Morgunblaðið - 02.03.2002, Qupperneq 13

Morgunblaðið - 02.03.2002, Qupperneq 13
HÖFUÐBORGARSVÆÐIÐ MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 2. MARS 2002 13 FIMM ára stúlka skarst illa á and- liti sl. sunnudag er hún var að renna sér á snjóþotu í brekku við Setberg í Hafnarfirði og lenti á óvarðri járngirðingu með þeim af- leiðingum að sauma þurfti 14 spor í andlit hennar. Faðir stúlkunnar, sem varð vitni að slysinu, segir hana hafa misst stjórn á snjóþot- unni í harðfenni svo hún hafi lent á töluverðri ferð á grindverkinu. Svanlaugur Finnsson, tæknifræð- ingur hjá gatnadeild Hafnarfjarð- arbæjar, segir að engar kvartanir hafi borist vegna grindverksins svo hann viti til og ekki sé stefnt að því að bólstra það. Hann segir að ekki sé búið að ljúka framkvæmdum við svæðið en útbúin hafi verið þar sér- stök sleðabraut til hliðar við grind- verkið. „Það er ekki ætlast til að börnin renni sér fyrir ofan girðinguna, þar er holt,“ segir Svanlaugur. „Við settum girðinguna upp, því þarna er fjögurra metra hár hlaðinn steinveggur, til að börnin fari ekki þar fram af. Það er rétt að [girð- ingin] er ekki bólstruð og ég held að það standi ekki til.“ Svanlaugur segir að til hliðar við grindverkið sé þar til gerð sleða- brekka. Hann segir ómögulegt að stúlkan hafi farið á girðinguna hafi hún verið að renna sér í sleða- brekkunni; þá hljóti hún að hafa verið að renna sér í holtinu fyrir of- an girðinguna. „Þá eru foreldrarnir ábyrgir fyrir því ef þeir leyfa fimm ára börnum sínum að vera í þeirri brekku.“ Hann segir börnin ekki eiga að renna sér ofan grindverks- ins, því þá séu þau komin langt ut- an þess svæðis sem er sleðabrekka. Hann segir því ekki tilefni til þess að bólstra grindverkið. Náði ekki að beygja og fór beint á grindverkið Faðir stúlkunnar lýsir atburðin- um á þessa leið: „Það voru margir krakkar að renna sér þarna þennan dag. Hún renndi sér af stað á göngustíg sem er þarna og þar sem grindverkið kemur beygir göngu- stígurinn niður. Hún náði ekki efstu beygjunni og fór bara beint fram af og beint á grind- verkið.“ Stúlkan hafði rennt sér nið- ur brekkuna nokkr- um sinnum áður en slysið varð. Faðir stúlkunnar sá slysið gerast og segir hana hafa komið á mikilli ferð niður enda harðfenni. Faðir stúlkunnar segir að mikið sé um það að börn renni sér á þessum stað. Sleðabraut er við hlið girðingar- innar en „ef þau renna sér ekki beint niður lenda þau bara úti á vegi“, segir faðir- inn. Neðan sleða- brautarinnar er mön sem varna á því að börnin fari út á götu en hún er ekki fullkláruð. Að sögn Svanlaugs á eftir að gróðursetja ofan á henni og setja fyrirstöðu svo að börnin renni sér ekki yfir mönina. Hann segist vita til þess að kvartað hafi verið um að börnin renni sér framhjá möninni og yfir götuna. Skurðurinn sem stúlkan fékk náði frá auga og upp í hársrætur og voru saumuð fjórtán spor og þurfti stúlkan að dvelja á sjúkrahúsi yfir nótt. Stúlka slasaðist illa á andliti er hún fór á snjóþotu á járngrindverk við Setberg Grindverkið óvarið Hafnarfjörður Hefur ekki verið að renna sér á þar til gerðri sleðabraut, segir tæknifræðingur bæjarins Stúlkan fór beint á grindverkið en til hliðar við það er sérstök sleðabraut þar sem ætlast er til að börnin renni sér. Neðan hennar er mön til að varna því að börnin fari út á götu. GESTUM Byggðasafns Hafnar- fjarðar hefur fjölgað verulega á und- anförnum árum og var síðasta ár engin undantekning á því. Alls komu um 6.500 gestir í Smiðjuna, í Sívert- senshús komu tæp 4.000 og tæp 700 í Siggubæ. Alls komu því um 11.000 manns á sýningar safnsins og er það metaðsókn frá upphafi, segir í frétt á heimasíðu Hafnarfjarðarbæjar, www.hafnarfjordur.is. Erlendum gestum fjölgaði um 32% og í Smiðjunni fjölgaði gestum frá fyrra ári um 139%. Munar þar mest um gífurlega fjölgun nemenda frá leik-, grunn- og framhaldsskól- um, leikjanámskeiðum, æskulýðs- miðstöðvum og annarri æskulýðs- starfsemi. Í þeim hópi var fjölgunin 270%. Metaðsókn í Byggða- safnið Hafnarfjörður BÖRN og unglingar í grunnskólum Mosfellsbæjar hafa ekki þurft að mæta með skólatöskuna í skólann síðustu daga. Þess í stað hafa þau, með hugmyndaflugið að helsta vopni, unnið að verkefnum tengd- um þemadögum skólanna. Í Varmárskóla hafa nemendur helgað vinnu sína Halldóri Laxness í tengslum við aldarafmæli skálds- ins í apríl. Viðfangsefnið sem er skáldið, maðurinn og Mosfelling- urinn Halldór Laxness, var nálgast á margvíslegan hátt, með mynd- list, tónlist, kvikmyndagerð og gönguferðum um heimaslóðir hans í Mosfellsdal, svo eitthvað sé nefnt. Lög við texta Laxness hafa ómað um skólabyggingarnar að und- anförnu og efnt var til maraþon- lestrarkeppni og lásu nemendur bækur Halldórs samfleytt í heilan sólarhring. Meðan á þemadögunum stóð var komið upp kvikmyndaveri í skól- anum og hafa eldri nemendur unn- ið við gerð heimildarmyndar um Halldór. Þau tóku m.a. viðtöl við fólk sem þekkti Halldór og aðra sem sérþekkingu hafa á verkum hans. Á sumardaginn fyrsta verð- ur opið hús í Varmárskóla þar sem sett verður upp sýning á afrakstri þemadaganna. Unnið saman óháð aldri Lágafellsskóli tók til starfa í haust og þar eru nú nemendur frá 1.-6. bekk. Á þemadögum skólans var viðfangsefnið samvinna, sam- vera og samkennd. Nemendum var skipt í hópa og var valið í hópana óháð aldri. Hóparnir sinntu tveim- ur verkefnum á dag þá þrjá daga sem þemadagarnir stóðu yfir. Með- al viðfangsefna hópanna var úti- vist, þar sem farið var í ýmsa leiki, og sleðaferðir og tækni og vísindi, þar sem byggt og unnið var með tæknilegókubba. Þá snerist eitt verkefnið um tónlist þar sem börn- in smíðuðu og bjuggu til hljóðfæri. Í listahópnum unnu börnin sameig- inlega að gerð risastórs vegg- teppis sem prýða mun vegg í skól- anum. Börnin bökuðu síðan og opnuðu kaffihús í gær þar sem af- raksturinn var borðaður og annað sem gert var á þemadögunum var til sýnis fyrir gesti og gangandi. Um hádegi í gær tóku síðan börnin saman höndum í orðsins fyllstu merkingu, leiddust hönd í hönd og mynduðu „vinakeðju“ um ganga skólans. Samvera og Laxness á þema- dögum Morgunblaðið/Golli Í Lágafellsskóla sýndu börnin stolt afrakstur þemadaganna í gær. Morgunblaðið/Árni Sæberg Nemendur Varmárskóla gengu um Mosfellsdal og fræddust um heima- slóðir Halldórs Laxness undir leiðsögn Bjarka Bjarnasonar. Mosfellsbær ♦ ♦ ♦ BÆJARSTJÓRN Garðabæjar efnir til samkeppni um nafn á félagsmið- stöð eldri borgara í bænum. Fé- lagsmiðstöðin verður til húsa á Garðatorgi 7 og er gert ráð fyrir að hún verði opnuð í lok mars nk. Til- lögum að nafni skal skila til fræðslu- og menningarsviðs Garðabæjar og heimasíðu bæjarins. Einstaklingar með lögheimili í Garðabæ geta tekið þátt í samkeppninni. Skilafrestur er til 10. mars 2002. Samkeppni um nafn Garðabær LEIKSKÓLINN Víðivellir í Hafn- arfirði fagnaði 25 ára afmæli sínu á fimmtudag. Hann er fyrsti leik- skólinn sem Hafnarfjarðarbær byggði sérstaklega sem slíkan. Í þá daga byrjuðu börnin í leikskólan- um aðeins þriggja mánaða að aldri og ein deild var fyrir fötluð börn sem þjónaði öllu Reykjanesi, en hún var lögð niður árið 1992. Fyrsti leikskólastjórinn var Þórelf- ur Jónsdóttir. Í leikskólanum eru nú fjórar deildir fyrir börn á aldr- inum 6 mánaða til sex ára. Nú eru 107 börn í leikskólanum í marg- víslegum dvalartímum og þar starfa 38 manns. Haldið var upp á afmælið á fimmtudag með því að gestum var boðið í söngstund með börnunum. Að því loknu færðu starfsmenn skólans honum afmælisgjöf, forláta ræðupúlt, sem Guðrún Svava Guð- mundsdóttir leikskólastjóri veitti viðtöku. Þar er útskorið nafn skól- ans og ártalið 2002. Síðan færði Steinunn Sigurbergsdóttir skólan- um gjafir frá foreldrafélaginu, prentara og stafræna myndavél. Magnús Gunnarsson, bæjarstjóri, ávarpaði starfsmenn leikskólans og gesti þeirra og flutti þeim heilla- óskir bæjarstjórnar Hafnarfjarðar. Tilkynnti hann að bæjarráð hafi á fundi sínum á fimmtudagsmorgun ákveðið að færa leikskólanum 200.000 krónur að gjöf til kaupa á tækjabúnaði. Menning og markmið leikskól- ans byggist enn á gömlum gildum frá upphafsárunum, segir í frétt frá Hafnarfjarðarbæ, þ.e. blöndun fatlaðra og ófatlaðra barna. „Mark- miðið með blöndun á þennan hátt er að öll börn dvelja saman á deild og eiga þess kost að dafna hlið við hlið í leik og starfi. Nú er á Víði- völlum unnið að þróunarverkefninu Gaman saman, en leikskólinn fékk styrk til þess úr Þróunarsjóði leik- skóla. Verkefnið felur í sér að starfsmenn leikskólans sérhæfa sig í að taka á móti fötluðum og lang- veikum börnum og miðla þekkingu sinni og reynslu til foreldra og ann- arra samstarfsaðila. Verkefnis- stjóri er Ásta Sigríður Loftsdóttir þroskaþjálfi.“ Magnús Gunnarsson bæjarstjóri og Guðrún Svava Guðmundsdóttir leik- skólastjóri ásamt fríðum hópi leikskólabarna á Víðivöllum. Leikskólinn Víði- vellir er 25 ára Hafnarfjörður
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.