Morgunblaðið - 27.01.2002, Page 49

Morgunblaðið - 27.01.2002, Page 49
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 27. JANÚAR 2002 49 úts ala O p ið á su nn ud ög um fr á kl . 13 — 17 Þríleikur (Troís) Spennumynd Bandaríkin 2000. Skífan 2000. Bönnuð innan 16 ára. (93 mín.) Leikstjórn Rob Hardy. Aðalhlutverk Gary Dourdan, Gretchen Palmer, Kenya Moore. Á YFIRBORÐINU virðist allt leika í lyndi hjá Davis-hjónunum ungu. Bæði falleg og í fínu formi og hann bráðefnilegur lögfræðingur með framtíðina fyrir sér í faginu. En undir niðri blundar þörfin fyrir eitthvað meira, einhverja spennu, eitthvað öðruvísi. Hann langar að sannreyna kenninguna um að allt sé þegar þrennt er. Eftir dá- gott nuð í ansi hreint aumri og undirgefinni eigin- konunni fær hann sínu framgengt og ung dama kemur í heimsókn … ákvörðun sem á eft- ir að draga laglegan dilk á eftir sér. Það er svo sem lítið um hana þessa að segja. Siðferðismatið er brenglað, gildismatið líka. Sagan fjarri raun- veruleikanum. Allt gervi. Líka það sem á að vera svo ofurraunsætt og dramatískt. Spennan er lítil sem eng- in. Samúðin ekki með neinum og ást- arsenurnar eins og í þriðja flokks tón- listarmyndbandi sem fæst sýnt á daginn á MTV. Má þá frekar benda á eldri og frambærilegri myndir af svipuðum toga; Fatal Attraction, Bas- ic Instinct ... ja svei mér þá ef ekki bara Body of Evidence líka.  Skarphéðinn Guðmundsson Myndbönd Þrennt á þörfinni

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.