Morgunblaðið - 02.03.2002, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 02.03.2002, Blaðsíða 40
SKOÐUN 40 LAUGARDAGUR 2. MARS 2002 MORGUNBLAÐIÐ Lifandi tungumál breytist ítímans rás. Þrátt fyrirað við gortum okkur afþví að hafa varðveitt tungu forfeðra okkar betur en frændþjóðir okkar og segjumst geta lesið og skilið það sem skrifað var fyrst á Íslandi, hefur mikið breyst. Það er alveg ljóst að hand- ritin lesa ekki aðrir en þeir, sem hafa til þess sérstaka menntun og þekkingu. Almenningur getur svo lesið textann, þegar styttingar og „skammstafanir“ hafa verið leystar upp og hann færður á nútíma letur. Samt sem áður er margt í þessum textum sem dvalið getur skilning okkar. Það er afar eðlilegt að margt í fornritunum komi okkur ein- kennilega fyrir sjónir, enda er tungan lifandi og hefur tekið mikl- um breytingum á öllum þessum öldum. Breytingarnar eru af ýmsu tagi, svo sem eðlileg málfræðileg þróun, vegna áhrifa úr öðrum tungumálum og vegna breyttra þjóðhátta. Á tímum Egils Skalla- grímssonar merkti orðið sæmileg- ur að vera til sóma. Betur var ekki hægt að gera. Í dag er sá sæmilegi ekki nema í slöku meðallagi en orð- in ágætur eða frábær hafa tekið yf- ir fyrri merkingu hins sæmilega. – – – Tökuorð eru algengari í íslensku en líklega flesta grunar. Segja má að öll orð, sem byrja á péi í ís- lensku, séu tökuorð, komin úr ýms- um tungumálum, en líklega flest úr latínu. Orðin faðir og móðir eru til dæmis komin, reyndar fyrir óra- löngu, með sérstakri hljóðfærslu úr latínu, þar sem samsvarandi orð eru pater og mater, father og mother á ensku og svo framvegis. Það, sem líklega má segja að ís- lenska hafi fram yfir tungumál frændþjóðanna, er hins vegar ný- yrðasmíð og er þar af mörgu að taka, allt frá skilvindu til þotu og þyrlu og tölvu. Nýyrðin ná misvel að festa sig í sessi. Sum slá í gegn en önnur veslast upp og deyja. Það er eitt af lögmálum hins lifandi máls. – – – Skilningur á tungumálinu, merk- ingu orðanna er mikilvægur. Hægt er að setja saman texta með rétt- mynduðum íslenskum orðum, sem engu að síður er gersamlega óskilj- anlegur. Á hinn bóginn er einnig hægt að setja saman texta sem byggður er röngum orð- myndum og rangri orðnotk- un, en er hins vegar auðskilj- anlegur. Hvor- ugt er gott, en meginmarkmiðið með því að segja eða skrifa eitthvað, hlýtur að vera að koma einhverju til skila. Því verður það sem sagt er eða skrifað að skiljast. Að sjálfsögðu er það ýmislegt sem betur mætti fara í almennri málnotkun, það er eðli hinnar lif- andi tungu. En hvenær á að grípa fram í og hver á að skera úr um hvað sé beinlínis rangt og hvað sé eðlileg þróun? Því er vandsvarað. Verður þó tekið hér dæmi um orð, sem er orðið algengt í íslensku máli, en ætti ekki að eiga þar heima. Það er orðið samkeppn- isaðili. Orðin samkeppni og aðili eiga sér fastan og eðlilegan sess í tungunni hvort um sig en eiga enga samleið. Tungan býr yfir miklu ein- faldara, rökréttara og gagnsærra orði; keppinautur. Þeir sem eiga í samkeppni eru keppinautar. Sé lit- ið á orðið rekkjunautar, það er þá þær eða þau sem deila saman rekkju, sést enn betur hve kauðskt orðið samkeppnisaðili er. Hvernig líst fólki á orðið rekkjuaðilar? Orðið magn er mikið notað, reyndar ofnotað. Algengt er að sagt sé að mikið magn af síld eða loðnu hafi veiðst. Orðinu magn er þarna algjörlega of aukið. Nægi- legt er að segja að mikið hafi veiðst, hvort sem það er síld eða loðna. Hægt er að segja hlutina á ýms- an hátt til að koma sínu til skila. Oft er reynt að fegra laka stöðu með orðskrúði. Algengt er þegar skýrt er frá tapi á rekstri fyr- irtækja að talað sé um neikvæðan hagnað. Það er vandséð að sú mál- notkun standist, en sé verið að tala um eitthvað annað en venjulegt tap, þá þarf að skýra það betur. Samkvæmt þessu ætti þá hagn- aður að vera neikvætt tap, vildi maður sverta myndina. Gera ekki tveir mínusar plús, eða hvað? – – – Gamanmál - Skólaganga getur verið tyrfin á stundum, sérstaklega þegar áhuginn er af skornum skammti. Þegar á hólminn er kom- ið, verða menn þó að gera sitt besta. Eftirfarandi ritgerð um hrognkelsin er úr ónefndum fram- haldsskóla fyrir alllöngu: „Hrognkelsinn er meindýr af skólpdýraættinni. Hann hefur einn maga en út úr honum ganga níu botnlangar. Verði hann fyrir áreitni, spýtir hann frá sér vökva og verður þá óvinurinn svartur í framan.“ Ekki fylgir sögunni hvaða ein- kunn nemandinn fékk en skemmt- anagildið er ótvírætt. ÍSLENSKT MÁL Eftir Hjört Gíslason En hvenær á að grípa fram í og hver á að skera úr um hvað sé beinlínis rangt og hvað sé eðli- leg þróun? hjgi@mbl.is ÞAR sem vegir mæt- ast verður til borg, við járnbrautarstöðvar, hafnir og þar sem flug- vellir eru byggðir. Því skýtur nokkuð skökku við að leggja flugvöllinn af og þrengja að höfn- um. Góðar samgöngur eru jú ein af undirstöð- um byggðar. Þar sem gert er ráð fyrir stækk- un borgarinnar tel ég því rétt að landrými umhverfis hafnir og flugvöllinn sé strax tek- ið frá til að taka við væntanlegri stækkun í framtíðinni. Hið sama á við um at- vinnuuppbyggingu. Of kostnaðar- samt er að leggja af iðnaðarsvæði á 40 til 60 ára fresti og byggja þar íbúð- arhús og flytja atvinnusvæðin sífellt á nýja staði. Sem betur fer hafa Íslend- ingar ekki enn hafið samgöngur með járnbrautum eða jarðgöngum í þétt- býli. Reynsla erlendis er sú að járn- brautir eru nánast alls staðar reknar með miklum halla. Undankomuleiðir vegna slysa í jarðgöngum eru oftast mjög takmarkaðar vegna mengunar við bruna. Þótt æskilegt sé að þétta byggð á það fyrst og fremst við um ný hverfi. Ekki er skynsamlegt að þétta byggð í eldri hverfum meira en svo að komist verði hjá því að jarð- göng verði lögð innanbæjar og að komist verði hjá kostnaðarsömum breytingum á fráveitukerfum, vatns- veitu, hitaveitu, rafkerfi. Þá er óæski- legt að bílageymslur og aðrar bygg- ingar séu byggðar undir sjávarmáli vegna kostnaðar. Vegna mengunar í þéttbýli er æskilegt að hafa græn svæði með tiltölulega stuttu millibili. Ekki eru margir áratugir síðan gera átti umgerð um borgina með Hring- brautinni. Nú á að gera slíka umgerð sem kallast græni trefillinn. Ég tel heppilegra að hugsa fyrir grænum svæðum jafnóðum eftir því sem borg- in stækkar. Nú þegar vilji virðist vera fyrir hendi á því að leiða raf- magn í aðrar áttir en til suðvestur- hornsins eru líkur á að hægi á út- þenslu höfuðborgarsvæðisins. Útþensla höfuðborgarsvæðisins á ekki að vera markmið í sjálfu sér, heldur hlýtur að þurfa að reikna með byggð sem víðast úti á landi. Höfuð- borgin hefur skyldum að gegna við það fólk sem þar býr, meðal annars með góð- um samgöngum. 1. Meirihluti þjóðar- innar og alþingis mun vera fylgjandi núver- andi staðsetningu flug- vallarins. Til að friður skapist um flugvöllinn er nauðsynlegt að halda í allt land flugvallarins auk þess sem lítillega þarf að stækka flugvall- arsvæðið vegna SV- NA-brautar flugvallar- ins sem nauðsynlegt er að lengja til suðvesturs að ströndinni. Við þessa breytingu liggja þrír flugbrautar- endar að sjó, einn yfir Tjörnina, ann- ar yfir kirkjugarðinn og aðeins einn flugbrautarendi yfir byggð (til norð- austurs). Þá verður nánast ekkert flug yfir byggð í nánasta umhverfi flugvallarins. Öryggi farþega eykst stórlega þar sem flutningsleiðir með bílum styttast (flugöryggi er marg- falt á við umferðaröryggi með bílum) ef borið er saman við að flytja allt flug til Keflavíkurflugvallar. Öryggi flugvallarins og nýting vex. Í hvassri suðvestanátt á vetrum verða oft mjög dimm snjóél með stuttu millibili. Bremsuskilyrði eru þá oft léleg en nægja þó oftast til lendingar á SV- flugbrautinni sem þá snýr beint upp í vindinn. Með tilkomu þessarar flug- brautar myndi flug mjög sjaldan tefj- ast á morgnana vegna bremsuskil- yrða við þessi veðurskilyrði eins og nú er raunin. 2. Hvössustu vindáttir í Reykjavík eru úr suðaustri og suðvestri. Því yrði SV-NA-brautin notuð í suðvesta- nátt. Í suðaustanátt er A-V-brautin notuð og flug í brottflugi því yfir kirkjugarð og Fossvog. Í norðaust- anátt er SV-NA-braut notuð til lend- ingar. Flugtak til norðausturs mætti takmarka eða banna alveg þar sem hvöss norðaustanátt er mjög sjald- gæf. 3. Núverandi staðsetning Reykja- víkurflugvallar er sú besta sem völ er á og mun betri en staðsetning Kefla- víkurflugvallar með tilliti til nálægrar byggðar. Þannig eru 3 flugbrautar- endar að sjó (eftir breytingar á SV- NA-brautinni). Einn flugbrautarendi við Tjörnina og einn við Fossvogs- kirkjugarð (verndað í 70 ár eftir að kirkjugarði er lokað). Aðeins einn flugbrautarendi liggur að byggð. Það er norðausturendi SV-NA-brautar. Þá braut þarf þó aðeins að nota til suðvesturs fyrir lendingu og flugtak í hvössum suðvestanvindum og til lendingar í norðaustanátt (ekki til flugtaks nema í undantekningartil- fellum og þá í það miklu hvassviðri að flugvélar hefðu svigrúm til að beygja mætti í stefnu yfir Tjörnina). 4. Með þessari uppbyggingu má fresta að byggja flugvöll fyrir einka- flug og flugskóla. 5. Öryggi flugfarþega eykst, þar sem ekki þyrfti að flytja farþega eftir Reykjanesbrautinni með aukinni áhættu. 6. Vatnsmýri er vernduð að hluta og verður henni meira ógnað með byggð þar heldur en með núverandi flugvelli. Mýrlendi er árangursríkara en annað land í að binda koltvísýring. 7. Með því að takmarka þéttingu byggðar á Vatnsmýrarsvæðinu er frekar mögulegt að komast hjá bygg- ingu jarðganga, sem eru bæði dýr og ógna öryggi farþega. 8. Vonandi yrðu allar hugmyndir um lestarsamgöngur úr sögunni. Enda er reynslan af þeim erlendis að þær eru víðast hvar reknar með mikl- um halla, þótt markaður þar sé marg- falt stærri en hér. Auk þess taka lest- arspor landrými auk landrýmis fyrir bílastæði við lestarstöðvar. 9. Vegna flugöryggis er nauðsyn- legt að hafa að minnsta kosti tvo flug- velli á suðvesturhorninu. Auk þess verður flug mun hagkvæmara þar sem bera þarf minna eldsneyti vegna varaflugvalla í mörgum tilfellum. Flugdögum fjölgar. 10. Flugtími innanlands frá Kefla- vík yrði um 5 til 10 mínútum lengri á hverju flugi en frá Reykjavík. Auk þess er aksturstími á jörðu frá flug- vélastæði að flugtaki að meðaltali um 3 mínútur í Reykjavík en allt að 10 mínútur í Keflavík. Það er því líklegt að flugfargjald innanlands þurfi að hækka um 10 til 15%, auk fargjalds með bíl frá Reykjavík til Keflavíkur. Þá er ekki talið með tímatap farþega. Með flutningi innanlandsflugsins til Keflavíkur mun örugglega draga verulega úr innanlandsfluginu, vegna aukins kostnaðar og tíma. Um leið eykst álag á vegakerfið með tilheyr- andi kostnaði fyrir hið opinbera. 11. Flugöryggi myndi minnka lít- illega með þéttari flugumferð um- hverfis Keflavík. 12. Búast má við að farþegar þurfi að fara fleiri en eina ferð til Keflavík- ur fyrir flug út á land þegar flugvellir lokast vegna veðurbreytinga sem oft verða með stuttum fyrirvara yfir vet- urinn. 13. Reykjavíkurflugvöllur hefur miklu hlutverki að gegna í sambandi við sjúkraflug svo og vegna eldgosa, hafíss og annarra náttúruhamfara. 14. Kostnaðarauki vegna flutnings innanlandsflugs hefur áhrif á mörg- um sviðum. Þannig myndi kostnaður við virkjunarframkvæmdir á austur- landi aukast. Það er óeðlilegt að Reykvíkingar ráðskist einir um fram- tíð Reykjavíkurflugvallar, því að hann snertir alla landsmenn. 15. Um staðsetningu flugvalla má læra af reynslu Breta, Dana og Þjóð- verja og af mistökum Svía og Norð- manna. Í upphafi skal endinn skoða. Verði allt flug innanlands flutt til Keflavík- ur er ljóst að fleira fylgir á eftir, svo sem hótelbyggingar, aukin íbúðar- byggð og starfsemi tengd flugvelli, auk þess sem ýmis stjórnsýsla mundi flytjast í kjölfarið. Með þessu eru flutt á annað þúsund störf frá Reykjavík til Reykjanesbæjar. Ólík- legt er að borgaryfirvöldum í Reykja- vík takist að bæta fyrir það áfall. Þétting byggðar í Reykjanesbæ yrði mjög hröð og myndi þrengja að flug- vellinum innan fárra áratuga ef ekki er að gætt. Því er ástæða til að hafa ákveðið rými umhverfis flugvelli og hafnir til frekari framþróunar. Þannig er hag- ur skattgreiðenda best tryggður. NOKKRAR ATHUGASEMDIR VIÐ AÐALSKIPULAG HÖFUÐBORGARSVÆÐISINS Kristján Árnason Útþensla höfuðborg- arsvæðisins á ekki að vera markmið í sjálfu sér, segir Kristján Árnason, heldur hlýtur að þurfa að reikna með byggð sem víðast úti á landi. Höfundur er flugmaður og flugvélaverkfræðingur. Málarar - Múrarar - Píparar - Smiðir Dúkarar - Rafvirkjar - Ræstitæknar Vertu í góðum höndum! Eitt númer - 511 1707 www.handlaginn.is handlaginn@handlaginn.is Mikið úrval af fallegum rúmfatnaði Skólavörðustíg 21, Reykjavík, sími 551 4050
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.