Morgunblaðið - 18.01.2002, Page 17

Morgunblaðið - 18.01.2002, Page 17
VIÐSKIPTI/ATHAFNALÍF MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 18. JANÚAR 2002 17 Opið 17. – 18. janúar kl. 14:00–20:00 19. – 20. janúar kl. 10:00–20:00 Velkomin á vörusýninguna Kínverskir dagar í Laugardals- höll. Tólf kínversk fyrirtæki kynna hágæða iðnaðarvöru. Forsvarsmenn fyrirtækjanna eru til viðtals á staðnum. Sýningin er opin almenningi. Heimilistæki Ferðaþjónusta Kínverskur bjór Iðnaðarvörur Listiðnaður Fatnaður Gjafavörur Verkfæri Kínverskir listmunir Smíði fiskiskipa Viðhald fiskiskipa Veiðarfæri Aðgangur 500 krónur fyrir 12 ára og eldri. Aðgöngumiði gildir sem happdrættismiði. Aðalvinningur er ferð fyrir tvo til Kína. Skipulagt af China Council for the Promotion of International Trade og China Chamber of International Commerce. Samstarfsaðilar: Íslensk – kínverska viðskiptaráðið, Kínversk – íslenska menningarfélagið, Viðskiptaþjónusta utanríkisráðuneytisins og Útflutningsráð Íslands. Kínverskir dagar í Laugardalshöll 17. – 20. janúar F í t o n / S Í A F I 0 0 3 8 6 0 FÉLAG kvenna í atvinnurekstri, FKA, veitti Elsu Haraldsdóttur, eiganda hárgreiðslustofunnar Salon Veh og heildverslunar með hársnyrtivörur, viðurkenningu fé- lagsins í gær. Auk þess var Unni Arngríms- dóttur, stofnanda Dansskóla Her- manns Ragnars og Módelsamtak- anna, veitt þakkarviðurkenning frá FKA fyrir framlag hennar til atvinnureksturs kvenna. Þær Íris Gunnarsdóttir og Soffía Steingrímsdóttir, stofn- endur Femin.is, hlutu hvatning- arverðlaun FKA. Í ávarpi Lindu Pétursdóttur, formanns FKA, kom fram að við- urkenningin er veitt einstaklingi, fyrirtæki, stofnun, félagasam- tökum eða stjórnvaldi, sem þykir best að slíkri viðurkenningu kom- ið fyrir vel unnin störf í þágu at- vinnureksturs kvenna og hefur verið konum í atvinnurekstri sér- stök hvatning eða fyrirmynd. Viðurkenningin er nú afhent í þriðja sinn en áður hafa Hillary Rodham Clinton, þáverandi for- setafrú Bandaríkjanna, og Þóra Guðmundsdóttir, einn eiganda flugfélagsins Atlanta, hlotið hana. Elsa Haraldsdóttir hefur stund- að atvinnurekstur í þrjátíu ár eða allt frá því hún stofnaði hár- greiðslustofuna Salon Veh ehf. árið 1971 í Glæsibæ. Elsa hefur einnig rekið heildsölu í Reykjavík síðustu fimmtán árin með meg- ináherslu á innfluting ýmissa hár- vara auk kennsluefnis fyrir hár- snyrtifagið. Nú rekur Elsa Salon Veh í Húsi verslunarinnar en þar er heildsalan einnig til húsa. Á þeim þrjátíu árum sem Elsa hefur rekið fyrirtækið sitt hefur hún komið að öllum hliðum fags- ins, sýningum innanlands og ut- an, kennslu og alþjóðlegri sam- vinnu en hún var stofnandi Intercoiffure á Íslandi og forseti þess sambands um árabil. Elsa hefur einnig tekið þátt í fjölda keppna þar sem hún hefur unnið til margra verðlauna. Jafnframt hefur hún verið í dómnefndum í norrænum, evrópskum og alþjóð- legum hárgreiðslukeppnum. Unnur Arngrímsdóttir stofnaði ásamt eiginmanni sínum, Her- manni Ragnari Stefánssyni, Dans- skóla Hermanns Ragnars árið 1958. Dansskólann rak Unnur þar til Hermann Ragnar lést árið 1997. Hún stofnaði einnig Dans- kennarasamband Íslands og var lengi vel ritari þess og síðar for- maður. Unnur stofnaði Módelsamtökin árið 1967 þar sem hún sá um rekstur snyrtiskóla og skipulagn- ingu tískusýninga. Þær Íris Gunnarsdóttir og Soffía Steingrímsdóttir fengu hugmyndina að femin.is haustið 1999 en þær höfðu saknað þess að finna upplýsingar, afþreyingu og ýmislegt annað fyrir konur á einum stað á Netinu. Vefurinn femin.is var opnaður í október 2000 og starfa sjö ráð- gjafar á honum. Í október sl. hóf Stöð 2 sýningar á vikulegum þætti, femin. Fram undan er markaðssetning á ýmiskonar vörum sem höfða til kvenna undir heitinu femin og er fyrsta varan, femin-baðvörur, þegar komin í verslanir. Elsa Haraldsdóttir hlýtur viðurkenningu FKA Morgunblaðið/Árni Sæberg Unnur Arngrímsdóttir, Íris Gunnarsdóttir, Soffía Steingrímsdóttir og Elsa Haraldsdóttir hlutu viðurkenningar frá Félagi kvenna í atvinnurekstri, sem veittar voru í þriðja sinn í gær. KRISTINN H. Gunnarsson, for- maður stjórnar Byggðastofnunar, segir að markmið um uppbyggingu eigin fjár þeirra fyrirtækja sem fengið hafa úthlutað byggðakvóta hafi ekki náðst. Hann segir að gera þurfi breytingar á úthlutunar- reglum kvótans til að komast hjá deilum vegna hans, t.d. með því að innheimta gjald fyrir kvótann. Byggðakvótanum var fyrst út- hlutað árið 1999 til fimm ára en ráðstöfun hans má endurskoða ár- lega. Kristinn segir að markmiðið með byggðakvótanum hafi einkum verið að stuðla að atvinnu í sjávar- útvegi í þeim byggðum sem lent hafi í vanda í sjávarútvegi, einkum í gegnum fiskvinnslu. Einnig að byggðakvótinn yrði notaður til að byggja upp eigið fé fyrirtækja, þannig að þau gætu staðið á eigin fótum þegar úthlutunartímabilinu lýkur eftir fimm ár. Nú þegar úthlutunartímabilið er hálfnað sýnist Kristni að fyrra markmiðið hafi náðst, enda ljóst að nýting byggðakvótans hafi í flest- um tilfellum skapað atvinnu og stöðugleika í viðkomandi byggðar- lögum. Hinsvegar hafi hinn fjár- hagslegi stuðningur sem felist í ókeypis kvóta ekki skilað sér nægi- lega í uppbyggingu eigin fjár í við- komandi fyrirtækjum. Hann bend- ir í því sambandi á mikinn taprekstur Fjölnis á Þingeyri á síðasta fiskveiðiári. Kvótinn verði boðinn út Kristinn segir að komið hafi upp ákveðin vandamál við úthlutun byggðakvótans og þau þurfi að leysa. Stærsta vandamálið sé sam- anburður útgerðarmanna á við- komandi svæðum við þann sem fær byggðakvótann. „Útgerðarmönn- um sem þurfa að leigja til sín veiði- heimildir eða kaupa þær fer fjölg- andi og þeir bera sig vitanlega saman við þann sem fær heimildir án endurgjalds og telja að þarna sé óeðlileg mismunun á ferðinni. Þess vegna hafa víða komið upp deilur um byggðakvótann. Þarna er oft um háar fjárhæðir að tefla og því geri ég ráð fyrir að þessi gagnrýni muni aukast þegar fram líður. Ég tel því að gera þurfi breytingar á úthlutunarreglunum til að komast framhjá þessari gagnrýni. Til dæmis með því að láta greiða fyrir byggðakvótann, hvort sem það yrði með útboði eða öðrum hætti. Engu að síður þyrftu menn þá að undirgangast ákveðna skilmála en á móti yrði þeim gefið færi á að greiða minna fyrir heimildirnar en á almennum markaði. Það má síð- an nýta andvirði kvótans til at- vinnuuppbyggingar á viðkomandi svæðum eftir fyrirfram ákveðnum leikreglum. Þannig næðist mark- miðið um atvinnuuppbyggingu en um leið hyrfi gagnrýni um mis- munun á milli útgerðaraðila.“ Byggðakvótinn ætti að vera stærri Kristinn segir að reglulega þurfi að endurmeta til hvaða svæða byggðakvótanum er úthlutað því staða ýmissa byggðarlaga hafi breyst mjög til hins verra eftir að kvótanum var úthlutað fyrst, svo sem í Hrísey og á Raufarhöfn. „Ég tel að byggðakvóti ætti að vera stærri hluti af heildarveiðiheimild- unum en nú er. Í dag er byggða- kvótinn 1.500 tonn en til dæmis mætti hugsa sér að 5% heildar- kvótans yrði úthlutað til atvinnu- sköpunar á þeim svæðum sem háð- ust eru sjávarútvegi en standa höllum fæti. 5% af til dæmis botn- fiskveiðiheimildunum yrði ekki sárt fyrir heildina en engu að síður töluvert magn og mikilvægt fyrir hinar smærri byggðir,“ segir Kristinn. Markmið byggðakvótans hafa ekki náðst Stjórnarformaður Byggðastofnunar vill að greitt verði fyrir kvótann

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.