Morgunblaðið - 04.01.2002, Blaðsíða 12
FRÉTTIR
12 FÖSTUDAGUR 4. JANÚAR 2002 MORGUNBLAÐIÐ
MATTHÍAS Ólafsson er orðinn 86
ára gamall, en hann hefur síðast-
liðin 20 ár hjólað sér til heilsubótar.
Ekki hefur fallið úr dagur nema í
verstu veðrum. Fyrsta hjólið sitt
fékk hann við fermingu fyrir meira
en 70 árum. Myndin var tekin af
Matthíasi fyrir austan við Kirkju-
bæjarklaustur í gær þar sem hann
var í sínum daglega hjólatúr.
Morgunblaðið/Jónas Erlendsson
Í daglegum hjólatúr
SKIPULAG ferðamála hjá Reykja-
víkurborg komu nokkuð til umræðu
á borgarstjórnarfundi í gær. Inga
Jóna Þórðardóttir, oddviti sjálf-
stæðismanna í borgarstjórn, hóf
umræðuna og taldi að aðgerðir
meirihlutans í ferðamálum væru til-
viljanakenndar. Helgi Pétursson,
borgarfulltrúi Reykjavíkurlistans,
kvað hafa náðst árangur í því að
laða fleiri ferðamenn til borgarinn-
ar. Hann sagði byggingu ráðstefnu-
og tónlistarhúss eitt þýðingarmesta
verkefnið í ferðaþjónustu á næst-
unni.
Inga Jóna ræddi um tillögu borg-
arstjóra sem samþykkt var á fundi
borgarráðs 28. desember þar sem
lagt er til að Reykjavíkurborg taki
að sér að stofna og reka upplýs-
ingamiðstöð höfuðborgarinnar. Á
hún að annast upplýsingagjöf til
ferðamanna, hafa umsjón með sam-
þættingu, skipulagi og kynningu á
viðburðum í borginni.
Telur heildarsýn vanta
Inga Jóna var þeirrar skoðunar
að ferðamál, skipan þeirra og stjórn
væri langt frá því að vera í nógu
góðu horfi af hálfu meirihlutans.
Tillagan varði fyrst og fremst
ákveðið fyrirkomulag um upplýs-
ingamiðstöð ferðamála en í hana
vantaði alla stefnumörkun um
hvernig stýra ætti ferðamálum.
Hún sagði ferðamál hafa verið í
reiðileysi frá því að embætti ferða-
málafulltrúa borgarinnar hefði ver-
ið lagt niður fyrir nokkrum árum.
Aðgerðir væru tilviljanakenndar og
ekki til þess fallnar að ná raunveru-
legum árangri. Víða væri ýmislegt
gott gert í borgarkerfinu en sam-
ræmingu vantaði og samstillt átak
til að ná árangri.
Inga Jóna kvað það í sjálfu sér
ágætt mál að upplýsingamiðstöð
höfuðborgarinnar yrði sett á lagg-
irnar og það hefðu sjálfstæðismenn
samþykkt. Samt sem áður vantaði
heildarsýn og samstillt vinnubrögð
til að koma málunum á nægilega
hreyfingu. Hún taldi umræður um
ferðamál eiga að fara fram hjá sam-
göngunefnd og sagði tillögur um
rekstur upplýsingamiðstöðvarinnar
aðallega snúast um upplýsingagjöf
til ferðamanna en minna væri um
markaðsmál.
Helgi Pétursson, borgarfulltrúi
Reykjavíkurlistans, minnti að rætt
hefði verið um ferðamál á síðasta
borgarstjórnarfundi og þar hefðu
komið fram ýmis sjónarmið. Hann
sagði meginmálið þann árangur
sem náðst hefði í að fjölga ferða-
mönnum í borginni og lægju til
þess margar ástæður. Kvaðst hann
því furða sig á að kallað væri eftir
frekari tillögum, ljóst væri að sam-
ræma ætti aðgerðir, ekki síst nú er
menningarborgarverkefninu væri
lokið, og væri slík samræming lögð
til í tillögunni. Sagði hann málin
einnig verða rædd í samgöngunefnd
á næstunni.
Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson, borg-
arfulltrúi Sjálfstæðisflokksins,
gagnrýndi að samráð hefði ekki
verið haft við ferðamálaráð um
væntanlegar breytingar og spurði
hvort einhver samningur væri í bí-
gerð um samstarf upplýsingamið-
stöðvarinnar og ferðamálaráðs.
Spurði hann einnig hver yrðu form-
leg samskipti samgöngunefndar
borgarinnar og þess hóps sem
stjórna ætti nýju upplýsingamið-
stöðinni. Hópnum virtist ætlað að
samræma markaðs- og kynningar-
starf en slíkt væri einnig verkefni
samgöngunefndar. Einnig spurði
hann hvernig fjármagna ætti rekst-
ur miðstöðvarinnar sem kosta
myndi 10-15 milljónir króna á ári.
Júlíus Vífill Ingvarsson, borgar-
fulltrúi Sjálfstæðisflokksins, tjáði
sig einnig um þessi mál og ítrekaði
orð sín frá síðasta borgarstjórn-
arfundi að brýnt væri að borgin
missti ekki niður góðan árangur í
ferðaþjónustu. Hann sagði nauðsyn-
legt að íhuga aðgerðir og möguleg
sóknarfæri eftir atburðina í Banda-
ríkjunum 11. september.
Samstarf við ferða-
málaráð kannað
Helgi Pétursson sagði hafa verið
samþykkt hjá ferðamálaráði að
halda áfram rekstri upplýsingamið-
stöðvar ferðamála í tvo mánuði á
hinu nýja ári meðan hugað væri að
hugsanlegu samstarfi við Reykja-
víkurborg. Ekki væri óeðlilegt að
slíkur samningur yrði gerður við
borgina þar sem ferðamálaráð væri
víða í slíku samstarfi við stærri
bæjarfélög úti á landi. Þá upplýsti
Helgi að samþykkt hefði verið í
samgöngunefnd að hefja umræður
um stefnumótun í ferðamálum.
Vilhjálmur Þ. sagði það nýjar
fréttir og undarlegar að ferðamála-
ráð skyldi samþykkja að reka upp-
lýsingamiðstöðina áfram í tvo mán-
uði. Sagði hann það sýna að
undirbúningur málsins væri ónógur
og ágreiningur um það. Væri því
ekki ljóst hvenær upplýsingamið-
stöð höfuðborgarinnar myndi taka
til starfa og nær hefði verið að hafa
skipan mála óbreytta út þetta ár
meðan óvissa ríkti um framvindu
þess. Inga Jóna Þórðardóttir benti
einnig á að ráða ætti forstöðumann
upplýsingamiðstöðvar höfuðborgar-
innar frá 15. janúar en samt væri
samþykkt að framlengja rekstur
upplýsingamiðstöðvar ferðamála
um tvo mánuði.
Telur umræðuna
benda til leiðtogaslags
Helgi Hjörvar, forseti borgar-
stjórnar, sagði umræðurnar um
ferðamálin einkennast af því sem
hann nefndi leiðtogaslag innan
borgarfulltrúahóps sjálfstæðis-
manna. Þrír borgarfulltrúar hefðu
talað, Inga Jóna Þórðardóttir, Vil-
hjálmur Þ. Vilhjálmsson og Júlíus
Vífill Ingvarson og hvert þeirra um
sig keppst um að vera hástemmdari
en hitt í umræðunni. Helgi sagði
það rangt að skipulagsleysi ríkti í
ferðaþjónustu eins og sjálfstæðis-
menn hefðu haldið fram, hún hefði
notið almennt góðra skilyrða af
hálfu hins opinbera og spjarað sig
vel. Hann sagði það hins vegar rétt
hjá Júlíusi Vífli að hafa áhyggjur af
þróun í ferðaþjónustu eftir at-
burðina 11. september og það yrði
að skoða sérstaklega. Þá minnti
borgarfulltrúinn á að sjálfstæðis-
menn ættu tvo fulltrúa í samgöngu-
nefnd þar sem þeir gætu rætt þessi
mál.
Sjálfstæðismenn gagnrýna skipulag ferðamála hjá Reykjavíkurborg
Telja aðgerðir í
ferðamálum tilvilj-
anakenndar
MATVÖRUVERSLUNUM í
Reykjavík hefur fækkað um þriðj-
ung síðastliðin 20 ár, úr 127 í 85 og
lengra er á milli þeirra, þrátt fyrir
öra fjölgun íbúa og útþenslu byggð-
ar. Þetta kemur fram í skýrslu um
verslun á höfuðborgarsvæðinu sem
þróunarsvið í Ráðhúsi lét gera.
Markmið skýrslunnar er að draga
saman upplýsingar um þróun smá-
söluverslunar á höfuðborgarsvæð-
inu síðustu árin með áherslu á þróun
verslunar eftir hverfum.
Tilgangurinn var að fá heildstætt
yfirlit yfir veltu smásöluverslunar á
svæðinu áður en áhrifa nýjustu við-
bótarinnar í verslunarflóru svæðis-
ins, Smáralindar, færi að gæta. Við
gerð skýrslunnar var aðallega
stuðst við gögn frá ríkisskattstjóra
um veltu smásöluverslunar.
Jákvætt viðhorf
til miðborgar
Í niðurstöðum skýrslunnar kemur
fram að 71% af veltu smásöluversl-
unar fer fram á höfuðborgarsvæðinu
og rúmur helmingur hennar í
Reykjavík. Samkvæmt niðurstöðum
könnunar sem Gallup gerði og einn-
ig eru birtar í skýrslunni, hefur mið-
borgin afgerandi forystu gagnvart
Kringlu og Smáralind hvað varðar
tíðni heimsókna, fjölbreytileika er-
inda og jákvætt viðhorf.
Þá kemur fram að verslun á höf-
uðborgarsvæðinu er stöðugt að
dreifast meira í takt við útþenslu
byggðarinnar og hlutur miðborgar
og eldri verslunarkjarna að minnka
og hlutur miðborgar og Kringlunnar
í heildarveltu verslunar á höfuð-
borgarsvæðinu hefur lækkað síð-
ustu 12 árin. Hverfin miðsvæðis í
Reykjavík, 104, 105 og 108 eru öfl-
ugustu verslunarhverfin á höfuð-
borgarsvæðinu með helming af allri
smásöluveltu á höfuðborgarsvæð-
inu.
Velta í smásölu-
verslun 161 milljarður
Samkvæmt upplýsingum frá
Þjóðhagsstofnun var velta í smá-
söluverslun árið 2000 161 milljarður
króna og hafði vaxið um 1,7% frá
árinu 1999, en það ár jókst hún um
7% milli ára. Á fyrri helmingi þessa
árs var veltan í smásöluverslun orð-
in 78,6 milljarðar sem er 4,1% aukn-
ing frá fyrri hluta síðasta árs.
Dæmi um flokka verslunar þar
sem orðið hefur umtalsverð aukning
á veltu frá 1998 eru lyfsala, bygging-
arvörur, fataverslun og póstverslun.
Þá segir í lokaorðum skýrslunnar að
almenningur hafi nýtt aukinn kaup-
mátt síðustu ára til að kaupa heim-
ilistæki, tölvur og ýmiss konar rým-
isfrekan varning.
Hlutur miðborgar og eldri
verslunarkjarna að minnka
HEILDSÖLUVERÐ á mjólk og
mjólkurvörum hækkaði um 6,5% að
meðaltali um áramótin vegna hækk-
unar á verði mjólkur til bænda og
vegna hækkunar á vinnslu- og dreif-
ingarkostnaði mjólkur. Þessi hækkun
var ákveðin sl. haust.
Verð á nýmjólk og léttmjólk hækk-
ar þannig um 6,27% og verður al-
mennt verð í smásölu 85 kr. lítrinn.
Undanrenna hækkar ívið meira eða
um 6,53% og kostar eftir hækkun 83
kr. lítrinn miðað við óbreytta smá-
söluálagningu.
Sýrðar mjólkurafurðir, jógúrt og
slíkar vörur, hækka nokkru meira en
mjólkin sjálf eða um tæplega 8,3%.
Gengisáhrif vega þyngra í þessum
vöruflokkum vegna íblöndunarefna
og umbúða, samkvæmt upplýsingum
Mjólkursamsölunnar. Þannig hækkar
Óskajógúrt um 8,26% og kostar 180 g
dós eftir hækkun 63–64 kr. og hreint
skyr hækkar um 8,13% og kostar 500
g dós eftir hækkun 119 kr. Rjómi
hækkar minna eða um 3,4% og kostar
peli af rjóma eftir hækkun 168 kr. Þá
hækkar 26% ostur um 6,48%.
Mjólk hækk-
ar um 6,5%
að meðaltali
TRYGGINGASTOFNUN ríkisins
hefur gert samkomulag við Boga
Jónsson bæklunarlækni um gerð
krossbandaaðgerða á hné. Samn-
ingurinn tók gildi um áramót.
„Þetta gerir sjúklingum kleift að
fara í þessa aðgerð með kostn-
aðarþátttöku Tryggingastofnunar
en þessar aðgerðir hafa ekki verið
greiddar af Tryggingastofnun
fram til þessa,“ sagði Sæmundur
Stefánsson, upplýsingafulltrúi
Tryggingastofnunar ríkisins.
Sæmundur sagði að Bogi hafi
reynslu af lokuðum krossbandaað-
gerðum á hné bæði frá Landspít-
ala – háskólasjúkrahúsi og Sjúkra-
húsinu á Akranesi.
Gerðar verða á milli 30 og 40 að-
gerðir á næsta ári og verður hluti
sjúklings í aðgerð af þessu tagi
18.000 krónur eins og þegar um
annan sérfræðikostnað er að ræða
og hluti lífeyrisþega með afslátt-
arkort 9.000 krónur.
Krossbandaaðgerðir
Trygg-
ingastofn-
un semur
við lækni
LÍÐAN 17 ára pilts, sem slasaðist al-
varlega á nýársdag þegar bifreið
sem hann var farþegi í lenti í
árekstri við strætisvagn, er óbreytt.
Hann liggur á gjörgæsludeild Land-
spítalans í Fossvogi og er tengdur
við öndunarvél. Hinn slasaði var í
bifreið með jafnaldra sínum á mótum
Stórhöfða og Höfðabakka þegar
slysið varð og var fluttur meðvitund-
arlaus á sjúkrahús. Pilturinn sem
var við stýrið fékk að fara heim að
lokinni læknisskoðun. Vagnstjórinn
var einn í strætisvagninum og slapp
ómeiddur.
Óbreytt líð-
an á gjör-
gæsludeild
♦ ♦ ♦