Morgunblaðið - 04.01.2002, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 04.01.2002, Blaðsíða 11
FRÉTTIR MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 4. JANÚAR 2002 11 Jakkaföt frá kr. 12.900 Stakir jakkar frá kr. 6.900 Stakar buxur frá kr. 3.900 Flauelsbuxur frá kr. 4.500 Skyrtur frá kr. 1.990 Peysur frá kr. 2.900 Úlpur frá kr. 6.900 Sími 5 51 75 75 Sími 552 9122 8.900 2 0 frá Laugavegur 47 sími 5 Skyrtur frá 2.900 Peysur frá 2.900 Úlpur frá 9.900 akkaföt frá kr. 14.900 Stakir jakkar frá kr. 8.9 0 Stakar buxur frá kr. 3.900 Flauelsbuxur frá kr. 4.500 HRÓLFUR Kjartans- son, deildarstjóri grunn- og leikskóla- deildar menntamála- ráðuneytisins, lést mið- vikudaginn 2. janúar. Hrólfur fæddist 20. október 1945, sonur hjónanna Kjartans Jónssonar bónda og Ingibjargar Guðmunds- dóttur húsfreyju í Eyr- ardal í Súðavík. Hrólfur lauk landsprófi frá Hér- aðsskólanum að Laug- arvatni 1962, kennara- prófi frá Kennaraskóla Íslands 1966 og prófi frá framhalds- deild KÍ í námsmati og námskrár- fræðum 1973. Hrólfur stundaði fram- haldsnám í Bandaríkjunum og lauk mastersprófi í kennslu- og uppeldis- fræðum frá University of Illinois. Hann var kennari við Hlíðaskóla í Reykjavík á árunum 1966-75 og 1978-79 og var æfingakennari við Æfingaskóla Kennaraskóla Íslands 1975-77. Á árunum 1974-75 var Hrólfur kennsluráðgjafi við Fræðsluskrifstofu Reykjavíkur og hafði það meginverkefni að koma upp viðunandi aðstöðu til verklegrar kennslu í raungreinum við grunn- skóla Reykjavíkur. 1976 var Hrólfur ráðinn námstjóri í eðlis- og efnafræði á landsvísu við Skólarannsóknadeild menntamálaráðuneytisins og frá 1979-83 var hann námstjóri í líffræði. Á árunum 1982-84 starfaði Hrólfur sem fulltrúi deildarstjóra í Skóla- rannsóknadeild en var svo ráðinn deildarstjóri nýrrar deildar, skólaþróunardeildar, sem stofnuð var þegar Skólarannsóknadeild var lögð niður 1985. Frá 1989 var Hrólfur deildarstjóri grunnskóladeildar og grunn- og leikskóladeildar mennta- málaráðuneytisins frá 1995. Hrólfur var ritstjóri nýrrar að- alnámskrár fyrir grunnskólann sem kom út 1989. Hann sat einnnig í verkefnis- stjórn sem hafði yfir- umsjón með samningu nýrrar aðalnámskrár fyrir grunn- og fram- haldsskóla en megin- hluti þess verks kom út 1999. Þá hafði hann yf- irumsjón með gerð að- alnámskrár fyrir nám í tónlistarskólum en slík námskrá hefur ekki verið til áður. Hrólfi voru falin fjölmörg trúnað- arstörf fyrir menntamálaráðuneytið. Hann hafði m.a. umsjón með fram- kvæmd samræmdra prófa í 10. bekk og samræmdra könnunarprófa frá 1983-92. Hann sat í stjórn Náms- gagnastofnunar í þrjú tímabil frá 1985 og í Endurmenntunanefnd Kennaraháskóla Íslands frá 1985. Hann hefur verið formaður stjórnar Þróunarsjóðs grunnskóla frá stofnun hans 1988 og átt sæti í úthlutunar- nefnd Þróunarsjóðs leikskóla frá 1990. Hrólfi var falin formennska í verkefnisstjórn vegna flutnings grunnskóla frá ríki til sveitarfélaga á árunum 1994-96. Hrólfur hefur flutt fjölda fyrir- lestra og erinda um skólamál, skrifað kennslubækur og kennsluleiðbein- ingar og greinar í tímarit. Samstarf heimila og skóla var sérstakt áhuga- mál hans og hafði hann forgöngu um kannanir á því sviði, stofnun for- eldrafélaga og mótun samskipta- reglna milli foreldra og starfsmanna skóla. Eftirlifandi eiginkona Hrólfs er Guðlaug Ingvarsdóttir, þjónustu- og sölustjóri hjá Sparisjóði Hafnar- fjarðar. Eignuðust þau þrjár dætur. Andlát HRÓLFUR KJARTANSSON FLUGMENN sem missa starfs- réttindi vegna heilsuleysis eru tryggðir fyrir slíkum skakkaföllum. Franz Ploder, formaður Félags ís- lenskra atvinnuflugmanna (FÍA), segir að í kjarasamningum sé kveð- ið á um að flugmenn fái 27 millj- ónir í bætur missi þeir starfsrétt- indi sín af einhverjum orsökum, hvort sem er vegna veikinda eða ef hertar reglur verði til þess að flug- menn standist ekki lengur kröfur sem til þeirra eru gerðar. Þeir flugrekendur sem hafa gert samning við FÍA greiða iðgjöld vegna þessarar trygginga en auk þess eru greiddar örorkubætur úr líffeyrissjóði flugmanna. Sé flugmaður sviptur starfsrétt- indum á hann í fyrstu rétt á laun- um til 13 mánaða. Ef útséð er um að réttindi hans verði endurnýjuð öðlast flugmaðurinn bótarétt, en ekki fyrr, segir Franz. 27 milljónir í bætur Tryggingabætur vegna missis starfsréttinda nema nú um 27 milljónum hjá þeim flugrekendum sem FÍA hefur samið við en þessar bætur hækkuðu um meira en 100% í síðustu kjarasamningum. Að auki geta flugmenn sjálfir keypt sér starfstryggingu eins og aðrar stétt- ir. Franz segir þó að þessar bætur hrökkvi skammt sé miðað við þau laun sem flugmaður getur unnið sér inn á óskertri starfsævi. Mikið hefur verið fjallað um mál flugmanns sem Þengill Oddsson, sem nú hefur verið leystur frá störfum sem trúnaðarlæknir Flug- málastjórnar, treysti sér ekki til að veita heilbrigðisvottorð án tak- markana. Flugmaðurinn veiktist áður en tryggingabætur hækkuðu en Franz segist hvorki hafa þekk- ingu né vilja til að tjá sig um hvort það hafi áhrif á hugsanlegar bóta- greiðslur til hans. Franz telur reyndar öruggt að viðkomandi flugmaður fái aftur réttindi til að fljúga. Flugmaðurinn fékk heil- brigðisvottorð á síðasta ári og stundaði þá flug. Í lok síðasta árs þurfti hann hins vegar að fara aft- ur í heilbrigðisskoðun, en hún hef- ur ekki farið fram ennþá. Trúnaðartraust verður að ríkja Franz segir að hættu á að sú meðferð, sem mál flugmannsins hefur hlotið, verði til þess að flug- menn tilkynni síður um veikindi. Það sé grafalvarlegt mál. „Hann tilkynnir þarna um veikindi sem hann hefði alls ekki þurft að gera. Hann fékk ekki hjartaáfall, það er mikill misskilningur, heldur var þetta örblæðing í heila. Hann fékk þess vegna svima þar sem hann var staddur heima hjá sér,“ segir Franz. Flugmaðurinn leitaði í kjöl- farið til læknis og kom blæðingin þá í ljós, en hún var sögð orsakast af of háum blóðþrýstingi. Franz segir allar líkur á því að hefði flug- maðurinn bara setið heima og slappað af í nokkra daga hefði þetta aldrei uppgötvast. Franz minnir ennfremur á að úr- skurðarnefndin sem hafi komist að þeirri niðurstöðu að flugmaðurinn ætti að geta flogið án takmarkana hafi verið skipuð sérfræðingum í hjarta- og taugalækningum. Þeng- ill Oddsson sé á hinn bóginn heim- ilislæknir sem reyndar hafi lokið 60 klukkustunda námskeiði í flug- reglum og teljist því fluglæknir. Slíkt námskeið flokkist þó varla undir sérfræðimenntun. Þá finnst honum undarlegt að Þengill telji flugmanninn nú óhæfan til að fljúga en hafi sjálfur gefið út heil- brigðisskírteini til fjögurra mán- aða. Vill afrit af bréfum til erlendra sérfræðinga FÍA hefur farið fram á að fá af- rit af bréfaskiptum Þengils Odds- sonar við flugmálayfirvöld í Kan- ada og Noregi. Í Morgunblaðinu 29. desember sl. kom fram að framkvæmdastjóri flugmálastjórn- ar Kanada hafi lýst yfir áhyggjum af því að íslenskur flugmaður, sem hefði fengið heilablóðfall, hafi feng- ið leyfi til að fljúga. Þá sagði yf- irlæknir norsku flugmálastjórnar- innar að miðað við þær upplýsingar sem hann hefði fengið hjá Þengli myndi flugmaðurinn aldrei fá leyfi til að fljúga í Noregi. Franz Ploder segir að FÍA hafi einfaldlega áhuga á að vita hvernig mál flug- mannsins hafi verið kynnt fyrir þessum erlendu sérfræðingum. Flugmenn fá bætur ef þeir missa starfsréttindi FÍA vill afrit af bréfaskiptum Þengils Oddssonar við erlenda sérfræðinga ÞÓRÐUR Guðmundsson, forstjóri Hátækni hf, hefur verið til- nefndur sem aðalkjörræðismaður Finnlands í Reykjavík. Hann tek- ur við af Haraldi Björnssyni, sem verið hefur ræðismaður Finnlands í Reykjavík síðan 1965 og aðal- kjörræðismaður frá 1968 en hann lét af störfum í lok desember. Sendiherra Finnlands á Íslandi, Timo Koponen, afhenti Þórði skipunarbréf í gær í móttöku í sendiherrabústaðnum í gær sem haldin var honum til heiðurs. Þá var Þórði afhent viðurkenning- arbréf frá íslenska utanríkisráðu- neytinu. Lengst til vinstri á myndinni er Gunnlaug Jóhannesdóttir, eig- inkona Þórðar Guðmundssonar nýs aðalkjörræðismanns sem stendur henni við hlið. Þá kemur Þóra Stefánsdóttir, eiginkona Haraldar Björnssonar fráfarandi aðalkjörræðismanns, sem næstur er í röðinni og lengst til hægri er Timo Koponen, sendiherra Finn- lands á Íslandi. Morgunblaðið/Ásdís Nýr aðalkjörræðis- maður Finnlands FRANZ Ploder, formaður Félags íslenskra atvinnuflugmanna, segist ekkert hafa heyrt frekar frá for- ráðamönnum Flugleiða um hug- myndir um 18 mánaða launafryst- ingu. Þeirri hugmynd var varpað fram á óformlegum fundi í desember. „Við sögðumst taka afstöðu til þess- ara hugmynda ef þeir kæmu með formlega beiðni og við höfum ekki fengið hana ennþá,“ segir Franz. Að óbreyttu munu því launa- hækkanir sem tóku gildi um ára- mótin koma til framkvæmda en samkvæmt kjarasamningi áttu laun flugmanna að hækka um 3% og vaktaálag um 3% til viðbótar. Hugmyndir um launafrystingu Ekkert formlegt erindi borist til FÍA
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.