Morgunblaðið - 02.03.2002, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 02.03.2002, Blaðsíða 4
FRÉTTIR 4 LAUGARDAGUR 2. MARS 2002 MORGUNBLAÐIÐ TUTTUGU og sjö ára gamall karl- maður, Bjarni Þór Finnbjörnsson, var í gær dæmdur í þriggja ára fang- elsi fyrir að smygla 2.779 e-töflum til landsins í apríl í fyrra. Hann var handtekinn á salerni í komusal flug- stöðvar Leifs Eiríkssonar þar sem hann var „eitthvað að bauka yfir bakpoka“ en í honum voru e-töflurn- ar geymdar. Bjarni Þór neitaði því að hafa staðið að innflutningi e-taflnanna og sagði sinn hlut í málinu takmarkast við að koma þrítugum ferðafélaga sínum í samband við sölumann efn- anna í Amsterdam. Tilviljun hefði ráðið því að hann hefði verið með fíkniefnin í fórum sínum þegar hann var handtekinn. Ferðafélagi hans var einnig ákærður en Héraðsdómur Reykjavíkur sýknaði hann og sagði ósannað að hann hefði átt nokkurn þátt í innflutningnum. Þriðji maður- inn sem fór með þeim utan var ekki ákærður í málinu. Upphaf málsins var það að fíkni- efnadeild lögreglunnar í Reykjavík bárust upplýsingar um fyrirhugaðan fíkniefnainnflutning. Hjá lögreglu og fyrir dómi sagði Bjarni Þór að frum- kvæðið hefði komið frá ferðafélaga sínum en sjálfur hefði hann kannað möguleika á kaupum í Amsterdam. Ferðafélagi hans hefði fjármagnað ferðina að öllu leyti en sjálfur hefði hann vonast til að með þátttöku sinni yrði fíkniefnaskuld sín felld niður. Mennirnir fóru til Frankfurt og tóku þaðan lest til Amsterdam þar sem þeir höfðu samband við Íslending sem seldi þeim töflurnar. Leist ekki á blikuna og ætlaði að henda efnunum Að sögn Bjarna ætluðu þeir að skilja töflurnar eftir ytra en síðan fá einhvern til að flytja þær til landsins. Sökum tímaskorts varð ekkert af þessu og var ákveðið að hafa þær meðferðis en þriðji ferðafélaginn hafði talað um að einhver sem hann þekkti hefði aðstöðu til að fara með efnin fram hjá tollskoðun í flugstöð- inni. Bjarni kvaðst hafa orðið viðskila við ferðafélaga sína í flugstöðinni. Eftir nokkra stund hefði honum ekki litist á blikuna en hann kvaðst marg- sinnis hafa sagt þeim að hann myndi ekki taka þátt í innflutningi fíkni- efna. Hann hefði því farið inn á sal- ernið í því skyni að henda töflunum en þá verið handtekinn. Við meðferð málsins var lögð fram ný matsgerð á eiginleikum e-taflna. Segir í dómnum að ekkert hafi komið fram í málinu sem sé til þess fallið að breyta mati dómstóla á saknæmi innflutnings á e-töflum. Í dómnum segir að saknæmi fíkniefnabrota sé byggt á hættueiginleikum efnanna og verði því fyrst virkt þegar efnin eru sett í umferð og þeirra neytt. Bjarni hafi reynt að afstýra hætt- unni af brotinu með því að fleygja töflunum á salerni flugstöðvarinnar. Var þetta metið til refsilækkunar sem og hreinskilnisleg játning. Auk refsivistarinnar var Bjarna gert að greiða ¾ af málsvarnarlaun- um Björns L. Bergssonar hrl. 800.000 krónur en ríkissjóður greiðir fjórðung þar sem Bjarna var rang- lega meinað að útvega sér sjálfum fæði meðan á gæsluvarðhaldsvist hans stóð. Verjandi ferðafélaga hans var Pétur Örn Sverrisson hdl. Guðjón St. Marteinsson, Hervör Þorvaldsdóttir og Skúli J. Pálmason kváðu upp dóminn. Þriggja ára fangelsi fyrir smygl á 2.779 e-töflum Keypti e-töflur af Íslendingi í Hollandi ÞINGFLOKKUR sjálfstæðismanna samþykkti í gær tillögu Davíðs Oddssonar, forsætisráðherra og formanns flokksins, um að Tómas Ingi Olrich tæki við starfi mennta- málaráðherra af Birni Bjarnasyni. Ráðherraskiptin fara formlega fram á ríkisráðsfundi í dag. „Ég veit það að Björn Bjarnason skilar góðu búi í erfiðu ráðuneyti. Það verður heillandi verkefni að takast á við ráðuneytið og ég býst við að ég njóti góðs af því starfi sem þar hefur hafist,“ sagði Tómas Ingi þegar hann var spurður hvernig honum litist á að taka við af Birni. Tómas Ingi kvaðst koma til með að byrja á því að einbeita sér að þeim málum sem væru fyrir þinginu, þ.e. endurskoðun á upp- byggingu vísindastarfsins. Það væri afar stórt mál og brýnt að það næði fram að ganga. Erfitt val Davíð Oddsson var spurður hvers vegna hann hefði gert tillögu um Tómas Inga. „Þetta var mjög erfitt val. Það voru mjög margir sem komu til greina. Niðurstaðan var þessi að Tómas Ingi tæki að sér þetta vand- fyllta starf. Björn Bjarnason hefur verið afburða menntamálaráð- herra. Ég vildi gjarnan fá mann með yfirburða þekkingu; vinnuhest eins og Björn er sjálfur. Ég taldi þá kosti sameinast í Tómasi Ingi, en ég ítreka að þar komu fleiri til greina,“ sagði Davíð. Davíð sagði aðspurður að hann útilokaði ekki að frekari breytingar yrðu gerðar á ríkisstjórnin á þessu kjörtímabili. „Það er hins vegar ekkert í kortunum eins og er.“ Björn sagði að það hefði legið fyrir um nokkurt skeið að hann myndi hætta sem ráðherra þegar framboðslisti sjálfstæðismanna í Reykjavík vegna borgarstjórn- arkosninganna hefði verið ákveð- inn. „Ég kveð starfið með söknuði. Þetta er mikið, spennandi og skemmtilegt starf. Ég kveð það líka með miklu stolti því að það hefur náðst frábær árangur á mörgum sviðum. Ég er hins vegar að fara að takast á við ný og kannski enn þá meira spennandi verkefni. Ég er þess vegna með hugann við það núna.“ Björn sagði að sér litist vel á Tómas Inga. „Við höfum unnið saman. Við vorum saman í mennta- málanefnd þingsins og ég þekki hann af góðu einu. Hann er mjög vinnusamur. Það fer það orð af mér að ég sé vinnusamur og mennta- málaráðuneytið þarf á vinnusömum manni að halda. Hann hefur líka bakgrunn sem nýtist honum. Hann var á sínum tíma framhaldsskóla- kennari í Menntaskólanum á Ak- ureyri.“ Uni niðurstöðunni Nöfn tveggja annarra þing- manna höfðu oftast verið nefnd í sambandi við ráðherraskiptin, þ.e. nöfn Sigríðar Önnu Þórðardóttur og Einars K. Guðfinnssonar. „Ég uni niðurstöðunni. Þetta er niðurstaða þingflokksins. Við höf- um unnið mjög lengi saman, ég og verðandi menntamálaráðherra. Við höfum átt mjög gott samstarf. Ég sóttist auðvitað eftir þessu og þetta eru því ákveðin vonbrigði fyrir mig. Það er bara alltaf svona þegar aðeins er um eitt embætti að ræða að þá eru margir kallaðir en fáir út- valdir,“ sagði Sigríður Anna. Aðspurður sagði Sigríður Anna ekki ákveðið hver tæki við for- mennsku í utanríkismálanefnd. Það yrði ákveðið síðar. „Þetta er farsæl og góð nið- urstaða. Tómas er vel að þessu kominn. Hann hefur starfað í menntamálanefnd og unnið að und- irbúningi lagafrumvarpa fyrir menntamálaráðherra þannig að ég held að við séum hér að eignast öfl- ugan og góðan menntamálaráð- herra,“ sagði Einar K. Guðfinnsson. Tómas Ingi er 59 ára gamall. Hann lauk stúdentsprófi frá MA 1963 og stundaði nám í frönsku og sagnfræði við HÍ 1963–1964. Hann stundaði nám í frönsku og frönsk- um bókmenntum, ensku og atvinnu- landafræði við Montpellier-háskóla í Frakklandi. Licence ès lettres- próf 1967, Maître ès lettres mod- ernes 1970. Tómas var kennari við Menntaskólann á Akureyri 1970– 1991 og aðstoðarskólameistari 1973–1983. Hann var kjörinn al- þingismaður Sjálfstæðisflokksins í Norðurlandskjördæmi eystra árið 1991. Hann hefur verið formaður utanríkismálanefndar Alþingis frá árinu 1997. Eiginkona hans er Nína Þórðardóttir. Tómas Ingi Olrich tekur við embætti menntamálaráðherra Heillandi verkefni að takast á við Morgunblaðið/Golli Davíð Oddsson forsætisráðherra svarar spurningum fréttamanna. Næst honum stendur Tómas Ingi Olrich, nýr menntamálaráðherra, og lengst til hægri er fráfarandi menntamálaráðherra, Björn Bjarnason. Morgunblaðið/Kristinn Síðasta embættisverk Björns Bjarnasonar sem menntamálaráðherra var að opna ráðstefnu um upplýsinga- tækni sem ráðuneytið stóð fyrir í Menntaskólanum í Hamrahlíð. Ráðstefnan var mjög fjölsótt. FRIÐRIK Pálsson, stjórnarfor- maður Landssíma Íslands hf., sendi í gær frá sér eftirfarandi yfirlýs- ingu: „Ég var beðinn um að taka að mér stjórnarformennsku í Lands- síma Íslands hf. á miðju árið 1999. Til viðbótar við hefðbundin störf stjórnarformanns var ljóst að meg- inverkefni mitt yrði að vinna ásamt stjórn og forstjóra að söluferli fyr- irtækisins í samvinnu við fram- kvæmdanefnd um einkavæðingu og samgönguráðuneytið. Í ljósi þess að ákveðið hefur verið að fresta sölu Símans um ótiltekinn tíma hef ég tekið þá ákvörðun að láta af stjórnarformennsku í félaginu. Ákvörðun mína tek ég einnig vegna þess að ég hef ekki fengið þá ótví- ræðu traustsyfirlýsingu frá stjórn- völdum sem ég tel forsendu þess að ég geti náð viðunandi árangri í störfum mínum fyrir Símann.“ Landssími Íslands hf. Lætur af stjórnar- formennsku REYKJAVÍKURLISTINN fengi nú níu borgarfulltrúa kjörna og Sjálfstæðisflokkurinn sex ef marka má niðurstöður skoðanakönnunar sem Gallup gerði í febrúarmánuði og RÚV sagði frá í gærkvöldi. Í könnuninni mældist Reykjavík- urlistinn með 57,8% fylgi, Sjálfstæð- isflokkurinn með 39,9% og Frjáls- lyndi flokkurinn með 2,3% fylgi. Úrtakið í könnuninni var 2.178 manns og svarhlutfallið 70%. Könn- unin var gerð á tímabilinu 2.–27. febrúar. Spurt var: „Ef kosið yrði í dag til borgarstjórnar hvaða flokk eða lista myndir þú kjósa?“ 16% þeirra sem voru spurðir voru ekki viss um hvað þau myndu kjósa og 4% ætluðu ekki að kjósa eða skila auðu. Fram kemur að Gallup hefur í eitt ár gert stöðugar mælingar á fylgi flokkanna og hefur munurinn aldrei mælst meiri á þessu tímabili. Ný skoðanakönnun Gallup Reykjavíkurlistinn með 57,8% fylgi
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.