Morgunblaðið - 04.01.2002, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 04.01.2002, Blaðsíða 34
34 FÖSTUDAGUR 4. JANÚAR 2002 MORGUNBLAÐIÐ Hallgrímur B. Geirsson. Styrmir Gunnarsson. Framkvæmdastjóri: Ritstjóri: STOFNAÐ 1913 Útgefandi: Árvakur hf., Reykjavík. Aðstoðarritstjórar: Karl Blöndal, Ólafur Þ. Stephensen. Fréttaritstjóri: Björn Vignir Sigurpálsson. Hjúkrunarheimilið Sóltúnverður opnað við form-lega athöfn í dag. Umeitt hundrað starfs- menn hófu störf á heimilinu í vik- unni og fyrstu íbúarnir flytja síð- an inn á mánudagsmorgun. Sóltún er fyrsta einkarekna hjúkrunar- heimilið fyrir aldraða hér á landi og mun hýsa 92 íbúa. Þegar Morgunblaðið bar að garði voru iðnaðarmenn í óðaönn við lokafrá- gang á þessu 7.000 fermetra húsi, sem stendur við Sóltún 2. Að sögn Önnu Birnu Jensdótt- ur, hjúkrunarforstjóra í Sóltúni, eiga allir íbúarnir það sameigin- legt að þurfa á sólarhringshjúkr- un að halda og kemur 71 þeirra beint af sjúkrahúsum. Um helm- ingur hinna 21 á að baki síend- urteknar innlagnir á sjúkrahús. „Í þjónustusamningi okkar við ríkið segir að það sé jafn aðgangur fyr- ir alla ellilífeyrisþega að rýmum í Sóltúni, svo fremi að þeir séu metnir í hjúkrunarrými sam- kvæmt vistunarmati, en það er samræmt mat fyrir allt landið. Jafnframt er sérákvæði um að þeir sem bíða vistunar og eru á sjúkrahúsum hafi ákveðinn for- gang,“ segir Anna Birna en hún á sæti í þriggja manna nefnd sem skipuð var af heilbrigðisráðherra og sér um að úthluta rýmunum. Auk hennar eiga sæti í nefndinni Ingibjörg Hjaltadóttir, sviðsstjóri öldrunar- sviðs Landspítala – há- skólasjúkrahúss, og Unnur Kristín Sigurð- ardóttir, hjúkrunarfræðingur frá Félagsþjónustunni í Reykjavík, og byggjast ákvarðanir um hverj- ir fá inngöngu á faglegu mati. Anna Birna segir að fjölmargar fyrirspurnir hafi borist um hvort dýrara sé fyrir fólk að dvelja í Sóltúni en á öðrum hjúkrunar- heimilum en svo er ekki. Það er sama greiðsluþátttaka einstak- lings þar og á öllum öðrum sjúkraheimilum á landinu. Hún bendir á að mismunandi ástæður geti verið fyrir því að fólk þurfi sólarhringsþjónustu. Sumir búi við minnisskerðingu og þurfi að vaka yfir öllum þeirra at- höfnum og grundvallarþörfum. Þeir geti þrátt fyrir það haft mjög góða hreyfifærni. Svo geti aðrir haldið utan um öll sín mál en séu bundnir við hjólastól. Hún segir að reynt verði að raða íbúum í sambýli eftir ástandi þeirra. Aðbúnaðurinn fyrsta flokks Aðspurð segir hún að helsti munurinn á Sóltúni og öðrum hjúkrunarheimilum sé aðbúnaður- inn. Í Sóltúni séu átta manna sambýli komin í stað deilda sem hýsa fimmtán til tuttugu manns. „Þrátt fyrir að allir séu af vilja gerðir til að gera slíkar deildir heimilislegar getur það orðið snú- ið. Hérna eru átta einstaklingar í einum kjarna og þeir þurfa ekki að vera sér neitt sérstaklega með- vitandi um að þeir búi hér með 92 öðrum einstaklingum. Það er allt í þessum kjarna. Þar er setustofa og borðstofa fyrir átta. Á sumum hjúkrunarheimilum þarf að tví- menna í matsal. Ef einstakling- urinn vill ekki vera í þessum kjarna þá hefur hann 30 fermetra eigið herbergi og hjón hafa 60 fermetra,“ lýsir Anna Birna en 12 hjónaíbúðir eru í húsinu. Hún bendir á að einnig sé heilmikil sameiginleg aðstaða, stór sam- komusalur þar sem starfrækt er kaffitería og stærðarinnar úti- vistarsvæði með heit- um potti, garðskála og svo framvegis. Íbúarnir hafa því mikla möguleika á að rækta grænmeti og stunda margvíslega tómstundaiðju. Öll helsta þjónusta er fyrir hendi í Sóltúni. Á staðnum er hár- greiðslustofa, fótaaðgerðarstofa og tannlæknastofa. Íbúarnir hafa aðgang að tölvum og nettengingu, sjónvarpi og öðru slíku. „Við höld- um því fram að það sem er hægt á venjulegu heimili sé hægt í Sól- túni. Í hverjum kjarna er til dæmis eldhús þar sem fólk getur eldað sjálft. Við sjáum auðvitað um allan matinn en þetta dægrastytting. Við viljum eins sjá athafnirnar gera sem er daglega gert en e göngu í föndri eða einhve þótt það geti verið gama um,“ segir hún. Djákni á hverri hæ Að sögn Önnu Birnu g að ráða í þau 110 störf se voru. Stærstu hóparnir er unarfræðingar og sjúkra einnig eru iðjuþjálfar, sjúk arar og svo framvegis. Á hæð starfar síðan djákni því þrír djáknar í fullu s sálgæslu. „Fólk þjappar um þessar hugmyndir ætlum að byggja á hér. að þær hafi verið mjög upphafi. Síðan er það aðb inn, hann gerist nú ekki betri, bæði fyrir íbúana og starfsfólkið,“ segir Anna Birna og nefnir að Sóltún sé eftirsóknar- verður vinnustaður. „Það er margt mun öðruvísi hér. Um leið og tekin var þessi stefna í út isstjórnarinnar að hafa e einbýli þá breyttist mar sem störfum við hjúkru vön málamiðlunum. Mar saman og starfsfólkið er anaðkomandi vistarverum arherbergjum og svoleið eru allir með séríbúðir t fyrir sig og þá getur öll farið fram í íbúðunum hjá sjálfu, inni á þeirra heim erum í rauninni að hu þetta sem heimaþjónustu þegar komið er að dyr Fyrsta einkarekna hjúkrunarheimilið fyrir ald „Það sem er h á venjulegu h er hægt í Sólt Í Sóltúni er hárgreiðslustofa, fótaaðgerðastofa og tannlæknastofa. Öll aðstaða er m Anna Birna Jen Í dag verður hjúkrunarheimilið Sóltún formlega opnað en þar koma til með að verða 92 aldraðir íbúar. Sóltún er fyrsta einkarekna hjúkrunarheimilið fyrir aldr- aða sem tekur til starfa hér á landi. Sjö þúsund fer- metra hús sem stendur við Sóltún 2 HÚS SKÁLDSINS OG LAXNESSSETUR EVRAN Um áramótin var nýtt og stórtskref stigið í samrunaþróunEvrópuríkjanna, þegar evran var að fullu tekin í notkun, sem sam- eiginlegur gjaldmiðill flestra aðildar- ríkja Evrópusambandsins. Sjálfsagt gera fæstir sér grein fyrir því á þessum tímamótum hver áhrif evrunnar eiga eftir að verða. A.m.k. er ljóst að sameiginlegur gjaldmiðill á eftir að auðvelda mjög daglegt líf fólks í löndunum á evrusvæðinu. Það verður ódýrara, auðveldara og þægi- legra að fara á milli landa vegna þess, að kostnaður, sem hingað til hefur orðið til vegna gjaldmiðilsskipta, hverfur. Hinn sameiginlegi gjaldmiðill á eft- ir að knýja á um lækkun á verði al- gengustu neyzluvara. Verðsaman- burður verður svo auðveldur, að það verður erfitt að skýra umtalsverðan verðmun á sambærilegum vörum á milli ríkja. Nú þegar hinn sameigin- legi gjaldmiðill hefur að fullu verið tekinn í notkun mun þessi breyting hleypa nýjum krafti í efnahagslífið á evrusvæðinu og allt í einu munu skap- ast nýir möguleikar í viðskiptum, sem menn hafa ekki komið auga á áður. Fyrir þá, sem eiga viðskipti við ríki á evrusvæðinu er breytingin ótvírætt til hagsbóta. Ferðamenn njóta í raun og veru sama hagræðis og almennir borgarar á þessu svæði, þegar þeir ferðast á milli Evrópulanda. Ríkin, sem standa utan evrusvæð- isins, hvort sem eru þau þrjú aðild- arríki ESB, sem ekki hafa tekið upp hinn sameiginlega gjaldmiðil eða önn- ur munu engu að síður bera sig saman við evrulöndin og spurt verður hvers vegna þessar vörur eða þessi þjón- ustu sé dýrari þar en á evrusvæðinu. Við Íslendingar munum einnig upp- lifa þessi áhrif af því að búa í nálægð við evrusvæðið og njóta margvíslegs hagræðis af því sem og óhagræðis af því að standa utan við það. Þessi jákvæðu áhrif evrunnar á efnahags- og atvinnulíf þeirra þjóða, sem eru innan svæðisins, breyta hins vegar engu um það, að við eigum ekk- ert erindi inn í ESB og þar með inn á evrusvæðið. Hins vegar er sjálfsagt að við leitumst við að hagnýta okkur til hins ýtrasta þau tækifæri, sem okkur bjóðast vegna þess, að svo mörg Evrópulönd hafa tekið upp sam- eiginlegan gjaldmiðil. Í grundvallaratriðum er þróun Evrópusambandsins pólitísk þróun. Hún er knúin áfram af pólitískum rökum. Þótt áherzlan hafi verið á samstarf á sviði efnahagsmála lengst af var lagt upp á pólitískum forsend- um. Hið upphaflega markmið Evrópu- samvinnunnar eftir stríð var að búa svo um hnútana að ekki kæmi til nýrr- ar styrjaldar á milli Evrópuríkjanna. Hið raunverulega markmið Evrópu- samvinnunnar hefur alltaf verið það sama og í upphafi. Það er full ástæða til að fagna því, að þjóðunum á meginlandi Evrópu hefur tekizt svo vel að þróa samvinnu sín í milli, að líkurnar á því að til nýrra hernaðarátaka komi þeirra í milli eru nánast úr sögunni. Að því leyti til getur samvinna ríkjanna inn- an Evrópusambandsins orðið for- dæmi fyrir önnur ríki, sem búa við ná- grannavandamál, þ. á m. önnur Evrópuríki, sem leita nú stíft eftir því að komast inn í Evrópusambandið. Í áramótaávarpi sínu minntist DavíðOddsson forsætisráðherra þess að á þessu ári verður liðin öld frá fæðingu Halldórs Laxness. Hann lýsti vilja stjórnvalda til að sýna minningu skáldsins sóma í samstarfi við yfirvöld í heimasveit hans, Mosfellsbæ. Í frétt blaðsins í gær segir Björn Bjarnason menntamálaráðherra að nú standi yfir viðræður um aðild ríkisins að framtíð- arhlutverki Gljúfrasteins, heimilis skáldsins í Mosfellsdal, en Laxness- nefnd Mosfellsbæjar hefur einnig unnið greinargerð þar sem m.a. eru kynntar hugmyndir um Laxnesssetur á Brúarlandi og ýmsa starfsemi tengda því. Þessar hugmyndir eru vissulega tímabærar nú þegar hundrað ár eru senn liðin frá fæðingu skáldsins og áríðandi að sem best takist til við skipulagningu safns, fræðaseturs og kynningarstarfs tengdu ævistarfi hans. Halldór Laxness er ekki einungis frægasti rithöfundur þjóðarinnar allt frá söguöld, heldur er hann einnig einn fremsti skáldsagnahöfundur sem Evrópa ól á tuttugustu öld. Hann var um margt óvenjulegur rithöfundur, ekki síst vegna þess hve ritferill hans spannaði langan tíma og miklar hug- myndafræðilegar breytingar. Halldór birti t.d. sína fyrstu skáldsögu þegar árið 1919, ári eftir að útgáfa á Ódys- seifi James Joyce hófst, og var enn að sýna frumleika sinn í verki áratugum seinna, samhliða höfundum af allt annarri kynslóð sem mótuðu viðhorf okkar eigin samtíma. Á löngum ferli sínum glímdi Halldór við allan þann listræna og hugmynda- fræðilega vanda sem mætir hverju því skáldi er tekur sig alvarlega. Auk þess þurfti hann að kljást við ótrúlegar sögulegar hræringar og pólitísk um- skipti á þeirri tæpu öld sem hann lifði. Viðhorf hans breyttust að vonum mik- ið á langri ævi, en eftir að Halldóri féllu Nóbelsverðlaunin í skaut árið 1955, varð hann sífellt heimspekilegri í viðhorfum sínum til þjóðfélagsmála og hafnaði að lokum í verkum sínum hreyfingum og viðhorfum er byggðust á stofnanavaldi eða valdboði. Ævi og ferill Halldórs Laxness er því um margt samstiga þeirri þróun sem átti sér stað í heimsmynd okkar á sama tíma, enda hefur honum öðrum íslenskum rithöfundum fremur tekist að samtvinna þá menningu sem hann kynntist þegar hann dvaldi langdvöl- um í Evrópu og Ameríku íslenskri sagnahefð, án þess að glata sérkenn- um okkar þjóðlega menningararfs. Með því að sýna minningu hans sóma í skapandi safna- og fræðastarfi munum við öðlast betri tilfinningu fyr- ir okkar eigin sögu í alþjóðlegu sam- hengi, auk þess að gefa erlendum gestum ómetanlega innsýn í þann heim sem Halldór skapaði og við höf- um samsamað okkur í sjálfsvitund okkar sem þjóðar.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.