Morgunblaðið - 19.01.2002, Qupperneq 27

Morgunblaðið - 19.01.2002, Qupperneq 27
HEILSA MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 19. JANÚAR 2002 27 H E I L B R I G Ð S K Y N S E M I LÝSI&LIÐAMÍN Allra liða bót án A og D vítamína Hvað er Liðamín? Liðamín inniheldur amínósýruna glúkósamín, sem er hráefni til viðgerðar á brjóski, og kondróítín sem er eitt algengasta byggingarefnið í liðbrjóski. Hvers vegna lýsi? Lýsið í Lýsi & Liðamíni inniheldur a.m.k. 30% af omega-3 fitusýrum. Rannsóknir sem gerðar hafa verið á liðagigt benda til þess að við reglubundna neyslu á omega-3 fitusýrum dragi úr einkennum eins og stirðleika á morgnana, verkjum og þreytu. www.lysi.is Y D D A / SÍ A Ég hef reykt í 12 ár en vil endilega fara að hætta. Síðustu ár hef ég þrisvar reynt að hætta, en aldrei tekist lengi. Ég hef aldrei notað neitt til að hjálpa mér, bara hætt sjálf. Mig langar ekki á nein nám- skeið eða svoleiðis, en kannski væri sniðugt að nota einhver lyf því ég þekki nokkra sem hefur tekist að hætta að reykja þannig. Hvað ætti ég að nota? SVAR LYF gegn reykingum geta veriðmjög hjálpleg ef þau eru notuð rétt. Þó er það hugur reykingamanns sem er aðal- atriðið – ef þú vilt hætta NÚNA að reykja getur það tekist. Það er ekki nóg að hætta kannski eða bráðum. Ástæðuna fyrir því að mörgum reynist mjög erfitt að hætta reykingum má rekja til þeirra frá- hvarfseinkenna sem nikótínið í tóbaki veldur, eins og erfiðum skapsveiflum, svefntruflunum, svita- köstum eða ákafri matarlyst. Þessi einkenni geta verið afar erfið viðureignar, þannig að reyk- ingafólki finnst líkami þess beinlínis „öskra“ á meira nikótín, jafnvel mánuðum eftir að það hefur hætt. Af þessum sökum er í dag talað um nikótín- fíkn sem sjúkdóm og er reykingalyfjum ætlað að hjálpa fólki við að vinna bug á honum. Þegar þú ert örugglega búin að taka þá ákvörð- un að hætta er ýmislegt til sem getur hjálpað. Lyf eru einn möguleikinn en þau hafa hjálpað mörg- um í baráttunni gegn tóbakinu. Tveir hópar lyfja eru til gegn reykingum: Nikótínlyf og nikótínlaus lyf. Nikótínlyf verka þannig að þau sjá líkamanum fyrir lágmarksmagni af nikótíni og koma þannig í stað nikótínsins úr tóbaksreyknum. Fjöldi mis- munandi gerða af nikótínlyfjum er fáanlegur, svo sem tyggjó, plástrar, soglyf, tungurótartöflur og nefúði. Valið stendur því um það sem hverjum og einum þykir henta sér. Sumum hefur reynst vel að nota fleira en eitt nikótínlyf í einu, t.d. tyggjó og plástur saman, og minnka síðan skammtana smám saman. Einn möguleiki er að hætta fyrst að nota plásturinn og minnka síðan notkunina á tyggjóinu. Aðalatriðið er að fara ekki of geyst í að minnka við sig. Það eykur líkurnar á því að maður springi. Nikótínlyf fást í öllum apótekum. Þau innihalda mismikið magn af nikótíni, en algengt er að hver skammtur innihaldi annars vegar 2 mg og hins vegar 4 mg nikótíns. Það fer alveg eftir því hversu mikið þú hefur reykt og hversu hörð fráhvarfs- einkennin verða, hvor skammturinn hentar þér betur til að byrja með. Hinn lyfjaflokkurinn, lyf sem ekki innihalda nikótín, er nýr hér á landi. Aðeins eitt lyf er til enn sem komið er og nefnist það Zyban. Zyban er á töfluformi og er ein til tvær töflur teknar á dag í nokkrar vikur. Verkun lyfsins byggist á því að nikótínið í tóbakinu raskar ákveðnum boðefna- skiptum í heilanum. Fráhvarfseinkenni nikótíns- ins eiga því upptök sín í því að líkaminn er að koma þessum boðefnaskiptum í upphaflegt horf, en í stuttu máli „flýtir“ Zyban fyrir því ferli. Lyfið á þannig að draga úr hinum erfiðu fráhvarfs- einkennum með því að minnka eða slökkva löngun líkamans í sígarettur og nikótín. Zyban fylgir einnig gagnlegur fræðslubæklingur með ýmsum ráðleggingum fyrir þá sem ætla sér að hætta að reykja. Ef þú ert að velta þessari leið fyrir þér er rétt að athuga að Zyban er lyfseðilsskylt og því verður þú að fara til læknis til að nota það. Aðalatriðið er þó að þú sért alveg ákveðin í að hætta þegar þú drepur í síðustu sígarettunni. Lyf- in geta ekki „hætt“ að reykja fyrir þig. Aðeins þú sjálf. Á hinn bóginn geta þau hjálpað þér yfir erf- iða hjalla. Gangi þér vel! Hvaða lyf eru gagnlegust til að hætta reykingum? Eftir Guðrúnu Jónsdóttur ............................................................... persona@persona.is Höfundur er hjúkrunarfræðingur og formaður Samtaka hjúkrunarfræðinga og ljósmæðra gegn tóbaki. Lesendur Morg- unblaðsins geta komið spurningum varðandi sálfræði-, félagsleg og vinnu- tengd málefni til sérfræðinga á vegum persona.is. Senda skal tölvupóst á persona- @persona.is og verður svarið jafnframt birt á persona.is. EINFÖLD blóðprufa, tekin á heilsugæslustöð eða læknastofu, gæti orðið til að upplýsa fjölda fólks um að það væri með sykursýki, sjúk- dóm sem ella gæti verið óuppgötv- aður hjá viðkomandi. Niðurstöður rannsókna, sem nýlega voru birtar, leiða þetta í ljós. Einnig að þrír auð- greindir áhættuþættir geti auðveld- að leitina að þeim sem æskilegt er að gangist undir þetta próf. Þetta kem- ur fram á heilsuvef BBC. Sykursýki getur farið leynt árum saman og valdið skemmdum á ýms- um líffærum, áður en ein- kenna verður vart. Diabetes UK, sem er ein helsta líknar- stofnun Bret- lands á sviði sykursýki, hefur gefið út að ein- staklingar geti ver- ið með sykursýki í 9– 12 ár áður en sjúkdóm- urinn uppgötvast. Af þessu leiðir að heilsufar margra, sem fá fullorðins- sykursýki, er orðið bágborið þegar sjúkdómurinn greinist. Í Bretlandi er áætlað að tveir af hverjum þrem- ur sykursjúklingum deyi af fylgi- kvillum sem unnt hefði verið að með- höndla með góðum árangri. Getur fundið 75% tilfella Það er því mikilvægt að greina sjúkdóminn snemma. Þau blóðsyk- urpróf sem algeng hafa verið krefj- ast föstu í margar klukkustundir áð- ur en blóðsýni er tekið. Vísindamenn undir forystu dr. David Edelman, við læknamiðstöð Duke-háskóla í Norður-Karólínu, hafa prófað nýja aðferð við greiningu sykursýki sem kallast HgA1c. Þetta próf krefst ekki undanfarandi föstu og er talið geta fundið 75% sykursýkitilfella. Niðurstöður rannsóknarinnar birt- ust í Journal of General Internal Medicine. Vísindamennirnir prófuðu 1.253 einstaklinga sem aldrei höfðu greinst með sykursýki. Niðurstaðan var að 4,5% þeirra höfðu sjúkdóm- inn og hafði hann ekki fundist þótt viðkomandi nytu læknisþjónustu. Vísindamennirnir sögðu að nýja að- ferðin myndi finna allt að því jafn mörg tilfelli sykursýki ef það yrði einskorðað við sjúklinga sem hefðu einn eftirtalinna áhættuþátta: offitu háþrýsting fjölskyldusögu um sykursýki. Einfaldara sykursýkipróf „LOFT um borð í flugvélum getur verið hættulegt farþegum,“ er haft eftir talsmanni Bandarísku vís- indaakademíunnar (The National Academy of Science) um leið og hann kallaði eftir eftirlitsáætlun sem kvæði á um strangari kröfur á þessu sviði á alríkisvísu. „Upplýsingar sem við höfum undir höndum gefa til kynna að umhverfisþættir, þar á meðal mengað loft, geti verið ástæða fyr- ir nokkrum af þeim fjölmörgu kvörtunum sem berast frá flug- liðum og farþegum um bráðan og þrálátan heilsufarsvanda,“ er ályktun rannsóknarnefndar Bandarísku vísindaakademíunnar. „Þetta er fyrsta stóra skýrslan um þetta efni í meira en 15 ár,“ segir í frétt um málið sem birtist á heilsu- vef Los Angeles Times. Taka þarf loftræstinguna til athugunar Þeir 13 nefndarmenn sem hafa unnið skýrsluna nefna nokkur áhyggjuefni. Þau eru þrýstingur í farþegarými, ósón- og kolmónoxíð- hlutfallið í loftinu og mögulegt varnarleysi gagnvart plágueyði og stybbu frá vélarolíu, hinum ýmsu vökvum og frostlegi. Farþegar og flugliðar anda að sér blöndu af lofti sem kemur að utan og berst í gegnum vélina og síuðu lofti sem fer í hringrás um farþegarýmið. Segir jafnframt í fréttinni að svo virðist sem loft- ræstingin auðveldi ekki dreifingu vírusa og smits í farþegarými. Í niðurstöðu skýrslunnar kemur fram að þótt reykingar hafi verið bannaðar um borð í flugvélum í meira en áratug þurfi að taka loft- ræstinguna í faþegarýminu til end- urskoðunar. Stöðlum ábótavant Nefndarmenn lögðu einnig til að alríkisstjórnin beitti sér fyrir að gerð yrði viðamikil rannsókn á gæðum þess lofts sem fólk andar að sér í flugvélum og hefði hlutlaus vísindanefnd umsjón með rann- sókninni og veitti ráðgjöf. „Stöðlum er ábótavant á mörg- um sviðum,“ segir Eileen Abt sem er ein af forsvarsmönnum rann- sóknarinnar. „Svo tekin séu dæmi þá eru kröfur FAA (Federal- Aviation Administration) varðandi loftþrýsting í farþegarými, sem settar voru árið 1964, lítt ígrund- aðar. Þau mál hafa aldrei verið endurskoðuð.“ Í farþegarými getur loftið verið of þunnt fyrir fólk sem er með hjarta- eða lungnasjúkdóma og fyrir smábörn. Íhuga málið Dr. Russell Rayman á sæti í nefndinni og er framkvæmdastjóri samtaka sem fjalla um heilsufars- leg málefni í flugvélum. Hann segir að skýrslan knýi á um að flugmála- yfirvöld geri eitthvað í málinu. Hve djúpt þau fari í rannsókn á því sé ekki hægt að segja um. „Um þessar mundir hafa þeir um nóg annað að hugsa vegna hryðjuverkaárásanna í september,“ segir hann. „Tíma- setningin á birtingu skýrslunnar er ef til vill ekki góð. Við höfðum þeg- ar frestað birtingu hennar vegna atburðanna.“ FAA brást af varfærni við nið- urstöðum hinnar 246 síðna skýrslu. „Við þurfum tíma til að íhuga nið- urstöðurnar,“ sagði talsmaður þeirra, Alison Duquette. „Fyrri at- huganir hafa ekki sýnt fram á að óhollt sé að anda að sér lofti í far- þegarými flugvéla. Þeir sem standa að þessari rannsókn segja að þær athuganir hafi verið of fáar og ekki nógu ítarlegar til að hægt sé að draga af þeim ályktanir.“ Reuters Óheil- næmi lofts í flug- vélum
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.