Morgunblaðið - 04.01.2002, Blaðsíða 27
ERLENT
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 4. JANÚAR 2002 27
Útsala
á Löngum
Laugaveginum
Langur laugardagur:
- Frábær tilboð í verslunum
- Opið til kl. 17.00
- Frítt í bílastæðahúsin
á verslunartíma
- Frítt í öll bílastæði eftir kl. 13.00
Á Laugaveginum eru yfir
160
verslanir og þjónustuaðilar
Námskeið sem hefjast í janúar
7. janúar - Raja jóga hugleiðsla fyrir byrjendur
8. janúar - Al-Einingaröndun (hátt Kriya jóga)f. byrjendur
9. janúar - Sálarhugleiðsla - Miðlun
10. janúar - Uppstigningar (Kristsvitunar) vinnunámskeið
Geymið auglýsinguna
Upplýsingar á veffangi: www.vitund.is/andlegiskolinn
Skráning í síma 553 6537
Andlegi skólinn
NEFND öldungadeildarþing-
manna í Bandaríkjunum mun
leggja fram stefnu á hendur fram-
kvæmdastjórum, endurskoðendum
og helstu framkvæmdastjórum fyr-
irtækisins Enron og krefjast þess
að þeir láti nefndinni í té öll skjöl
er varða rannsókn hennar á
skyndilegu gjaldþroti fyrirtækisins
og skorti á opinberri vernd fyrir
fjárfesta.
Þingmaðurinn Joseph Lieberm-
an tilkynnti um fyrirhugaða rann-
sókn á miðvikudaginn, og lofaði því
að hún yrði „sannleiksleit, ekki
nornaveiðar“. Hann útilokaði ekki
að tengsl Enron við George W.
Bush forseta. „Við munum fara
þangað sem rannsóknin leiðir okk-
ur,“ sagði Lieberman, sem er
demókrati, og nefndi að forstjóri
Enron, Kenneth Lay, hefði átt þátt
í að móta stefnu stjórnar Bush í
orkumálum. „Við verðum að spyrja
þeirrar spurningar hvort þau ráð
[sem Lay gaf] hafi öll verið í eig-
inhagsmunaskyni.“
Lieberman er formaður nefndar
er fylgist með málefnum ríkis-
stjórnarinnar, og er ætlunin að yf-
irheyrslur á vegum nefndarinnar
hefjist 24. janúar nk. Fyrst verður
sjónum beint að því, hvers vegna
opinberir eftirlitsmenn, þ.á m.
verðbréfa- og viðskiptaráðið og
Orkumálaeftirlit alríkisstjórnar-
innar, sendu ekki út aðvaranir
vegna Enron.
Undirnefnd, undir forystu demó-
krataþingmannsins Carls Levins,
mun hefja sérstaka rannsókn á því,
hversu vel framkvæmdastjórum og
endurskoðendum Enron var kunn-
ugt um viðskiptahætti fyrirtækis-
ins, sem í sumum tilfellum fóru
mjög lágt, þ.á m. stofnun vafa-
samra sameignarfélaga og útibú í
skattaparadísum, sem drógu fjöður
yfir raunverulega skuldastöðu fyr-
irtækisins.
500 milljóna skuldir faldar
Blaðið Wall Street Journal
greindi frá því á miðvikudaginn að
skjöl fyrirtækisins sýndu fram á að
æðstu yfirmenn þess hefðu haft
hönd í bagga með stofnun og um-
sjón sameignarfélaganna og að
þeir hafi litið á þau sem lykilatriði
í vexti fyrirtækisins. Hafi málum
verið þannig fyrir komið að fyrr-
verandi aðalframkvæmdastjóri og
forstjóri Enron, Jeff Skilling, og
tveir aðrir háttsettir menn í fyr-
irtækinu, hafi þurft að veita sam-
þykki fyrir öllum viðskiptum við
sameignarfélögin, að sögn blaðs-
ins. Sameignarfélögin gerðu Enron
kleift að halda um það bil 500
milljóna dollara skuldum fyrir utan
reikningshald sitt.
Levin sagði að sér ofbyði „það
sem virðist vera umfangsmikill
skollaleikur, og hver hagsmuna-
áreksturinn ofan á annan,“ er leitt
hafi til þess að Enron fór á höfuðið
þegar flestir fjárfestar töldu það
standa í blóma. Æðstu menn fyr-
irtækisins „virðast hafa rakað sam-
an hátt í milljarði dollara með
hlutabréfasölu á árunum 2000 og
2001,“ sagði Levin, en mörg
hundruð starfsmönnum Enron var
meinað að selja hlutabréf í fyr-
irtækinu, er voru í eftirlaunasjóð-
um þeirra, þegar fyrirtækið var að
hrynja.
Repúblíkanaþingmaðurinn Sus-
an Collins, sem á sæti í undir-
nefndinni, sagði í yfirlýsingu að
hún vildi komast að því hvort
framkvæmdastjórar og stjórnar-
menn í Enron hefðu vitað um yf-
irvofandi fjárhagskröggur fyrir-
tækisins þegar þeir seldu hlutabréf
sín. Bréfin í fyrirtækinu voru met-
in á um 90 dollara stykkið fyrir ári,
en verðmæti þeirra var komið nið-
ur í tæpan einn dollara í byrjun
desember sl., þegar fyrirtækið –
sem einu sinni var sjöunda tekju-
hæsta fyrirtæki í Bandaríkjunum –
fór fram á greiðslustöðvun.
Levin sagði að nefnd sín vildi
komast að því hvers vegna stofnun
sérstakra sameignarfyrirtækja og
útibúa í skattaparadísum, til þess
að fela hluta skuldanna, vöktu ekki
grunsemdir meðal stjórnarmanna
þess og hjá endurskoðanda þess,
fyrirtækinu Arthur Andersen
LLP.
Í síðasta mánuði sögðu fulltrúar
Andersen, við yfirheyrslu hjá full-
trúadeildarþingnefnd, að störf fyr-
irtækisins fyrir Enron hefðu verið
í alla staði eðlileg, en aðalfram-
kvæmdastjóri Andersen, Joseph
Berardino, viðurkenndi að ann-
markar væru á störfum endur-
skoðenda. „Það þarf að gera end-
urbætur á eftirlits- og agareglum í
faginu,“ sagði Berardino. Ander-
sen greindi frá því á miðvikudag-
inn, að endurskoðun annars, við-
urkennds endurskoðunar-
fyrirtækis, Deloitte & Touche,
hefði leitt í ljós að endurskoðunar-
vinna Andersens hefði gefið „við-
unandi tryggingu fyrir því, að farið
væri eftir faglegum viðmiðunum.“
Tengsl Enron
og Bush ef til
vill rannsökuð
Washington. AP.
AP
Joseph Lieberman, t.v., og Carl
Levin ræða við fréttamenn í
Washington á miðvikudaginn.