Morgunblaðið - 04.01.2002, Blaðsíða 68

Morgunblaðið - 04.01.2002, Blaðsíða 68
MORGUNBLAÐIÐ, KRINGLUNNI 1, 103 REYKJAVÍK, SÍMI 569 1100, SÍMBRÉF 569 1181, PÓSTHÓLF 3040, ÁSKRIFT-AFGREIÐSLA 569 1122, NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, AKUREYRI: KAUPVANGSSTRÆTI 1 FÖSTUDAGUR 4. JANÚAR 2002 VERÐ Í LAUSASÖLU 190 KR. MEÐ VSK. ÞAÐ ER engu líkara en að þeir séu sjálfir lentir á listaverki Eirík- ur Smith listmálari og félagi hans sem ljósmyndari Morgunblaðsins rakst á í Hafnarfirði í gær. Þeir virtust ekkert láta ljósmyndarann né þunga umferðina trufla göngu sína, heldur héldu áfram óáreittir í stórborgarlegu umhverfinu. Þó að veðurfar síðustu daga hafi einkennst af rigningarsudda hefur verið milt og margir því notið þess að viðra sig í göngu- túrum. Er útlit fyrir áframhald- andi gönguveður því Veðurstofan spáir að næstu daga verði suðlæg átt með vætu, einkum sunnan- lands, en fremur mildu veðri. Morgunblaðið/RAX Gengið um götur VÖRUSKIPTIN við útlönd voru hagstæð um 1,9 milljarða í nóv- ember sl. samkvæmt frétt frá Hag- stofu Íslands. Samdráttur varð í innflutningi til landsins en útflutn- ingur í mánuðinum varð meiri en gert hafði verið ráð fyrir í efna- hagsspám, sem kann að verða til þess að vöruskiptahallinn verði enn minni en gert var ráð fyrir í for- sendum fjárlaga skv. upplýsingum Bolla Þórs Bollasonar, skrifstofu- stjóra efnahagsskrifstofu fjármála- ráðuneytisins. Á fyrstu ellefu mánuðum ársins voru fluttar út vörur fyrir 178,6 milljarða en inn fyrir 189,6 millj- arða. Halli á vöruskiptum hefur minnkað frá sama tímabili í fyrra en í nóvember í fyrra nam hann 3,8 milljörðum kr. Verðmæti sjávar- afurða eykst um 5% Sjávarafurðir voru 62% alls út- flutnings fyrstu 11 mánuði ársins og var verðmæti þeirra 5% meira en á sama tíma árið 2000 og verð- mæti alls vöruútflutnings var 12,9 milljarðar eða 8% meira en árið á undan. Af einstökum vöruflokkum hefur orðið mestur samdráttur í innflutningi flutningatækja, aðal- lega fólksbíla, en einnig hafa bens- ínkaup minnkað að magni, sérstak- lega flugvélabensín. Bolli Þór segir að minnkandi inn- flutningur sé í samræmi við það sem gert hafi verið ráð fyrir. ,,Það er greinilega áframhaldandi samdráttur en það er einnig já- kvætt að það varð mjög mikill út- flutningur í nóvember. Heildarnið- urstaðan er því hagstæðari en búist var við og gefur vonir um að vöru- skiptahallinn verði jafnvel enn minni en reiknað var með í for- sendum fjárlaga,“ sagði Bolli en hann tók þó fram að hafa yrði þann fyrirvara á að upplýsingar um vöru- skiptin í desember lægju ekki enn fyrir. Vöruskipti voru hagstæð um 1,9 milljarða í nóvember Meiri útflutningur en spáð hafði verið  Vöruskiptahalli/22 HINN virti breski tónlistar- maður Marc Almond heldur tónleika í Íslensku óperunni 31. janúar næstkomandi. Almond, sem var áður í dú- ettinum Soft Cell, mun flytja lög af ríflega tveggja áratuga ferli sínum ásamt hljómsveit en kunnasta lag sem hann hefur sungið er „Tainted Love“, eitt vinsælasta lag 9. áratugarins. Með Almond kemur auk þess fram á tónleikunum Jóhann Jó- hannsson en hann stjórnaði upptökum og samdi bróðurpart laganna á síðustu plötu Alm- onds, Strange Things. Marc Almond í Íslensku óperunni  Marc Almond/62 STJÓRN Varðar – fulltrúaráðs sjálf- stæðisfélaganna í Reykjavík ákveð- ur í næstu viku hvaða leið hún mun leggja til að farin verði við samsetn- ingu framboðslista flokksins í Reykjavík, hvort haldið verði próf- kjör eða stillt upp á lista. Þá er til skoðunar að efna til svokallaðs leið- togaprófkjörs, þar sem flokksmönn- um yrði gefinn kostur á því að velja þann sem leiða myndi lista flokksins í borgarstjórnarkosningunum. Búist er við því að síðar í mán- uðinum liggi fyrir hvernig framboðs- málum Reykjavíkurlistans verður háttað fyrir kosningarnar, en ekki verður efnt til sameiginlegs próf- kjörs þeirra flokka sem standa að listanum, heldur munu þeir sjálfir ákveða fulltrúa sína á framboðslista í samræmi við samkomulag sem nán- ast er í höfn um skiptingu sæta á framboðslista og embætta. Ólafur í viðræðum um framboð Ólafur F. Magnússon borgar- fulltrúi, sem sagði sig úr Sjálfstæð- isflokknum fyrir jól, segist alvarlega vera að íhuga sérframboð fyrir borg- arstjórnarkosningarnar í maí nk. og nú þegar séu hafnar viðræður um samstarf í slíku framboði við forystu- menn aldraðra og öryrkja sem kallað hafi eftir auknum áhrifum á stjórn- málasviðinu að undanförnu sem og fulltrúa Frjálslynda flokksins. „Miðað við fyrstu viðbrögð úti í samfélaginu við mínum yfirlýsingum er tilefni til nokkurrar bjartsýni, en það er alltaf erfitt fyrir nýtt afl að festa sig í sessi og þess vegna er varla skynsamlegt að setja markið hærra fyrir kosningarnar eftir fjóra mánuði en að ná einum manni inn í borgarstjórn,“ segir Ólafur. Ólafur ræddi möguleikann á sér- framboði við Garðar Sverrisson, for- mann Öryrkjabandalagsins, í gær og einnig Ólaf Ólafsson, formann Fé- lags eldri borgara í Reykjavík og ná- grenni. Þá segist hann hafa átt við- ræður við Margréti Sverrisdóttur, framkvæmdastjóra Frjálslynda flokksins, um mögulegt sameiginlegt framboð. Líkur á þriðja fram- boðinu  Sjálfstæðismenn /35 Undirbúningur vegna borgarstjórn- arkosninga í maí ÞINGFEST einkamál hjá héraðs- dómstólum á Íslandi voru 35,7% fleiri árið 2001 en árið á undan. Alls voru 19.503 einkamál þingfest á síðasta ári en voru 14.373 árið 2000. Sakamálum fjölgaði mun minna á sama tímabili, eða um 2,5%. Þau voru 2.296 í fyrra en 2.241 árið 2000. Sigurður Tómasson, héraðsdóm- ari og formaður dómstólaráðs, segir að fjölgun alls kyns skuldamála sé uppistaðan í þessari miklu aukningu í einkamálum. Fjölgunin sé ákveðin vísbending um erfiðari skuldastöðu í þjóðfélaginu. Einkamálum þar sem eiginlegur málflutningur fer fram fjölgaði á hinn bóginn um 15% milli áranna 2000 og 2001. „Þar liggur mesta vinnan fyrir okkur,“ segir Sigurður. Hann bendir á að mannafli hjá hér- aðsdómstólum hefur verið óbreyttur frá árinu 1992. Verði starfsfólki ekki fjölgað sé hætta á að málsmeðferð- artíminn lengist, haldi fjölgun einka- mála áfram. Á árunum 1986–1988 komu yfir 20 þúsund einkamál til kasta héraðsdómstóla. Árið 1992 voru gerðar breytingar á lögum um einkamál þannig að kröfur vegna víxla, skuldabréfa, tékka og ein- faldra skuldakrafna voru settar fram hjá sýslumanni í stað dómstóla. Fjöldi einkamála eftir að þessar breytingar voru gerðar var í sögu- legu hámarki árið 2001. Vísbending um erfiðari skuldastöðu 1 * & . *,&"   )73 %"0 *- 0 Q Q Q# Q Q% &/ 0&11  1&0 0J (  Einkamálum fjölgar mikið hjá héraðsdómum
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.