Morgunblaðið - 02.03.2002, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 02.03.2002, Blaðsíða 32
HEILSA 32 LAUGARDAGUR 2. MARS 2002 MORGUNBLAÐIÐ UMRÆÐAN Forsætisráðherra, Davíð Oddsson, upplýsti í Kastljósþætti Sjón- varpsins sl. þriðjudag hvað honum hafi einkum mislíkað í starfsemi Landssímans og að hann hafi ekki legið á skoðun- um sínum í samtölum við samgönguráðherra. Þar sem ráðherrann skýrði nú uppsögn mína úr starfi forstjóra Símans og sinn þátt í henni með vísan til þessara atriða þykir mér óhjákvæmi- legt að láta eftirfarandi koma fram varðandi umrædd mál- efni: 1. Forsætisráðherra kvaðst hafa verið ósáttur við kaup Símans á hlutafé í öðrum fyrirtækjum. Þessi gagnrýni snýr beint að stefnu Sím- ans, sem stjórn félagsins mótaði í október 1999 að höfðu samráði við fulltrúa eiganda og með samþykkt hans. Þar var horft til þess að mark- aðshlutdeild í hefðbundinni símaþjón- ustu hlyti að minnka og ný starfsemi yrði að standa undir vexti félagsins. Því var þar beinlínis sagt að Síminn ætti að fjárfesta í öðrum félögum og stefna að því að ný starfsemi stæði fyrir þriðjungi af tekjuaukningu kom- andi ára. Þá miðaði stefnan að því að styðja við þróun íslensks tæknisam- félags með virkri þátttöku og sam- vinnu við önnur fyrirtæki. Fjárfesting í öðrum félögum var því ekki dagleg rekstrarleg ákvörðun á hendi forstjóra heldur framkvæmd á yfirvegaðri stefnu og hliðstæðri því sem önnur símafélög lögðu áherslu á um þær mundir. Þessi stefna var vel kynnt og enginn ágreiningur um hana fram undir það að erfiðleikar fóru að setja mark sitt á rekstur tæknifyrir- tækja um allan heim. Í kjölfar þess hafa margir talið sig sjá að fjárfest- ingar í þeim félögum hefðu betur ver- ið minni. Allar fjárfestingar Símans voru ákveðnar í stjórn og þær mik- ilvægustu kynntar sérstaklega fulltrúum eiganda og einkavæðingar- nefnd að hennar ósk. Ýmsir erlendir bankar töldu þessi eignatengsl við önnur fyrirtæki styrkja Símann. Einkavæðingar- nefnd dregur þessar fjárfestingar einnig fram sem sérstakan styrk Sím- ans í skýrslu sinni til Alþingis í febr- úar 2001. Það er því misskilningur hjá forsætisráðherra að þessi þáttur í starfsemi Símans hafi verið einkamál forstjóra félagsins. 2. Ráðherra segir fimm milljarða er- lenda lántöku Símans hafa stórskaðað félagið. Þetta er einnig misskilningur. Hið rétta er að síðustu tvö ár tók Sím- inn tvö erlend lán, sem svaraði 30 millj- ónum bandaríkjadala hvort ár, til að fjármagna uppbyggingu í kjarnastarf- semi félagsins, greiðslur til ríkissjóðs og aðrar fjárfestingar. Lánin voru í nokkrum myntum og lánskjör miklu hagkvæmari en buðust innanlands. Fáir sáu fyrir það hrun á gengi krón- unnar sem varð á árinu 2001 og for- sætisráðherra lýsti sem miklu yfir- skoti. Það hefur líka reynst svo að lánið sem tekið var á sl. ári hefur beinlínis lækkað í krónum talið eftir því sem gengið hefur styrkst. Við mat á hag- kvæmni verður að bera saman kjör er- lendra lána við innlend lánskjör, vexti og verðtryggingu sem á sl. ári hækkaði höfuðstól verðtryggðra lána um nær 9%. Á þann mælikvarða er nú veruleg- ur hagnaður á síðara láninu en enn nokkur halli á því fyrra sem fer þó hratt lækkandi. Hvernig til hefur tek- ist verður fyrst endanlega metið við uppgjör. Lántökur voru ákveðnar af stjórn og lánin tekin með vitund stjórn- valda. Gagnrýni á stjórn og stjórnend- ur Símans fyrir að hafa valið að fjár- magna uppbyggingu með erlendu lánsfé á því ekki við rök að styðjast miðað við þekktar forsendur í efna- hagslífinu. 3. Ráðherra víkur að rógburði sem ég mátti sæta af hendi ótilgreindra að- ila um meinta misnotkun á stöðu minni hjá Símanum við kaup á hlutabréfum fyrir eigin reikning. Um þetta er það eitt að segja að menn hafa hefur lagt mikið á sig við að reyna að finna þessum rógi stoð en eðlilega án nokkurs árangurs. Ég hvatti alla sem kynnu að hitta þessa sögumenn að kalla eftir dæmunum og þá varð fátt um svör því sögurnar voru hreinn tilbúningur. Það verður enginn meiri maður af því að hlusta eftir rógi, og minni af því að bera hann út. 4. Forsætisráðherra lýsti því að hann teldi kaup Símans á helmingshlut í eignum Orkuveitunnar við Suðurlandsbraut óskynsamleg. Hér er enn um stefnu félagsins að ræða, að færa starfsemi Símans sam- an í og við Múlastöð og ná þannig fram sparnaði. Með kaupum á helm- ingshlut á þessum fasteignum var ætlunin að tryggja aðgang að hús- næði á svæðinu og möguleika á ný- byggingum sem hentað gætu tækni- fyrirtækjum sem starfa vildu í nánd við Símann. Vegna samdráttar í efna- hagslífi var byggingaráformum slegið á frest en möguleikarnir bíða og það á einum besta stað í Reykjavík. Hlut- deild Símans í kaupum þessara eigna var um 500 milljónir en söluverð ann- arra fasteigna Símans var á sama tíma um 1.050 milljónir. Allar þessar ákvarðanir voru teknar af stjórn og kynntar fulltrúa eiganda áður en til framkvæmdar kom. 5. Vegna ummæla um flutning á trjáplöntum og tengingu sumarbústað- ar okkar hjóna við símkerfið, er rétt að taka fram að þau mál voru rædd og frágengin við uppgjör í tengslum við starfslok mín hjá Símanum. Það er einnig yfirlýst að þessi mál tengjast ekki ákvörðun um uppsögn og því ekki efni til að fjalla nánar um þau hér. 6. Ummæli forsætisráðherra sýna aðhann hafi talið eðlilegt að endur- skoða og dæma stefnu og ákvarðanir sem stjórn Landssíma Íslands hf. hafði mótað að höfðu samráði við sam- gönguráðherra. Að það leiði af hlut- verki hans sem ráðherra efnahags- mála að hafa bein áhrif á stefnumótun og rekstur ríkisfyrirtækja skilgreinir stöðu hlutafélaga í meirihlutaeigu rík- isins alveg upp á nýtt. Það virðist þannig misskilningur að formleg stefnumótun stjórna slíkra hlutafélaga eða samþykki þess ráðherra sem gagnvart þeim kemur fram í umboði eiganda hafi mikið gildi. Endanlegt mat á því hvort stefna félags og ein- stakar ákvarðanir séu réttar eða rang- ar eigi heima hjá forsætisráðherra án tillits til verkaskiptingar ráðherra eða boðleiða skv. hlutafélagalögum. Það hlýtur að vera örðugt að feta örugga slóð í rekstri félags sem svo er ástatt um að ákvarðanir stjórnar og form- legra hluthafa hafa enga þýðingu þeg- ar föðurhöndin fer af stað. Störf mín sem forstjóra Landssíma Íslands hf. eru auðvitað ekki hafin yfir gagnrýni. Gagnrýni forsætisráðherra er eins og ég hefi rakið þó augljóslega á misskilningi byggð. Mér er það því ánægjuefni að ráðherrann og sérstak- ur trúnaðarmaður hans, fv. formaður einkavæðingarnefndar, eiga það sam- merkt að telja Símann gott og traust fyrirtæki og góðan fjárfestingarkost. Þá hefur ekki verið til einskis unnið. Sannleikskorn í Símamáli Þórarinn V. Þórarinsson Höfundur er fyrrverandi forstjóri Landssíma Íslands hf. Símamálið Störf mín, segir Þórarinn V. Þórarins- son, eru ekki hafin yfir gagnrýni en gagnrýni forsætisráðherrans er á misskilningi byggð. Spurning: Móðir mín hefur und- anfarið verið að kaupa talsvert af Penzim-áburði sem hún notar við fótasárum og fótsveppum vegna þess að henni var ráðlagt það í apótekinu. Hvað gerir Penzim og við hverju er það best og ætti ég að senda móður mína til læknis til að láta líta á fótasárin sem mér finnst vera að versna? Hún er 79 ára og með væga sykursýki. Svar: Því er fyrst til að svara að bréfritari ætti án tafar að láta lækni líta á fótasár móður sinnar og fá ráðleggingar um meðferð þeirra. Ástæða er til að kanna hvort fótasárin séu vegna syk- ursýkinnar og hvort sykursýkinni sé haldið í skefjum á fullnægjandi hátt. Penzim er ekki lyf og ætti ekki að nota við neinu sem er jafn alvarlegt og fótasár. Penzim er unnið úr fiskúrgangi og inniheldur ensým eða efnahvata sem talið er að komist í gegnum húðina og brjóti niður prótein. Hugsanlegt er að Penzim geti gert gagn við einhverju, og væri óskandi að svo væri, en það er ekki vitað vegna þess að engar skipulagðar rann- sóknir hafa verið gerðar á áhrifum þess á fólk. Penzim var sett á markað sem snyrtivara fyrir 1-2 árum en í kynningum og auglýs- ingum hefur því verið lýst sem lyfi. Í þessum kynningum hefur því verið haldið fram að Penzim bæti eða jafnvel lækni ýmiss kon- ar sjúkdóma eins og exem, psor- iasis, slitgigt, liðagigt, fótsveppi og sitthvað fleira og nú síðast bættist júgurbólga í kúm á listann. Aug- lýsingar og kynningar af þessu tagi eru brot á lyfjalögum vegna þess, að vöru eins og hér um ræðir má ekki auglýsa með tilvísan í sjúkdóma. Einhverjar rannsóknir munu hafa verið gerðar á þessari vöru en því miður vantar alveg skipulagðar rannsóknir á sjúk- lingum með þá sjúkdóma sem um ræðir og þess vegna ríkir óvissa um hugsanlegt notagildi. Selj- endur vörunnar hafa í kynningum, m.a. á netinu, vitnað í reynslu nokkurra einstaklinga sem telja sig hafa haft gagn af notkun henn- ar en slíkar reynslusögur geta í besta falli gefið vísbendingar um hvað ætti helst að rannsaka. Ég er alls ekki að draga í efa frásagnir þessa fólks en einfaldlega að benda á að slíkar kannanir hjá fá- einum einstaklingum geta aldrei komið í stað vandaðra rannsókna sem gerðar eru til að sanna eða af- sanna notagildi. Hér þarf að taka til hendinni og gera vandaðar rannsóknir þar sem nægjanlega stórum hópi sjúklinga með við- komandi sjúkdóm er gefið Penzim og öðrum hópi sams konar sjúk- linga er gefin lyfleysa (sams konar áburður en án virkra efna). Við samanburð á árangri af meðferð þessara tveggja sjúklingahópa er hægt að skera úr um hvort Penz- im geri gagn við viðkomandi sjúk- dómi eða kvilla. Engin önnur að- ferð er viðurkennd til að skera úr um virkni og um framkvæmd slíkra rannsókna gilda alþjóðlegar reglur sem Ísland er aðili að. Því miður hafa engar slíkar rann- sóknir verið gerðar á hugs- anlegum verkunum Penzims. Það er ánægjulegt þegar ís- lenskir athafnamenn og eldhugar koma fram með eitthvað nýtt sem gæti skapað atvinnu og verðmæti, jafnvel útflutningsverðmæti. Það er mjög mikilvægt að staðið sé að slíkum framkvæmdum á faglegan hátt þannig að allir geti vel við un- að, framleiðendur, opinberir eft- irlitsaðilar og neytendur. Þegar nauðsynlegum rannsóknum er lokið verður hægt að markaðs- setja vöruna með fullyrðingum sem hægt er að standa við. Hvað gerir Penzim? MAGNÚS JÓHANNSSON LÆKNIR SVARAR SPURNINGUM LESENDA Var sett á markað sem snyrtivara  Lesendur Morgunblaðsins geta spurt lækninn um það sem þeim liggur á hjarta. Tekið er á móti spurningum á virkum dögum milli klukkan 10 og 17 í síma 5691100 og bréfum eða símbréfum merkt: Vikulok. Fax 5691222. Einnig geta lesend- ur sent fyrirspurnir sínar með tölvupósti á netfang Magnúsar Jóhannssonar: elmag@hotmail.com. FORVARNARGILDI þess að konur fari í reglulega brjóstaskoðun með gegnumlýsingu vegna krabbameins hefur verið mjög til umræðu und- anfarið, ekki síst í Bandaríkjunum, og í vitnaleiðslum tveggja heilbrigð- isnefnda um málið á Bandaríkjaþingi í vikunni kom fram að deilan hefði ruglað konur mjög í ríminu og skap- að ótta. „Konur vita ekki lengur hverjum á að trúa eða hvað þær eiga að gera,“ sagði Barbara Mikulski öldunga- deildarþingmaður í vitnaleiðslunum. Mælt með brjóstaskoðun þrátt fyrir efasemdir Ekkert nýtt kom fram fyrir þing- nefndunum en þingmennirnir, sem í þeim sitja, kváðust að þeim loknum allir styðja áframhaldandi áherslu á að konur færu í brjóstaskoðun. Umræðan hófst eftir að danskir vísindamenn, sem höfðu farið yfir niðurstöður rannsókna á gildi brjóstaskoðana undanfarna þrjá áratugi, greindu frá því að þessar rannsóknir væru svo gallaðar að ógerningur væri að segja til um það hvort reglulegar brjóstaskoðanir hefðu orðið til þess að draga úr dauðsföllum af völdum brjósta- kabbameins. Bandaríkjastjórn skipaði óháða nefnd til þess að rannsaka þessi mál og skilaði hún niðurstöðum fyrir viku. Sagði nefndin að það væru nokkrar vísbendingar um að með því að fara reglulega í brjóstaskoðun mætti draga úr líkunum á að deyja úr brjóstakrabbameini um 20%. Að sögn nefndarinnar hefur röntgen- myndataka mest að segja fyrir kon- ur yfir fimmtugu, en konur yfir fer- tugu njóti einnig góðs af þeim. Hins vegar er ekki eining um það við hvaða aldur brjóstaskoðun eigi að hefjast og ráðleggur nefndin kon- um að ráðgast við lækni sinn til að meta hættuna í hverju tilfelli. Áhættuþættir geta verið ýmsir, til dæmis að móðir eða systir hafi feng- ið brjóstakrabbamein, kona hafi eignast fyrsta barn eftir þrítugt eða vart hefur orðið við óvenjulegan frumuvöxt við lífsýnatöku. Ekki er heldur talið sannað að betra sé að fara í brjóstaskoðun ár- lega en annað hvert ár. Þá er heldur ekkert, sem sýnir að það bjargi lífum að kona, eða læknir, skoði brjóst með því að þreifa á því auk gegnumlýsingar, að því er fram kemur í niðurstöðum nefndarinnar. Dregur úr skoðunum Um 30 milljónir bandarískra kvenna fara árlega í brjóstamynda- töku, en hins vegar hefur dregið úr þessum skoðunum eftir að Danirnir birtu niðurstöður sínar. Bandaríska krabbameinsstofnunin samsinnti því í janúar að niðurstöður Dananna vektu verulegar efasemdir. Spurn- ingin væri sú hvort brjóstamynda- takan væri nothæf til að greina æxli nógu snemma, eða hvort örlög sjúk- lingsins væru í raun ráðin þegar hægt væri að greina æxlið með myndatöku vegna þess að of langur tími væri liðinn frá því að það hefði myndast, þótt smátt væri við grein- ingu. Krabbameinsstofnunin og nefnd Bandaríkjastjórnar voru á sama máli um að þær rannsóknir, sem gerðar hefðu verið á brjóstaskoðun á áttunda og níunda áratugnum hefðu verið gallaðar, en ekki meingallaðar. Danirnir hefðu til dæmis virt að vett- ugi sænska rannsókn vegna þess að þar hefði staðið að konur, sem fóru í brjóstaskoðun, hefðu dáið „með“ krabbamein, en þær, sem ekki fóru í brjóstaskoðun, „úr“ krabbameini. Þó mætti segja að einn þáttur í forvarn- arstarfinu væri að finna brjósta- krabbameinið það snemma að sjúk- lingarnir lifðu það lengi að þær létust af einhverju öðru en krabba- meininu, svo vitnað sé í Peter Green- wald, sem fer fyrir forvarnarstarfi hjá bandarísku krabbameinsstofn- uninni. Hann segir að dauðsföllum af völdum brjóstakrabbameins hafi fækkað í Bandaríkjunum á síðasta áratug og rekur það til brjóstaskoð- unar með gegnumlýsingu. Í deilu þessari hefur verið bent á að brjóstaskoðun geti engu að síður ráðið úrslitum um það hvort æxli greinist það snemma að ekki þurfi að fjarlægja brjóst sjúklings. Hillary Clinton öldungadeildarþingmaður sagði eftir vitnaleiðslurnar í vikunni að þrátt fyrir allt kæmu deilur um tölfræði leikmönnum að litlu gagni. Deilur um gagnsemi brjóstaskoðunar Dönsk rannsókn um brjóstaskoðun með gegnumlýsingu hefur vakið efa- semdir um gagnsemi hennar, m.a. í Bandaríkjunum þar sem málið var tekið fyrir á þingi. Mælt er þó með að konur fari áfram í skoðun. Washington. AP.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.