnir hafa verið að selja það á innan við 200 kr. Samið var síðast um þessi mál milli ESB og norskra framleiðenda og útflytjenda 1997 en í danska blaðinu Berl- ingske Tidende segir, að hugs- anlega verði samningurinn ekki endurnýjaður 2002 eins og til stóð. Á síðasta ári fluttu Norð- menn út 180.000 tonn af laxi til ESB fyrir rúma 57 milljarða ísl. kr. Undirboð á norsk- um laxi innan ESB
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.