Morgunblaðið - 04.01.2002, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 04.01.2002, Blaðsíða 26
ERLENT 26 FÖSTUDAGUR 4. JANÚAR 2002 MORGUNBLAÐIÐ Paris Laugavegi 25, sími 533 5500 Útsalan er hafin Útsalan hefst í dag Laugavegi 46, sími 561 4465. Villtar & Vandlátar 25% afsláttur Ítölsk barnafataverslun Laugavegi 53, s. 552 3737 Úlpur, peysur, buxur Stórútsalan er hafin 20-70% afsláttur Snorrabraut 38  Sími 562 4362 15% afs látt ur af ö llum vör um á lö ngu m l aug ard egi ÝMSIR breskir fjölmiðlar hvetja nú Tony Blair, forsætisráðherra Bretlands, til að taka af skarið gagnvart evrunni, sameiginlegum gjaldmiðli tólf Evrópusambands- ríkja sem tekinn var í notkun á ný- ársdag. Er breska stjórnin sökuð um að hafa sýnt ráðleysi í málinu og því er haldið fram að ráðherrar séu ekki á einu máli um hvort stefna skuli að evruaðild eður ei. Ráðherrar ríkisstjórnar Blairs þykja hafa sent frá sér misvísandi skilaboð með ummælum sínum um evruna á undanförnum dögum. Hvatti dagblaðið The Mirror Blair í gær til að „hætta þessu vandræðalega fáti... áður en Bret- land sekkur í efnhags- legt, pólitískt og menningarlegt hyl- dýpi“. „Við erum að missa af bátnum,“ sagði í fyrirsögn blaðsins í gær og var Blair hvattur til að hraða inngöngu Bretlands í evrópska myntbanda- lagið. Peter Hain, Evr- ópumálaráðherra bresku stjórnarinnar, hafði á þriðjudag sagt að hann ef- aðist um að Bretland gæti rekið „eins konar aukahagkerfi“ við hlið evrulandanna tólf og vöktu um- mæli hans talsverða eftirtekt. Jack Straw utanríkisráðherra ítrekaði hins vegar á miðvikudag að bresk stjórnvöld hefðu enga ákvörðun tekið um það hvort stefnt skuli að aðild. Sagði dagblaðið The Daily Tele- graph orð Straw enn eina vísbend- inguna um ráðleysi stjórnarinnar í málinu. „Forsætisráðherrann ætti að halda aftur af klárum sínum á meðan hann er ekki reiðubúinn til að berjast opinberlega fyrir aðild að evrunni,“ sagði í leiðara blaðs- ins. Stefna Blair-stjórnarinnar er að fylgst verði með þró- un mála í evrulönd- unum tólf en síðan lagt mat á hvort rétt verði að efna til þjóð- aratkvæðagreiðslu um aðild. Myndi það þá sennilega verða að um tveimur árum liðnum. Peter Mandelson, þingmaður Verka- mannaflokksins og fyrrverandi viðskipta- ráðherra og ráðherra Norður-Írlandsmála, hvatti bresku stjórn- ina hins vegar í gær til að lýsa yfir stuðningi við evru- aðild, í kjölfar þess að vel tókst til við upptöku evrunnar í evrulönd- unum tólf. Spáði hann því í grein í The Fin- ancial Times að Blair myndi halda þjóðaratkvæðagreiðslu um málið fyrir næstu þingkosningar, jafnvel þó að skoðanakannanir sýndu að fyrir inngöngu væri takmarkað fylgi. John Major, fyrrverandi for- sætisráðherra fyrir íhaldsmenn, kvaðst þessu mati hins vegar ósammála. Sagði hann í samtali við BBC að hann teldi ólíklegt að Blair legði í að halda þjóðarat- kvæðagreiðslu á allra næstu miss- erum. Réttast væri að bíða og sjá hvernig málum yndi fram. Evrumálin að þvælast fyrir bresku stjórninni London. AFP. Tony Blair SLÖKKVILIÐSMENN hafa barist við að slökkva eldana með aðstoð almennings. Eld- arnir ógna fjölda húsa í úthverfi Sydney-borgar. Lögreglu grun- ar að brennuvargar hafi valdið eldunum með því að nota eldsp- rengjur en ein slík fannst á svæði þar sem skógareldar geisa. Lögregla hefur handtek- ið 14 ungmenni og sex menn vegna þessa. Hvassir vindar og hiti hafa gert starf slökkviliðsmanna og sjálfboðaliða erfiðara en um 35 gráða hiti er í borginni sem stendur. Um 20.000 manns taka þátt í slökkvistarfi. Buddy er allur BUDDY, hundur Bills Clintons, fyrrverandi forseta Bandaríkj- anna, er dauður en hann varð fyrir bíl, að sögn lögreglu í New Castle í New York í gær. Buddy, sem er af retriev- er-veiðihundakyni, varð fyrir bíl á fjölförnum vegi skammt frá heimili forsetans. Julia Payne, talskona forsetans, sagði að hvorki Clinton né Hillary, eig- inkona forsetans fyrrver- andi, hefðu verið heima þegar hundur- inn varð fyrir bíln- um. „Við er- um miður okkar vegna þess að Buddy er dauður,“ er meðal þess sem fram kom í yfirlýsingu frá forsetanum fyrrverandi. „Hann var tryggur förunautur og veitti okkur mikla gleði. Hans verður sárt saknað,“ sagði jafnframt í yfirlýsingunni. Ekki er ljóst hvernig hundurinn end- aði ævi sína fyrir bíl; hvort ein- hver hafi farið með hann í gönguferð eða hvort hann hafi sloppið frá heimilinu. Miklir kuldar í Póllandi FJÖLDI fólks er talinn hafa látið lífið úr ofkælingu í kulda- kasti í Póllandi í upphafi ársins. Fjöldi bæja eru einangraðir vegna snjókomu og vegir eru erfiðir yfirferðar. Þá eru veru- legar truflanir á lestarsam- göngum í suðurhluta landsins. Einnig var aðalflugvöllurinn í Varsjá lokaður skamma stund í morgun vegna roks og ofan- komu. Eitthvað dró úr snjó- komu í gær og tókst að ryðja vegi sem voru lokaðir. Engu að síður er áfram kalt í veðri, einkum í norðausturhluta landsins, en þar er um 20 gráðu frost. Talið er að 221 hafi látið lífið í vetrarkuldum í landinu frá því í október á síðasta ári. Flest- ir þeirra sem hafa látið lífið eru karlmenn á aldrinum 40-60 ára, útigangs- og drykkjumenn. Þriðjungur var heimilislaus og 10-15% þeirra sem hafa látið líf- ið eru konur. STUTT Skógar- eldar loga enn í Ástralíu Clinton með Buddy.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.