Morgunblaðið - 04.01.2002, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 04.01.2002, Blaðsíða 30
LISTIR 30 FÖSTUDAGUR 4. JANÚAR 2002 MORGUNBLAÐIÐ Kringlunni sími 588 4848 Útsalan er byrjuð Komdu og gerðu frábær kaup VAL tónverka og flutningsmáti réðst annars vegar af tíma jóla- og nýársfagnaðar og hins vegar af því tækifæri að geta fengið tvo góða pí- anóleikara til að leika á tvo flygla sem komið hafði verið sérstaklega fyrir í kirkjunni, ásamt því að nota hið góða pípuorgel kirkjunnar. Í upphafi fluttu Helga Bryndís og Jónas konsert í f-moll fyrir píanó og strengjasveit eftir Bach, þar sem Helga Bryndís var einleikarinn og Jónas lék hlutverk strengjasveitar- innar. Konsertinn er í þremum þátt- um, fremur hraður, hægur og hrað- ur. Æskilegt hefði verið að prenta þáttaheiti í efnisskrá og forða þann- ig áheyrendum frá misheppnuðu klappi milli þátta. Í heild var kons- ertinn skínandi vel fluttur. Mikil un- un var að heyra syngjandi fallega mótaðar hendingar hæga þáttarins og hvernig gælt var við tónana. Fyrsti þátturinn var í hægara lagi og Jónas lék að mínu mati full- sterkt, síðasti þátturinn rann aftur á móti vel og áreynslulaust áfram en niðurlagið hefði mátt vera ábúðar- meira. Karlakór Dalvíkur flutti næst sex söngva, þar af fimm með aðstoð pí- anós og orgels eða tveggja píanóa. Fyrst var flutt hin sígilda og vin- sæla útsetning á sálminum „Hjarta, þankar, hugur, sinni“ eftir Bach, eins og Bach gekk frá í kantötu sinni nr. 147. Víst er að Bach hafi verið harla glaður með þessa gerð þar sem hann lætur hana hljóma tví- vegis í kantötunni. Þarna lék Jónas á píanóið fylgiraddir og hljóma hljómsveitar en sálmurinn, sem nú ber heitið „Slá þú hjartans hörpu strengi“, var fluttur einradda af kórnum ásamt leik Helgu Bryndísar á orgelið. Flutningurinn var bæði sannfærandi og góður. Þvínæst söng kórinn a capella Það aldin út er sprungið í þeirri síungu 15. aldar út- setningu Praetoriusar. Kórinn flutti lagið vel og fylgdi hinum nýja stjórnanda sínum, Guðmundi Óla, einkar vel í smekklegri túlkun og var framsögn orða til mikillar fyr- irmyndar. Ágætt samræmi er milli radda, og þó að í kórnum séu aðeins 30 menn þá var kórhljómur vel sam- ræmdur og áhrifamikill. Næstu fjögur lög voru útsett af stjórnandanum í tilefni þessara tón- leika, þar sem hann notfærði sér þetta sérstaka tækifæri hljóðfæra- skipunar, eins og fyrr var nefnt. Skemmst er frá að segja að þessar útsetningar voru mjög góðar og nýttu til hins ýtrasta þá möguleika sem þessi raddskipan leyfði. Sem dæmi nefni ég hvernig efsta tónsvið píanósins, diskantinn, var notað til að búa til sveitakirkjuhljóm á móti orgeli og kór í íslenska þjóðlaginu „Hátíð fer að höndum ein“ og einnig hve áhrifamikil stemming náðist með mildu og næmu píanóforspili og eftirspili í jólalaginu „Þá nýfæddur Jesús“. Einnig varð hinn tröllslegi kraftur í jólalagi Jórunnar Viðar, „Það á að gefa börnum brauð“, geysilegur í útfærslu Guðmundar Óla. Það var erfitt fyrir söngkonuna Rósu Kristínu Baldursdóttur að koma með sína ljúfu og fallegu rödd beint á eftir „grýlunni“ sem gafst upp á rólunum. Hún söng fyrst hið yndislega fallega lag Max Reger, „Vögguljóð Maríu“, sem byggt er að hluta á þýska jólalaginu „Josef lieb- er Josef mein“, sem reyndar leitar uppruna síns í latneskum sálmi, sbr. sálminn „Syngið Guði sæta dýrð“. Rósa Kristín flutti lagið vel, en mér hefði fundist fara betur á að setja söng hennar fyrr á efnisskrá, t.d. á eftir konsertinum í byrjun. Næst söng Rósa Kristín Ave Maríu Sig- valda Kaldalóns, þar sem karlakór- inn tók undir. Mér fannst gæta yf- irspennu í söngnum og að of mikill styrkur yrði á kostnað raddgæða. Flutningurinn var samt áhrifamikill. Síðast fyrir hlé fluttu Jónas og Helga Bryndís hina gullfallegu 16 valsa op. 39 eftir Brahms og gerðu það á hrífandi hátt. Af þessum völs- um hefur sá nr. 15 orðið alþýðueign, en ósvarað er spurningunni hvers vegna hann og ekki aðrir? Að loknu hléi töluðu svo Jónas og Helga Bryndís kliðmjúkt saman á píanóin tvö í Andante og tilbrigðum opus 46 eftir Schumann. Verkið er eitt sam- fellt íhugult spjall tveggja vina, þar sem bæði píanóin njóta sannmælis og jafnræðis. Mér fannst flutningur þeirra Jónasar og Helgu Bryndísar ná hápunkti í þessu verki og sam- söngur þeirra varð unaðslegur. Ein af mörgum áhrifamiklum útsetning- um Jóns Þórarinssonar er syrpa af stúdentalögum sem Jón útsetti fyrir Stúdentakórinn og tvö píanó um 1965. Maður heyrði að þessar út- setningar standast vel tímans tönn þegar þrír söngvar úr syrpunni voru fluttir á þessum tónleikum. En það voru lögin „Malakoff“, „Hin gömlu kynni“ og „Sjung om studentens“, þarna flutt í íslenskri þýðingu, „Syngið við hörpu“. Mikið og gott flug náðist í flutningi þessara laga. Eitt besta og áhrifamesta íslenska karlakórslagið er „Brennið þið vit- ar“ úr Alþingishátíðarkantötu Páls Ísólfssonar. Það fór því vel á því að Karlakór Dalvíkur léti kraftmikinn og góðan flutning á þeim söng verða lokatóna sína á árinu og leiðarljós fyrir nýtt ár. Þarna fannst mér að hefði verið góður endir á tónleikum. Fjörugur flutningur Jónasar og Helgu Bryndísar á Scaramouche eftir Darius Milhaud hefði að mínu mati átt að vera fyrr á dagskránni og þá hefði mátt komast hjá þeim óþarfa að láta kórmenn standa í söngstöðu meðan verkið var flutt. Kirkjan var yfirsetin af fagnandi áheyrendum sem hættu ekki að klappa fyrr en að fengnum tveimur aukalögum. Jafnframt þakkaði for- maður sóknarnefndar fyrir að allur ágóði af tónleikunum var látinn renna óskiptur til Dalvíkurkirkju. Hjartalög á Dalvík TÓNLIST Dalvíkurkirkja Flytjendur: Karlakór Dalvíkur, Jónas Ingi- mundarson og Helga Bryndís Magn- úsdóttir á píanó og orgel, Rósa Kristín Baldursdóttir sópran. Stjórnandi: Guð- mundur Óli Gunnarsson. Á efnisskrá var tónlist eftir Darius Milhaud, Johann Seb- astian Bach, Johannes Brahms, Jórunni Viðar, Max Reger, Pál Ísólfsson, Robert Schumann, Sigvalda Kaldalóns o.fl. ásamt útsetningum eftir Guðmund Óla og Jón Þórarinsson. Laugardaginn 29. desember kl. 20.30. KÓRTÓNLEIKAR Jón Hlöðver Áskelsson SVERRIR Ólafsson myndhöggvari hlaut þrenn fyrstu verðlaun á al- þjóðlegri listahátíð sem fram fór á Isla Mujeres í Mexíkó í síðastliðnum mánuði. Þar var Sverri boðið, ásamt fjölda myndhöggvara frá ýmsum þjóðlöndum, að vinna högg- myndir í garð sem byggður hefur verið í kringum fornt hof frá tímum Maya-indíána. Í kjölfarið verðlaun- uðu mexíkóska ríkið, fylkisstjórnin og borgarráð þrjár höggmyndir hver, og hlaut verk Sverris, „Hús andanna“ fyrstu verðlaun hjá öllum þremur dómnefndum. Hefur högg- myndinni verið valinn staður við inngang hofgarðsins. Sverrir segir niðurstöðu verðlaunaafhending- anna hafa komið sér skemmtilega á óvart, ekki síst þar sem fjöldi veru- lega sterkra listamanna hafi tekið þátt í sýningunni. „Þetta er mér mikill heiður, og mjög ánægjulegt að högg- myndin muni prýða þann helga reit sem hofið vissulega er,“ segir Sverrir. „Mikið var fjallað um sýn- inguna í mexíkóskum fjölmiðlum og fékk ég m.a. símtal frá Vicente Fox, forseta landsins, þar sem hann óskaði mér til hamingju með verkið og viðurkenn- inguna.“ Sverrir bætir því við að honum þyki sérstaklega vænt um að leggja verk til um- ræddrar eyju, en hún var helguð konum í menningu Maya-indjána. „Á ís- lensku myndi nafnið, Isla Much- eres, útleggjast Eyja kvennanna, en konan hafði mikla virðingarstöðu í menn- ingu Mayanna. Hið forna hof var reist guðum konunni til verndar,“ segir Sverr- ir. Höggmyndin „Hús andanna“ er unnin í stál og vegur rúm þrjú tonn, og er þar að sögn Sverris um að ræða nýtt íslenskt maya- musteri. „Ég hugsa verkið sem nokkurs konar mótvægi sem kallast á við hinn forna helgireit, og brúar bil milli þessara ólíku staða og ólíkra tíma. Verkið vísar jafnframt í skáldsögu Isabelle All- ende, sem ég held mikið upp á, og er ef til vill helguð sálum kvenna líkt og hofið.“ Sverrir Ólafsson hefur um langt skeið unnið að myndlist sinni að miklu leyti í Mexíkó, og hefur sýnt verk mín víða á vegum gallerís sem þar starfar. Hann segir verkið ekki síst leitast við að miðla ákveðnum tengslum milli ólíkra menninga. „Ég hef orðið fyrir talsverðum áhrifum frá mexíkóskri list. Þar hef ég hins vegar ekki aðeins fundið andstæðu við íslenska menningu, heldur einnig margt sameiginlegt, sérstaklega þegar litið er til sagna- arfs Mayaþjóðanna og hinna nor- rænu goðsagna.“ Þessi staður sem um ræðir á sér mikla og heillandi sögu, og hefur þátttakan í þessari listahátíð verið mér mjög ánægjuleg,“ segir Sverr- ir Ólafsson. Íslenskt maya- hof reist í Mexíkó Unnið að höggmyndinni „Hús andanna“ sem nú prýðir hofgarð á eyjunni Isla Mujeres í Mexíkó. Sverrir Ólafsson myndhöggvari. HANDIÐN og listmunagerð blómstra víða út um land. Í grennd við Hvammstanga hefur listakonan Gréta Jósefsdóttir opnað nýja vinnustofu, sem hún kallar Listhús Grétu. Gréta og maður hennar, Gunnar Þorvalds- son, ákváðu á nýliðnu ári að flytja sig frá þéttbýlinu á föðurleifð Gunnars, að Litla-Ósi við Mið- fjörð, og byggja þar yfir sig íbúð- arhús og sérsmíðað handverks- hús. Þau keyptu sértilsniðin timburhús frá Finnlandi og hafa nú reist bæði húsin. Gréta opnaði Listhúsið nú um miðjan desem- bermánuð. Hún hefur þar bæði vinnustofu og litla sölubúð, en að- allega selur hún listmuni sína til sérverslana á höfuðborgarsvæð- inu. Gréta hefur sótt sér þekkingu á námskeiðum innanlands og utan og með heimsóknum til annars handverksfólks. Starfsemin felst einkum í gerð leirmuna, sem með- höndlaðir eru með sérstökum að- ferðum. Gréta segir Listhúsið muni verða opið daglega í framtíð- inni, en hún á von á að þegar vori fari ferðamenn að sjást í auknum mæli við Miðfjarðarbotninn. Morgunblaðið/Karl Ásgeir Gréta Jósefsdóttir í vinnustofu sinni. Nýtt listhús við Hvammstanga Hvammstanga. Morgunblaðið.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.