Morgunblaðið - 04.01.2002, Blaðsíða 18
AKUREYRI
18 FÖSTUDAGUR 4. JANÚAR 2002 MORGUNBLAÐIÐ
Akureyrarbær auglýsir:
3 deiliskipulagstillögur
Með vísan til 25. greinar skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997 m.s.b.
auglýsir Akureyrarbær hér með deiliskipulagstillögur fyrir eftirtalin svæði:
1. Naustahverfi, 1. áfangi.
Skipulagssvæðið er 23,7 ha að stærð. Það afmarkast að austan af
Þórunnarstræti vestan kirkjugarðs og að norðan af fyrirhuguðum
„Mjólkursamlagsvegi“ sunnan Teigahverfis.
Tillagan gerir ráð fyrir 327 íbúðum af fjölbreyttri gerð á svæðinu,
auk grunnskóla, leikskóla og húsnæðis fyrir þjónustu. Um er að
ræða fyrsta áfanga Naustahverfis, um 2.000 íbúða hverfis, sem
áætlað er að teygi sig allt frá núverandi byggð sunnan VMA og suð-
ur undir Kjarnaskóg.
2. Safnasvæði að Naustum.
Skipulagssvæðið er lóð Minjasafnsins í Naustahverfi ásamt um-
lykjandi opnu svæði, alls um 2,1 ha. Gert er ráð fyrir að helstu
núverandi byggingar að Naustum III standi áfram, og að til við-
bótar verði reist geymsluhús og verkstæði á lóðinni, ýmist sem
aðflutt gömul hús eða nýbyggingar.
3. Íbúðarsvæði við Lindasíðu.
Tillagan fjallar um reit milli Hlíðarbrautar og Lindasíðu, sem fram-
lengd verði til suðurs um 80 metra. Reitnum er í meginatriðum skipt
upp í tvær lóðir skv. tillögunni, samtals um 1,8 ha, þar sem annars-
vegar verði 22 íbúðir í einnar hæðar raðhúsum, og hinsvegar allt að
38 íbúðir í einnar og tveggja hæða keðjuhúsum. Innan marka skipu-
lagsins er einnig opið svæði meðfram Hlíðarbraut, með hljóðmön
næst lóðunum.
Tillöguuppdrættir ásamt greinargerðum og frekari skýringargögnum liggja
frammi í þjónustuanddyri Akureyrarbæjar, Geislagötu 9, 1. hæð, næstu 6
vikur frá birtingu þessarar auglýsingar, þ.e. til föstudagsins 15. febrúar
2002, svo að þeir sem þess óska geti kynnt sér tillögurnar og gert við þær
athugasemdir. Tillögurnar eru einnig birtar á heimasíðu Akureyrarbæjar:
http://www.akureyri.is/.
Frestur til að gera athugasemdir við tillögurnar rennur út kl. 16.00 föstu-
daginn 15. febrúar 2002 og skal athugasemdum skilað til Umhverfisdeildar
Akureyrarbæjar, Geislagötu 9, 3. hæð. Hver sá sem ekki gerir athugasemd-
ir við auglýsta tillögu innan þessa frests telst vera henni samþykkur.
Skipulags- og byggingarfulltrúi Akureyrarbæjar.
ÁHÖFN Kaldbaks EA, ísfisktogara
Útgerðarfélags Akureyringa hf.,
fékk afhenta viðurkenningu frá fé-
laginu í gærmorgun, til minningar
um frækilegt björgunarafrek 11.
desember sl., er Jón Björnsson
skipverja tók útbyrðis á Eyjafirði.
Kaldbakur var á siglingu út fjörð-
inn þegar Jón féll útbyrðis, í svarta-
myrkri og suðvestanþræsingi. Fé-
lagar hans þóttu hafa sýnt mikið
snarræði er þeim tókst að bjarga
Jóni, sem hafði verið í 5 gráðu heit-
um sjónum í 10–20 mínútur.
Sæmundur Friðriksson, útgerð-
arstjóri ÚA, afhenti Víði Beneditks-
syni afleysingaskipstjóra sérstakan
grip eftir Hallgrím Ingólfsson, sem
ber heitið Traustir hlekkir. „Við er-
um stoltir af því að skipverjar Kald-
baks eru traustir hlekkir í keðju
fyrirtækisins,“ sagði Sæmundur við
þetta tækifæri, skömmu fyrir brott-
för Kaldbaks frá Akureyri í gær-
morgun.
Jón Björnsson var nýkominn á
vakt ásamt fimm félögum sínum og
voru þeir að vinna við að skipta um
grandaravíra aftur á dekki þegar
óhappið varð. Nýi vírinn var í rúll-
um og var verið að slaka honum aft-
ur með skipinu þegar sláttur kom á
hann með þeim afleiðingum að
hann lenti á Jóni, sem stóð aftur við
skutrennu. Við það kastaðist Jón
yfir skutrennulokann niður í sku-
trennu og í sjóinn.
Vissi að þeir myndu bjarga mér
Í samtali við Morgunblaðið eftir
atburðinn sagðist Jón hafa horft á
eftir skipinu fjarlægjast og félaga
sína á dekkinu horfa á eftir sér. „Ég
var alltaf viss um það þeir myndu
bjarga mér,“ sagði Jón og kvaðst
ekki hafa verið hræddur. Hann
þótti einnig hafa sýnt hárrétt við-
brögð í sjónum, létti af sér þung-
anum, eyddi ekki kröftunum í að
synda heldur tróð marvaðann og
beið þess sem verða vildi. Félagar
Jóns settu út björgunarbát og tókst
þeim að finna hann í myrkrinu og
bjarga um borð á síðustu stundu.
„Við erum afar lánsamir að hafa
náð honum um borð, hér hafa orðið
hörmuleg sjóslys undanfarna daga,
þannig að við getum ekki hugsað
okkur betri jólagjöf en þessa,“
sagði Víðir skipstjóri eftir hina
giftusamlegu björgun.
Mesta aflaverðmæti
ísfisktogara
Áhöfn Kaldbaks EA hélt í sína
fyrstu veiðiferð á nýju ári í gær-
morgun og ekki var annað að heyra
á mönnum en að þeir hafi verið
nokkuð ánægðir með síðasta ár.
Afli togarans á síðasta ári var um
4.600 tonn og aflaverðmætið ná-
lægt 400 milljónum króna. Það er
trúlega mesta aflaverðmæti sem ís-
lenskur ísfisktogari kom með að
landi á árinu, þrátt fyrir að skipið
hafi verið frá veiðum í um þrjá
mánuði. Skipstjóri á Kaldbak er
Sveinn Hjálmarsson.
Frækilegt björgunarafrek skipverja á Kaldbak EA
Áhöfn færð viður-
kenning frá ÚA
Morgunblaðið/Kristján
Sæmundur Friðriksson, útgerðarstjóri ÚA, t.v., og Víðir Benediktsson,
afleysingaskipstjóri á Kaldbak EA, með viðurkenninguna frá félaginu.
UNNIÐ er að undirbúningi vegna
stofnunar vetraríþróttabrautar við
Verkmenntaskólann á Akureyri.
Stefnt er að því að starfsemi þess-
arar nýju brautar hefjist næsta
haust, 2002, að því er fram kom í
máli Hjalta Jóns Sveinssonar
skólameistara við brautskráningu
frá skólanum skömmu fyrir jól.
Hann sagði að fram til þessa
hefði verið lögð áhersla á að braut-
in verði sniðin að þörfum afreks-
fólks á skíðum, sem þá gæti stund-
að fullt nám í skólanum auk þess
að eiga þess kost að þjálfa íþrótt
sína við þær góðu aðstæður sem
byðust á Akureyri. Ráð er fyrir
því gert að nemendur verði af
landinu öllu og því nauðsynlegt að
geta boðið upp á dvöl í heimavist,
en nú hefur verið skrifað undir
samning um byggingu nýrra nem-
endagarða. Þeir verða við heima-
vist Menntaskólans á Akureyri en
nemendum framhaldsskólanna
beggja mun standa vist þar til
boða.
Skólameistari gat þess að
skautafólk hefði einnig sýnt áhuga
á að stunda nám við vetraríþrótta-
brautina og eins hefði formaður
Sundsambands Íslands sett sig í
samband við skólann í því skyni að
kanna hvort unnt yrði að bjóða af-
reksfólki í sundi af öllu landinu að
stunda þar nám.
Skíða-, skauta- og
sundfólk sýnir áhuga
Undirbúningur að stofnun vetrar-
íþróttabrautar við VMA
ÞEIR voru kampakátir félagarnir
Jóhannes Gísli Pálmason og Logi
Óttarsson þar sem þeir léku golf
á iðjagrænum golfvellinum á
Þverá í gær. Það bjarmaði af ný-
arssólinni sem á þessum slóðum
hverfur alveg í um þrjár vikur. Á
myndinni er einnig sonur Jóhann-
esar, Sindri Snær, sem fylgist
spenntur með.
Morgunblaðið/Benjamín
Kampakátir í golfi
Eyjafjarðarsveit
HIN árlega þrettándagleði Íþrótta-
félagsins Þórs fer fram á fé-
lagssvæðinu við Hamar sunnudag-
inn 6. janúar kl. 17.00. Þórsarar hafa
staðið fyrir þrettándagleði á Akur-
eyri í tæp 60 ár og er þetta uppá-
koma sem jafnan nýtur mikilla vin-
sælda.
Þrettándagleðin að þessu sinni
verður haldin við heldur erfiðari að-
stæður en undanfarin ár, þar sem
miklar jarðvegsframkvæmdir hafa
staðið yfir á félagssvæðinu í
tengslum við byggingu fjölnota
íþróttahúsið. Þórsarar ætla ekki að
láta það á sig fá og munu bjóða upp á
dagskrá með hefðbundnu sniði. Álfa-
kóngur og álfadrottning mæta á
svæðið og púkar, tröll og ljósálfar
verða í fylgdarliði þeirra. Þá munu
jólasveinar kveðja viðstadda með
söng og gleði áður en þeir halda til
síns heima.
Árleg
þrettánda-
gleði Þórs
NORÐLENSKA gámafélagið hef-
ur tekið við sorphirðu í Eyjafjarð-
arsveit. Sveitarfélagið hefur verið í
forystu í þessum málaflokki og eru
nú komnir jarðgerðartankar á
mörg heimili og drykkjarfernur og
pappír ýmiskonar er flokkaður og
sendur í endurvinnslu. Búið er að
dreifa sorpílátum sem sturtað er
beint á sérútbúinn sorpbíl. Ílátin
eru frá 240 lítrum upp í 1.000 lítra
og er sorpgjald 8.700 til 38 þúsund
krónur á ári eftir stærð. Sorpið
verður tekið á tveggja vikna fresti
ef veður leyfir.
Ingólfur Gestsson í Ytra-Dals-
gerði er eigandi Norðlenska gáma-
félagsins og meðeigandi er Jón
Fransson á Selfossi, sem einnig er
eigandi Íslenska gámafélagsins.
Að sögn Ingólfs stefna þeir að því
að útvíkka starfsemina á næstu ár-
um með alla almenna sorphirðu á
Akureyri og einnig utar með firð-
inum.
Norðlenska gámafélag-
ið sér um sorphirðuna
Eyjafjarðarsveit
HIÐ árlega Bautamót í innanhúss-
knattspyrnu fer fram í KA-heimilinu
um helgina. Keppni hefst kl. 9.00
laugardaginn 5. janúar og verður
fram haldið á sunnudag.
Alls taka 17 lið frá 8 félögum á
Norðurlandi þátt í mótinu, þar af er
Þór með fjögur lið og KA þrjú. Ráð-
gert er að úrslitaleikur mótsins fari
fram kl. 13.30 á sunnudag.
Bautamótið í
innanhúss-
knattspyrnu
♦ ♦ ♦