Morgunblaðið - 19.01.2002, Qupperneq 22

Morgunblaðið - 19.01.2002, Qupperneq 22
VIÐSKIPTI/ATHAFNALÍF 22 LAUGARDAGUR 19. JANÚAR 2002 MORGUNBLAÐIÐ SJÁVARÚTVEGSRÁÐHERRA hefur skipað stýrihóp sem leggja á fram aðgerðaáætlun um að auka verðmæti sjávarfangs á næstu 5 ár- um. Samkvæmt mati Rannsókna- stofnunar fiskiðnaðarins má með virðisaukningu sjávarfangs auka út- flutningsverðmæti íslenskra sjávar- afurða úr 102 milljörðum króna á árinu 2000 í 128 milljarða árið 2007. Í framhaldi af tillögum nefndar sem falið var að kanna framtíðar- möguleika fiskvinnslunnar fól sjáv- arútvegsráðherra Rannsóknarstofn- un fiskiðnaðarins að vinna greinar- gerð um það með hvaða hætti vinna varðandi verðmætaaukningu sjávar- fangs og nýsköpun í greininni gæti farið fram. Vinnuhópur, sem starfaði innan Rf, skoðaði íslenskan fiskiðnað og tengdar greinar með svipuðum hætti og gert var í norskri skýrslu, „Norges muligheter for verdiskapn- ing innen havbruk“, sem fjallaði um sjö þætti sem mynda virðiskeðju sjávarfangs, þ.e. hráefni, vinnslu, aukahráefni, fiskeldi, líftækni og búnað og þekkingu. Samkvæmt skýrslunni sem gefin var út 1999 er gert ráð fyrir því að auka megi verð- mæti norsks sjávarfangs úr 41 millj- arði norskra króna árið 2000 í 241 milljarð árið 2030. Samkvæmt mati vinnuhóps Rf nam útflutningsverðmæti íslenskra sjávarafurða 102 milljörðum króna á árinu. Með hugmyndum sínum um virðisauka í öllum sjö flokkunum tel- ur hópurinn hugsanlegt að auka megi útflutningstekjurnar í 128 milljarða króna árið 2007. Hópurinn telur að auka megi útflutningsverð- mæti sjávarfangs á sviði líftækni á sjö árum um 500%, eða úr 200 millj- ónum í 1,2 milljarða króna. Eins megi auka útflutningsverðmæti á sviði fiskeldis um 500%, eða úr 1 milljarði í 6 milljarða króna. Þá telur hópurinn að auka megi útflutnings- verðmæti búnaðar og þekkingar um 40%, úr 4,6 milljörðum í 6,4 milljarða, útflutningsverðmæti aukahráefna um 100%, úr 4,8 milljörðum í 9,6 milljarða, útflutningsverðmæti á sviði vinnslu um 25%, úr 30,9 millj- örðum króna í 38,6 milljarða, og loks mætti auka verðmæti hráefnis um 10%, úr 60,2 milljörðum í 66,2 millj- arða. Auka má verðmæti ufsaflaka með því að lýsa þau Í skýrslu hópsins er bent á þrjú tækifæri til virðisauka. Sagt er að með því að bæta meðhöndlun afla, vinna 50% minna af þorskaflanum í blokk og auka flakavinnslu megi auka verðmæti aflans um 400 millj- ónir króna á ári. Með því að gera slíkt hið sama við ýsu væri hugsanlega unnt að auka verðmætið um 70 millj- ónir króna á ári. Þá segir að með því að auka þann hluta loðnuaflans sem fer til manneldis úr þeim 1,7% sem hann er nú í 10% væri unnt að auka verðmætið um einn milljarð króna. Þá er lagt til að gerðar verði rann- sóknir á því hvort unnt sé að breyta lit ufsaflaka þar sem helsta ástæða þess að þau seljist á lægra verði en þorskflök sé dökkur litur þeirra. Í skýrslunni segir að ef rannsóknir sýni að hægt sé að lýsa ufsaflök og að verðmæti þeirra yrðu 70% af verð- mæti þorsks ykjust verðmætin um 550 milljónir króna á ári. Gerður verði „topptíu- listi“ tækifæra Í tillögum Rf til sjávarútvegsráð- herra er lagt til að myndaður verði starfshópur um aukið verðmæti sjáv- arfangs (AVS) á þessu ári sem leggi fram aðgerðaáætlun um að auka verðmæti sjávarfangs með tilteknum hætti á 5 ára tímabili, hugsanlega með 10 ára markmið samhliða. Ráð- herra hefur þegar skipað stýrihópinn og gert honum að skila niðurstöðum sínum í september á þessu ári. Hópn- um er gert að leggja af stað með til- tekin verkefni og rannsóknir þegar á þessu ári til að búa í haginn fyrir 5 ára tímabilið. Meðal verkefna á árinu er að kortleggja sviðin 7, þ.e. hráefni, vinnslu, aukahráefni, fiskeldi, líf- tækni, búnað og þekkingu, þar sem virðisauki gæti orðið, þannig að úr verði „topptíulisti“ tækifæra á hverju sviði. Einnig að leita fyrir- mynda í erlendum verkefnum sama eðlis og að ná samstöðu í greininni til átaks um AVS, einkum meðal 30 stærstu sjávarútvegsfyrirtækja landsins, sem ráða um 65% af heild- arkvóta landsmanna. Í samræmi við tillögur nefndar um framtíðarmöguleika fiskvinnslunnar verður einnig skipað fagráð sem stýrihópurinn getur leitað til en í því munu m.a. sitja fulltrúar hagsmuna- samtaka í greininni. Þá hefur verið stofnuð ný skrifstofa í ráðuneytinu sem fer með vinnslu sjávarafurða, nýsköpun og þróun eins og fram kemur í nýju skipuriti ráðuneytisins sem kynnt var í síðustu viku. Þá er í nýju skipuriti lögð aukin áhersla á eldi sjávardýra. Stefnt að auknu verð- mæti sjávarfangs Sjávarútvegsráðherra skipar stýrihóp sem gera á 5 ára áætlun HAGNAÐUR Baugs hf. á rekstrar- árinu 2001 er áætlaður 1.350 milljónir króna eftir skatta, samkvæmt óend- urskoðuðu uppgjöri sem birt var í gær. Árið áður var hagnaðurinn 591 milljón. Heildarrekstrartekjur sam- stæðunnar eru 42 milljarðar króna. Eigið fé félagsins var í árslok 2001 um 12,5 milljarðar, eiginfjárhlutfall 35% og veltufjárhlutfall 1,2%. Fram kemur í tilkynningu frá Baugi að vegna óhagstæðra ytri skil- yrða hafi rekstraraðstæður á heima- markaði verið erfiðar. Framlegð á matvörusviði lækkaði um 0,5% og hagnaður fyrir fjármagnsliði, af- skriftir og skatta (EBITDA) á mat- vörusölu Baugs á Íslandi lækkaði úr 3,5% í 2,3%, eða um rúman þriðjung. Í tilkynningunni segir að sérvöru- verslun hafi hins vegar gengið vel á síðasta ársfjórðungi ársins 2001 og að félagið hafi aukið markaðshlutdeild sína verulega á því sviði með tilkomu Smáralindar. Ljóst sé að Íslendingar versli nú í auknum mæli heima fyrir, sem sé jákvæð þróun. Opnun Smára- lindar hafi haft minni áhrif á sölu verslana Baugs í Kringlunni en áætl- að hafði verið. Fjármagnsgjöld hafi hins vegar aukist verulega, einkum vegna lækkandi gengis íslensku krónunnar og hás vaxtastigs. Fram kemur í tilkynningunni að starfsemi Baugs á erlendri grund hafi gengið vel og verið ofar væntingum forsvarsmanna félagsins. Veruleg umskipti hafi orðið á rekstri banda- rísku lágvöruverðskeðjunnar Bill’s Dollar Stores, sem Baugur keypti úr þrotabúi í apríl á síðasta ári í sam- starfi við innlenda og erlenda fjár- festa, en Baugur á tæp 56% hlutafjár í félaginu. Bill’s Dollar Stores er nú rekið af dótturfélagi Baugs í Bandaríkjunum, Bonus Stores Inc. Fyrirtækið skilaði hagnaði í september eftir fimm mán- uði í rekstri og hefur hagnaður af starfsemi fyrirtækisins farið vaxandi. Breska verslanakeðjan Arcadia til- kynnti um söluaukningu fyrir fyrstu 19 vikur yfirstandandi fjárhagsárs síns 9. janúar síðastliðinn. Arcadia er hlutdeildarfélag Baugs, sem á 20% hlut í félaginu. Stjórn Baugs hefur ákveðið að óska eftir því við hluthafa að rekstr- arárið verði fært til loka febrúar hvers árs, til að laga uppgjör móður- félagsins að dóttur- og hlutdeildar- félögum. Segir í tilkynningunni að auk þess sé eðlilegra að ljúka rekstr- arári félagsins að loknu útsölutíma- bili. Að því gefnu mun Baugur birta 12 mánaða árshlutauppgjör í mars næstkomandi og ársuppgjör, sem tekur til tímabilsins 1. janúar 2001– 28. febrúar 2002 í maí næstkomandi. Óviðunandi niðurstaða á matvörusviði Jón Ásgeir Jóhannesson, forstjóri Baugs, sagði á kynningarfundi fyrir hluthafa og fagfjárfesta í gær, að þar sem Baugur eigi í yfirtökuviðræðum við stjórn Arcadia geti félagið sam- kvæmt lögum í Bretlandi ekki gefið upp hvernig hagnaður skiptist á milli rekstrareininga, hvorki milli eininga innan Baugs né milli dóttur- og hlut- deildarfélaga. Hann sagði að eins og fram hafi komið í tíu mánaða uppgjöri Baugs hafi rekstur á matvörusviði félagsins á heimamarkaði verið óhagstæður. Neikvæð gengisþróun hafi skipt mjög miklu þar, samkeppnin sé hörð og mikil fjölgun verslana og fermetra í matvörusölu, sem hafi leitt til minni framlegðar á þessu sviði. Þessi niður- staða sé algjörlega óviðunandi en vonir standi til að matvörusvið Baugs réttist við á þessu ári. Öðru máli gegni hins vegar um sérvörusvið fé- lagsins, sem hafi komið vel út, svo og afkoman af starfsemi félagsins er- lendis. Varðandi horfur fyrir árið 2002 sagði Jón Ásgeir að Baugur gerði ráð fyrir að rekstraraðstæður myndu batna hér á landi, meiri stöðugleiki yrði bæði í gengismálum og á vinnu- markaði. Umskiptum Bonus Stores væri lokið og félagið gæti farið að snúa sér að frekari uppbyggingu. Þá virtist ekki annað en að Arcadia ætti að geta átt gott rekstrarár framundan. Uppstokkun í vændum Bill Fields situr í stjórn Bonus Stores, en hann er fyrrum forstjóri hjá Walmart. Nú rekur hann eigið fyrirtæki um dreifingu á vörum vest- rænna fyrirtækja í Kína. Fields segir mikla uppstokkun í vændum á smá- sölumarkaði í Bandaríkjunum. „Þessa dagana einkennist markað- urinn af því að hinir sterku eru að verða sterkari og hinir veiku veikari. Talsvert margir smásalar eiga í mikl- um erfiðleikum og ég tel að margir eigi eftir að leggja upp laupana á næstunni, verða gjaldþrota, eða sam- einast öðrum. Til dæmis eru háværar raddir uppi um að K-Mart, sem er þriðji stærsti smásali Bandaríkjanna, sé gjaldþrota. Afkoma einstakra geira er reyndar mismunandi. Matvælageirinn í Bandaríkjunum er mjög samkeppn- ishæfur og sækir enn í sig veðrið. Hins vegar eru deildaskiptar versl- anir að hrökkva upp af. Í staðinn hafa komið hentugri verslanir með betra verð, s.s. Kohl-verslanirnar. Þá eiga sérverslanir í talsverðum erfiðleikum og með þeim mikla samdrætti sem orðið hefur í hagkerfinu, m.a. eftir 11. september, hafa slíkar verslanir þurft að grípa til mikillar fækkunar starfsmanna. Þau fyrirtæki sem stóðu fyrir á sterkum grunni, voru skilvirk og með góðan hagnað, munu væntanlega standast þetta. Þar verður allt í lagi. Hins vegar eru þeir sem nýttu illa hin níu ár velmegunar. Þau fyrirtæki standa mjög höllum fæti í dag og margir munu verða gjaldþrota í kjöl- farið.“ Fields segir vöxt fermetrafjölda í smásölu í Bandaríkjunum hafa tvö- faldast á hverju ári á árunum 1970 til 2000, bæði miðað við tekjur og fólks- fjölda. „Það voru sífellt fleiri smásal- ar að bætast við. Í öllum slíkum til- fellum verður á endanum leiðrétting. Fermetrafjöldinn á því eftir að drag- ast saman.“ Hann segist þó hafa mikla trú á lágvöruverðsgeiranum í smásölu, enda sé hann þeirrar náttúru að ganga betur við skilyrði samdráttar. Hann segist sjá mikla möguleika í Bill’s Dollar Stores, en fyrirtækinu hafi verið ákaflega illa stjórnað um árabil og nokkurn tíma geti tekið að rétta reksturinn við. Um Bonus Stores segir Fields: „Ég tel að fyrirtækið eigi mjög bjarta framtíð fyrir sér enda hefði ég ekki sest í stjórn þess ef ég teldi svo ekki vera.“ Hvað alþjóðamarkað varðar telur hann að það muni færast í vöxt að sterkustu smásalarnir, s.s. Tesco frá Bretlandi og Walmart frá Bandaríkj- unum, hasli sér völl á nýjum mark- aðssvæðum. „Allir munu þeir fara inn á vaxandi markaði, t.d. Kína, sem er þriðja stærsta hagkerfi í heimi og vex mun hraðar en önnur í heiminum.“ Bonus Dollar við að skila hagnaði Jim Schafer er forstjóri Bonus Stores, sem rekur Bonus Dollar Stor- es og Bill’s Dollar Stores. Hann hefur starfað á smásölumarkaði í fjölda ára, er m.a. fyrrum starfsmaður Walmart og veitti ráðgjöf við samruna Hag- kaups og Bónus á sínum tíma. Hann segir Bonus Dollar Stores, sem var upphafið að rekstri Baugs í Bandaríkjunum, sé nú innan við 5% af starfseminni. Meginstarfsemin snúi að Bill’s og þar hafi áherslur Bonus Stores legið frá í apríl þegar þrotabú fyrirtækisins var keypt. Hann segir Bonus Dollar Stores- verslanirnar nú orðnar 23 og þær verði brátt 24 talsins. „Upphaflega gerðum við ráð fyrir að sú keðja færi að skila hagnaði þegar við værum komin með 25 verslanir. Þá hefðum við nægilegan þunga í innkaupunum sem gæti skil- að okkur framlegð sem aftur skilar hagnaði. Við erum að ná þessu marki um þessar mundir og verslanirnar munu skila hagnaði á þessu fjárhags- ári.“ Bill’s að ná sér á strik „Hin keðjan, Bill’s Dollar Stores, var í mjög slæmu ásigkomulagi þegar við tókum við, hafði þá til að mynda ekki fengið afhentar vörur í fimm mánuði. Á þeim tíma sem liðinn er frá því að við eignuðumst Bill’s höfum við keypt miklar birgðir og verið að fylla verslanirnar og koma þeim almenni- lega í gang til þess að geta farið að vinna í að ná aftur til keðjunnar þeim fjölda viðskiptavina sem var áður. Keðjan missti fjölmarga viðskiptavini en við höfum náð um 75% viðskipta- vinahópsins aftur. Þetta tekur tíma og verður æ erfiðara eftir því sem við nálgumst 100%.“ Schafer segir helstu keppinauta Bill’s vera Dollar General, sem rekur 5.000 verslanir og veltir yfir 5 millj- örðum dollara, og Family Dollar, sem rekur 4.000 verslanir og veltir rúm- um 4 milljörðum dollara. Bill’s reki hins vegar 400 verslanir og því sé á brattann að sækja í samkeppni um viðskiptavinina. Gengi hlutabréfa Baugs hækkaði um 6,6% á Verðbréfaþingi Íslands í gær og endaði gengið í 12,90. Heild- arviðskipti dagsins námu tæpum 102 milljónum króna í 32 viðskiptum. Hagnaður Baugs hf. rúmlega tvöfaldaðist milli áranna 2000 og 2001 Framlegð á matvöru- sviði lækkar um 0,5% Morgunblaðið/Kristinn Jón Ásgeir Jóhannesson, forstjóri Baugs, segir að afkoman af matvörusviði félagsins sé algjörlega óviðunandi. ’ Varðandi horfurfyrir árið 2002 sagði Jón Ásgeir að Baug- ur gerði ráð fyrir að rekstraraðstæður myndu batna hér á landi ‘
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.