Morgunblaðið - 04.01.2002, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 04.01.2002, Blaðsíða 28
ERLENT 28 FÖSTUDAGUR 4. JANÚAR 2002 MORGUNBLAÐIÐ meistar inn. is HÖNNUN LIST STUÐNINGSMENN múllans Mo- hammads Omar, leiðtoga talibana, hafa samþykkt að setja Omar í hendur afganskra yfirvalda svo framarlega sem loftárásum Banda- ríkjamanna á skotmörk í Afganist- an verði hætt. Frá þessu var greint í gær. Að sögn Nasratullah Nasrat, stjórnarerindreka í Kandahar, hef- ur Rayes Baghran, einn herliðsfor- ingja talibana, lýst sig reiðubúinn til að gefa sig fram við afgönsk yf- irvöld ásamt um fimmtán hundruð öðrum, þ.m.t. Omar og ýmsum liðsmönnum al-Qaeda, skæruliða- hreyfingar Osama bin Laden. Óljóst er hvað afgönsk yfirvöld myndu gera við Omar en talsmenn Bandaríkjastjórnar sögðu á mið- vikudag að yfirvöld þar í landi myndu fara fram á það að Omar yrði framseldur til Bandaríkjanna. Raunar hafa Bandaríkjamenn heit- ið 25 milljón dollara verðlaunum fyrir Omar. Leitin hert að al-Qaeda-liðum Áður höfðu talsmenn stjórnar- innar í Kabúl tilkynnt að verið væri að safna saman um fimm þús- und manna herliði, sem nyti stuðn- ings bandarískra landgönguliða, og sem ætlað væri að hafa hendur í hári Omar, sem hefur verið í felum í suðurhluta landsins, í Helmand- héraði. Bandaríkjamenn voru sagðir vilja herða mjög leitina að al- Qaeda-liðum og greint var frá því að um átta hundruð afganskir her- menn leituðu nú dyrum og dyngj- um í Nangarhar-héraði í Austur- Afganistan. Hafa þeir engri mót- stöðu mætt. Leitarsvæðið náði frá borginni Jalalabad til Tora Bora- fjallasvæðisins, en þar spurðist síð- ast til bin Laden. Er nú helst talið að hann hafi sloppið til Pakistan, þ.e. ef hann hefur ekki fallið í hernaðaraðgerðum Bandaríkja- manna í desember. Breskir sprengjusérfræðingar voru í gær að vinna í því að gera allar jarðsprengjur óvirkar á þeim svæðum sem hýsa munu það al- þjóðlega friðargæslulið, sem áætl- að er að senda til Afganistans. Sögðu háttsettir yfirmenn í breska hernum að verkið væri viðamikið, mun umfangsmeira en á stöðum eins og Kosovo og Bosníu, þar sem mikið var um jarðsprengjur eftir átök á síðasta áratug síðustu aldar. Bandaríska stórblaðið The Washington Post greindi frá því í gær að gert væri ráð fyrir að Ha- mid Karzai, forsætisráðherra afg- önsku bráðabirgðastjórnarinnar, færi í heimsókn til Bandaríkjanna í febrúar, og að hann myndi hitta George W. Bush Bandaríkjafor- seta í Washington. Leiðtogi Afganistans sótti síðast Bandaríkin heim árið 1963 þegar Mohammed Zahir Shaf, þáverandi konungur landsins, hitti John F. Kennedy að máli í Hvíta húsinu. Liðsmenn Omars semja um uppgjöf Hyggjast láta Omar í hendur afganskra yfirvalda svo framarlega sem loftárásum verði hætt Kabúl. AFP. Reuters Afganskir talibanar telja vasapeninga sem Alþjóða Rauði krossinn gaf þeim eftir að þeim hafði verið sleppt úr fangelsi í Kabúl í gær. Bráðabirgðastjórn landsins sleppti um 250 talibönum úr haldi og sendi þá til síns heima. MARGT bendir til, að sam- drætti í bandarískum fram- leiðslugreinum sé að ljúka. Alls hefur ein milljón manna misst atvinnuna frá miðju ári 2000 en ný rannsókn sýnir að mjög hefur hægt á þróuninni. Þetta þýðir þó ekki að draga muni úr atvinnuleysi því ólík- legt er talið að framleiðslufyr- irtæki hætti á það alveg á næstunni að fjölga starfsfólki hjá sér á nýjan leik. „Eftir langt samdráttar- skeið virðist sem stöðugleiki sé að nást,“ sagði Mickey D. Levy, aðalhagfræðingur Bank of America. Enn dregur að vísu úr fram- leiðslu en mun hægar. Hins vegar sýndi rannsóknin að nýj- um pöntunum hefur fjölgað, þær mældust 54,9 í desember en voru 48,8 í nóvember. Vek- ur þetta væntingar um að út- litið sé heldur betra en það hefur verið. Koma þessar upp- lýsingar nákvæmlega einu ári eftir að Alan Greenspan, bankastjóri Seðlabanka Bandaríkjanna, tilkynnti fyrstu vaxtalækkunina af ell- efu en þess er vænst að þær muni um síðir ala af sér upp- sveiflu, auk þess sem orkuverð er hagstætt nú um stundir og fyrirtæki hafa dregið úr út- gjöldum sínum. Samdrætti að ljúka í Bandaríkj- unum? Los Angeles Times.FRÉTTAÞYRSTIR Afganar bíða þess með óþreyju að fjölmiðlar taki aftur til starfa í landinu. Þeir gætu þó þurft að bíða nokkurn tíma því allar blaðaprentsmiðjur í landinu eru í rúst, upplagið af dagblöðum sem gefin eru út af stjórnvöldum lít- ið og bæði útvarps- og sjónvarps- fréttasendingar afganskra stöðva nást aðeins í höfuðborginni Kabúl. Bráðabirgðastjórnin nýja, sem tók við völdum 22. desember sl., hef- ur tilkynnt að hún vilji fjölga dag- blöðum og tryggja það að útvarps- sendingar náist í öllum héruðum Afganistan, jafnvel þó að rafmagns- leysi hrjái flest svæði landsins. Með- al þess sem nú er í athugun er hvort mögulegt sé að setja á laggirnar miðstöð fjölmiðla, kvennaútvarp og loks að vekja aftur til lífsins vikublað sem áður var gefið út í Kabúl við góðar undirtektir. „Vikublaðið verður rödd fólksins og mun koma þeim spurningum á framfæri sem í brjóstum þess brenna,“ segir blaðamaðurinn Raf- iullah Mudjadidi, sem kveðst þegar hafa tryggt sér stuðning fjársterks aðila í Afganistan. Hefja kvikmyndagerð á ný Nokkrir kvikmyndagerðarmenn hafa nú einnig komið saman til að taka upp fyrstu kvikmyndina sem gerð hefur verið í Afganistan í tíu ár en undir talibanastjórninni var iðjan bönnuð. Myndinni leikstýrir Sayed Faruk Haybat og gert er ráð fyrir að upptökum ljúki fyrir lok janúar. Hún fjallar um hættur þess að stunda spákaupmennsku með peninga og vörur en það er algeng starfsemi í Afganistan. Myndin er sérstaklega fyrir afg- anska sjónvarpið, sem hóf rekstur á nýjan leik einungis klukkustundum eftir að talibanar flýðu Kabúl 12. nóvember sl., enda bráðvantar stöð- ina efni til sýningar. Meðal þeirra sem koma að gerð myndarinnar eru ýmsir þeirra manna, sem á sínum tíma lærðu kvikmyndagerð í Moskvu og á Indlandi, og gátu sér gott orð á áttunda áratugnum þegar afganskar myndir vöktu talsverða athygli á kvikmyndahátíðum erlend- is. Mörg vandamál steðja að fjölmiðlum í Afganistan Afganska ríkið byggði mikla prentsmiðju í Kabúl 1961 en hún var eyðilögð í borgarastríðinu í landinu árið 1994. Aðeins fjórar af 200 prent- vélum björguðust og vegna skorts á dagblaðapappír koma þrjú málgögn stjórnvalda aðeins út tvisvar í viku. Stærsta blaðið, Anise, er aðeins prentað í fimm þúsund eintökum en var prentað í 50 þúsund eintökum fyrir daga talibana árið 1996. Fjölmiðlar hafa alltaf lotið yfirráð- um stjórnvalda í Afganistan, ef und- anskilin eru nokkur ár í frjálslyndri stjórnartíð Zahirs Shah konungs á sjöunda áratugnum. Undir talibön- um voru ríkisfjölmiðlarnir síðan al- gerlega undir hæl stjórnvalda. Dró þá mjög úr áhuga almennings, að sögn Yusufs Bakhshi, sem starfar við Anise. „Sjálfur hætti ég alveg að lesa það sem ég prentaði, það snérist allt um æðstuprestana og refsingar til handa þeim sem brotið höfðu gegn lögum talibana,“ segir hann. Áhugi almennings hefur hins veg- ar kviknað á ný og allir vilja heyra fréttir af bráðabirgðastjórninni nýju og verkum hennar. Sem fyrr segir er hins vegar erfitt að nálgast dagblöð og víðast hvar nást útvarpssending- ar afganskra stöðva ekki. Margir reiða sig helst á útsendingar Radio France International á persnesku, eða Voice of America og BBC. Annað vandamál sem steðjar að fjölmiðlum í Afganistan er alger skortur á tækjabúnaði og reynslu- leysi blaðamanna. Flestir þeirra, sem stunduðu blaðamennsku fyrir tíð talibana, þurftu að snúa sér að öðru og það mun taka tíma að byggja aftur upp þekkingu og fagkunnáttu. Og Raheen Makhdoom, hinn nýji ráðherra upplýsinga, er loðinn í svörum um það hvort fjölmiðlum verður gefið algert frelsi undir bráðabirgðastjórn Hamids Karzai. „Við sjáum ekkert athugavert við það að fjölmiðlar njóti frelsis. Við berum afar mikla virðingu fyrir tján- ingarfrelsinu. En það verður að lúta ákveðnum reglum,“ sagði Makhd- oom. „Einkum og sér í lagi kærum við okkur ekki um afskiptasemi ut- anaðkomandi afla, því þau bera ábyrgð á öllum okkar hrakningum.“ Byltingar beðið í fjöl- miðlamálum í Afganistan Kabúl. AFP. AP Maður selur veggspjöld í miðborg Kabúl á nýársdag. Sala slíkra vegg- spjalda var með öllu bönnuð í tíð talibanastjórnarinnar. ’ Sjálfur hætti égalveg að lesa það sem ég prentaði, það snerist allt um æðstuprestana og refsingar til handa þeim sem brotið höfðu gegn lögum talibana. ‘ JARÐSKJÁLFTI skók Pakistan og Afganistan í gærmorgun en engar fréttir hafa borist af mannskaða. Skjálftinn mældist 5,8 á Richter og var nægilega sterkur til að fólk þysti óttaslegið út á götur í Kabúl, höf- uðborg Afganistans. Jarðskjálfti skók Kabúl
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.