Morgunblaðið - 18.01.2002, Qupperneq 29

Morgunblaðið - 18.01.2002, Qupperneq 29
UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 18. JANÚAR 2002 29 NORÐURBAKKINN í Hafnar- fjarðarhöfn hefur verið í umræðunni undanfarið, eða eftir að Hafnar- fjarðarbær gerði samkomulag við J&K Eignarhaldsfélag ehf. og Þyrp- ingu hf. um stofnun félags, Norð- urbakka ehf. Félagið hefur að mark- miði að annast byggingar og þróun svonefnds Bryggjuhverfis í Hafnar- firði. Umræðan hefur að mörgu leyti snúist um aukaatriði málsins og þykir mér því rétt að fara yfir aðal- atriðin svo þau týnist ekki í um- ræðunni. Með uppbyggingu hafnarinnar í Hafnarfirði hefur hefðbundin hafn- arstarfsemi færst yfir á suðurbakka hafnarinnar. Það hefur því verið á stefnuskrá bæjaryfirvalda að endur- skoða skipulag fyrir norðurbakk- ann. Framan af kjörtímabilinu var rætt um flutning Listaháskóla á svæðið, en þar sem þær hugmyndir náðu ekki fram að ganga var stefn- an sett á íbúðarbyggð. Af því tilefni voru settar fram hugmyndir að upp- byggingu á norðurbakkanum. Þess- ar hugmyndir sem settar hafa verið fram í líkani eru ekki skipulagstil- lögur fyrir norðurbakkann. Það er mikilvægt að það liggi ljóst fyrir. Skipulagsvinnan er öll eftir. Í fyrr- nefndu samkomulagi segir m.a. að stefnt skuli að því að efna til lok- aðrar samkeppni um hönnun svæð- isins í samræmi við skilmála bæj- aryfirvalda. Bæjarstæði Hafnarfjarðar er bæði fallegt og sérstætt. Meðal þess sem gerir bæjarstæðið sérstætt er aflíðandi svæði frá höfninni upp í hraunið og hæðirnar sem umlykja bæinn. Bygging háhýsa við sjóinn breytir þessari bæjarmynd. Flestir muna eftir því þegar Alþýðuflokk- urinn sálugi keyrði í gegn byggingu turna á Verslunarmiðstöðina Fjarð- argötu 13–15, í óþökk allra nema allra hörðustu stuðningsmanna flokksins. Í mínum huga er engin hætta á því að þau mistök verði end- urtekin. Skipulagstillaga sem gerir ráð fyrir turnum á svæðinu mun að mínu mati ekki fá hljómgrunn í bæj- arstjórn Hafnarfjarðar, né heldur hjá þeim stofnunum bæjarins sem koma að málinu. Þá tel ég að Hafn- firðingar muni seint styðja bygg- ingu slíkra háhýsa á norðurbakk- anum. Hins vegar er ekki óeðlilegt að gera ráð fyrir þriggja til fjögurra hæða byggð á svæðinu. Nýtt „Man- hattan“ mun hins vegar ekki rísa á norðurbakkanum. Í umræðunni hefur verið gagn- rýnt að stofnað hafi verið félag um uppbyggingu svæðisins. Því hefur verið haldið fram að rétt hefði verið að bærinn leysti til sín eignir og þróaði svæðið á eigin kostnað. Þessu er til að svara að uppkaup á svæðinu hefðu kostað bæinn talsverð fjár- útlát, auk þess sem slík uppkaup hefðu tekið töluverðan tíma. Sumir halda því fram að hægt hefði verið að kaupa eignir lægra verði en gert er ráð fyrir í samkomulaginu, en þeir gleyma þá að reikna inn í dæm- ið vaxtakostnað af því að leysa til sín eignirnar. Ég fullyrði því að sú leið sem farin var sé hagfelld fyrir bæ- inn af því að með henni losnar bær- inn við vaxtakostnað auk þess sem kostnaður dreifist á fleiri aðila. Loks hefur verið sagt að skipti- hlutfallið sé óeðlilegt og á því byggt að eignir séu misdýrar að fasteigna- mati. Við þessa menn segi ég: Hvaða vit er í því að leggja ein- göngu til grundvallar fasteignamat eignar sem á að rífa? Skiptir ekki líka máli hve stór lóð fylgir? Skiptir ekki máli hvort eignir eru í útleigu eða ekki? Það er endalaust hægt að rífast um skiptihlutfallið, en mín skoðun er sú að sú leið sem farin var, þ.e. að hafa jafna skiptingu, sé sanngjörn að teknu tilliti til að- stæðna við samningsgerð. Að lokum: Samfylkingin er flokk- ur sem snýst um að vera en ekki að gera. Hafnarfjarðardeildin er þar engin undantekning. Þeir eru því uppteknir af því að vera í kosninga- baráttu og þeir telja norðurbakkann vera kosningamálið. Núverandi meirihluti er hins vegar að gera góða hluti, og mun halda áfram að gera góða hluti, í sátt við Hafnfirð- inga. Manhattan á norðurbakka? Ágúst Sindri Karlsson Skipulagsmál Nýtt „Manhattan“, segir Ágúst Sindri Karlsson, mun hins vegar ekki rísa á norðurbakkanum. Höfundur er lögmaður og varabæj- arfulltrúi í Hafnarfirði. KUNERT WELLNESS Sokkabuxur Hnésokkar Ökklasokkar iðunn tískuverslun 2. hæð, Kringlunni, sími: 588 1680 v/ Nesveg, Seltjarnarnesi, sími: 561 1680 Súrefnisvörur Karin Herzog Vita-A-Kombi Til að auglýsa á þessari síðu hafðu samband við okkur í síma 569 1111 eða sendu okkur tölvupóst á augl@mbl.is

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.