Morgunblaðið - 04.01.2002, Blaðsíða 35
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 4. JANÚAR 2002 35
Sjálfstæðisflokkurinn íReykjavík hefur enn ekkitekið ákvörðun umhvernig framboðsmálum
flokksins verður háttað fyrir
borgarstjórnarkosningarnar í vor.
Margeir Pétursson, formaður
Varðar – fulltrúaráðs Sjálfstæð-
isflokksins í Reykjavík, segir ekk-
ert enn tíðinda af framboðsmálum
flokksins. Hann segist þó verða
var við mikinn áhuga flokks-
manna og annarra borgarbúa á
þeirri kosningabaráttu sem í
vændum er og á von á því að
stjórn Varðar komist að niður-
stöðu um framkvæmd framboðs-
ins á fundi sínum í næstu viku.
Til skoðunar að efna til
leiðtogaprófkjörs
Fyrir liggur að kjördæmisþing
Varðar verður haldið 26. janúar
nk. og þá eiga 1.400 fulltrúar fé-
lagsins að staðfesta eða synja
ákvörðun stjórnar um hvaða leið
verði farin við samsetningu fram-
boðslista Sjálfstæðisflokksins í
borginni, hvort haldið verði próf-
kjör eða stillt upp á lista. Þá er til
skoðunar að efna til sk. leiðtoga-
prófkjörs þar sem flokksmönnum
yrði gefinn kostur á að velja þann
sem myndi leiða lista sjálfstæð-
ismanna í borgarstjórnarkosning-
unum. Verði sú leið lögð til, þarf
miðstjórn Sjálfstæðisflokksins að
samþykkja breytingar á prófkjör-
sreglum flokksins og halda um
það tvo fundi. Að sögn Margeirs
er stjórnin enn að velta þessum
kostum fyrir sér og hann stað-
festir að enn hafi enginn mögu-
leiki verið útilokaður. Rétt er að
minna á í þessu sambandi, að
sjálfstæðismenn í borginni hafa í
tveimur síðustu borgarstjórnar-
kosningum efnt til prófkjörs við
val sitt á framboðslista flokksins,
en stillt var upp á listanum fyrir
kosningarnar 1990. Kjörnefnd
flokksins getur haft áhrif á fram-
boðslistann eftir að prófkjör hefur
farið fram, t.d. breytt röð fram-
bjóðenda, bætt við nöfnum og
fellt önnur út.
Björn Bjarnason íhugar
að gefa kost á sér
Fari svo að önnur hvor próf-
kjörsleiðanna verði fyrir valinu
herma heimildir Morgunblaðsins
að efnt yrði til prófkjörs í febrúar
eða byrjun mars í síðasta lagi.
Innan raða sjálfstæðismanna er
lögð mikil áhersla á að sem fyrst
liggi fyrir hvernig framboðsmál-
um verður háttað, ekki síst þar
sem uppi er þrálátur orðrómur
um að Björn Bjarnason, mennta-
málaráðherra, íhugi að gefa kost
á sér sem leiðtogi listans.
Hann lýsti því yfir í febrúar á
síðasta ári að leitað hefði verið til
sín um að hann veitti lista sjálf-
stæðismanna í borgarstjórn
Reykjavíkur forystu í næstu
kosningum. Þá sagðist Björn
hlusta á þessi sjónarmið en enga
afstöðu hafa tekið til þeirra, enda
væri það ekki tímabært. Af því
tilefni var rætt við Ingu Jónu
Þórðardóttur, oddvita sjálfstæðis-
manna í borgarstjórn Reykjavík-
ur, sem sagðist fagna öllum þeim
sem leggi borgarstjórnarflokki
sjálfstæðismanna lið í baráttunni
gegn R-listanum. Ekki er annað
vitað en Inga Jóna stefni að því
að leiða lista sjálfstæðismanna í
kosningunum og Björn Bjarnason
hafði engu að bæta við fyrri um-
mæli sín þegar leitað var til hans
í gær; sagði þau enn í fullu gildi.
Ekki sameiginlegt prófkjör
hjá Reykjavíkurlistanum
Guðjón Ólafur Jónsson lögmað-
ur leiðir viðræður um framboð
Reykjavíkurlistans fyrir kosning-
arnar af hálfu Framsóknarflokks-
ins og segir hann viðræðurnar
ganga vel, von sé á ákvörðun um
fyrirkomulag uppstillingar á lista
framboðsins fyrr en seinna, hið
minnsta fyrir lok mánaðarins.
Reykjavíkurlistinn bauð fyrst
fram sem sameiginlegt kosninga-
bandalag Kvennalista, Alþýðu-
flokks, Alþýðubandalags og
Framsóknarflokks fyrir kosning-
arnar 1994 og náði þá meirihluta í
borginni. Ingibjörg Sólrún Gísla-
dóttir varð þá borgarstjóri og hún
leiddi R-listann aftur til sigurs í
borgarstjórnarkosningunum árið
1998. Ingibjörg Sólrún hefur gefið
út að hún stefni að því að leiða
Reykjavíkurlistann þriðja kjör-
tímabilið í röð í næstu kosningum
og er gert ráð fyrir að hún skipi –
eins og áður – 8. sæti listans, eða
sk. baráttusæti.
Samkvæmt heimildum Morgun-
blaðsins verður ekki efnt til sam-
eiginlegs prófkjörs Reykjavíkur-
listans vegna kosninganna nú,
heldur verður einstökum flokkum
sem að samstarfinu standa falið
að skipa fulltrúa sína á listann.
Nánast samkomulag um
skiptingu sæta
Fyrir jólin hafði nánast verið
gengið frá samkomulagi flokk-
anna, þ.e. Samfylkingar, Fram-
sóknarflokks og Vinstri grænna,
um skiptingu sæta á framboðslist-
anum og embætta og gekk það
samkomulag í megindráttum út á
að að Vinstri grænir og Fram-
sóknarflokkurinn fengju tvo full-
trúa hvor á átta manna aðallista
framboðsins en Samfylkingin þrjá
fulltrúa. Ingibjörg Sólrún yrði
síðan í 8. sæti án þess að vera eig-
inlegur fulltrúi einhvers flokk-
anna þriggja. Ennfremur var
gengið út frá því að Framsókn-
arflokkurinn fengi í sinn hlut
efsta sætið á listanum og Vinstri
grænir embætti forseta borgar-
stjórnar. Enn hefur þó ekki verið
endanlega gengið frá þessu sam-
komulagi, einkum þar sem fulltrú-
ar Samfylkingarinnar hafa sett
fyrirvara við þessa lausn mála,
m.a. á þeim forsendum að með
henni verði fulltrúar flokksins í
samstarfinu lítt eða ekkert sýni-
legir, að því er heimildir Morg-
unblaðsins herma. Þó er ekki talið
að umræður um þetta leiði til
þess að ekki verði af samstarfi;
einn heimildarmaður Morgun-
blaðsins orðaði það þannig að ver-
ið væri að hnýta síðustu lausu
endana hvað þetta varðar.
Ólafur F. Magnússon
stefnir á sérframboð
Ólafur F. Magnússon borgar-
fulltrúi, sem sagði sig úr Sjálf-
stæðisflokknum fyrir jól og var
nýlega útnefndur maður ársins á
Rás 2, segist alvarlega vera að
íhuga sérframboð fyrir borgar-
stjórnarkosningarnar í maí nk. og
nú þegar séu hafnar viðræður um
samstarf í slíku framboði við for-
ystumenn aldraðra og öryrkja
sem kallað hafi eftir auknum
áhrifum á stjórnmálasviðinu að
undanförnu sem og fulltrúa
Frjálslynda flokksins.
„Miðað við fyrstu viðbrögð úti í
samfélaginu við mínum yfirlýsing-
um er tilefni til nokkurrar bjart-
sýni, en það er alltaf erfitt fyrir
nýtt afl að festa sig í sessi og þess
vegna er varla skynsamlegt að
setja markið hærra fyrir kosning-
arnar eftir fjóra mánuði en að ná
einum manni inn í borgarstjórn.
Það yrði að mínu mati mikill sig-
ur,“ segir Ólafur og segir að-
spurður hvort slík niðurstaða
muni í reynd ekki þýða oddaað-
stöðu milli borgarstjórnarflokka
R-listans og Sjálfstæðisflokks, að
það gefi auga leið. „Nái nýtt
framboð inn einum manni eða
fleiri gæti það vitaskuld þýtt mik-
il áhrif.“
Finnur fyrir miklum meðbyr
Ólafur ræddi möguleikann á
sérframboði við Garðar Sverris-
son, formann Öryrkjabandalags-
ins, í gær og einnig Ólaf Ólafsson,
formann Félags eldri borgara í
Reykjavík og nágrenni og fyrrv.
landlækni. Þá segist hann hafa átt
viðræður við Margréti Sverris-
dóttur, framkvæmdastjóra Frjáls-
lynda flokksins.
Ólafur segist hafa fundið mik-
inn meðbyr frá því hann sagði sig
úr Sjálfstæðisflokknum 20. des-
ember sl., ekki síst „gríðarlega
margar upphringingar“, eins og
hann orðar það, „frá fólki víða að
úr þjóðfélaginu. Það hefur verið
áberandi mikið fólk úr röðum
aldraðra og öryrkja. Það hefur
alltaf legið fyrir að ég er ekki á
leiðinni inn í annan stjórnmála-
flokk, heldur hvet ég til þess að
hér verði myndað nýtt afl um
málefni borgarbúa sem hefði
fremur hagsmuni íbúanna en
flokka og fylkinga að leiðarljósi“.
Þar með segist hann ekki vera
að gefa í skyn að kjörnir fulltrúar
reyni ekki að vinna sín störf af
fullum heilindum, heldur hafi
reynslan sýnt að fulltrúar beggja
fylkinga í borgarstjórn séu um of
reyrðir niður með skoðanir sínar
og bundnir hagsmunum ríkis-
stjórnarinnar gegnum tengslin við
Sjálfstæðisflokk og Framsóknar-
flokk. „Ríkisstjórn hefur sterk
tök á báðum borgarstjórnarflokk-
unum og segja má að ég hafi ver-
ið eini borgarfulltrúi Sjálfstæð-
isflokksins sem hafi verið
sjálfstæður gagnvart áhrifum rík-
isstjórnarinnar.
Öll fyrstu merkin jákvæð
Ólafur segir mikilvægt að skýr-
ist innan skamms hvort af sér-
framboði verður eða ekki, en enn
sé þó of snemmt að spá fyrir um
útkomu viðræðna þessara aðila.
Hins vegar séu öll fyrstu merki
jákvæð, ekki síst þar sem mörg-
um virðist nú vera ljós sá skýri
málflutningur sem hann hafi haft
uppi sl. tólf ár í borgarstjórn
varðandi málefni sjúklinga, aldr-
aðra, öryrkja og barnafjölskyldna.
Og Ólafur er ekki í vafa um að
sérframboð hans og fleiri aðila
myndi höggva skörð í raðir Sjálf-
stæðisflokksins í Reykjavík. „Ég
tel sterkar líkur á því, vegna þess
að fjölmargir kjósendur Sjálf-
stæðisflokksins hafa það gildis-
mat sem ég hef að leiðarljósi og
þeir hljóta nú í vaxandi mæli að
gera sér grein fyrir því að flokk-
urinn er að verulegu leyti horfinn
frá grundvallarhugsjónum sínum
og orðinn tæki í höndum auð-
manna og sterkra hagsmunaafla.“
Ákvörðunar um fyrirkomulag framboðslista Reykjavíkurlista
og Sjálfstæðisflokks að vænta á næstu vikum
Sjálfstæðismenn íhuga að
efna til leiðtogaprófkjörs
Viðræður um þriðja framboðið
í Reykjavík komnar af stað
Morgunblaðið/Þorkell
Frá fundi borgarstjórnar í Ráðhúsi Reykjavíkur.
Kosið verður til bæjar- og sveitarstjórna
hinn 25. maí nk. Línur eru enn lítið teknar
að skýrast varðandi framboðsmál í höf-
uðborginni fyrir borgarstjórnarkosning-
arnar, skrifar Björn Ingi Hrafnsson, en tíð-
inda er að vænta af fyrirkomulagi framboðs
Sjálfstæðisflokksins og Reykjavíkurlistans
í þessum mánuði auk þess sem auknar líkur
eru á þriðja framboðinu með þátttöku Ólafs
F. Magnússonar borgarfulltrúa.
bingi@mbl.is
er svona
m alveg
ast í því
ekki ein-
rju slíku
n stund-
æð
gekk vel
em í boði
ru hjúkr-
aliðar en
kraþjálf-
Á hverri
i og eru
starfi við
sér utan
sem við
Ég held
skýrar í
búnaður-
tboði rík-
eingöngu
rgt. Við
un erum
rgir búa
háð ut-
m, fund-
ðis. Hér
il afnota
þjónusta
á fólkinu
mili. Við
ugsa um
u því að
runum á
íbúð einstaklingsins ertu kominn
inn í hans ríki og þá stjórnar
hann þar. Eingöngu þessi stað-
reynd gjörbreytir þessari mynd.“
Litlar einingar skapa
heimilisanda
Anna Birna segir að í upphafi
hafi hugmyndirnar og reksturinn
verið myndaður og byggingin síð-
an verið hönnuð út frá þeim.
Arkitekt að byggingunni er Hróð-
bjartur Hróðbjartsson og segir
hún að við alla hönnun hafi sjón-
arhorn íbúans jafnt sem starfs-
mannsins verið skoðað. „Við vild-
um byggja upp heimili sem gæti
náð þessum heimilisanda sem
þarf að vera á þessum stað og það
eru einmitt þessar litlu einingar
sem skapa hann. Með því að sem
fæstir starfsmenn komi að þjón-
ustu við hvern íbúa
náum við að skapa
þetta umhyggjusama,
nærgætna andrúms-
loft. Það hefur ekki
verið gert með þess-
um hætti áður hér á
landi, það er með út-
boði og einkaframkvæmd en þetta
er algengt form á Norðurlönd-
um,“ nefnir Anna Birna en hún
telur svona framkvæmd vera það
sem koma skal í hjúkrunarþjón-
ustu.
Það er Öldungur hf. sem rekur
Sóltún en 85% af félaginu eru í
eigu Frumafls og 15% í eigu ÍA,
sem reisa jafnframt húsið. Verk-
efnið hófst fyrir um tveimur árum
og er heildarkostnaður við fram-
kvæmdina nálægt 1,4 milljörðum
króna.
draða tekur til starfa
hægt
eimili
túni“
með besta móti á hjúkrunarheimilinu.
nsdóttir, hjúkrunarforstjóri í Sóltúni.
Morgunblaðið/Golli
Átta manna
sambýli í stað
15–20 manna
deilda