Morgunblaðið - 27.01.2002, Qupperneq 56

Morgunblaðið - 27.01.2002, Qupperneq 56
MORGUNBLAÐIÐ, KRINGLUNNI 1, 103 REYKJAVÍK, SÍMI 569 1100, SÍMBRÉF 569 1181, PÓSTHÓLF 3040, ÁSKRIFT-AFGREIÐSLA 569 1122, NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, AKUREYRI: KAUPVANGSSTRÆTI 1 SUNNUDAGUR 27. JANÚAR 2002 VERÐ Í LAUSASÖLU 190 KR. MEÐ VSK. VETUR konungur heldur fast um stjórntaumana þessa dagana og víst fáir sem ekki verða varir við völd hans. Þrátt fyrir kuldann og klak- ann sitja skarfarnir sem fastast á fjörukambinum við Stokkseyri og virðast ekkert taka eftir hávaða- rokinu og úfnu hafinu. Skarfurinn er staðfugl og heldur til allt í kring- um landið á veturna. Síðla vetrar fara fuglarnir svo að hópast á varp- stöðvarnar en kjörlendi þeirra er sjávarstrendur, sjávarlón og árósar líkt og finna má á Stykkishólmi. Skarfurinn er sjófugl og veit hvað- an gott kemur þar sem hann sækir æti sitt aðallega til sjávar og veiðir fisk og botndýr á grunnsævi. Þrátt fyrir lélegan gang og afkáralegan fótaburð er skarfurinn mikill sund- fugl og afbragðs kafari og því ekk- ert ólíklegt að þrenningin á mynd- inni sé að skipuleggja næsta kappsund í leit að uppáhaldsætinu marhnútum, sandkola, þorski og krabbadýrum. Morgunblaðið/RAX Skarfarn- ir skrafa BJÖRN Bjarnason menntamálaráð- herra lýsti því yfir að hann æskti um- boðs til að leiða lista Sjálfstæðisflokks í borgarstjórnarkosningum í Reykja- vík í framsöguræðu sinni á kjördæm- isþingi sjálfstæðismanna í gær. Björn sagðist í ræðu sinni bjóða sig fram til að leiða Sjálfstæðisflokkinn til sigurs í snarpri kosningabaráttu og ástæða framboðsins væri að hann vildi að í Reykjavík dafnaði blómlegt mannlíf í krafti nútímalegra starfs- hátta og upplýsinga með öflugu at- vinnulífi og einkaframtaki. Hann byggi yfir mikilli þekkingu á þeim málefnum sem skiptu sköpum um far- sælt og fjölskylduvænt mannlíf í Reykjavík og liti hann þá einkum til mennta-, menningar-, íþrótta- og æskulýðsstarfs. „Ég geri þetta vegna þess að lýðræðislegar hefðir Sjálf- stæðisflokksins og vinnubrögð duga betur við stjórn Reykjavík- ur en ráðleysi og valdabrölt R- listans. Ég geri þetta vegna þess að Reykvíkingar eiga betra skilið en neikvæða stjórn R-listans,“ sagði Björn og kvað Reykjavík verða höfuðborg allra landsmanna að nýju undir styrkri stjórn sjálfstæðis- manna. Björn sagði að ráðleysi ríkti í stjórn R-listans í borgarmálum þar sem Reykvíkingar fyndu sífellt meira fyrir stöðnun í borgarlífinu sem leiddi til hnignunar. „Gamalkunn vinstri valdapólitík og úrræði eru ekki til þess fallin að eyða biðlistum við leik- skóla, að auka fjölbreytni í skóla- starfi, að fjölga og lækka verð á íbúða- lóðum, að styrkja stoðir atvinnu- lífsins. Vinstri úrræðin leysa ekki skipulagsmál á skynsamlegum for- sendum. Vinstri úrræðin hafa ekki létt áhyggjum af húsnæðislausum, aldrei hafa verið lengri biðlistar eftir félagslegu húsnæði. Valdapólitík R-listans hefur skapað lengri biðlista eftir hjúkrunarrými en nokkru sinni fyrr og þjónustugjöld á aldraða hafa stórhækkað,“ sagði ráðherra og benti á að skuldir borgarinnar hefðu hækk- að um 9 milljónir króna á hverjum degi á valdatíma R-listans og hreinar skuldir áttfaldast frá árslokum 1993. Björn Bjarnason lýsir yfir framboði  Framtíð/6 Björn Bjarnason TALSMAÐUR Alcan Inc., eiganda ISAL, segir engar áætlanir uppi um að auka framleiðslugetu ál- versins í Straumsvík úr 170 þús- und tonnum í 460 þúsund tonn og neitar fréttum þess efnis í frétta- skeyti OsterDowJones. Eingöngu sé um að ræða tölur sem unnið hafi verið úr á meðan hagkvæmn- isathugun á álverinu var gerð. Talsmaður Alcan bætir því við í fréttaskeyti OsterDowJones að ekki standi fyrir dyrum fram- leiðsluaukning í neinu álvera fyr- irtækisins vegna lítillar eftirspurn- ar eftir áli. Segir hann að álver fyrirtækisins í Bresku Kólumbíu og Brasilíu séu hins vegar líklegri til að verða fyrir valinu varðandi stækkun áður en nokkuð slíkt fari af stað hér á landi. Rannveig Rist, forstjóri ISAL, sagði í samtali við Morgunblaðið í gær að eingöngu væri verið að skoða málin og engar ákvarðanir hefðu verið teknar. Um væri að ræða könnun á því hvort stækkun yrði hagkvæm eður ei. „Stað- reyndin er sú að það er verið að gera hagkvæmnisútreikninga og fara í umhverfismat, sem eru könnunaraðgerðir áður en ákvörð- un verður tekin um stækkun,“ sagði Rannveig. Hrannar Pétursson, upplýsinga- fulltrúi ISAL, leggur áherslu á að fyrirtækið sé eingöngu að kanna hvort stækkun sé möguleg. „Ef það ferli sem nú er í gangi leiðir í ljós að stækkun sé möguleg gæti niðurstaðan orðið sú að kanna hvort stækkun yrði hagkvæm og hvort þörf væri fyrir málminn. Fyrst þá, að loknum slíkum athug- unum, verður hægt að taka afstöðu til okkar hugmynda. Þetta höfum við lagt ríka áherslu á við alla sem hafa leitað eftir upplýsingum og það er mikil oftúlkun á staðreynd- um að halda því fram að verk- smiðjan í Straumsvík verði stækk- uð. Það hafa engar ákvarðanir verið teknar um slíkt og verða ekki teknar á næstunni.“ Engar stækkunaráætl- anir ISAL á borðinu SJÁVARÚTVEGUR verður undir- stöðuatvinnugrein Íslendinga að 30 árum liðnum að mati 40% lands- manna ef marka má könnun sem Gall- up gerði fyrir Morgunblaðið. Hringt var í 1.800 manns á aldr- inum 18–75 ára og var svarhlutfall rúm 70%. Töldu 23% að þekkingariðnaður yrði undirstöðuatvinnugrein þjóðar- innar og 15,5% nefndu ferðaþjónustu. Talsverður munur kom fram á af- stöðu kynjanna. Karlmenn telja frek- ar en konur að sjávarútvegur og iðn- aður verði undirstöðuatvinnugreinar framtíðarinnar. Konur binda á hinn bóginn meiri vonir við þekkingariðn- að og verslun og þjónustu. Trú á að þekkingariðnaður verði undirstöðuatvinnugrein framtíðar- innar minnkar með hærri aldri. Eftir því sem fólk er eldra vex á hinn bóg- inn trúin á að iðnaður verði undir- stöðuatvinnugrein framtíðarinnar. Yngsti aldursflokkurinn, 16–24 ára, bindur mestar vonir við þekkingar- iðnað, eða nálægt 40%. Fáir í þessum aldurshópi nefna ferðaþjónustu eða iðnað en hafa meiri trú á verslun og þjónustu en aðrir aldurshópar. Undirstöðuatvinnugrein Íslendinga eftir 30 ár? 40% nefna sjávarútveg  Á hverju/C1–4 MIKIÐ ofbeldi tíðkast meðal þeirra sem innheimta skuldir vegna fíkni- efnaviðskipta og lögreglan hefur fá úrræði til að taka á þessum vanda þar sem þolendur ofbeldisins veigra sér við að kæra gerendur af ótta við enn frekari hefndir. Lögreglan í Reykjavík hefur heyrt af því að misindismenn í fíkniefna- heiminum hafi komið sér upp pynt- ingarstöðum í skúrum í grennd við borgina. Það þekkist að mönnum sé kippt upp í bíla af götunni og þeim ek- ið á pyntingarstaði þar sem þeir eru limlestir. Lögreglan hefur m.a. heyrt af því að menn hafi í þessu skyni beitt borvél og borað inn í axlir á fórnar- lambi. Einnig eru þekkt dæmi um að menn séu fingurbrotnir og jafnvel að hnéskeljar þeirra séu brotnar. Í samtali við Ásgeir Karlsson, að- stoðaryfirlögregluþjón og yfirmann fíkniefnadeildar lögreglunnar í Reykjavík, kemur fram að innheimtu- menn fíkniefnaskulda snúi sér fyrst að fjölskyldu skuldarans og beiti ógn- unum.  Fíkniefnasalar/10–11 Pyntingarstað- ir fíkniefna- sala í grennd við borgina ♦ ♦ ♦

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.