Morgunblaðið - 02.03.2002, Side 61

Morgunblaðið - 02.03.2002, Side 61
FÓLK Í FRÉTTUM MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 2. MARS 2002 61 með Önnu Vilhjálms og hljómsveit Stefáns P í Ásgarði, Glæsibæ, í kvöld, 2. mars Húsið opnað kl. 22. Allir velkomnir! DANSLEIKUR TÍSKAN 2002 3.MA RS Tímari t ið Hár og fegurð DANSLEIKUR S É R S V E I T I N Í tilefni af 50 ára afmæli Styrktarfélags lamaðra og fatlaðra býður félagið fötluðum ungmennum 12 ára og eldri til dansleikjar í Ráðhúsinu í Reykjavík laugardaginn 2. mars kl. 20. Fram koma: Írafár - Í svörtum fötum - JFM - Páll Óskar - DJ Unseen sem leggja fram vinnu sína án endurgjalds í tilefni dagsins. Aðgangur ókeypis og veitingar í boði Vífilfells, Ásbjörns Ólafssonar, Ó. Johnsons & Kaaber og Nóa Siríus. KATRÍN Gunnarsdóttir varð um seinstu helgi Íslandmeistari í ein- staklingskeppni í dönsum með frjálsri aðferð (Freestyle) í aldur- hópnum 13-17 ára og keppnin er henni ekkert ný. „Nei, þetta er í fjórða skiptið sem ég er þátttakandi. Í fyrra varð ég í öðru sæti í hópakeppnini og í þriðja sæti í einstaklingskeppninni,“ seg- ir Katrín. Hún æfir dans í Kramhús- inu þessa dagana og mun sjálfsagt gera annað en að dansa á næst- unni því hún mun sýna á Ljósahátíð- inni með danshópnum sínum Andrómedu og sjálfsagt eitthvað fleira. Hvernig hefurðu það í dag? Bara fínt, þakka þér fyrir. Hvað ertu með í vösunum í augna- blikinu? Teygju, síma og veski. Ef þú værir ekki dansari hvað myndirðu vilja vera? Ég myndi vilja vera tónlistarmaður. XXXRottweiler eða Á móti sól? Hvorugt. Hverjir voru fyrstu tónleikarnir sem þú fórst á? Maus á Gauknum. Hvaða hlut myndir þú fyrst bjarga úr eldsvoða? Klarinettunni minni og myndaal- búminu. Hver er þinn helsti veikleiki? Ég er alger vinnusjúklingur og er alltof upptekin. Hefurðu tárast í bíó? Já, oft og mörgum sinnum. Finndu fimm orð sem lýsa persónu- leika þínum vel. Húmoristi, jákvæð, smámunasöm, orkubolti og ákveðin. Hvaða lag kveikir blossann? Úfff þessi er erfið ... held ég verði að segja: „Something Stupid“ með Nicole Kidman og Robbie Williams. Hvert er þitt mesta prakkarastrik? Að hafa tekið rafmagnið af öllu húsinu þegar ég var lítil. Hver er furðulegasti matur sem þú hefur bragðað? Hrísgrjónaréttur með kol- kröbbum í. Hvaða plötu keyptirðu síðast? Requiem for a dream. Hvaða leikari/leikkona fer mest í taugarnar á þér? Robert Redford, hann er allt of væminn. Hverju sérðu mest eftir í lífinu? Að hafa ekki 30 klst. í sólarhringn- um annars sé ég ekki eftir neinu. Trúir þú á líf eftir dauðann? Já. Klarinettan er dansmeynni kær SOS SPURT & SVARAÐ Katrín Gunnarsdóttir Morgunblaðið/Sverrir ÞAÐ er allt að verða vitlaust á Broad- way þessa dagana. Fríður hópur listamanna bæði syngur og dansar af öllum kröftum við seiðandi og takt- fasta suðræna tóna hljómsveitarinn- ar. Já, enn ein glæsisýningin er komin á fjalir Broadway og ber hún nafnið Viva Latino. Dagskráin er um 80 mín- útna löng og er fyrsta sýningin í kvöld. Fjörugt andrúmsloft Það er enginn annar en sjálfur Gunnar Þórðarson sem stjórnar stór- hljómsveitinni og hann hefur fengið til liðs við sig fína barka einsog Bjarna Arason, Guðrúnu Árnýju Karlsdóttur, Hjördísi Elínu (Dísellu) Lárusdóttur og Kristján Gíslason. Auk þeirra kemur fram glæsilegur hópur dansara undir stjórn Jóhanns Arnar Ólafssonar. Skemmtunin gerist á Latino-barn- um þar sem söngur, gleði og suðræn- ar ástir blómstra en umfram allt ein- kennist andrúmsloftið af stanslausu fjöri. Gunnar Þórðarson segir það lengi hafa verið á dagskrá hjá þeim að setja upp þessa sýningu, og nú loks hafi það tekist. Sem tónlistarstjóri velur Gunnar lögin í sýninguna. „Ég er ekki ein- ungis með suður-amerísk lög, heldur einnig frá Spáni, Ítalíu og jafnvel klassískir smellir frá Bandaríkjunum, en auðvitað eru líka lög frá Brasilíu og Argentínu.“ – Eru lög úr myndinni Mambo Kings sem allir þekkja svo vel? „Já, reyndar vill svo skemmtilega til.“ Áhorfendur reyna fyrir sér Gunnar segir leikstjórann Egil Eð- varðsson sjá síðan um að tengja lögin saman og koma þeim fyrir innan rammans sem valinn var, Latino-bar- inn. Söguþráðurinn er ekki fyrirferð- armikill, enda er þetta fyrst og fremst dans- og söngvaskemmtisýning. – Er Latino-barinn á Íslandi? „Nei, nei, þetta er heimsbar,“ segir Gunnar drjúgur með sig og glottir. – Og hvað gerist svo á barnum? „Heldurðu að ég fari að segja frá því? Það eina sem ég segi er að það er alltaf nóg að gerast þar, alltaf gaman, söngur, dans og gleði.“ Það er nú reyndar hægt að toga upp úr hljómsveitarstjóranum að lok- um að eftir sýninguna geta áhorfend- ur að sjálfsögðu reynt fyrir sér í suð- rænu sveiflunni, því leikið verður fyrir dansi fram á nótt. Og svei mér þá ef það eru ekki Geir Ólafs og furst- arnir sem verða þá við völd á Broad- way. Morgunblaðið/Golli O, já! Hér sé stuð! Viva Latino frumsýnt á Broadway hilo@mbl.is Stuð á suðræna heimsbarnum

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.