Morgunblaðið - 04.01.2002, Blaðsíða 23
VIÐSKIPTI/ATHAFNALÍF
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 4. JANÚAR 2002 23
Vinnustofa SÍBS • Hátúni 10c • Sími: 562 8500 • Beinn sími sölumanna 5628501 • Fax: 552 8819 • Heimasíða www.mulalundur.is
TILBOÐ Á EGLA BRÉFABINDUM - VERÐ 274 KR / STK. Tilboðið gildir til 31. janúar 2002
BIC Atlantis penni
Verð 91 kr/stkk
NOVUS
MASTER
gatar 25 blöð.
Verð 382 kr
Skilblöð númeruð,
lituð, stafróf eða
eftir mánuðum.
Ljósritunarglærur.
100 stk í pakka.
Verð 1.867kr/pk TRICOM reiknivél með strimli
Verð 7.900 kr/stk
Fuji disklingar
10 stk í pakka.
Verð 399 kr/pk
HEILDARAFLI íslenskra skipa á
árinu 2001 var svipaður og á síðasta
ári, 1.971.000 tonn, þótt afli botnfisk-
tegunda hafi dregist nokkuð saman.
Metafli kolmunna og ágætur loðnu-
afli vógu upp minni botnfisk- og síld-
arafla. Þorskafli á árinu var álíka og
á árinu 2000. Alls veiddust 231.000
tonn af þorski í fyrra, en árið 1999
varð hann 259.999 tonn.
Ýsuafli hefur lítillega dregist sam-
an og varð 39.000 tonn í fyrra, ufsa-
afli hefur nánast staðið í stað síðutu
fjögur árin og er rétt ríflega 31.000
tonn. Afli karfa var mun minni en
hefur verið undanfarin ár. Afli í
steinbít jókst hinsvegar nokkuð milli
ára. Í fyrra veiddust 18.000 og hefur
aflinn aukist um 50% frá árinu 1998.
Þetta kemur fram í frétt frá Fiski-
stofu, en tölur fyrir síðasta ár eru til
bráðabirgða.
Mjög mikill afli
uppsjávartegunda
Afli uppsjávartegunda var mikill á
árinu 2001 eða 1.459 þúsund lestir
sem er tæplega 20 þús. lestum meiri
afli en árið áður. Loðnuafli nú varð
meiri en undanfarin ár og varð alls
924.000 tonn. Töluverður samdrátt-
ur hefur orðið í rækjuafla frá 1997,
en þá var aflinn 82 þúsund lestir.
Rækjuafli á árinu 2001 var 31 þús-
und lestir en aflinn var 34 þúsund
lestir á árinu 2000. Afli í hörpudiski
dróst nokkuð saman milli áranna
2000 og 2001.
Mikið vantaði upp á að kvóti í
norsk-íslensku síldinni næðist
Aflamark í Norðuríshafsþorski,
úthafskarfa, norsk-íslenskri síld og
rækju af Flæmingjagrunni miðast
við almanaksár. Þegar aflaheimildir í
þessum tegundum eru bornar saman
við aflann kemur í ljós að íslenskum
skipum tókst ekki að veiða upp í
leyfðan heildarafla á árinu 2001. Í
norsk-íslenskri síld vantaði verulega
upp á að leyfður afli næðist. Aflinn
varð alls 78.000 tonn, en leyfilegt var
að veiða 132.000 tonn.
Aðeins vantaði nokkur hundruð
lestir upp á að aflamark, 6.000 tonn,
næðist í Norðuríshafsþorski. Hins-
vegar vantaði mikið á að aflamark
næðist í rækju á Flæmingjagrunni.
Þar var leyfilegur afli 10.000 tonn en
aðeins 5.000 veiddust. Loks veiddust
42.000 tonn af úthafskarfa, sem var
3.000 tonnum undir aflamarki.
*
+ +
, -%
#"
4 (( 5
&/
$%%
*
* ( 0
1
()
"
%
$
"#%
$#
#$"
$
$
#!%
$
$"
&.0 &01
&0 & () Fiskaflinn
nærri tvær
milljónir tonna
AFLAVERÐMÆTI fjögurra skipa
Síldarvinnslunnar hf. í Neskaupstað
var á síðasta ári um 1.772 milljónir
króna en heildarafli skipanna varð
samtals rúm 118 þúsund tonn.
Þyngst vegur afli uppsjávarveiði-
skipanna Barkar NK og Beitis NK.
Börkur NK veiddi á síðasta ári alls
um 72.438 tonn og nam verðmæti
aflans um 522 milljónum króna. Afli
Beitis NK varð um 40.811 tonn, að
verðmæti um 377 milljónir króna.
Verðmæti afla frystitogarans Barða
NK, alls 2.820 tonn, nam á síðasta ári
um 679 milljónum króna. Þá veiddi
ísfisktogarinn Bjartur NK alls um
1.953 tonn á síðasta ári, að verðmæti
194 milljóna króna.
Fiskimjölsverksmiðja Síldar-
vinnslunnar hf. tók alls á móti
153.100 tonnum af hráefni á árinu
2001 og framleiddi um 30 þúsund
tonn af mjöli og um 10 þúsund tonn
af lýsi. Verðmæti framleiðslunnar
nam um 2.350 milljónum króna. Í
fiskiðjuveri félagins var tekið á móti
um 13.196 tonnum af síld, 5.332 tonn-
um af loðnu og um 1.944 tonnum af
bolfiski. Þar var saltað í um 30.516
tunnur af síld, fryst um 3.218 tonn af
loðnu og um 512 tonn af loðnuhrogn-
um. Þá voru framleidd um 1.020 tonn
af bolfiskafurðum. Framleiðsluverð-
mæti fiskiðjuversins nam um 1.350
milljónum króna á árinu 2001.
Síldarvinnslan hf.
í Neskaupstað
Aflaverð-
mætið
1.772
milljónir
ÍSLAND er langstærsti seljandi á
fiski og fiskafurðum til Bretlands. Á
fyrstu níu mánuðum þessa árs seldu
Íslendingar Bretum fisk fyrir ríflega
160 milljónir punda eða 23,6 millj-
arða króna. Þá er um að ræða fersk-
an fisk, frystan bolfisk, rækju og
annan skelfisk og fiskimjöl og lýsi.
Á umræddu tímabili seldu Íslend-
ingar 19.300 tonn af ferskum fiski til
Bretlands að andvirði um 6 milljarð-
ar króna. Það er um 7.000 tonnum
meira en Bretar keyptu frá Færeyj-
um og þremur milljörðum króna
meira. Hefur hlutur Íslands aukizt
um 13% frá sama tímabili árið áður.
Bretar fluttu alls inn 65.753 tonn af
ferskum fiski þetta tímabil og jókst
innflutningurinn um 20.000 tonn frá
árinu áður.
Frystur fiskur fyrir
7,7 milljarða króna
Á umræddu tímabili fluttu Bretar
inn 143.500 tonn af frystum bolfiski,
örlitlu minna en árið áður. Mest af
fiskinum keyptu þeir af Rússum,
32.600 tonn, næstmest frá Noregi,
20.300 tonn, og frá Íslandi ríflega
18.500 tonn. Þegar litið er á verð-
mæti fisksins fá Íslendingar mest
fyrir sinn snúð, 52,5 milljónir punda
eða 7,7 milljarða króna. Það er að-
eins meira en Rússar fá fyrir sín
32.600 tonn, enda selja þeir mest af
sínum fiski heilfryst en okkar fiskur
er mun meira unninn.
Sé litið á unninn skelfisk og til-
búna fiskrétti seldum við Bretum
slíkar afurðir fyrir 43 milljónir
punda eða 6,3 milljarða króna og er-
um við þar langefstir á blaði. Sé hins
vegar litið á magn eru Íslendingar
aðeins í fimmta sæti með 11.250
tonn.
Fáum mikið
fyrir þorskinn
Bretar fluttu inn 244.000 tonn af
fiskimjöli og lýsi umrætt tímabil,
svipað magn og árið áður. Hlutur Ís-
lands í þessum innflutningi er stór,
59.800 tonn að verðmæti um 3,5
milljarðar króna. Perú kemur næst
með 44.000 tonn og Noregur með
38.000 tonn.
Af einstökum fisktegundum fluttu
Bretar inn mest af þorski, 88.800
tonn. Þar er hlutur Íslands einnig
stór eða 20.400 tonn að verðmæti um
8,7 milljarðar króna. Aðeins Rússar
selja Bretum meira af þorski eða
21.100 tonn en verðmæti þess er að-
eins 5,3 milljarðar króna.
Morgunblaðið/Steinþór Guðbjartsson
Mest af innfluttum fiski til Bretlands fer um Hull og Grimsby. Hér eru
starfsmenn hins nýja fiskmarkaðar í Hull, Fishgate, að störfum.
Bretar kaupa
mest af fiski
frá Íslandi