Morgunblaðið - 04.01.2002, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - 04.01.2002, Blaðsíða 44
MINNINGAR 44 FÖSTUDAGUR 4. JANÚAR 2002 MORGUNBLAÐIÐ ✝ Hanna Kristins-dóttir fæddist í Reykjavík 3. ágúst 1933. Hún lést á líkn- ardeild Landspítal- ans í Kópavogi 28. desember síðastlið- inn. Foreldrar henn- ar voru Kristinn Ottason skipasmiður, f. 30. júní 1899, d. 4. febrúar 1980, og Guðlaug Eiríksdóttir húsmóðir, f. 17. maí 1914, d. 2. nóvember 1985. Bróðir Hönnu er Otti Kristinsson matreiðslumaður, f. 14. janúar 1947, maki Rannveig Ívarsdóttir, f. 13. ágúst 1950, og eiga þau fjög- ur börn. Hanna giftist 26. ágúst 1960 Hilmari H. Gestssyni vél- stjóra, f. 13. október 1924. For- eldrar hans voru Guðrún Ólafs- dóttir húsmóðir og Gestur Hann- esson pípulagningameistari sem bæði eru látin. Börn Hönnu og Hilmars eru: 1) Kristinn skrif- stofumaður, f. 15 nóvember 1960, maki Patricia Albuquerque, f. 28. júlí 1963, sonur þeirra er Kristinn Albuquerque, f. 1997. 2) Gestrún nemi, f. 11. ágúst 1964, maki Garðar Vilhjálmsson, f. 21 sept- ember 1965, synir þeirra eru Hilmar Blöndal, f. 1985, Vilhjálmur Árni, f. 1990, og Unndór Kristinn, f. 1992. 3) Eiríkur markaðsstjóri, f. 24. maí 1971, maki Linda Björk Helga- dóttir, f. 22. júní 1971, börn þeirra eru Einar Örn, f. 1992, og Guðlaug, f. 1998. Fyrir átti Hilmar soninn Jó- hann Óla fuglafræð- ing, f. 26. desember 1954. Hanna ólst upp í vesturbæ Reykjavíkur og lauk gagnfræða- prófi frá Gagnfræðaskóla Vestur- bæjar og starfaði um árabil hjá málningarverksmiðjunni Hörpu og Happdrætti DAS þar til hún hóf búskap og annaðist heimilis- störf. Hanna var virk í fé- lagsstörfum þar á meðal í árarað- ir hjá Kvenfélaginu Keðjunni, Kvenfélaginu Seltjörn á Seltjarn- arnesi og starfaði um árabil sem sjálfboðaliði á Landspítala – há- skólasjúkrahúsi í Fossvogi á veg- um Rauða krossins. Útför Hönnu fer fram frá Foss- vogskirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 15. Takk elsku mamma. Elsku mamma á stundu sem þess- ari þegar sorgin og söknuðurinn sverfur mitt hjarta inn að dýpstu rót- um, þá veitir sú hugsun mér mikla ró að núna líður þér vel. Góð kona sagði við mig að dauðinn væri eins og að fara úr allt of litlum skóm eftir anna- saman vinnudag. Skórinn þinn var auk heldur orðin mjög lélegur. Mér finnst að þessi lýsing eigi við þá stund þegar fólk skilur við. Síðustu vikur og daga hafa komið upp í huga minn margar góðar minningar um þig, allar þær góðu og gefandi stundir sem við áttum saman. Þessar minningar rifja alltaf upp eitt og það sama – þú varst alveg einstök manneskja. Elsku mamma. Takk fyrir að gefa mér líf, ala mig upp og gera mig að þeim manni sem ég er í dag. Þú varst mín stoð og stytta í gegn- um súrt og sætt. Þú varst alltaf til taks fyrir mig þegar ég þurfti á þér að halda. Takk fyrir að hafa verið mér skiln- ingsrík, umburðarlynd, hjartahlý og friðelskandi móðir. Fyrir að gefa mér gott veganesti út í lífið. Fyrir að hafa verið þú sjálf. Fyrir öll góðu árin sem ég fékk þín notið. Elsku Hanna Kristinsdóttir. Ég sendi þér hjartans þakkir fyrir að fá að vera þinn sonur. Eiríkur Hilmarsson. Elskuleg móðir mín, Hanna Krist- insdóttir, lést að morgni hins 28. des- ember eftir erfið veikindi. Mamma var stoðin og styttan í lífi mínu og fjöl- skyldunnar. Alltaf var hún boðin og búin að hjálpa og aðstoða okkur hve- nær sem var. Missir okkar allra er mikill, sér- staklega Kristins sonar míns, fjög- urra ára, sem var augasteinn ömmu sinnar og hún kallaði ömmublóm. Þegar horft er til baka í minningunni finnst mér gaman að minnast tímans með móður minni og föður, sérstak- lega ferðalaganna á sjó til fjarlægra landa, sem voru ævintýri fyrir ungan mann. Ég á margar góðar minningar um þig, elsku mamma mín, og ég geymi þær alltaf í hjarta mínu. Ég tel það forréttindi að hafa alist upp á kærleiksríku og góðu heimili. Guð geymi þig elsku mamma mín. Kristinn Hilmarsson. Elsku tengdamamma. Eftir snarpa baráttu við óboðinn vágest hefur þú nú samið við skaparann um úrlausn þinna mála. Við sem eftir stöndum finnum okkur máttvana andspænis þessum öflum. En eftir stendur minn- ing um yndislega konu, minning sem vekur hlýju og kveikir ljós. Ég man það greinilega þegar ég hitti þig fyrst, elsku Hanna mín. Það var á vormánuðum 1987 fyrir utan Granaskjólið, þegar ég var að reyna að næla í hana dóttur þína sem þá bjó í kjallaranum hjá þér. Ég bauð þér góðan daginn og þú heilsaðir mér með nafni. Þá gerði ég mér grein fyrir því hversu náið samband þið mæðgurnar höfðuð, fyrst þú vissir hvað ég héti þá þegar. Strax frá upphafi tókst þú mér með alúð inn í fjölskyldu þína og hefur mér alltaf fundist að við höfum þekkst alla tíð. Í þessi 14 ár sem við höfum verið samferða hefur þú reynst mér og fjölskyldu minni yndislega vel og aldrei fallið skuggi þar á. Þú tókst virkan þátt í daglegu amstri fjöl- skyldu minnar og varst alltaf til stað- ar, boðin og búin, ef leitað var til þín. Ég á eftir að sakna þess að fá þig í heimsókn og geta ekki spjallað við þig í eldhúskróknum yfir kaffi og „snæku“. Það var alltaf hægt að spjalla við þig um allt milli himins og jarðar og aldrei var langt í húmorinn. Ég veit líka að þú hafðir gaman að því þegar ég var að gantast í þér. Þú varst ekki bara tengdó, þú varst líka vinur og félagi, frábær amma sona minna og besta vinkona konunnar minnar. Síðustu misserin mættu þér ýmsar þrautir. Þú leystir þær hverja af annarri af stakri yfirvegun, varst jákvæð og baráttuglöð, hélst þínu striki og sást kómískar hliðar á mál- unum en ekki neikvæðar. En um miðjan október mættir þú þekktum og frekum vágesti. Fregnin ein varð okkur áfall en það varst þú sjálf, elsku Hanna mín, sem hertir upp huga okk- ar allra með jákvæðu hugarfari og baráttuvilja. Og nú á síðustu vikum hefur þú kennt mér meira um lífið og tilveruna en nokkur skólabekkur fær gert. Ég vil sérstaklega þakka þér fyrir þá ómetanlegu stund sem þú gafst okkur öllum nú á aðfangadags- kvöld er þú komst heim til mín í jóla- matinn og hélst með okkur jólin í hinsta sinn. Mun minning þessarar stundar um ást, áræði, dugnað og þor eiga eftir að leiða okkur í gegnum lífið á þrautastundum sem og gleðitímum. Það er huggun harmi gegn að vita að skuggar nútíðar verða að skínandi dagsbirtu framtíðarinnar. Minningin um þig er eins og minning mín um æskuárin, alltaf sól, gaman og gott veður. Það er fyrst nú þegar ég skrifa þessi orð að það er rigning og slag- veður. Elsku Hanna, þú skilur eftir þig stórt skarð í lífi okkar allra sem þó með tímanum mun fyllast aftur af yndislegum minningum um þig og ljósi sem aldrei slökknar. Það er okk- ur einnig huggun að vita að það er vel tekið á móti þér hinum megin og þú ert nú í góðum félagsskap þar. Ég þakka þér kærlega fyrir samfylgdina og alla þá ást og hlýju sem þú hefur fært mér og minni fjölskyldu alla tíð. Guð blessi þig og varðveiti um alla ei- lífð. Garðar Vilhjálmsson. Kæra Hanna. Við höfum ekki þekkst mjög lengi, það eru bara sex ár síðan ég kom til þessa lands en það tók mig ekki langan tíma að sjá að þú varst ástrík og umhyggjusöm mann- eskja. Þú tókst mig í fjölskylduna eins og ég væri ein af meðlimunum og innst inni vissi ég að þú elskaðir mig eins og dóttur. Eftir föstudaginn 28. desember verða hlutirnir aldrei sam- ir, þú hefur yfirgefið okkur svo snögg- lega að það hefur verið erfitt að sætta sig við það. Ég bið guð að gefa okkur öllum styrk til að við getum sætt okk- ur við þetta. Megir þú finna frið og vertu viss að þú gleymist aldrei, þú munt alltaf verða í bænum mínum. Guð blessi þig elsku (tengda)móðir mín. Patricia Albuquerque. Elsku hjartans amma okkar. Nú ertu farin til Guðs og allra engl- anna á himnum og líður vel eftir öll erfiðu veikindin. Við vitum ekki hvernig við eigum að fara að án þín, en við eigum ennþá hann afa sem er sterki kletturinn okk- ar. Þú varst alltaf til staðar fyrir okk- ur, alltaf þegar mamma og pabbi þurftu að fara í ferðir varstu hjá okk- ur og þegar mamma var lengi í skól- anum komuð þið afi alltaf færandi hendi með snúða eða annað góðgæti. Mikið óskaplega erum við þakklát- ir fyrir að hafa átt með þér síðastliðið aðfangadagskvöld, borðað með þér jólamatinn sem mamma eldaði eftir þinni uppskrift, opnað með þér jóla- pakkana og knúsað þig í síðasta skipti í þessu lífi. Þó að núna sértu farin frá okkur eigum við samt alltaf allar skemmtilegu minningarnar um þig, allar fallegu myndirnar af þér og við þetta getum við huggað okkur þegar söknuðurinn hellist yfir okkur. Þú sagðir við mömmu á jóladag að nú þyrftir þú að skreppa í sólina og við erum vissir um að þú ert í sólinni með öllum hinum englunum. Nú þurfum við að kveðja þig í bili en við lofum þér, elsku amma, að hugsa vel um hann afa fyrir þig. Guð geymi þig, elsku amma. Þínir ömmustrákar, Hilmar, Vilhjálmur og Unndór. Elsku amma mín, mig langar að kveðja þig. Tími okkar saman var allt- of stuttur. Þú varst alltaf svo góð við mig. Ég hlakkaði alltaf svo mikið til þegar þú og afi komuð í heimsókn til mín. Þú komst seinast í afmælið mitt og ég man hvað ég fékk fallega gjöf frá þér. Nú veit ég að þú ert hjá guði amma og líður vel. Guð geymi þig, elsku amma mín. Kristinn A. Kristinsson. Rósin í garði okkar blómstrar fros- in í snjóskaflinum, skreytt ísperlum, svo falleg, köld ásjónu og stórkostleg. Hún er dáin en vonandi lifir rótin í jörðinni, svo rósin mín lifni aftur i vor. Ég átti rós á Íslandi, sem ekki blómstrar meir meðal okkar. Það var hún Hanna frænka. Hanna mín, sem var mér svo kær og tengdi mig við fósturjörð mína, á svo stóran hlut í minni barn- dómsmynd og minningu. Í æsku minni á Íslandi var ég öllum stundum hjá Hönnu og móður henn- ar, Laugu frænku. Lauga frænka gegndi ömmuhlutverki fyrir mig og Hanna var eins og yngri systir mömmu. Hanna eignaðist börn og ég fylgd- ist með, þó sérstaklega þegar Gest- rún fæddist. Ég óskaði svo heitt að eignast systkin á þeim tíma og fékk að dúlla við Gestrúnu, klæða í og úr, skipta á og ganga með hana í kerru á róló. Minning mín frá „Granó“ er sól- skin, falleg blóm í garðinum, kökur, kleinur, góður matur og smáskammir frá Laugu. Dekur frá Otta frænda og svo heklaði Lauga frænka dúkku- og Barby-föt, sem ég enn tek fram og hrífst af. Mín fyrstu laun fékk ég 7 ára göm- ul hjá Hönnu, og keypti mér Hansa- hillur. Það gerði mig höfðinu hærri. Mín rós, mín Hanna. Ég hef fylgst með í lífi Hönnu, sem hefur barist við allskyns líkamlega kvilla. Hanna hef- ur alltaf reist sig aftur eins og fallega rósin mín. Hanna var alltaf jákvæð og tilbúin að takast á við lífið, eins og það kom fyrir og var til staðar og ástúðleg sínum kæru. Þegar ég átti von á öðru barni mínu og var áhyggjufull, tók Hanna mig í fangið og sagði með mikilli alvöru að ég væri með barni og ég ætti ekki að efast. Þetta gaf mér mikinn styrk, og hlýju á erfiðum tíma. Hanna frænka mín var fallegasta rósin, sem blómstraði ár eftir ár, þar til hún svignaði undan í miklum veikindum. Nú blómstrar Hanna hjá himneskum guði og englum. Ég mun alltaf minnast jákvæðs við- móts viljasterkrar og góðrar konu. Guð gefi ykkur sem eftir lifa styrk, kæri Hilmar, börn, tengdabörn, barnabörn, Otti og fjölskylda. Erla Eiríks. Herlev, Danmörk. Elsku Hanna frænka, mig tekur það sárt að kveðja þig á þennan hátt en því get ég ekki breytt. Ég vil bara segja að ég mun minnast þín sem góðrar frænku. Ég hugsa oft til þeirra tíma þegar ég var lítill strákur og við komum í heimsókn til ykkar í Grana- skjólið eftir sunnudagsbíltúrana og hún Lauga frænka, mamma þín, var enn í fullu fjöri. Hún hafði víst nóg að gera með að hafaauga með litla gaurnum honum frænda sínum. Hanna mín, ég mun ekki gleyma þér þó að ég hafi ekki verið svo duglegur að hafa samband héðan frá Dan- mörku síðastliðin ár. Ég veit að þú fyrirgefur mér það. Nú ertu komin til Guðs og farin að fylgjast með okkur öllum og er ég sannfærður um að þú HANNA KRISTINSDÓTTIR ✝ Skúli Ágústssonfæddist í Reykja- vík 31. mars 1917. Hann lést í Los Ang- eles í Kaliforníu 14. desember síðastlið- inn. Foreldrar hans voru Ágústína Ingi- björg Magnúsdóttir, f. 26. nóv. 1884, d. 10. okt. 1949, og Ágúst Lárusson, málara- meistari, f. 7. feb. 1888, d. 14. des. 1941. Systkini Skúla eru Lára, f. 9. júlí 1912, d. 25. júní 2001; Hörður, f. 29. des 1913, d. 23. feb. 1979; Haukur, f. 20. okt 1916, d. 31. okt. 1916; Hreiðar, Lesley Ágústsson og eiga þau tvær dætur, Sola og Genova; Sigrún, f. 10. okt. 1956, en hún á þrjár dætur: Þær heita Kristín, Marissa og Tat- iana. Skúli ólst upp í Reykjavík og lauk prófi frá Verslunarskóla Ís- lands 1935. Hann hóf þá störf sem skrifstofumaður í Málaranum og Hörpu, en lengst af starfsævi sinn- ar hér á landi rak hann Kjötbúð Tómasar. Skúli stofnaði og rak ásamt öðrum um tíma fyrirtækið Steinstólpa og með Þorvaldi Guð- mundssyni ( í Síld og fisk) rak hann einn fyrsta skyndibitastaðinn í Reykjavík „Hrátt og soðið“. Skúli fluttist til Vancouver í Kanada í byrjun árs 1958 og til Los Angeles í Kaliforníu 1960 og stofnaði þar fyr- irtæki í byggingariðnaði, sem synir hans reka nú. Útför Skúla fer fram í dag frá Fossvogskirkju og hefst athöfnin klukkan 15. f. 20. júní 1918; Óskar, f. 20. des. 1920; Magn- ús, f. 24. jan. 1924; og Lárus, f. 28. nóv. 1925, d. 15. júní 1984. Skúli kvæntist 4. mars 1943 Sigríði Tómasdóttur, f. 14. sept. 1922, d. 10 ágúst 1995. Foreldrar henn- ar voru Tómas Jóns- son kaupmaður og Sigríður Sighvatsdótt- ir. Börn Skúla og Sig- ríðar eru Tómas Haukur, f. 9. feb. 1944, kvæntur Takako Ágústsson og eiga þau þrjá syni, Ron, Eric og Kenjo; Ágúst Örn, f. 31. júlí 1947, kvæntur Nú í skammdeginu fækkar enn í systkinahópnum, sem ólst upp í Ing- ólfsstræti 3 hér í borg á heimili hjónanna Ágústínu Ingibjargar Magnúsdóttur og Ágústs Lárusson- ar málararmeistara. Skúli Ágústs- son er nú fallinn frá, 84 ára, en eftir lifa Hreiðar, Óskar og Magnús, en Hreiðar og Magnús eru báðir búsett- ir í Bandaríkjunum. Systkinin voru átta og komust sjö til fullorðinsára. Það er ekki létt verk að festa hug og hönd að minningarbrotum liðinna ára og færa í letur með í huga að það, sem ósagt er, er það sem segja átti, en ekki var komið orðum að. Ég giftist eiginmanni mínum, bróður Skúla, 1943, sama ár og Skúli gekk að eiga Sigríði Tómasdóttur, Sissu. Sissu hafði ég þekkt frá barns- aldri, en við erum fæddar á sama ári. Strax frá fyrstu kynnum urðu fjöl- skyldur okkar afar samrýndar, en börn okkar voru á líku reki og léku sér saman. Fjölskyldan á ljúfar minningar frá liðnum samveru- stundum, ferðalög, afmæli og ára- mótaboð svo eitthvað sé nefnt. Það var ekki léttbært að kveðja fjöl- skylduna, er Skúli, Sissa og börn fluttust af landi brott í ársbyrjun 1958 til búsetu í framandi landi til frambúðar og samskiptin eftir það að líkum strjál, en gemsar, föx og tölvupóstur voru þá ekki á hvers manns heimili. Skúli var maður ekki einhamur og e.t.v. hefur litla Ísland ekki verið nógu stórt fyrir athafnaþrá hans. Skúli fluttist fyrst til Vancouver í Kanada og síðan til Los Angeles í Kaliforníu. Skúli vann fyrst hjá öðr- um en stofnaði 1960 málaraverk- takafyrirtæki. Hann sneri sér fljót- lega að rekstri byggingarfyrirtækis og vegnaði vel, en synir hans reka nú fyrirtækið. Skúli og Sissa buðu okkur ítrekað í heimsókn, en okkur hjónum auðnað- ist ekki að heimsækja þau á glæsi- legt heimili þeirra í L.A. Skúli var íþróttamaður, glímu- maður góður, liðtækur á skíðum og í knattspyrnu og frábær skautamað- ur. Ég sé hann enn ljóslifandi fyrir augum á skautum á Austurvelli, en í þá tíma var þar að vetrum skauta- svell. Skúli var stangveiðimaður af lífi og sál, hér heima var það laxinn en úti var það túnfiskurinn, sem fangaði huga hans. Eftir að Skúli eft- irlét sonum sín byggingarfyrirtækið, 1983, áttu hann og Sissa annað heim- ili í Mexíkó, þar sem löngum var un- að við veiðar. Það var Skúla afar erfitt er Sissa veiktist og varð að flytjast á hjúkr- unarheimili, en hún lést af völdum Alzheimer-sjúkdómsins 10. ágúst 1995. Skúli annaðist vel um konu sína og sá til þess, eins og kostur var, að búa henni öruggt skjól í vernduðu umhverfi síðustu æviárin. Skúli hélt ætíð íslenskum ríkis- borgararétti sínum og eru nú jarð- neskar leifar hans fluttar heim til hinstu hvílu við hlið eiginkonu hans í Fossvogskirkjugarði, en bálför hans fór fram 27. des. sl. frá Ascension Lutheran Church í Rancho Palos Verdes í Kaliforníu. Ég og fjölskylda mín þökkum Skúla liðnar samverustundir og vott- um börnum, barnabörnum og eftir- lifandi bræðrum dýpstu samúð. Elín Kjartansdóttir (Dúa). SKÚLI ÁGÚSTSSON
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.