Morgunblaðið - 04.01.2002, Blaðsíða 32
LISTIR
32 FÖSTUDAGUR 4. JANÚAR 2002 MORGUNBLAÐIÐ
SMÁSAGAN er búin að vera í
lægð síðan á fyrri hluta liðinnar ald-
ar. Gamansagan sömuleiðis. Sumar
sögurnar, sem Hafliði Magnússon er
að senda frá sér, mega teljast hrein-
ar skopsögur. Boðar það nýja tíð?
Boðar það breyttan tíðaranda? Von-
andi. Sá er fátækur í anda sem kem-
ur ekki auga á bakhlið alvörunnar,
oft harla rangsnúna. Hafliði skipar
fremst í bók sinni ýkjusögunni Fjár-
sjóður Franklíns greifa. Hvort
tveggja, persónurnar og atferli
þeirra, er á mörkum hins raunsæja.
Hafliði er ósmeykur að blanda sam-
an gamla og nýja tímanum. Hann
teflir fram hreppakóngi og drykk-
felldum presti sem eru eins og
klipptir út úr þjóðsögu. Elskendurn-
ir, sem reyndar elskast ekki yfir-
máta ofurheitt, eru á hinn bóginn
manngerðir jafnréttisaldar. Gifting-
arathöfn snýst upp í glens og grín.
Að Hafliða skuli takast að tengja
þetta saman svo úr verður heilsteypt
og góð saga – trúverðug í fáránleik
sínum – það er íþrótt sem segir sex.
Engill ástarinnar er á hinn bóginn
saga af litla manninum í samfélag-
inu, dauðans alvöru snúið upp í grát-
brosleg gamanmál.
Náttúran hefur ein-
hverra hluta vegna
sparað við manninn
þann kraft og þá
dirfsku sem nauðsyn
krefur til að takast á
við lífið svo hann megi
heita jafnoki annarra.
Afleiðingin verður að
»hann mátti gerast ein-
mana áhorfandi að
hamingju og sælu ann-
arra.« Hann vinnur
sína vinnu og getur að
því leytinu talist vera
maður með mönnum.
En í einkalífinu gengur
hvorki né rekur. Hann
flýr inn í eiginn hugarheim og drekk-
ur í sig kjark til að ganga á fund kon-
unnar sem hann girnist. En sá til-
búni kjarkur dugir skammt því
konan sér strax hvers kyns er og vís-
ar honum snarlega á bug. Upp frá
því liggur aðeins ein leið út úr ógöng-
unum.
Ör í gegnum hjartað er stutt saga
á svipuðum nótum, saga af manni
sem er svo bagaður af óframfærni að
honum er fyrirmunað að koma sér í
mjúkinn hjá veikara
kyninu. Úr því rætist
þó fyrr en varir með at-
beina þokkadísar sem
með frumkvæði sínu
brýtur niður hömlur
þær sem feimnin hefur
á hann lagt. En feimni
maðurinn veit sínu viti
eftir sem áður og gerir
sér fullljóst að amorsör
sú, sem kona þessi
skýtur að honum, er
langt frá því að vera
ósvikin. »… þetta hlaut
að vera aðeins hvers-
dagslegt ástarævintýri
í hennar augum, sem
hafði áreiðanlega lifað
þau svo mörg, þó það væri hið fyrsta
hans.«
Fagra Lísa er stutt saga í fram-
úrstefnustíl með raunsönnum bak-
grunni, saga af einhleypum skrif-
stofumanni í höfuðstaðnum sem
reynir að létta af sér þunga borg-
arstreitunnar með því að aka austur
fyrir fjall þar sem hann geti notið
hreina loftsins og víðáttu landslags-
ins. Hann er þegar bagaður af of-
skynjunum sem hann telur að stafa
muni af síþreytu og ofurálagi. Stóru
bílarnir, sem jafnan standa á stæð-
inu við Litlu kaffistofuna, birtast
honum sem alls konar ógnvænleg
ferlíki. Felmtri sleginn ekur hann
áfram. Hann skellir sér inn í Eden til
að fá sér kaffibolla en ratar þar óvart
inn á málverkasýningu. Augu hans
nema strax staðar við stúlkuandlit á
vegg. Hann sér ekki betur en andlit
stúlkunnar á myndinni sé sífellt á
hreyfingu: stúlkan brosir eins konar
Mónu Lísu brosi og með breytileg-
um svipbrigðum sínum gefur hún
honum undir fótinn með þeim
hörmulegu afleiðingum að hann
missir stjórn á sér svo kveðja verður
til lögreglu. Ef rétt er skilið er höf-
undur að sýna fram á hvernig hlekk-
ir hins staðlaða borgarlífs þrengja
meira og meira að einstaklingnum
þar til þeir að lokum bresta þegar
mest á reynir. Á þeirri stund sem
maðurinn finnur svo að sér þjarmað
að hann þolir ekki við lengur getur
útrás hans orðið bæði óvænt og
ósjálfráð og þegar allra verst gegnir
– eins og í þessu dæmi – sjúkleg.
Slaklegar hefur Hafliða tekist að
vinna úr efni sínu í sögu sem hann
nefnir Hljómsveitin Beicon gerir
plötu. Brugðið er upp svipmynd af
ungum hljómlistarmönnum á lands-
byggðinni sem þrá það heitast að
öðlast fé og frama og ryðja sér til
rúms á stærri stöðum, en til þess að
ná því markmiði leggja þeir á sig
ómælda fyrirhöfn. Þó efnið sýnist
nærtækt ná söguhetjurnar ekki að
kynna sig fyrir lesandanum, vandi
þeirra snertir mann ekki, frásögnin
verður of hröð og ágripskennd, það
vantar einhvern undirstraum í sög-
una.
Bestu sögur Hafliða lýsa blekk-
ingu, einmanaleika og sam-
bandsleysi í mannlegu félagi. Enn-
fremur þrá mannsins til að ávinna
sér trúnað annarra en jafnframt
fjötrum þeim sem einatt halda aftur
af honum.
Fjórtán sögur eru í þessu smá-
sagnasafni Hafliða Magnússonar.
Sögur þær, sem hér hafa verið
nefndar, eru teknar sem dæmi, von-
andi nógu mörg og mismunandi til að
gefa hugmynd um breidd og heild-
arsvip bókarinnar. Frásagnarlist
Hafliða er ekki alltaf öguð. Og æv-
intýraheimurinn í sumum sögum
hans er stundum nokkuð fjarstæðu-
kenndur. En sögugleði hans býr yfir
frumkrafti og óbeislaðri hugkvæmni
sem oft reynist lífvænlegri en skrif-
borðsskáldskapur og tillærð að-
ferðafræði.
Bros gegnum tárBÆKURSmásögur
og fleiri sögur eftir Hafliða Magnússon.
117 bls. Vestfirska forlagið. Hrafnseyri,
2001.
ENGILL ÁSTARINNAR
Erlendur Jónsson
Hafliði
Magnússon
HÁSKÓLAÚTGÁFAN gaf ný-
lega út bók um þroskaheftar mæð-
ur og börn þeirra eftir Hönnu
Björgu Sigurjónsdóttur og Rann-
veigu Traustadóttur. Rannveig er
mörgum landsmönnum að góðu
kunn sem vísindamaður en hún
menntaði sig upphaflega sem
þroskaþjálfi og fór síðar í dokt-
orsnám við Syracuse University í
Bandaríkjunum. Hún starfar sem
dósent við félagsvísindadeild Há-
skóla Íslands og hefur jafnframt
lagt stund á rannsóknir. Hanna
Björg er stundakennari við Há-
skóla Íslands og nú í doktorsnámi
í Bretlandi. Hún hefur rannsakað
fatlaðar konur, einkum þroska-
heftar mæður og fjölskyldur
þeirra. Saman skrifuðu þær ritið
Umdeildar fjölskyldur sem út kom
hjá Félagsvísindastofnun 1998.
Þar var fyrst og fremst byggt á
erlendum rannsóknum og auk þess
var ritið sniðið að þörfum fagfólks.
Núverandi bók er hugsuð fyrir
hinn almenna lesanda.
Í henni er sagt frá rannsóknum
ofangreindra höfunda hérlendis á
svokölluðum seinfærum eða
þroskaheftum mæðrum og börnum
þeirra og eiga rannsóknirnar ræt-
ur að rekja aftur til ársins 1994.
Einnig er kynnt hvað efst er á
baugi í öðrum löndum en nokkrir
fræðimenn, ekki margir, hafa ein-
beitt sér að þessu rannsóknasviði.
Má nefna höfunda eins og Tymch-
uk, Llewellyn, Feldman, T. Booth
og W.Booth sem dæmi. Segja má,
að rannsóknir Hönnu Bjargar og
Rannveigar hafi smám saman
hlaðið utan á sig, eins og algengt
er þegar verið er að ryðja nýjar
brautir og þar sem fjölskyldum af
þessu tagi er það gjarnan sam-
merkt að vera ósýnilegar í þjóð-
félaginu, getur þekking á högum
þeirra rennt styrkari stoðum undir
þátttöku fatlaðra í þjóðfélaginu.
Höfundar benda á, að lög um fatl-
aða geri ekki ráð fyrir fötluðum
foreldrum sérstaklega og að líkast
til sé rétt að endurskoða þau hvað
það varðar. Ég tek undir það.
Viðhorf til þroskaheftra kvenna
og möguleikar þeirra til að eignast
fjölskyldu og afkomendur hafa
verið að breytast í vestrænu sam-
félagi. Rannsóknir hafa leitt í ljós
að flestir þroskaheftir foreldrar
geta lært að ala upp börn sín og
geta með aðstoð, mismikilli eins og
gengur, sinnt um börn sín og
spjarað sig ef góðar aðstæður eru
fyrir hendi. Áður fyrr var álitið að
fyrir þroskaheftum lægi ekki að
verða foreldrar og
því var t.d. ekki
endilega sinnt um
að fræða þroska-
hefta unglinga um
kynlíf og getnaðar-
varnir. Auk þess
voru ófrjósemisað-
gerðir algengar á
árum áður, jafnvel
án samþykkis við-
komandi einstak-
lings en kannski að
ósk fjölskyldu eða
stofnunar. Þetta við-
gekkst þá, en heyrir
nú til undantekn-
inga.
Raunalegt er til þess að hugsa
að sumar þessar fötluðu konur
urðu þungaðar eftir nauðganir eða
kynferðislega misnotkun og fyllist
maður réttlátri reiði í garð þeirra
misyndismanna sem nýttu sér
veikleika fatlaðra kvenna, sem
ekki gátu borið hönd fyrir höfuð
sér.
Í íslenzku rannsókninni er byggt
á viðtölum við fjölda fólks, en
grunnurinn, aðalviðmælendur, eru
þó 10 þroskaheftar/seinfærar kon-
ur á aldrinum 26 til 83 ára, svo og
viðtöl við 3 uppkomin börn þeirra.
Nokkuð algengt er að þroskaheftir
foreldrar eignist þroskaheft börn
og af áðurnefndum 20 börnum
hafa 7 greinzt á eftir í þroska.
Konurnar elskuðu börnin sín
eins og flestar kon-
ur gera og vildu
þeim allt það bezta
og börnin lýsa því
hvernig það var að
alast upp hjá
þroskaheftri móður.
Alls staðar skín í
gegn djúpur skiln-
ingur, væntumþykja
og móðurást eins og
hjá hverjum öðrum.
Þær 10 konur sem
hér er um fjallað
hafa eignazt alls 20
börn en aðeins sjö
kvennanna fengu að
halda börnum sínum og ala þau
upp. Sagt er frá samskiptum m.a.
við fjölskyldur, stuðningsfjölskyld-
ur, nágranna, félagsþjónustu sveit-
arfélaga og svæðisskrifstofur fatl-
aðra og dregin fram í dagsljósið
jákvæð og neikvæð reynzla í ár-
anna rás. Þá er það undirstrikað
hve mikilvægt hlutverk föðurins
getur verið.
Skemmtilega nýbreytni er að
finna í bókinni þar sem efni henn-
ar er dregið saman á nokkrar síð-
ur á einfaldara máli til þess að
gefa þroskaheftum tækifæri til að
kynna sér innihaldið.
Á bókarkápu er falleg, litrík
mynd af fólki í faðmi náttúrunnar,
gerð af Sigurjóni Jóhannsssyni.
Móðurást eins og hjá öðrum
BÆKUR
Félagsfræði
Seinfærar/þroskaheftar mæður og börn
þeirra. Höfundar: Hanna Björg Sigurjóns-
dóttir og Rannveig Traustadóttir. Prent-
umsjón: Gutenberg. Útgefandi: Háskóla-
útgáfan 2001. Kilja, 226 bls.
ÓSÝNILEGAR FJÖLSKYLDUR
Katrín Fjeldsted
Á NÝÁRSDAG var frumsýnd í
sjónvarpinu ný íslensk barnamynd
sem unnin hefur verið í tengslum við
samvinnuverkefni evrópskra sjón-
varpsstöðva um gerð barnamynda
fyrir aldurshópinn 6 til 9 ára. Þar
vinna þjóðir sem eru aðilar að sam-
tökunum árlega 15 mínútna barna-
mynd og eiga í kjölfarið samvinnu sín
á milli um að sýna myndirnar. Hér er
um athyglisvert verkefni að ræða sem
stuðlar vonandi að gerð vandaðs
barnaefnis og dreifingu þess milli
sjónvarpsstöðva í Evrópu.
„Handlaginn maður handa
mömmu“, sem leikstýrt er af Sveini
M. Sveinssyni, er í senn skemmtileg
barnamynd og faglega unnið framlag
til áðurnefnds verkefnis. Þar segir frá
stúlkunni Lísu (Elísabet Birta
Sveinsdóttir), sem býr ein með
mömmu sinni, og hefur ekki séð
pabba sinn í mörg ár. Eitthvað er
Lísa ósátt við fjölskyldustærðina, og
finnst einkum vanta einhvern hand-
laginn aðila á heimilið. Bæði mamma
(Jóhanna Vigdís Björnsdóttir) og ná-
granninn Jósep (Örn Árnason) eru
óhandlagin með afbrigðum, og veit
það sjaldnast á gott að treysta þeim
fyrir viðgerðum t.d. á glænýjum flug-
dreka sem brotnað hefur við brot-
lendingu. Lísa ákveður því að fara og
finna mann handa mömmu og hefur
hún hundinn Prins með í leitina.
Söguefni myndarinnar er sem slíkt
ekkert stórfrumlegt, enda eru flókin
fjölskyldubönd nútímasamfélaga sí-
gild umfjöllunarefni í barnabók-
menntum og víðar. Hér er unnið á
léttan og dálítið fyndinn hátt efnið en
handrit Ara Kristinssonar er einfalt
og lumar um leið á óvæntri fléttu þar
sem hundurinn Prins gegnir stóru
hlutverki.
Leikur er góður, myndin er vel tek-
in og gefur frumsamin tónlist Ingólfs
Guðjónssonar atburðarásinni sposk-
an og lifandi blæ. Þessi barnamynd
gengur því vel upp innan síns ramma,
þ.e. sem skemmtileg sjónvarpsmynd
ætluð breiðum hópi barna.
Í leit að
góðum
pabba
SJÓNVARP
Barnamynd
Leikstjórn og klipping: Sveinn M. Sveins-
son. Handrit: Ari Kristinsson.
Söguhugmynd: Ásta Hrafnhildur Garð-
arsdóttir. Sýningartími 15 mín. Sjón-
varpið. Plús film, 2001.
HANDLAGINN MAÐUR HANDA MÖMMU
Heiða Jóhannsdóttir
EFTIRKEIMUR er sjötta bók
Steinþórs Jóhannssonar, auk þess
sem ljóð eftir hann hafa birst í
safnritum sem Ritlistarhópur
Kópavogs hefur gefið út. Enginn
er heldur byrjandabragur á þess-
um ljóðum. Þau eru gagnorð og
meitluð, stundum svo að minnir á
skeytastíl, geta jafnvel verið enda-
slepp; myndmálið stundum lang-
sótt en jafnan í augljósum
tengslum við nærtækan veruleika,
orðaval í góðri samsvörun við efni,
rétt orð tíðast á réttum stað – þó
ekki alltaf – og fáu ofaukið. Af
sjálfu leiðir að Steinþór er ekki til-
takanlega mælskur. Og sýndar-
veruleika eða stefnuleysis verður
óvíða vart í ljóðum hans. Þetta er
þroskuð ljóðlist með hreinar línur.
Ljóst er einnig að ljóð Steinþórs
stefna að markmiði og eiga sér til-
gang. En Steinþór getur jafnframt
verið dálítið kaldhæðinn. Liðinni
öld – kalda stríðinu t.d. sem nú
telst liðið – bregður þarna fyrir
með viðeigandi samlíkingum. Vísað
er út í hafsauga vanabundinni upp-
hafningu og yfirborðsmennsku
sem oftar en ekki sveimar í kring-
um ljóðið, t.d. í háfleygri oftúlkun
gagnrýnenda. Eða hver treystist
ekki til að taka undir með skáldinu
í stuttu erindi sem hann nefnir
slétt og fellt Um ljóð og höfund?
Í þokukenndri móðu orða
áttar sig enginn
né sér sinna handa skil
þá verður lofgerðarrollan
um spekina til.
Í ljóðinu Trillukarl
er brugðið fyrir sjónir
skyndimyndum og lík-
ingamáli sem í samein-
ingu gefa ljóðinu
kraftmikið heildarsvip-
mót og vekja því til-
ætlaða stemmingu:
Frelsið, fljúgandi fugl
óháður öðrum
breytileg lífsveður
æ ný landsýn
kóngur og þræll
eigin útgerðar
hafflöturinn spegill
einn sem augað eygir
með suðið í talstöðinni
í eyrum
sá guli fyllir lestina
drýgindalegt bros.
Eftirkeim lýkur svo með ljóða-
flokki sem skáldið nefnir Bernsku-
myndir úr Kópavogi. Steinþór fer
þar um víðan völl
minninganna og
bregður upp fáorðum
raðkvæmum augna-
bliksmyndum sem
segja nokkuð mikið
hver um sig. Allar
saman lýsa þær svo
hinu fjölskrúðuga lit-
rófi mannlífsins eins
og það kom ungum
dreng fyrir sjónir þar
og þá. Ef til vill hefði
heildarmyndin orðið
ennþá fyllri ef ljóða-
flokkurinn hefði verið
nokkru lengri.
Og svo er það útlit
og frágangur bókar-
innar. Hvort er tveggja er mun
íburðarmeira og vandaðra en ger-
ist og gengur um ljóðabækur þessi
árin.
Þroskuð ljóð með hreinar línur
BÆKUR
Ljóðlist
eftir Steinþór Jóhannsson. 38 bls. Pjaxi
ehf. Prentun: Pjaxi ehf. Garðabær, 2001.
EFTIRKEIMUR
Erlendur Jónsson
Steinþór
Jóhannsson