Morgunblaðið - 02.03.2002, Síða 68
MORGUNBLAÐIÐ, KRINGLUNNI 1, 103 REYKJAVÍK, SÍMI 569 1100, SÍMBRÉF 569 1181, PÓSTHÓLF 3040,
ÁSKRIFT-AFGREIÐSLA 569 1122, NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, AKUREYRI: KAUPVANGSSTRÆTI 1 LAUGARDAGUR 2. MARS 2002 VERÐ Í LAUSASÖLU 190 KR. MEÐ VSK.
ÞINGFLOKKUR sjálfstæð-
ismanna ákvað í gær að Tómas
Ingi Olrich tæki við starfi
menntamálaráðherra af Birni
Bjarnasyni sem ákveðið hefur
verið að veiti sjálfstæðismönnum í
borgarstjórn forystu í borg-
arstjórnarkosningunum í vor. Hér
óskar Björn eftirmanni sínum til
hamingju. Björn og Tómas Ingi
voru báðir kjörnir á Alþingi árið
1991. Tómas Ingi hefur verið for-
maður utanríkismálanefndar síð-
an 1997, en lætur nú af því emb-
ætti. Ekki hefur verið ákveðið
hver tekur við formennsku í utan-
ríkismálanefnd.
Morgunblaðið/Golli
Nýr mennta-
málaráð-
herra
Heillandi/4
LANDSBANKI Íslands keypti í gær
öll hlutabréf fjárfestingarfélagsins
Straums í Tryggingamiðstöðinni hf.,
að nafnverði ríflega 25,1 milljón
króna, á genginu 67 og nemur því
verðmæti viðskiptanna um 1.682
milljónum króna. Lokagengi á bréf-
um Tryggingamiðstöðvarinnar á
Verðbréfaþingi Íslands í gær var
61,0. Þórður Már Jóhannesson, fram-
kvæmdastjóri Straums, segir að bor-
ist hafi mjög viðunandi tilboð í hlut fé-
lagsins í Tryggingamiðstöðinni og
staðan hafi verið metin þannig að sala
á bréfunum væri góður kostur. Eftir
kaupin hefur eignarhlutur Lands-
banka Íslands í Tryggingamiðstöð-
inni aukist úr 2,82% í 13,59%.
Samkvæmt heimildum Morgun-
blaðsins má gera ráð fyrir að Lands-
bankinn hafi keypt þennan hlut í
Tryggingamiðstöðinni fyrir fjöl-
skyldu Sigurðar heitins Einarssonar,
útgerðarmanns í Vestmannaeyjum,
og tengda aðila en sú fjölskylda var
þar til á síðasta ári langstærsti hlut-
hafinn í Tryggingamiðstöðinni. Með
þessum viðskiptum hafi þessir hlut-
hafar tryggt stöðu sína í fyrirtækinu
með afgerandi hætti.
Auk tilboðs Landsbankans í hluta-
bréf Straums í Tryggingamiðstöðinni
á genginu 67 barst annað tilboð frá
Jóni Ásgeiri Jóhannessyni, forstjóra
Baugs, og samstarfsaðilum á genginu
60. Tilboði Landsbankans var því tek-
ið en það er töluvert yfir markaðs-
verði hlutabréfa í TM undanfarið-
.Ljóst er að töluverð átök hafa verið
að tjaldabaki undanfarna mánuði um
kaup á þessum bréfum, sem talin hafa
verið ráða úrslitum um yfirráð yfir
TM. Jafnframt er Tryggingamiðstöð-
in fjórði stærsti hluthafinn í Íslands-
banka með 4,34% hlut og samkvæmt
heimildum Morgunblaðsins er talið
að þeir sem ráða því hlutafé geti haft
veruleg áhrif innan hlutahafahóps
bankans.
Jón Ásgeir mun
mótmæla sölunni
Jón Ásgeir Jóhannesson, sagði í
samtali við Morgunblaðið söluna
mjög skrýtna og hann vissi að fleiri en
hann hefði haft áhuga á að kaupa
bréfin. „Það er undarlegt að ekki sé
kannað hvar besta verðið fáist fyrir
þau. Sem hluthafa í Straumi vekur
þetta athygli mína. Það er verkefni
stjórnar Straums að leita hagstæð-
asta verðs og ég tel að það hafi ekki
verið gert í þessu tilviki.“
Að sögn Jóns Ásgeirs verða vænt-
anlega einhver eftirmál af þessari
sölu og sem hluthafi í Straumi muni
hann mótmæla þessum gjörningi
enda hafi hagsmunir hluthafa
Straums, s.s. stórra hluthafa eins og
Íslandsbanka, ekki verið hafðir að
leiðarljósi við þessa sölu.
Samkvæmt heimildum Morgun-
blaðsins hafði Kaupþing lýst yfir
áhuga á að kaupa bréfin í Trygginga-
miðstöðinni enda hafi félagið áhuga á
að eignast 20% hlut í Tryggingamið-
stöðinni. Fyrirspurn Kaupþings mun
fyrst og fremst byggjast á áhuga á
nánara samstarfi við TM í lífeyris-
tryggingamálum.
Þorsteinn Már Baldvinsson, for-
stjóri Samherja, mun einnig, sam-
kvæmt heimildum Morgunblaðsins,
hafa sýnt áhuga á að kaupa bréfin en
heimildir Morgunblaðsins herma að
Þorsteinn Már hafi einnig haft áhuga
á því að Straumur seldi Trygginga-
miðstöðinni sjálfri bréfin.
Um síðustu áramót var Ovalla
Trading, sem er fjárfestingarfélag í
eigu Gaums Holding S.A. og Austur-
sels ehf., stærsti hluthafinn í TM með
18,02%. Fjárfestingarfélagið Gaumur
er í eigu Jóhannesar Jónssonar og
barna hans, Jóns Ásgeirs og Krist-
ínar. Eigandi Austursels er Hreinn
Loftsson, hrl. og stjórnarformaður
Baugs og Tryggingamiðstöðvarinnar.
Fram hf. átti um áramót 17,74%
hlut í TM en eigendur þess eru fjöl-
skylda Sigurðar heitins Einarssonar,
sem einnig á Fjárfestingarfélagið Ív-
ar sem átti um áramót 8,78% hlut í
TM. Aðalfundur félagsins verður
haldinn á næstunni.
Fjölskyldan í Eyjum
með ráðandi hlut á ný
Landsbankinn hefur eignast 13,59% í Tryggingamiðstöðinni
Í tilkynningu Olíufélagsins segir:
„Fulltrúar stjórnar Olíufélagsins hf.
gengu á fund fyrirsvarsmanna Sam-
keppnisstofnunar fyrr í dag og
kynntu þá ákvörðun sína að félagið
myndi gera allt sem í þess valdi
stæði til að upplýsa málavexti af
sinni hálfu vegna rannsóknar sem nú
stendur yfir hjá Samkeppnisstofnun
um meint brot félagsins á sam-
keppnislögum. Samkeppnisstofnun
hefur staðfest af sinni hálfu að stofn-
unin sé reiðubúin til samstarfs, en
mun svara erindinu með formlegum
hætti í næstu viku.
Samkvæmt upplýsingum sem
kynntar voru stjórn Olíufélagsins hf.
á fundi hennar í morgun, og byggjast
á rannsókn þeirra gagna sem Sam-
keppnisstofnun lagði hald á 18. des-
ember 2001, þá eru komnar fram vís-
bendingar um að ákveðnir þættir í
starfsemi Olíufélagsins hf. hafi á
undanförnum árum að einhverju
leyti stangast á við ákvæði sam-
keppnislaga. Má þar m.a. nefna sam-
reknar bensínstöðvar, sameiginlegt
eignarhald þjónustufyrirtækja og
samstarf um sölu á eldsneyti til er-
lendra skipa. Þessar upplýsingar
komu stjórn félagsins á óvart, og fól
hún lögmanni félagsins að ganga til
viðræðna og/eða samstarfs við Sam-
keppnisstofnun um að upplýsa meint
brot félagsins á samkeppnislögum.
Stjórnin vill, ef þess er nokkur kost-
ur, freista þess að ná samkomulagi
við Samkeppnisstofnun um lyktir
málsins. Eðli máls samkvæmt getur
félagið ekki tjáð sig nánar um meint-
ar ávirðingar.
Eftir því sem best er vitað stang-
ast starfsemi Olíufélagsins ehf., nýs
dótturfélags Olíufélagsins hf., ekki á
við samkeppnislög nema ef vera
kynni að rekstur samrekinna bens-
ínstöðva yrði talinn þeim andstæður.
Stjórn Olíufélagsins hf. leggur
áherslu á að máli þessu verði lokið á
sem skemmstum tíma svo að allri
óvissu verði eytt sem fyrst. Nauð-
synlegt er að tryggja fullan trúnað
og traust á milli félagsins annars
vegar og viðskiptavina og hluthafa
hins vegar.“
Bíða niðurstöðu Héraðsdóms
Kristni Björnssyni, forstjóra
Skeljungs hf., var ekki kunnugt um
ákvörðun Olíufélagsins í gærkvöldi
og kvaðst hann ekkert hafa um þessa
afstöðu Olíufélagsins að segja.
Kristinn sagði að forsvarsmenn
Skeljungs biðu nú niðurstöðu Hér-
aðsdóms Reykjavíkur en eins og
fram hefur komið hafa olíufélögin
krafist þess fyrir dómi að Sam-
keppnisstofnun verði gert að eyða
öllum afritum skjala á tölvutæku
formi sem stofnunin gerði upptæk
hjá félögunum 18. desember sl.
„Við teljum að það hafi verið
brotnar ákveðnar grundvallarreglur
við athöfnina sjálfa sem framkvæmd
var í fyrirtækinu 18. desember sl.
Því máli hefur verið skotið til Hér-
aðsdóms Reykjavíkur og við bíðum
eftir að sú úrlausn liggi fyrir. Við
höfum ekki tjáð okkur um annað en
formhlið málsins. Við lítum þannig á
að hún sé til meðferðar hjá Héraðs-
dómi og við bíðum niðurstöðu hans,“
sagði Kristinn. Ekki náðist í for-
svarsmenn OLÍS í gærkvöldi.
Olíufélagið hf. vill samvinnu við Samkeppnisstofnun um að upplýsa meint brot
Vísbending um að þættir í
starfsemi stangist á við lög
STJÓRN Olíufélagsins hf. ákvað í gær að fela lögmanni félagsins
að leita eftir samstarfi við Samkeppnisstofnun um að upplýsa
meint brot félagsins á samkeppnislögum. Í fréttatilkynningu frá
félaginu í gærkvöldi kemur fram að upplýsingar, sem byggist á
rannsókn þeirra gagna sem Samkeppnisstofnun lagði hald á 18.
desember sl., hafi verið kynntar fyrir stjórn félagsins í gærmorg-
un. Þar komi fram vísbendingar um að ákveðnir þættir í starf-
semi félagsins hafi stangast á við ákvæði samkeppnislaga.
ALASKAMENN hafa nokkur
undanfarin ár keypt nokkur
hundruð kíló af alaskalúpínu-
fræjum af fræverkunarstöðinni
í Gunnarsholti, auk melgresis-
fræja og tæplega sjö tonna af
fræjum af beringspunti.
Hafa þeir leitað eftir þessari
vöru hjá Landgræðslunni í
þessu skyni, þar sem hvergi í
heiminum er hægt að kaupa
fræ af alaskalúpínu nema hér-
lendis. Hún var upphaflega
flutt hingað frá Alaska.
Alaska-
lúpína seld
til Alaska
Starf /20