Morgunblaðið - 18.01.2002, Qupperneq 12

Morgunblaðið - 18.01.2002, Qupperneq 12
FRÉTTIR 12 FÖSTUDAGUR 18. JANÚAR 2002 MORGUNBLAÐIÐ UNDANFARNA daga hefur á fjórða tug starfsmanna lögreglu, útlend- ingaeftirlits, ráðuneyta og frjálsra fé- lagasamtaka verið á tveggja daga námskeiði um þær alþjóðlegu reglur sem gilda um þá sem leita sér hælis sem pólitískir flóttamenn. Námskeiðið er haldið á vegum Rauða kross Íslands og Flóttamanna- stofnunar Sameinuðu þjóðanna og var aðalfyrirlesari á námskeiðinu Brian Gorlick frá Flóttamannastofn- uninni, en samkvæmt flóttamanna- samningi Sameinuðu þjóðanna frá 1951 skuldbinda ríki sig til að veita þeim hæli sem flýja ofsóknir í heima- landi sínu að uppfylltum skilyrðum. Flóttamannastraumur til Norðurlandanna hefur aukist Brian Gorlich sagði í samtali við Morgunblaðið að flóttamannastraum- urinn til Norðurlandanna hefði aukist mjög mikið á undanförnum misser- um. Þannig hefði hann aukist um 400% til Noregs og fjölgað hefði í þessum hópi úr 16 í 20 þúsund í Sví- þjóð á síðasta ári. Hælisleitendur í Danmörku hefðu verið um 11–12 þús- und í fyrra og þannig mætti áfram telja og ef Evrópusambandið væri skoðað í heild hefðu um 400 þúsund leitað hælis í löndum innan þess. Að meðaltali fengju um 16% hæli í lönd- um Evrópusambandsins sem pólitísk- ir flóttamenn samkvæmt flótta- mannasamningi Sameinuðu þjóð- anna. Mun fleiri fengju hins vegar hæli en það væri mjög mismunandi eftir hverju landi innan Evrópusam- bandsins hvaða reglur væru í gildi. Mun hærri prósenta fengi síðan hæli í mörgum öðrum löndum. Þannig væri sambærilegt hlutfall 40% í Kanada og Bandaríkjunum og líklega fengju um 25% hæli í Ástralíu. Gorlick benti jafnframt á að það væri ekki nema lítill hluti flótta- mannastraumsins sem kæmi til norð- anverðrar Evrópu. 23 milljónir flótta- manna væru í heiminum í dag og einungis 18% þeirra væru í norðan- verðri Evrópu. Langstærsti hluti flóttamannanna væri í svokölluðum vanþróuðum ríkjum. Gorlick sagði að á námskeiðinu hér hefði verið farið almennt yfir þessi mál og hjá þátttakendum hefði komið fram mikill áhugi á þessum málefn- um. Þær stofnanir sem hefðu með þessi mál að gera hér á landi væru sér meðvitandi um skyldur sínar í þess- um efnum. Hins vegar hefði komið fram að sérstök lög um málefni flótta- manna væru ekki til hér á landi og að það myndi auðvelda starfið ef slík lög væru til. Fram hefði komið að laga- setning væri í undirbúningi og von- andi yrðu slík lög að veruleika hið fyrsta. Námskeið um hælisleitendur fyrir starfsmenn 18% flóttamanna koma til norðanverðrar Evrópu Morgunblaðið/Þorkell Brian Gorlick, frá Flóttamannastofnun Sameinuðu þjóðanna, var aðal- fyrirlesari á námskeiðinu um hælisleitendur. HÖFUÐBORGARSVÆÐIÐ HEILSUGÆSLA í þróunarlöndum og undirbúningur fyrir störf þar nefndist erindi Geirs Gunnlaugsson- ar, yfirlæknis á miðstöð heilsuvernd- ar barna í Reykjavík, sem hann flutti á læknadögum. Geir segir íslenska lækna eiga erindi í störf í þróunar- löndum, þeir hafi þar margt að gera og ýmsir möguleikar séu á störfum á þessum vettvangi. Gunnar Már Zoëga, einn þeirra sem skipulögðu hluta læknadaga fyr- ir hönd Félags ungra lækna, tjáði Morgunblaðinu að áhugi væri meðal unglækna á störfum í þróunarlönd- um. Sagði hann læknanema stundum hafa farið í slík störf í nokkra mánuði og taldi félagið áhugavert að heyra af reynslu Geirs eftir störf hans í Gíneu- Bissá í mörg ár. Gunnar Már sagði lækna til skamms tíma einkum hafa valið sér starfsvettvang á hefðbundn- um vettvangi sjúkrahúsa og heilsu- gæslustöðva en á síðari árum væru einnig að koma til æ fleiri verkefni tengd hvers konar líftækni og rann- sóknum. Störf í þróunarlöndum væru einnig nýlegur vettvangur fyrir unga lækna, fyrir eða eftir framhaldsnám, sem vert væri að gefa gaum. Geir Gunnlaugsson, sem er doktor í barnalækningum, starfaði um árabil við barnaheilsugæslu og mæðravernd í Gíneu-Bissá bæði fyrir og eftir sér- nám sitt í Svíþjóð. Hann sagði heil- brigðiskerfi landa ólík en þó stæðu þau saman af sömu grunneiningum, alþýðufræði, óhefðbundnum lækning- um og vísindalegum fræðum. Hann sagði óhefðbundnar lækningar gegna mikilvægu hlutverki í þróunarlönd- um, sem hann kvaðst eins vilja kalla láglaunalönd, en sagði einnig dæmi um að fólk á Vesturlöndum leitaði að- stoðar óhefðbundinna lækninga. Verkefni á ýmsum sviðum Geir sagði að samkvæmt tölum frá Alþjóðaheilbrigðismálastofnuninni væru einungis fáir sjúkdómar valdir að helmingi dauðsfalla meðal barna í heiminum: Sýkingar í öndunarfær- um, burðarmálsdauði, niðurgangur, malaría og mislingar. Þá sagði hann um 54% barna þjást af vannæringu sem væri ekki endilega dánarorsök en gæti verið meðvirkandi. Geir sagði að það sem hafa þyrfti í huga við störf í þróunarlöndum væri að heilsugæsla væri við hæfi, hún væri aðgengileg, lyf og annað væri fá- anlegt og að menn hefðu efni á henni, bæði einstaklingarnir og samfélagið. Sagði hann verkefni geta verið á ýms- um sviðum, svo sem mæðravernd, við bólusetningar, berkla- og holdsveiki- varnir, heilbrigðisfræðslu og sí- menntun starfsfólks. Hann sagði lækna geta helgað sér starfsvettvang við ýmis verkefni, svo sem neyðar- hjálp, þróunarhjálp og trúboð. Hægt væri að leita eftir störfum hjá alþjóða- samtökum, stofnunum einstakra ríkja, t.d. þróunarstofnunum eða sjálfstæðum félagasamtökum svo sem Rauða krossinum eða samtökun- um Læknar án landamæra. Hann sagði mikilvægt að byrja undirbúning heima, t.d. með málanámi og að menn yrðu að gera ráð fyrir að binda sig í slíkum störfum í minnst tvö ár. Heilsugæsla í þróunarlöndum kynnt á læknadögum Ýmsir möguleikar fyrir íslenska lækna NÝR meirihluti sjálfstæðismanna og Vesturbyggðarlistans hefur verið myndaður í bæjarstjórn Vestur- byggðar eftir að sjálfstæðismenn tóku ákvörðun um að slíta samstarf- inu við Samstöðu, en Sjálfstæðis- flokkur og Samstaða hafa verið í meirihlutasamstarfi frá síðustu kosningum í Vesturbyggð. Jón B. G. Jónsson, oddviti sjálfstæðismanna og forseti bæjarstjórnar, segir sam- starfið við bæjarfulltrúa Samstöðu hafa verið mjög erfitt allt síðasta ár og síðan hafi komið upp trúnaðar- brestur síðustu mánuðina. „Mönnum fannst mælirinn orðinn fullur og því var ákveðið að slíta þessu í stað þess að ljúka kjörtíma- bilinu. Okkur fannst menn ekki hafa starfað síðustu vikur og mánuði af heilindum og við vildum ekki taka þátt í þeirra poti þar sem okkur fannst menn gæta einkahagsmuna miklu meira en almannahagsmuna og við viljum það ekki,“ segir Jón og bætir því við að bæjarstjórn hafi ver- ið búin að missa trúnað fólksins í sveitarfélaginu vegna framgöngu bæjarfulltrúa í ýmsum málum. Í síðustu kosningum fengu sjálf- stæðismenn fjóra bæjarfulltrúa kjörna, Samstaða einnig fjóra og Vestubyggðarlistinn einn fulltrúa. Að sögn Jóns náðist samkomulag við fulltrúa Vesturbyggðarlistans, Kol- brúnu Pálsdóttur, um meirihluta- samstarf til sveitarstjórnarkosninga í vor. Nýr meirihluti bæjar- stjórnar í Vesturbyggð „ÞAÐ er ekki rétt hjá Árna Þór Sig- urðssyni, formanni bygginga- og skipulagsnefndar, að komið sé stað- fest deiliskipulag fyrir lóðina á Suð- urhlíð 38,“ segir Hildur Einarsdóttir, talsmaður íbúa í Suðurhlíðahverfinu, en í Morgunblaðinu í gær segir Árni Þór að lóðareigendur geti farið í skaðabótamál við borgina, verði deiliskipulagstillaga sú sem nú ligg- ur fyrir bygginga- og skipulagsnefnd ekki samþykkt. Búið var að sam- þykkja skipulagið í borgarráði, en ákveðið var að taka það aftur til at- hugunar eftir að í ljós kom að nokkr- ar athugasemdir komust ekki til skila meðan skipulagstillagan var auglýst. „Deiliskipulaginu er ekki lokið vegna þess að það á eftir að af- greiða athugasemdir meðal annars frá okkur íbúunum og samþykkja í borgarstjórn og birta til gildistöku í Stjórnartíðindum. Þess vegna er hæpið að tala um að staða lóðarhaf- anna sé sterk og borgin sé skaða- bótaskyld. Það væri ekki nema ef að- alskipulaginu yrði breytt aftur að borgin kynni að verða skaðabóta- skyld, samkvæmt mínum heimild- um.“ Gert ráð fyrir miklum umferðarmannvirkjum „Við íbúarnir í Suðurhlíðarhverfi erum ekki á móti byggð á þessu svæði en viljum alls ekki fá þarna Horft í átt til lóðarinnar frá Kópavoginum. Íbúasamtökin íhuga borgarafund Suðurhlíðar SÉRSTÖK stofnun um umhverfis- mál, Umhverfis- og heilbrigðisstofa, tók til starfa hjá Reykjavíkurborg um áramótin. Tekur hún við störfum Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur, garðyrkjudeildar og hreinsunardeild- ar, auk þess sem hún verður í tengslum við Vinnuskóla Reykjavík- ur. Hin nýja stofa, sem fellur undir umhverfis- og tæknisvið borgarinnar, skiptist í fimm deildir sem hver um sig sinnir ákveðnum verkefnum á sviði umhverfis- og heilbrigðismála. Garðyrkjudeild og hreinsunardeild hafa með höndum verkefni sem áður féllu undir deildir á vegum gatna- málastjóra. Má þar nefna viðhald og uppbyggingu grænna svæða og sorp- hirðu. Hinar þrjár deildirnar kallast Hollustuhættir, Matvælaeftirlit og Mengunarvarnir, en það eru mála- flokkar sem áður voru á forræði Heil- brigðiseftirlitsins. Fyrir utan deildirnar fimm fellur Vinnuskóli Reykjavíkur undir svið stofunnar en er undir sérstakri stjórn. Þá verður Staðardagskrá 21, sem er umhverfisáætlun Reykjavík- ur, sérstök stoðdeild sem vinnur náið með öllum deildum Umhverfis- og heilbrigðisstofu. Markmið stoðdeild- arinnar verður að hrinda umhverfis- áætluninni í framkvæmd á öllum svið- um með samræmdum hætti. Nýr umhverfisvefur opnaður Þá mun deildin sjá um Umhverf- isvefinn, sem er ný heimasíða stof- unnar og var hann opnaður í gær. Er hann hugsaður sem samantekt upp- lýsinga um umhverfismál í borginni undir 14 málaflokkum. Meðal þeirra eru útivist, sorpmál, loftgæði, hljóð- vist og samgöngur, svo eitthvað sé nefnt. Á forsíðu vefjarins er m.a. að finna liðinn „nýtt/fréttir“ þar sem því nýj- asta í umhverfismálum borgarinnar hverju sinni verður komið á framfæri. Þá er hnappur sem nefnist „umhverf- isspjallið“ á vefnum, en þar gefst íbú- um kostur á að koma með athuga- semdir og spjalla um umhverfismál borgarinnar. Er slóðin á vefinn www.umhverfisvefurinn.is. 200 starfsmenn og á annan milljarð króna í veltu Við kynningu á starfsemi Um- hverfis- og heilbrigðisstofu í gær sagði Hrannar B. Arnarson, formað- ur umhverfis- og heilbrigðisnefndar Reykjavíkur, að umhverfismálin hefðu stöðugt verið að fá aukið vægi innan borgarinnar á undanförnum ár- Umhverfis- og heilbrigðisstofa tók til starfa um áramót „Ein af öflug- ustu stofnunum landsins á sviði umhverfismála“ Reykjavík

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.