Morgunblaðið - 04.01.2002, Blaðsíða 49

Morgunblaðið - 04.01.2002, Blaðsíða 49
MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 4. JANÚAR 2002 49 farsælum starfs- og æviferli. Lífið gekk sinn vanagang fram að styrj- aldarlokum, bensínið, steinolían og gasolía fyrir bátaflotann var að miklu leyti flutt í tunnum með vöru- bílum og með strandferðaskipunum til hafna innan lands en með litlum tankbifreiðum innanbæjar og til nærliggjandi staða að svo miklu leyti sem vegasamgöngur þá leyfðu. Steinolíu var dreift með til þess smíðuðum tankbíl til samnings- bundinna verslana í bænum og keyptu menn hana á hentugum ol- íubrúsum gegnum dælur sem félag- ið lagði verslununum til og var olían notuð til þess að auðvelda kyndingu kolakatla heimilanna á morgnana. Skrifstofa HÍS var í Hafnarstræti 23, svokölluðu Siemsens-húsi, byggt 1840 af C. Fr. Siemsen kaupmanni. Konsúll Jes Zimsen, bróðir Knúts Zimsen borgarstjóra, eignaðist hús- ið 1902 en HÍS eignaðist það 1934. Húsinu var umbylt 1950 en loks rif- ið árið 1974. Birgðastöðvar voru á Amtmannsstíg 2a og vestur á Mel- um (nú Birkimelur) þar sem áfyll- ing á bensíntunnur fór fram. Rík- issjóður keypti síðar olíuportið á Amtmannsstíg 2a af Olíufélaginu hf. undir byggingar handa Mennta- skólanum í Reykjavík. Í Viðey stóð gamli DDPA-bensíngeymirinn, nú í notkun á Akranesi, en hann og bryggjan komu að litlum notum á styrjaldarárunum. Breska her- námsliðið yfirtók birgðastöð Shell í Skerjafirði og byggði bensíngeyma í Öskjuhlíðinni og sá þannig sér og landinu fyrir olíu meðan á styrjöld- inni stóð. Jafnframt daglegri stjórnun og annasömum skrifstofustjórastörfum hjá HÍS annaðist Jóhann Gunnar færslu dagbókar (journals) en Valdimar Hansen færði höfuðbók- ina. Einar E. Hafberg (síðar gjald- keri, nú látinn,) sá um viðskipta- mannabókhaldið, undirritaður um sölu- og birgðabókhald o.fl., Þor- steinn Bergmann var gjaldkeri fé- lagsins, Guðrún Jósteinsdóttir og síðar María Hafliðadóttir (nú látin) önnuðust símavörslu og margt fleira. Ég hreifst ávallt af vand- virkni og hæfni Jóhanns Gunnars og ljúfu viðmóti og nákvæmni hans og Valdimars Hansen. Ungum mönnum var hollt að læra af slíkum mönnum og taka þá sér til fyr- irmyndar, en samvinna þeirra var ávallt með ágætum. Tími vélabók- halds var tæplega runninn upp en í augsýn voru fyrstu vélarnar, að vísu mjög frumstæðar miðað við tímana í dag. Hröð umskipti urðu í innflutn- ingi, sölu og dreifingu olíuvara að styrjöldinni lokinni. Stórkostlegar breytingar voru framundan á því umhverfi sem var, þá er ég fyrst kynntist Jóhanni Gunnari í upphafi fjórða áratugarins og ör þróun í augsýn. Hinn mikli athafna- og framkvæmdamaður Vilhjálmur Þór, forstjóri SÍS, beitti sér fyrir stofn- un Olíufélagsins hf., alíslensks olíu- félags, vorið 1946 í samvinnu við kaupfélög landsins, tvö olíusamlög, útgerðarmenn og ýmsa aðra, meðal annars flesta þá útgerðarmenn og bæjarútgerðir, sem um þessar mundir voru að láta smíða í Eng- landi um 28 nýja olíukynta gufutog- ara, en sjá þurfti þessum nýju olíu- kyntu skipum fyrir nægri olíu og það í tæka tíð. Það gekk eftir og tókst farsællega fyrir atbeina Olíu- félagsins hf. og stjórnenda þess. Framkvæmdir við Hitaveitu Reykjavíkur töfðust á styrjaldarár- unum vegna efnisskorts en hófust að nýju eftir stríðslok, en í millitíð- inni ruddi olían hinsvegar kolum úr vegi sem aðal hita- og orkugjafinn. Svarti kolamökkurinn á björtum vetrarmorgnum yfir Reykjavík var brátt horfinn. Olíufélagið hf. keypti strax eignir HÍS og réð til sín alla starfsmenn HÍS sem margir hverjir höfðu unnið hjá félaginu árum sam- an. Fyrsti forstjóri Olíufélagsins hf. var Sigurður Jónasson, minnisstæð- ur og þjóðkunnur athafnamaður, og gerði hann þegar í upphafi Jóhann Gunnar að skrifstofustjóra sínum, fulltrúa og nánasta trúnaðar- og samstarfsmanni og var samvinna þeirra ávallt hin besta. Stjórnarfor- maður Olíufélagsins hf. var Vil- hjálmur Þór allt til ársloka 1954. Olíufélagið hf. varð brátt stærsta olíufélag landsins og er, ásamt Olíu- dreifingu ehf., með birgðastöðvar og þjónustuverslanir um allt land í þágu lands og þjóðar. Jóhann Gunnar átti langt og heilladrjúgt starf hjá Olíufélaginu hf. sem skrifstofustjóri, fulltrúi og síðar sem framkvæmdastjóri innan- landsviðskipta allt til þess er hann sjötugur lét af störfum en aðal- forstjórastörfum gegndi lengstum, eða í yfir 32 ár, hinn mæti athafna- maður og hæstaréttarlögmaður Vil- hjálmur Jónsson, en við hans störf- um tók Geir Magnússon. Umhverfið er að vonum sannarlega mikið breytt frá fyrri tíð þá er HÍS, og Olíufélagið hf. í árdaga, störfuðu í hinu gamla Zimsens-húsi við Hafn- arstræti, gamla skrifstofuhúsnæði Jóhanns Gunnars, en æviferill hans á meðal framfarasinnaðra athafna- manna spannar eitt mesta fram- faraskeið í atvinnuháttum þjóðar okkar, jafnt til sjávar og sveita. Eins lítils atviks minnist ég og nefni t.d. frá allra fyrstu starfsárum Olíufélagsins hf., er lýsir vel per- sónuleika Jóhanns Gunnars og góðu samstarfi hans og Sigurðar Jón- assonar. Það mun hafa verið árið 1947 að smá tafir höfðu orðið á sendingu þeirrar tegundar flugvéla- bensíns (115/145 oct.) sem fyrstu millilandaflugvélarnar notuðu. Vitað var að Olíuverslun Íslands (þá BP) átti fyrirliggjandi takmarkaðir birgðir af þessu eldsneyti, en for- stjóri Olíuverslunar Íslands var þá Héðinn Valdimarsson. Sigurður Jónasson, sem einnig hafði komist í snertingu við olíuverslun fyrr á öld- inni, virtist eiga frekar erfitt með að ganga á fund Héðins og biðja hann um stundarfyrirgreiðslu, enda óvíst hvort Héðinn tæki strax vel í bón hans. Jóhann Gunnar var mæta vel kunnugur Héðni og þeir báðir þaulkunnugir rekstri olíufyrirtækja. Það varð því úr að Sigurður bað Jó- hann Gunnar að ganga á fund Héð- ins og biðja um þessa stundarfyr- irgreiðslu enda um lítið magn að ræða. Héðinn tók Jóhanni Gunnari vel og sagði að úr því það var hann sem bar fram bónina, væri þetta sjálfsagt mál. Báðir höfðu vafalaust sigrað, Jóhann Gunnar vegna ein- muna lipurðar sinnar, kurteisi og ljúfmannlegrar framkomu jafnt við keppinauta sem og alla aðra, sem hann átti viðskipti við og Héðinn, atorkumikill og kappsamur kaup- sýslumaður og landsþekktur verka- lýðsforingi, er á þessari stundu reyndist reiðubúinn að veita aðstoð þeim manni, sem hann virti og þekkti og sem hann mátti vera viss um að myndi veita gagnkvæman greiða ef og þegar félag hans þyrfti á aðstoð okkar félags að halda, en liðlegheit voru að vísu ávallt til staðar milli olíufélaganna, ef ófyr- irsjáanleg atvik eða slys bar að höndum. Héðinn andaðist á þessu sama ári. Jafnframt því að vera grandvar og afar viðmótsþýður maður og ein- stakt ljúfmenni, bjó Jóhann yfir ríkri en ávallt hófsamri kímnigáfu, hann hafði yndi af söng og naut sín vel á góðum stundum í hópi vina og kunningja. Ég geymi í huga mínum ljúfa minningu fyrri konu Jóhanns Gunn- ars, frú Láru heitinnar Jóhanns- dóttur, Eyjólfssonar frá Sveina- tungu og votta börnum þeirra, sem öll heimsóttu pabba sinn reglulega meðan hann dvaldi á Skjóli, öðrum ættingjum Gunnars og frú Guð- rúnu, seinni konu hans, samúðar- kveðjur okkar Sigríðar. Að lokum þakka ég Jóhanni Gunnari yfir sex- tíu ára samfylgd og vináttu og kveð látinn samstarfsmann og yfirboð- ara, er hann nú eftir farsælt ævi- starf leggur í áttina að ókunnri strönd. Hann var drengskaparmað- ur, góður drengur, en góður dreng- ur var með forfeðrum okkar ámóta og gentleman með Bretum, en þó enn meiri hugsjón og sannari á bak við. Blessuð sé minning öðlingsins Jóhanns Gunnars. Árni Kr. Þorsteinsson.  Fleiri minningargreinar um Jó- hann Gunnar Stefánsson bíða birt- ingar og munu birtast í blaðinu næstu daga. ✝ Theodór Jónas-son fæddist í Reykjavík 14. des- ember 1971. Hann varð bráðkvaddur 22. desember síðast- liðinn. Foreldrar hans eru Dagbjört Theodórsdóttir þjón- ustufulltrúi í Hall- grímskirkju, f. 12. apríl 1951, og Jónas Hermannsson vél- virkjameistari, f. 7. mars 1946. Dagbjört er dóttir Láru Dag- bjartar Sigurðar- dóttur og Theodórs Jónassonar skósmiðs. Jónas er sonur Gyðu Arnórsdóttur og Hermanns Magnússonar, fv. símstöðvar- stjóra, sem er látinn. Systir Theo- dórs er Margrét Jónasdóttir myndlistarmaður, f. 6. apríl 1976. Unnusti hennar er Pétur Fannar Sævarsson verkfræðinemi. Unnusta Theodórs er Anna Guðný Hermannsdóttir lífefna- fræðingur, f. 29. nóvember 1972. Dóttir þeirra er Tinna Dagbjört, f. 17. febrúar 1999. Foreldrar Önnu Guðnýjar eru Sigríður Guðmundsdóttir líffræðingur og Hermann Hermannsson tækni- fræðingur. Bróðir hennar er Lár- us Árni Hermannsson fram- kvæmdastjóri og unnusta hans Sigríður Guðmundsdóttir hjúkr- unarfræðinemi. Theodór ólst upp á Hvolsvelli til árs- ins 1987 þegar fjöl- skyldan fluttist til Reykjavíkur. Hann lauk stúdentsprófi frá Menntaskólan- um í Reykjavík 1991 og hóf þá um haust- ið nám við lækna- deild Háskóla Ís- lands. Theodór og Anna Guðný hófu sambúð sína í lítilli risíbúð í Eskihlíð- inni árið 1997. Theodór útskrifað- ist svo sem læknir frá HÍ 1998 og kandidatsár sitt starfaði hann á Fjórðungssjúkrahúsinu á Akur- eyri þar sem dóttir þeirra fædd- ist. Fjölskyldan litla fluttist svo aftur til Reykjavíkur vorið 1999 og hóf hann þá störf á svæfinga- deild Landspítalans við Hring- braut. Sumarið 2000 starfaði Theodór sem heilsugæslulæknir á Hvammstanga. Hann hafði áð- ur starfað víða um land í afleys- ingum með námi. Frá hausti 2000 og fram á haust 2001 var hann deildarlæknir á lyflæknisdeild Borgarspítalans. Theodór stefndi að framhaldsnámi í húðlækning- um og starfaði á húðlækninga- deild Landspítalans. Theodór verður jarðsunginn frá Fríkirkjunni í Reykjavík í dag og hefst athöfnin klukkan 13.30. Teddi minn, sameiginlegur áhugi okkar á fallegri náttúru, útivist og veiðiskap tengdi okkur, þig, mig og Pétur, einstaklega sterkum bönd- um. Við höfðum þá áráttu að kalla alla hluti, veraldlega sem og and- lega nöfnum, við kölluðum þig Dokt- orinn, ég var kallaður Generalen þegar við vorum til fjalla, en þegar við vorum komnir í byggð var ég kallaður Járnmaðurinn, Pétur var kallaður Úlfurinn. Allir áttum við jeppa sem fengu að sjálfsögðu nöfn, þinn var kallaður Tigerinn, minn Partíbíllinn og Péturs Úlfurinn eins og hann sjálfur. En veiðifélagið hafði ekkert nafn nema að það bar stóran staf. Elsku drengurinn minn, ekki grunaði mig það þegar við félagarn- ir lögðum af stað til rjúpna 22. des, hressir og kátir að vera komnir í jólafrí að ljúka rjúpnaveiðitíma- bilinu í félagsskap hver annars, að það yrði okkar hinsta veiðiferð sam- an. Veðrið hefði mátt vera betra, en það töldum við ekki vera mikið mál þótt rigndi og það væri þoka, við höfðum jú lent í því verra en þetta. Ferðinni var heitið í Grímsstaða- múla á Mýrum, þangað vorum við komnir um klukkan 11. Síðustu samskipti okkar voru að þú tékkaðir á því hvort pabbi gamli hefði ekki loggað inn GPS-punktana rétt, svona var drengurinn minn, lagði aldrei af stað nema athuga hvort pabbi hefði ekki gert allt rétt. Ég horfði stoltur á eftir þér þar sem þú gekkst í átt að fjallinu, svo vel búinn og með nýju húfuna sem Margét og Pétur gáfu þér í þrítugsafmælisgjöf 14. des. síðastliðinn, hægt og sígandi hurfuð þið Ingi Þór inn í þokuna. Það hefur alltaf verið leiðarljós okkar að vera vel búnir, alltaf með GPS-staðsetningartæki, talstöðvar, GSM- og NMT-síma. Þegar við hættum að heyra í þér um tvöleytið fékk ég sterka tilfinningu um að ekki væri allt með felldu. Eftir klukkutíma sambandsleysi var ég orðinn verulega áhyggjufullur og eftir annan klukkutíma var ég sann- færður um að eitthvað alvarlegt hefði komið fyrir þig, elsku dreng- urinn minn. Eftir að fyrstu björgunarsveitar- bílarnir komu gerði ég mér grein fyrir hversu mikil alvara var á ferð, þá dró ég mig út úr hópnum og gekk einn út í myrkrið og þokuna, fann mér stein sem ég kraup fyrir framan og spennti greipar í bæn og horfði í bláu blikkljósin frá björg- unarsveitarbílunum, sem voru að- eins daufur blár blikkandi bjarmi í sortanum. Ég talaði til Guðs á máli eins og við vinirnir töluðum saman. Ég bað góðan Guð að skila strákn- um mínum heilum af fjallinu og ef það vantaði rjúpnaskyttu þarna uppi, að taka mig frekar, en því mið- ur var ég ekki bænheyrður. Bænin var löng og snerist upp í að vera eins konar tveggja manna tal þar sem ég talaði tæpitungulaust, jafn- vel skammaði Guð töluvert líka. En svona er lífið, ljóst er að enginn ræður sínum næturstað. Það er huggun harmi gegn að ég held að þetta sé mjög nálægt því eins og þú hefðir viljað fara, Teddi minn, veðrið hefði bara mátt vera betra. Þetta segi ég vegna þess að eitt sinn vorum við Teddi í góðum gír á gúmmíkanóinum okkar sem við köllum Hólmaborgina úti á Úlfs- vatni uppi á Arnarvatnsheiði, sólin var rétt fyrir ofan sjóndeildarhring- inn og baðaði himininn eldrauðum blæ sem endurspeglaðist í spegil- slétttu vatninu, ég var svo heillaður af þessari sýn, að ég sagði að bragði: Sonur sæll, hvað viltu hafa það betra? Þá sneri hann sér við, ró- legur að venju, og sagði: „Pabbi minn, ef ég fengi einhverju ráðið um minn brottfarardag, þá vildi ég fara á stundu sem þessari.“ Þú skilur svo margt fallegt og gott eftir þig, elsku drengurinn minn, þar er fyrst að telja dóttur þína, hana Tinnu Dagbjörtu, Önnu Guðnýju og allt sem að henni stend- ur. Framtíðin blasti við ykkur, gift- ing var áætluð 1. júní næstkomandi og för í framhaldsnám næsta sumar til Noregs. Teddi bar mikla virðingu fyrir sér eldra fólki og þreyttist aldrei á að hlusta á frásagnir gamla fólksins þar sem það sagði frá sínum ævi- dögum. Teddi var 100% náttúrubarn og bar ómælda virðingu fyrir nátt- úrunni. Eitt sinn fylgdist ég með honum þegar hann þurfti að fara „off road“, eins og við sögðum gjarnan. Hann var að keyra yfir lítt gróinn mel þar sem voru knúppar af geldingahnöppum og lambagrösum á stangli. Gaman var að fylgjast með honum þar sem hann lagði sig allan fram í að þræða pent framhjá þeim. Eitt gullkorn kom frá Tedda, þeg- ar við feðgarnir vorum staddir hátt upp til fjalla inni á Hrunamanna- afrétti síðastliðið haust. Þá segir hann við mig: „Þar sem við erum alltaf að taka eitthvað úr náttúrunni skulum við gera eitthvað fyrir hana í staðinn. Næsta tímabil höfum við með okkur áburðarpoka og þökkum fyrir okkur.“ Svona var hann, bless- aður drengurinn. Ef náttúran gæti talað veit ég alveg hvað hún mundi segja. Ég gæti skrifað heila bók um þig, Teddi minn, en svona í lokin ætla ég að segja frá tveimur atvikum sem lýsa þér vel. Fyrra atvikið var þegar þú og amma þín bjugguð saman á Þorragötunni fyrir nokkrum árum. Það voru fyrstu jólin eftir lát afa þíns og peningamálin voru ekki komin á hreint hjá ömmu. Þegar amma fór í bankann til þess að taka út peninga til að kaupa inn til jólanna voru engir peningar til. Amma bar sig aumlega þegar hún kom heim og sagði með tárin í aug- unum: „Það verða hálfhallærisleg jól hjá okkur, Teddi minn.“ Þá lagð- ist minn maður aftur í sófann og hugsaði stutta stund, spratt síðan upp og sagði: „Við reddum þessu, amma mín, ég kaupi af þér bílinn.“ Hann snaraði ávísanaheftinu upp og borgaði ömmu sinni bílinn á borðið, svo allir héldu gleðileg jól. Seinna atvikið var þegar við áttum heima á Hvolsvelli og fengum heimsókn frá frændfólki okkar úr Eyjum. Teddi var búinn að líma saman flugmódel úr plasti og litli frændi var að skoða það en missti það í gólfið og það brotnaði. Hann fór að hágráta og grét mikið. Teddi sagði við hann: „Vertu nú ekki að grenja yfir einu flugmódeli.“ Þá segir litli frændi: „Hvernig á ég að fara fram svona rauður í augunum?“ „Við reddum því,“ sagði Teddi og náði í gömul hippasólgleraugu af pabba sínum, sem litli frændinn sprangaði hróð- ugur með inn í stofu með eins og ekkert hefði í skorist. Ég vil enda þetta með orðum frá Rögga frænda okkar: Teddi var eins og stór halastjarna með mikinn og bjartan hala sem stráði glitrandi minningum á sinni lífsleið. Guð blessi þig, sonur minn. Pabbi. Á nýju ári 1997 ljómuðu stjörnur í augum Önnu Guðnýjar – og hún sagði okkur að hann væri kallaður Teddi. Við fundum fljótt að þarna var ástin að vitja hennar og þegar við hittum hann fyrst gekk hann rakleitt inn í hjörtu okkar og verður þar alltaf. Anna Guðný og Teddi skynjuðu fljótt ást hvort annars á landinu og útiverunni og fóru oft á fjöll í tilhugalífinu. Þau voru líka tvö á ferðalagi þegar þau staðfestu ást sína og óskir um að ganga saman líf- ins leið og settu upp hringana. Þau komu alsæl í bæinn úr ekta íslenskri rigningarútilegu. Í sumar átti að halda brúðkaup. Fyrsta heimilið var pínulítil ris- íbúð þar sem þessir langintesar gátu ekki staðið upprétt nema sums staðar en hvað gerði það til, þau voru saman. Sumarið 1998 fékk Teddi kandidatsstöðu á Fjórðungs- sjúkrahúsinu á Akureyri og Anna Guðný var í Kaupmannahöfn í nokkra mánuði að vinna að meist- araprófsverkefni, með lítið barn undir belti. Um haustið fluttist hún norður og þar fæddist Tinna Dag- björt 17. febrúar 1999, meðan úti geisaði norðlensk stórhríð. Afar og ömmur komust hvorki lönd né strönd fyrr en eftir nokkra daga. Aldrei gleymist stundin þegar við gengum með Tedda inn í Tjarnar- lundinn og sáum barnið sem kúrði í faðmi dóttur okkar. Teddi, lista- kokkurinn, eldaði veislumat og ham- ingjan umvafði okkur. Um vorið komu þau suður. Þá vorum við svo lánsöm að geta inn- réttað með þeim litla íbúð áfasta húsinu okkar og fengum þess vegna að kynnast Tedda svo miklu betur en annars hefði getað orðið. Fyrir það erum við óendanlega þakklát nú þegar hann er horfinn frá okkur. Samveran var mikil og öll á ljúfu nótunum, við elduðum gjarnan til skiptis og afi og amma nutu nær- veru barnsins. Svo eignuðumst við nýja fjölskyldu í fólkinu hans. Teddi varð líka nákominn fjölskyldum okkar beggja með stóra faðminn op- inn. Sumir kynntust honum fyrst sem lækninum sínum austur á THEODÓR JÓNASSON
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.