Morgunblaðið - 04.01.2002, Blaðsíða 57

Morgunblaðið - 04.01.2002, Blaðsíða 57
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 4. JANÚAR 2002 57 DAGBÓK Það er ví st 30-70% afsláttur af öllu Veistu að útsalan í Krílinu byrjar á morgun Lokað í dag Útsalan hefst á morgun Suðurlandsbraut 50 (Bláu húsin við Fákafen), sími 553 0100. Opið virka daga kl. 10–18, laugardaga kl. 10–16. Útsalan er hafin! Slökun styrking Efling orkuflæðis líkamans, einbeitingaræfingar, hugleiðsla fannyj@itn.is Heimasíða fanny.is Mánaðarnámskeið á þriðjud. og fimmtud. hefst 8. janúar. Skráning í síma 692 2758, Fanný Jónmundsdóttir. _ STJÖRNUSPÁ eft ir Frances Drake STEINGEIT Afmælisbörn dagsins: Þú hefur góðan skilning á áætlunum og hugsar rökrétt. Þess vegna áttu auðvelt með að leysa tæknileg vandamál og fólk leitar oft til þín. Hrútur (21. mars - 19. apríl)  Taktu þér tíma í dag til að íhuga hugsjónir þínar. Ertu að vinna við að ná fram eigin markmiðum eða einhverra annarra? Naut (20. apríl - 20. maí)  Dagurinn í dag er heppilegur til að hefja nýtt nám sem gæti hjálpað þér áleiðis í starfi. Í dag er einnig heppilegt að ræða við yfirmann sinn um vinnuna. Tvíburar (21. maí - 20. júní)  Þér mun veitast auðvelt að koma skoðunum þínum á framfæri við aðra en þú ert vanari að hlusta vandlega á það sem aðrir hafa að segja. Krabbi (21. júní - 22. júlí)  Viðræður um fjármál og fast- eignir munu ganga vel í dag. Þú skalt þó ekki framkvæma strax það sem þú ákveður í dag – bíddu fram í næstu viku. Ljón (23. júlí - 22. ágúst)  Þú ert tilbúinn að ræða ákveðið vandamál því þú sérð í hendi þér að báðar hliðar hafa nokkuð til síns máls. En samþykktu ekkert – bíddu um stund. Meyja (23. ágúst - 22. sept.)  Vinnufélagar þínir kunna að biðja þig bónar. Hlustaðu á þá en samþykktu ekkert fyrr en á mánudag. Vog (23. sept. - 22. okt.)  Þú ættir að gefa hugmynda- fluginu lausan tauminn og lyfta þér upp. Lífið er allt of stutt og við gleymum oft mik- ilvægi lífsgleðinnar. Sporðdreki (23. okt. - 21. nóv.)  Þetta er góður dagur til að dytta að heima hjá sér. Þótt ágætt sé að nýta orkuna til framkvæmda ættir þú að bíða með fjárfestingar til morg- uns. Bogmaður (22. nóv. - 21. des.) Þú munt hafa ánægju af því að tala við systkini eða náin vin í dag. Þú þarft að gera upp við þig mál sem tengjast pen- ingum eða vinnunni. Steingeit (22. des. - 19. janúar) Þú ætlar að skapa þér nafn. Í dag ættir þú að íhuga hvaða starf þú vilt vinna og hvaða skref þú þarft að taka til að ná markmiðum þínum fram. Vatnsberi (20. jan. - 18. febr.) Þú hefur mikla þörf um þess- ar mundir til að tala við fólk. Láttu það eftir þér því þú þarft viðbrögð frá öðrum til að geta tekið mikilvæga ákvörðun. Fiskar (19. feb. - 20. mars) Stundum þarf að taka af skar- ið en stundum að bíða átekta. Í dag ættir þú að undirbúa að- gerðir en bíddu til morguns með að hefja þær. Stjörnuspána á að lesa sem dægradvöl. Spár af þessu tagi eru ekki byggðar á traustum grunni vísindalegra staðreynda. LJÓÐABROT HVAÐ BOÐAR NÝÁRS BLESSUÐ SÓL? Hvað boðar nýárs blessuð sól? Hún boðar náttúrunnar jól, hún flytur líf og líknarráð, hún ljómar heit af drottins náð. Sem guðs son forðum gekk um kring hún gengur ársins fagra hring og leggur smyrsl á lífsins sár og læknar mein og þerrar tár. – – – Vor sól og dagur, herra hár, sé heilög ásján þín í ár. Ó, drottinn, heyr vort hjartans mál, í hendi þér er líf og sál. Matthías Jochumsson EITT athyglisverðasta spilið í minningarmóti Harðar Þórðarsonar eru eftirfarandi fjögur hjörtu sem suður spilar. Sagnhafi á tíu létta slagi, en það er leitin að yfirslagnum sem er áhugaverð: Norður gefur; enginn á hættu. Norður ♠ K54 ♥ D10972 ♦ K63 ♣106 Vestur Austur ♠ DG10983 ♠ 762 ♥ ÁG ♥ 5 ♦ G5 ♦ D1092 ♣ÁG3 ♣98742 Suður ♠ Á ♥ K8642 ♦ Á874 ♣KD5 Vestur Norður Austur Suður – Pass Pass 1 hjarta 1 spaði 4 hjörtu Pass Pass Pass Spaðadrottningin kemur út. Í fljótu bragði ber ekki á öðru en að vörnin eigi þrjá örugga slagi – einn á trompás, annan á laufás og þann þriðja á tígul í fyll- ingu tímans. En þó feng- ust ellefu slagir á nokkrum borðum. Ásmundur Pálsson fékk yfirslaginn þannig: Hann spilaði smáu hjarta að blindum í öðrum slag. Vestur dúkkaði, enda til í dæminu að austur væri með stakan kóng. Drottn- ing blinds fékk því slaginn og nú tók Ásmundur spaðakóng og henti tígli, og trompaði spaða. Lagði svo niður tvo efstu í tígli og sendi vestur inn á hjartaás. Vestur má greinilega ekki spila spaða í tvöfalda eyðu, því þá hverfur tíg- ultapslagurinn strax, svo hann reyndi lítið lauf. Tían í blindum átti þann slag, svo kom meira lauf og þar með var búið að byggja upp laufslag til að dekka tígulhundinn í borði. BRIDS Umsjón Guðmundur Páll Arnarson Árnað heilla 70ÁRA afmæli. Nk.mánudag 7. janúar er sjötugur Elías Jökull Sig- urðsson, Laufbrekku 3, Kópavogi. Hann og eigin- kona hans, Kristrún S. Malmquist, taka á móti gestum á heimili sínu kl. 17– 19 nk. sunnudag 6. janúar. 50ÁRA afmæli. Á morg-un, laugardaginn 5. janúar, er fimmtugur Jón Sigurðsson. Hann og eigin- kona hans, Hlíf S. Arndal, taka á móti ættingjum og vinum á heimili sínu Lyng- heiði 4, Hveragerði, milli kl. 11–14 á afmælisdaginn. 40 ÁRA afmæli. 26. des-ember sl. varð Elfa Björk Jónsdóttir fertug. Í tilefni af afmæli sínu tekur Elfa Björk á móti gestum í Golfskálanum á Selfossi, laugardaginn 5. janúar milli kl. 14.30–16.30. Rútuferð verður frá Reykjavík, BSÍ kl. 13.30. 1. e4 c5 2. Rf3 e6 3. d4 cxd4 4. Rxd4 Rf6 5. Rc3 d6 6. Be2 Be7 7. O-O O-O 8. f4 Rc6 9. Kh1 Dc7 10. Be3 a6 11. De1 e5 12. fxe5 dxe5 13. Dg3 Kh8 14. Rxc6 bxc6 15. Bc4 Rh5 16. Df3 Rf4 17. Bxf4 exf4 18. Dxf4 Bd6 19. Dh4 Hb8 20. Bb3 f6 21. Hf3 Bd7 22. Hd1 Be5 23. Hfd3 Hbd8 24. Dh5 g6 25. Dh6 Bc8 26. Re2 Hde8 27. Rc3 f5 28. Hf3 f4 29. Dh4 Dg7 30. Hfd3 Bf6 31. Df2 Bg4 32. Hf1 Dh6 33. Kg1 Be5 34. Bc4 f3 35. g3 Bh3 36. Hfd1 Bg2 37. He1 Staðan kom upp á bras- ilíska meistaramótinu sem lauk fyrir skömmu. Adriano Caldeira (2285) hafði svart gegn stórmeist- aranum Rafael Leitao (2581). 37...Hf4! 38. gxf4 Ekki gekk upp að afþakka hróksfórnina þar sem hvít- ur yrði mát eftir t.d. 38. Rd1 Dxh2+ 39. Kxh2 Hh4+ 40. Kg1 Hh1#. 38...Dxf4 39. Dg3 f2+! 40. Kxg2 Dxg3+ og hvítur gafst upp enda fátt til varnar. SKÁK Umsjón Helgi Áss Grétarsson Svartur á leik. Hlutavelta Þær Kristbjörg Anna Þórarinsdóttir og Karen Harðardótt- ir á Akureyri héldu hlutaveltu og söfnuðu alls 3.867 krón- um, sem þær færðu kvenfélaginu Hlíf, til styrktar barna- deild FSA. Hlífarkonur þakka þeim stuðninginn. 50 ÁRA afmæli. Í dag,föstudaginn 4. jan- úar, er fimmtug Þórunn Karítas Þorsteinsdóttir, Helgubraut 13, Kópavogi, þjónustufulltrúi hjá Lands- banka Íslands. Eiginmaður hennar er Þráinn Hall- grímsson. Hún er að heiman í dag. KIRKJUSTARF Neskirkja. Félagsstarf aldraðra laugardag- inn 5. janúar kl. 14. Gengið verður í kring- um jólatréð í safnaðarheimilinu. Veitingar, súkkulaði og rjómavaffla. Allir velkomnir. Sr. Frank M. Halldórsson. Boðunarkirkjan, Hlíðarsmára 9. Samkom- ur alla laugardaga kl. 11–12.30. Lofgjörð, barnasaga, prédikun og biblíufræðsla. Barna- og unglingadeildir á laugardögum. Létt hressing eftir samkomuna. Allir vel- komnir. Biblíufræðsla alla virka daga kl. 10, 13 og 22 á FM 105,5. Sjöundadags aðventistar á Íslandi: Aðventkirkjan, Ingólfsstræti: Biblíu- fræðsla kl. 10. Guðsþjónusta kl. 11. Safnaðarheimili aðventista, Blikabraut 2, Keflavík: Biblíufræðsla kl. 10. Guðsþjón- usta kl. 11. Safnaðarheimili aðventista, Gagnheiði 40, Selfossi: Biblíufræðsla kl. 10. Guðs- þjónusta kl. 11. Aðventkirkjan, Brekastíg 17, Vest- mannaeyjum: Biblíufræðsla kl. 10. Loftsalurinn, Hólshrauni 3, Hafnarfirði: Guðsþjónusta/biblíufræðsla kl. 11. Safnaðarstarf Morgunblaðið/Jim Smart Hallgrímskirkja í Reykjavík. Kringlunni — sími 568 1822 Útsalan er hafin
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.