Morgunblaðið - 04.01.2002, Blaðsíða 50
MINNINGAR
50 FÖSTUDAGUR 4. JANÚAR 2002 MORGUNBLAÐIÐ
ATVINNU-
AUGLÝSINGAR
I
I
!
FRÁ LINDASKÓLA
Starfsmaður óskast nú þegar í Dægradvöl.
Launakjör skv. kjarasamningum viðkomandi
stéttarfélags og Kópavogsbæjar.
Upplýsingar gefur Gunnsteinn Sigurðsson skóla-
stjóri í síma 861 7100.
Starfsmannastjóri
KÓPAVOGSBÆR
R A Ð A U G L Ý S I N G A R
FÉLAGSSTARF
Fulltrúaráð sjálfstæðisfélaganna í
Reykjanesbæ
Fundarboð
Fundur verður haldinn fimmtudaginn 10. janúar klukkan 20:00 í Sjálf-
stæðishúsinu, Hólagötu 15.
Dagskrá: Sveitarstjórnarkosningar 2002.
Stjórnin.
FUNDIR/ MANNFAGNAÐUR
Fulltrúaráð
sjálfstæðisfélaganna
í Hafnarfirði
Auglýst er eftir framboðum til prófkjörs
í Hafnarfirði
Ákveðið hefur verið að prófkjör um val fram-
bjóðenda Sjálfstæðisflokksins við næstu bæjar-
stjórnarkosningar fari fram 16. febrúar 2002.
Hér með er auglýst eftir framboðum til próf-
kjörs. Framboðið skal vera bundið við flokks-
bundinn einstakling, enda liggi fyrir skriflegt
samþykki hans um að hann gefi kost á sér til
prófkjörs. Frambjóðendur skulu vera kjörgengir
í næstu bæjarstjórnarkosningum. 10 flokks-
bundnir sjálfstæðismenn, búsettir í Hafnarfirði,
skulu standa að hverju framboði og enginn
flokksmaður getur staðið að fleiri framboðum
en hann má fæsta kjósa í prófkjörinu. Kjörnefnd
er heimilt að tilnefna prófkjörsframbjóðendur
til viðbótar, eftir að framboðsfresti lýkur.
Framboðum ber að skila, ásamt mynd af við-
komandi og stuttu æviágripi, til kjörnefndar
Sjálfstæðisflokksins í Hafnarfirði, Strandgötu
29, mánudaginn 21. janúar 2002, kl. 18—22.
Um prófkjörið vísast til reglna um prófkjör
Sjálfstæðisflokksins í Hafnarfirði.
Stjórn fulltrúaráðs sjálfstæðis-
félaganna í Hafnarfirði.
ÝMISLEGT
Dægurlagakeppni
Kvenfélags
Sauðárkróks 2002
Kvenfélag Sauðárkróks efnir til dægurlaga-
keppni sem lýkur með úrslitakvöldi í
Sæluviku 3. maí 2002.
Öllum er heimil þátttaka. Verk mega ekki hafa
birst eða verið flutt opinberlega áður. Þátttak-
endur skili verkum sínum undir dulnefni og
láti rétt nafn og heimilisfang fylgja með í vel
merktu lokuðu umslagi.
Þátttökugjald fyrir hvert lag er kr. 1500.
Síðasti skilafrestur er til og með 1. febrúar
2002. Innsendar tillögur skulu merktar:
„Dægurlagakeppni Kvenfélags Sauðár-
króks“, pósthólf 93, 550 Sauðárkrókur.
Hver höfundur getur aðeins átt eitt lag í úrslita-
keppni.
Kvenfélagið áskilur sér allan rétt til hvers kyns
útgáfu á þeim tíu lögum sem komast í úrslit.
Reyðarfirði, aðrir þekktu betur úti-
vistar- og jeppamanninn. Í jeppa-
fræðunum var uppspretta langra og
skemmtilegra umræðna.
Teddi átti margt að gefa. Eitt það
fyrsta sem heillaði okkur í fari hans
var umhyggjan fyrir gamla fólkinu,
bæði í fjölskyldunum og því sem
hann kynntist í starfi sínu. Hann
kunni líka manna best að meta allar
sögurnar sem sú kynslóð kann frá
að segja og reynsluna sem hún býr
yfir. Teddi lifði lífinu lifandi og
kunni að njóta og skapa góðar
stundir. Við sitjum lömuð og getum
ekki trúað því að hann komi ekki
skálmandi inn með Tinnu litlu í
fanginu, úr veiðitúr, með ljúfmeti í
innkaupapoka, sveittur af hjólinu,
brosandi, glaður, Teddi. Undan-
farna daga, betur en nokkru sinni
fyrr í lífinu, höfum við skynjað þann
styrk sem fæst í samveru, samhjálp,
kærleika og umhyggju alls þess
góða fólks sem hefur umvafið Önnu
Guðnýju, Tinnu Dagbjörtu, fjöl-
skyldu Tedda og okkur öll sem
stöndum honum nærri. Í huganum
heyrum við Tinnu Dagbjörtu fara
með kvöldbænina sína.
Vertu yfir og allt um kring
með eilífri blessun þinni,
sitji guðs englar saman í hring
sænginni yfir minni.
(Sig. Jónsson.)
Sigríður Guðmundsdóttir
og Hermann Hermannsson.
Elsku hjartans drengurinn okkar.
Þú varst fyrsta barnabarnið okkar.
Við vorum svo hamingjusöm og
stolt þegar þú komst í heiminn og
varst í pössun hjá okkur fyrstu
mánuðina á meðan mamma þín var
að ljúka sínu námi. Svo fylgdumst
við með þroska þínum alla tíð. Þú
varst ekki gamall þegar þú ákvaðst
að verða læknir. Við vorum svo
hamingjusöm og stolt af þér. Að
fylgjast með þér í námi þínu, þú
varst alltaf svo samviskusamur og
traustur í öllu sem þú tókst þér fyr-
ir hendur og vildir gera allt sem
best.
Þín beið glæst framtíð, þú og
unnusta þín, hún Anna Guðný, vor-
uð á leið í framhaldsnám erlendis.
Búin að eignast saman lítinn sól-
argeisla, hana Tinnu Dagbjörtu,
sem nú er á þriðja árinu. Hún kem-
ur til með að hugga okkur í sorginni
og minna okkur á þig. Þið Anna
Guðný voruð búin að ákveða að gifta
ykkur í sumar og ætlaðir þú að vera
í sömu fötum og hann pabbi þinn
var í þegar hann og hún mamma þín
giftu sig. Þessi föt vöru sérlega
glæsileg og alveg eins og ný. En svo
varstu klæddur upp í þau til hinstu
farar. Það var átakanleg stund þeg-
ar hún mamma þín blessunin tók til
fötin í þessa hinstu för.
Sorgin er svo mikil hjá okkur öll-
um, minningarnar hrannast upp í
huga okkar. Það eru ekki nema
nokkrir dagar síðan við vorum að
gleðjast með þér í þrítugsafmælinu
þínu, þú varst svo glaður og ham-
ingjusamur. En svona getur lífið
verið fallvalt og stutt á milli gleði og
sorgar. Okkar mesta huggun harmi
gegn er hvað allar minningarnar um
þig eru bjartar og yndislegar. Við
vitum að þú ert kominn í sæluna hjá
Guði þar sem þér líður vel og við
vitum að þú munt taka á móti okkur
þegar þar að kemur. Guð almátt-
ugur, gefðu okkur öllum styrk sem
elskum þig svo heitt.
Amma og afi.
Elsku Teddi okkar er látinn að-
eins þrítugur að aldri. Það er erfitt
að skilja hvernig réttlætinu er út-
hlutað en það er engu líkara en að
Tedda hafi verið skammtaður þessi
naumi tími hér á jörð. Teddi naut
þess að vera til og hann fór vel með
lífið.
Efst í huganum er hreint þakk-
læti fyrir að hafa fengið að ferðast
með Tedda á lífsleiðinni. Teddi tók
sér bólfestu í hjarta okkar og þar
mun hann búa að eilífu. Það er
óendanlega dýrmætt að hafa kynnst
Tedda og fengið að læra af honum.
Teddi kunni að njóta augnabliks-
ins, hann vara ávallt svo þakklátur
fyrir litla hluti sem glöddu hann og
beið ekki með að láta það í ljós. Það
var svo gott að vera með Tedda og
fá að gleðjast með honum. Teddi var
maður sem var alveg sérstaklega
gaman að gera eitthvað fyrir.
Hjartahlýjan og innileikinn sem
Teddi var búinn fer ekki auðveld-
lega á prent.
Teddi var sannur vinur. Fjöl-
skyldan var honum svo dýrmæt og
sambandið við fjölskylduna ein-
kenndist af sérstakri vináttu og
virðingu.
Anna Guðný, Tinna Dagbjört og
fjölskyldur, megi guð vera með ykk-
ur og hjálpa í gegnum þessa erfðu
tíma. Megi minning um góðan
dreng lifa með ykkur.
Elsku Teddi, takk fyrir allt.
Lárus og Sigríður.
„Þar sem harmur er í húsi er heil-
ög jörð,“ segir enskur rithöfundur.
Þetta eru sönn orð, því margur hef-
ur orðið að bergja á hinum beiska
bikar sorgarinnar um þessi jól. Jólin
áttu að færa okkur gleði og birtu en
sú gleði breyttist í sáran harm er
fréttin um andlát Theodórs Jónas-
sonar læknis barst okkur á Þorláks-
messu. Slíkar fréttir hljóma sem vá-
leg slys, í fyrstu óbærileg, svo þungt
er áfallið. En almættið leggur sína
líknandi hönd á syrgjandi sálir, þótt
slík sár grói seint að fullu. Ég minn-
ist frænda míns Theódors sem ljúf-
lings í fjölmennri fjölskyldu. Hann
hafði óvenju bjarta skapgerð, fyrir
honum urðu engin vandamál, sem
ekki mátti leysa með góðu móti.
Umhyggja hans fyrir þeim öldruðu í
fjölskyldunni var fágæt. Hann var
sannur í öllu sem hann tók sér fyrir
hendur. Í sínu læknisstarfi vann
hann af alúð og kostgæfni, enda
varð hann vinmargur í starfi og lífi.
Gæfan í lífi hans var að eignast
Önnu Guðnýju að lífsförunaut og
ljúflinginn Tinnu Dagbjörtu, sem nú
er tæpra þriggja ára. Á einu and-
artaki hrynja þær hallir sem ungir
foreldrar hafa byggt upp innra með
sér, og gjört sér vonir um að fylgj-
ast með. Með frænda mínum Theó-
dori er raungóður og elskulegur
maður fallinn frá langt um aldur
fram. Okkur er flestum ofraun að
skilja þessa ráðstöfun. Ég minnist
bernskulestrar Nonnabóka, sem
flest íslensk börn lásu þá. Nonni
missir föður sinn sviplega og spyr
móður sína: „Hvers vegna refsar
Guð okkur með því að taka pabba
frá okkur?“ Móðir Nonna var vitur
kona og svaraði syni sínum: „Nonni
minn, hann refsar okkur ekki heldur
reynir okkur til þrautar.“ Þetta var
mér þá lítt skiljanlegt. Með árunum
hefur lífið sýnt fram á að raunir eru
ákveðin lífsreynsla. Systurnar sorg
og gleði eiga oft samleið. Gleðinni
fögnum við, en sorginni bægjum við
frá okkur þar til hún kemur óboðin.
Þá er fokið í flest skjól en alltaf
leynist vonin innra með okkur, að
élið birti upp. Bænin er kröftugt afl,
það sterkasta í veröldinni, sé hún
borin fram af heilum hug. Hljóðlega
tek ég þátt í harmi ykkar vegna
andláts Theodórs: Önnu Guðnýjar,
ljúflingsins litla, Dagbjartar, Jónas-
ar, Margrétar, Péturs og Gyðu
ömmu. Foreldrum Önnu Guðnýjar
og öllum hinum stóra frændgarði og
vinum sendi ég hljóðlátar samúðar-
kveðjur með von og bæn um að þið
öðlist trú á lífið og framtíð Tinnu
Döggu.
Unnur Arnórsdóttir.
Elsku Anna Guðný og Tinna,
Sigga, Hermann, Lárus Árni og
Sigríður.
Hugur okkar er hjá ykkur öllum,
elsku fjölskyldur. Við viljum þakka
Tedda fyrir alla hans hlýju, hans
góða bros og alla hjálp og samveru-
stundirnar sumarið 2000. Teddi var
alltaf svo góður í viðmóti og við dáð-
umst að því hvað hann var frískleg-
ur og skemmtilegur ungur maður.
Framtíðin blasti við ungu fjölskyld-
unni ykkar, en skjótt skipast veður í
lofti. Nú biðjum við að ykkur verði
gefinn máttur til að takast á við
framtíðina.
Margrét og Gísli.
Elsku Anna Guðný mín, megi
töframáttur tímans, þínar góðu
minningar og hugur okkar til þín
styrkja þig og þína nánustu.
Þín frænka
Guðmunda Hrund.
Elsku Tinna, ég vil segja bænina
mína fyrir þig, þú átt svo undurgóða
engla:
Vertu yfir og allt um kring,
með eilífri blessun þinni.
Sitji Guðs englar saman í hring,
sænginni yfir minni.
(Sig. Jónsson.)
Kristín Gígja.
Við vottum aðstandendum öllum
okkar dýpstu samúð.
Fjölskyldan í San Jose,
Kaliforníu.
Elsku Teddi frændi. Teddi okkar
horfinn á braut í blóma lífsins. Ynd-
islegi drenghnokkinn með dökku
lokkana sína og fallegu augun sín.
Minningarnar hrannast upp. Teddi
var ekki aðeins frændi okkar, hann
var okkar besti vinur og uppeld-
isbróðir. Ung að aldri ákváðu for-
eldrar okkar að flytja austur á
Hvolsvöll. Á meðan foreldar okkar
stóðu í byggingarframkvæmdum
bjuggum við saman sem ein fjöl-
skylda undir einu þaki, fyrst á
Bakkavelli og síðar í Norðurgarði.
Og þegar flutt var í Öldugerðið var
ósjaldan sem litlir fætur trítluðu
þessa fáu metra sem voru á milli
æskuheimila okkar. Margar eru
minningarnar og stundirnar sem við
áttum saman og prakkarastrikin
sem þið Jónas áttuð til að gera. Og
seinna bættust í hópinn elsku Mar-
grét okkar og Davíð. Þú varst alltaf
svo hugulsamur og passasamur með
litlu systur þína sem þú varst svo
stoltur af. Strax á unga aldri kom í
ljós hversu heilsteypt og sterk per-
sóna þú varst, metnaðargjarn, gáf-
aður og góðhjartaður. Komu þessir
eiginleikar sér vel í því starfi sem
þú kaust þér síðar. Með þessum
ljóðlínum viljum við kveðja þig
elsku Teddi:
Hver hefur gengið um garðinn í nótt,
gengið svo þungum fótum.
Gróðurinn ungi grúfir hljótt
gripinn að innstu rótum.
Það dæmist oft til að fölna fljótt
hið fegursta sem við hljótum.
(Guðrún Árnadóttir.)
Elsku Anna Guðný, Tinna Dag-
björt, Jónas, Dagga, Margrét, Pétur
og aðrir ástvinir. Megi Guð vera
með ykkur og veita ykkur styrk í
ykkar miklu sorg.
Teddi, þín verður sárt saknað, en
minning um góðan dreng lifir í
hjarta okkar.
Þín frændsystkin
Lilja, Jónas og Davíð.
Fleiri minningargreinar
um Theodór Jónasson bíða birt-
ingar og munu birtast í blaðinu
næstu daga.
THEODÓR
JÓNASSON