Morgunblaðið - 04.01.2002, Blaðsíða 39
UMRÆÐAN
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 4. JANÚAR 2002 39
Vinningar í Jólahappdrætti
Sjálfsbjargar
Dregið var 31. desember, 2001.
Subaru Legacy skutbíll
kr. 2.490.000,-
2293
8359
10740
13865
16306
17823
18616
20178
20674
22239
34828
37568
38872
39380
40853
47748
47835
48689
49291
49669
50612
50976
54018
56268
59018
68294
68630
69323
71265
75118
75778
77285
80947
2591
4875
4902
5337
7434
8092
9828
11452
13778
14725
14733
15672
15906
16546
16964
19930
20072
21241
21267
21768
23792
24095
24951
25867
26337
26991
28379
28881
29371
29723
31034
31852
33104
33958
34579
35518
36594
37553
38862
40834
41028
41515
42528
45190
45198
45757
45832
48738
49049
49181
51108
51175
53217
55956
55998
56141
56822
57219
57526
60694
60911
62156
64561
65161
66829
67438
67987
68745
69152
72842
74687
76949
77372
77685
80494
80706
83592
83705
84701
Nissan Micra Comfort 5
kr. 1.415.000,- 40073 55662
Ferðavinningur með Úrval Útsýn
að verðmæti kr. 140.000,-
Vöruúttekt að eigin vali í Kringlunni
kr. 40.000,-
37487 64430
Þökkum veittan stuðning,
Sjálfsbjörg, landssamband fatlaðra,
Hátúni 12, 105 Reykjavík, S. 552 9133.
Í stjórnarsáttmála
Sjálfstæðisflokksins
og Framsóknarflokks
frá 1999 er skýrt
kveðið á um þann
ásetning ríkisstjórn-
arinnar að laða með
markvissum aðgerð-
um erlent fjármagn til
landsins. Því til frek-
ari staðfestingar eru
lögin um alþjóðleg
viðskiptafélög sem
voru samþykkt sama
ár að frumkvæði við-
skiptaráðherra og for-
sætisráðherra.
Nú, tæpum þremur
árum síðar, er rétt að
staldra við og spyrja: Hverju sætir
það að til þessa hafa einungis 12
alþjóðleg fyrirtæki séð ástæðu til
að skrá sig á Íslandi á meðan Dan-
ir hafa lokkað til sín á sama tíma
um 4.000 félög? Og hví eru þau fé-
lög sem einhvern vísi að starfsemi
hafa hér innan við 5? Það verður
ekki skýrt með því að málið hafi
ekki verið nægilega vel kynnt, því
tugum milljóna hefur verið eytt í
erlenda markaðssetningu til þessa.
Mergurinn málsins er einfald-
lega sá að þessi nýi „valkostur“ er
engan veginn samkeppnishæfur
eða nægilega fýsilegur til að er-
lendir fjárfestar eða fjármálaráð-
gjafar geti tekið hann alvarlega.
Munar þar mest um 20% stað-
greiðsluafslátt sem Íslendingar
hugðust heimta af viðskiptavinum
sínum til viðbótar við þau mjög
svo aðlaðandi 5% sem nota átti
sem tálbeitu.
Undir slíkum kringumstæðum
mundi teljast sjálfsagt og eðlilegt
að hlusta eftir röddum markaðar-
ins og laga hina nýju löggjöf að því
umhverfi sem ákveðið var að
keppa í.
Í slíka vinnu var
ráðist á síðasta ári,
fyrst í viðskiptaráðu-
neyti og síðan í fjár-
málaráðuneyti, en öllu
svo hætt í skyndingu.
Síðan hafa þeir sem
tóku fyrirheit og
stjórnarsáttmála sjálf-
stæðismanna og fram-
sóknarmanna alvar-
lega verið í eins konar
tómarúmi, í kostnaðar-
samri biðstöðu þar
sem engin svör fást
önnur en að almennar
skattalækkanir á fyr-
irtæki á Íslandi muni
að lokum laða hingað
erlenda fjárfesta og fyrirtæki.
Þetta er mikill misskilningur, því
þess mun afar langt að bíða að
pólitísk sátt muni nást um svo lága
skattprósentu að eftir yrði tekið
og sóst af alþjóðasamfélaginu.
Hinna raunverulegu skýringa á
dáðleysi okkar á þessu sviði er
m.a. að leita í „almennum tilmæl-
um“ frá OECD , þar sem þess er
óskað að OECD-þjóðir séu ekki að
undirbjóða hver aðra í þessum efn-
um. Þessi „almennu tilmæli“ hafa
fæstar þjóðir tekið alvarlega, sem
á annað borð eru að keppa um
hylli alþjóðlegra fjárfesta og fyr-
irtækja, enda vita flestir að til-
mælin eru samin að undirlagi
Þjóðverja og Frakka sem vilja
binda sem mest fjármagn innan
sinna landamæra sökum skatta-
legs ávinnings fyrir viðkomandi
ríkiskassa. Hagsmunir þessara
þjóða eru gerólíkir hagsmunum
okkar {Ítarleg grein mín í jóla-
blaði Viðskiptablaðsins varpar
frekara ljósi á það geðleysi ís-
lenskra embættismanna sem ráðið
hefur för okkar á þessum vett-
vangi}.
Einn helsti kostur þess fyrir Ís-
lendinga að standa utan Evrópu-
sambandsins er að vera óbundnir
af samræmdum skattaákvæðum. Í
því felst gríðarlegt sóknarfæri ef
menn treysta sér á annað borð í
samkeppnina um hið skreipa al-
þjóðlega fjármagn.
Þá er ljóst að þeir sem best
standa sig í þeirri samkeppni, þ.e.
Svisslendingar og Lúxemborgarar,
njóta þess að hafa sent sitt fólk til
náms í nágrannalöndum, hvaðan
eftir mestu fjármagni er að slægj-
ast, og þaðan hafa námsmenn
þessara þjóða snúið aftur, með
þekkingu á viðkomandi skattalög-
um og ríkjandi hugarfari að vopni í
baráttunni um hylli fjárfestanna.
Íslendingar njóta þess með
sama hætti að eiga mikinn fjölda
vel hæfra og menntaðra einstak-
linga sem hafa snúið aftur til föð-
urlandsins með viðlíka sérþekk-
ingu í farteski sínu.
Draumsýn Hannesar Hólm-
steins um ríkasta land í heimi
verður þá fyrst að veruleika, að
röggsamur ráðherra taki af skarið,
lagi lögin að raunveruleikanum og
efni síðan til stórsóknar á alþjóða-
markaði, óhræddur við ímyndaðan
refsivönd stórþjóðanna.
Vandræðabarn
ríkisstjórnarinnar
Jakob Frímann
Magnússon
Samkeppni
Einn kostur þess að
standa utan ESB , segir
Jakob Frímann Magn-
ússon, er að vera
óbundnir af samræmd-
um skattaákvæðum.
Höfundur er tónlistarmaður.
FÁEIN þingmenni
úr Sjálfstæðisflokkn-
um hafa að undan-
förnu skrifað í Morg-
unblaðið um sósíal-
ismann sem þeir telja
felast í fyrningarleið-
inni svokölluðu í sjáv-
arútvegi sem við
nokkrir sjálfstæðis-
menn höfum talað fyr-
ir. Mig langar í tilefni
af skrifunum að benda
þeim á bókina „Þjóð í
hafti“ eftir Jakob F.
Ásgeirsson sem segir
sögu haftaáranna á Ís-
landi. Í þrjá áratugi
var takmörkuðum
gæðum, einokunarleyfum til at-
vinnurekstrar og viðskipta, úthlut-
að ókeypis á Íslandi til gæðinga
stjórnvalda og síðan gengu einok-
unarleyfin kaupum og sölum.
Menn sem fengu leyfunum úthlut-
að, auðguðust sumir mjög á sölu
þeirra, án þess að nokkur virð-
isaukandi starfsemi færi fram.
Þessir menn börðust hatrammlega
gegn afnámi haftanna þegar við-
reisnin hófst. Bókin lýsir þessu
ástandi sérlega vel og ótta sumra
atvinnurekenda við að afnema ein-
okunarhöftin. Þeir einblíndu á það
sama og einokunarkarlar nú-
tímans, að viðskiptin með leyfin
væru frjáls. Þeim sást yfir að það
grundvallaratriði að einokun felst
ekki bara í því að einhver nær
tangarhaldi á stjórnun framboðs
og eftirspurnar. Hún getur líka fal-
ist í því að úthlutunarvaldi er beitt
til að búa til sam-
keppnisforskot.
Arðurinn af at-
vinnustarfsemi
Markmið atvinnu-
rekandans er yfirleitt
eigin hagur umfram
annarra. En vestræn-
ar lýðræðisþjóðir
reyna yfirleitt að búa
þannig um hnúta að
atvinnustarfsemin
skili almenningi sem
mestri hagsæld. Al-
mennt er viðurkennt
að það verði best
tryggt með frjálsri
samkeppni. Þar sem
frjálsri samkeppni nægir ekki ein
og sér þarf að tryggja dreifingu
arðsins með öðrum hætti. Þetta sjá
Bandaríkjamenn og bregðast við
með þeim hætti að nýting skóga er
boðin út, afgjaldsgreiðslur fyrir
nýtingu eru tengdar afurðaverði og
þeirra kerfi hefur aldrei verið talið
sósíalismi. Þarna er svipuð leið far-
in og við höfum lagt til fyrir ís-
lenskan sjávarútveg. Fyrningin er
lögð til hér á landi vegna þess að
aðlögunar er þörf. Í fyrningarleið-
inni felst að kerfinu er breytt
smátt og smátt. Viðreisnarstjórnin
afnam ekki einokunarkerfi haft-
anna í einu vetvangi og tilgang-
urinn er núna rétt eins og þá að
skila almenningi sem mestri hag-
sæld.
Sjávarútvegurinn er ekki að
skila arðinum af auðlindanýting-
unni til almennings. Spyrjið bara
íbúa sjávarþorpanna allt í kring
um landið, þessa sem sitja í verð-
lausum húsunum sínum, hvert arð-
urinn hafi leitað á undaförnum ár-
um. Spyrjið þetta fólk sem fær
ekki einu sinn leyfi til að bjarga
sjálfu sér. Vandinn er að kerfið er í
grunninn ófrjálst. Lykilatriði er að
menn keppa ekki á jafnréttis-
grunni.
Samkeppnisþættirnir
Samkeppni í frjálsu kerfi mundi
snúast um þrennt: Vinnuafl, við-
skiptavini og fjármagn. Samkeppn-
isþættirnir í sjávarútvegi með
óbreyttu kvótakerfi virka svona:
1. Samkeppni um vinnuafl verður
takmörkuð í sjávarútvegi þar
sem fólki í greininni er að
fækka. Til lengri tíma litið
versna kjör í atvinnugreinum
þar sem fólki fer fækkandi. Til-
hneiging í þessa átt er þegar
komin fram og birtist í þeirri
kröfu útgerðarmanna að fækkað
verði í áhöfnum skipa og að það
verði útgerðin sem njóti ábatans
af þeirri fækkun. Einnig hafa
heyrst raddir útgerðarmanna
sem vilja fá að ráða sjómenn til
starfa frá láglaunalöndum utan
evrópska efnahagssvæðisins.
2. Viðskiptavinir sjávarútvegsins
eru í útlöndum. Samkeppni um
viðskiptavini í sjávarútvegi skil-
ar sér því ekki í lækkuðu vöru-
verði til landsmanna eins og ger-
ist t.d. í verslun með neyslu-
vörur.
3. Ef fyrirtækjunum tekst að hag-
ræða verulega, ættu þau að geta
skilað umtalsverðum hagnaði.
Fjármagnsmarkaðir eru hins
vegar orðnir alþjóðlegir og hagn-
aður af þessari starfsemi mun
því leita í alþjóðlegan farveg og
fjármagnið verður boðið lántak-
endum á alþjóðakjörum. Ábatinn
af sölustarfsemi erlendis kemur
því ekki fram í ódýrara fjár-
magni hér innanlands.
Samkeppnin innanlands verður í
kerfinu sjálfu, um opinber leyfi,
kvóta sem upphaflega er eingöngu
úthlutað til fámenns hóps og án
endurgjalds en verður svo seljan-
legur án þess að nokkur virðisauk-
andi starfsemi fari fram. Þetta er
kennslubókardæmi um einokunar-
starfsemi sem felst í geðþóttaút-
hlutun á takmörkuðum gæðum.
Kvótinn er takmarkaður. Það er
nauðsynlegt vegna fiskverndar-
sjónarmiða, en gallarnir birtist í
því að þessi fámenni hópur sem
fékk veiðileyfunum úthlutað ókeyp-
is getur ákveðið hverjir koma inn í
greinina og á hvaða verði. Aðgang-
urinn er hindraður að greininni af
þeim sem eru þar fyrir. Þetta er
einokun og einokun hefur alltaf
tengst sósíalisma í mínum huga.
Undið ofan af kerfinu
Aukning skulda í sjávarútvegi er
vandamál sem fylgir núverandi
fyrirkomulagi. Smátt og smátt
selja útgerðarmennirnir kvótann
og fara út úr greininni. Innan
nokkurra ára verður líklega búið
að selja megnið af kvótanum og
festa féð í öðrum atvinnugreinum.
Líklegt er að drjúgur hluti þess
fjár fari úr landi. Þetta eru 250–
300 milljarðar íslenskra króna.
Sjávarútvegsfyrirtækin verða
skuldsett til þess að kaupa þessa
aðila út. Skuldir greinarinnar
munu því vaxa gríðarlega án þess
að virði framleiðslutækja eða af-
kastageta vaxi. Þessi merki eru
þegar farin að sjást, því að frá
árinu 1995 hafa skuldir sjávarút-
vegsins vaxið um 60 milljarða án
þess að nokkur brýn fjárfesting-
arþörf hafi verið fyrir hendi.
Vaxtagreiðslur vegna þessarar
skuldaaukningar nema vart undir 3
milljörðum króna á ári. Afgjöld af
stöðugt hækkandi erlendum skuld-
um munu éta upp hagnaðinn í
greininni. Með fækkandi störfum
skilar þá sjávarútvegurinn sífellt
minna inn í þjóðarbúið. Þannig
ógnar forréttindakvótinn afkomu
fólksins í landinu. Með slæma
skuldastöðu getur atvinnugreinin
og þar með þjóðarbúið allt, orðið
illa úti í efnahagssveiflum. Með
fyrningarleiðinni er hægt að vinda
ofan af þessu kerfi. Verð á veiði-
heimildum mundi snarlækka. Í
stað þess að greiða vexti af skuld-
um til útlanda mundi útvegurinn
greiða afgjald í þjóðarbúið. Ég
mundi í sporum þingmanna Sjálf-
stæðisflokksins tala varlega um
sósíalismann í fyrningarleiðinni.
Sósíalisminn í Sjálf-
stæðisflokknum
Sigurður
Björnsson
Kvóti
Þeir einblíndu á það
sama og einokunarkarl-
arnir í þingliði Sjálf-
stæðisflokksins, segir
Sigurður Björnsson, að
viðskiptin með leyfin
væru frjáls.
Höfundur starfar með Áhugahópi
um auðlindir í almannaþágu.
M O N S O O N
M A K E U P
litir sem lífga