Morgunblaðið - 02.03.2002, Blaðsíða 47

Morgunblaðið - 02.03.2002, Blaðsíða 47
MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 2. MARS 2002 47 ✝ Veturliði Guð-mundur Vetur- liðason fæddist á Ísa- firði 4. júní 1944. Hann lést á Landspít- ala við Hringbraut fimmtudaginn 21. febrúar síðastliðinn. Foreldrar hans voru hjónin Veturliði Vet- urliðason verktaki, f. 3. júlí 1916, d. 14. mars 1993, og Hulda Guðmundsdóttir húsmóðir, f. 10. maí 1920. Systkini Vetur- liða eru Gunnar, f. 22. mars 1940, kvæntur Valdísi Friðriksdóttur, Valdís, f. 6. mars 1942, gift Steinþóri Steinþórssyni, Ólöf, f. 24. febrúar 1948, gift Guð- mundi Einarssyni, Guðmunda, f. 30. júní 1949, gift Þóri Sturlu Kristjánssyni, Stefán, f. 22. ágúst 1953, kvæntur Helgu Kristjáns- dóttur, Jón, f. 30. júní 1955, giftur Ástu Svönu Ingadóttur, og Magni, f. 27. janúar 1962, kvæntur Harriet Andreassen. 26. desember 2001. Veturliði elst upp á Ísafirði til fjögurra ára aldurs en flytur þá með foreldrum sínum að Úlfsá í Skutulsfirði og býr þar til fullorð- insára. Hann stundaði nám við barnaskólann í Skutulsfirði og við Gagnfræðaskólann á Ísafirði. Vet- urliði byrjaði ungur að vinna og rak í félagi við föður sinn og bræð- ur verktaka- og vélaleigufyrirtæk- ið Kofra hf. á Ísafirði í meira en tvo áratugi. Á þeim tíma tók hann þátt í uppbyggingu vegakerfisins á Vestfjörðum, m.a. vegagerð um Breiðadals- og Botnsheiðar, vega- gerð um Óshlíð og Súðavíkurhlíð og einnig gerð Djúpvegar. Þá vann hann um tíma við gerð vegar yfir Hellisheiði um Sandskeið og einnig við gerð Búrfellsvirkjunar. Eftir að starfsemi Kofra hf. lauk gerðist Veturliði verkstjóri hjá Skipaaf- greiðslu Gunnars Jónssonar og síð- ar hjá afgreiðslu Samskipa á Ísa- firði. Veturliði gekk ungur í Oddfellowstúkuna Gest á Ísafirði og tók alla tíð virkan þátt í starf- semi hennar. Þá sat hann um árabil í stjórn Djúpbátsins hf. Var hann einnig félagi í klúbbnum Öruggur akstur og sat um tíma í stjórn hans. Útför Veturliða fer fram frá Ísa- fjarðarkirkju í dag og hefst athöfn- in klukkan 14. Veturliði kvæntist eftirlifandi eiginkonu sinni, Sveinfríði Háv- arðardóttur frá Bol- ungarvík, 5. nóvember 1965. Sveinfríður er, f. 29. janúar 1946 og er dóttir hjónanna Sól- eyjar Magnúsdóttur húsmóður, f. 10. apríl 1925, og Hávarðar Ol- geirssonar skipstjóra, f. 8. janúar 1925. Vet- urliði og Sveinfríður eiga þrjár dætur: 1) Sveinfríður Olga kennari, f. 11. ágúst 1966. 2) Sóley þroskaþjálfi, f. 5. mars 1970. Maki Gylfi Þ. Gíslason lögreglumaður, f. 8. apríl 1963. Börn Sóleyjar og Gylfa eru Vetur- liði Snær, f. 18. nóvember 1998, og Margrét Inga, f. 11. október 2001. 3) Hulda Björk, leiðbeinandi á leik- skóla, f. 26. ágúst 1972. Maki Sveinn Fannar Jónsson, f. 31. maí 1978. Börn Huldu Bjarkar og Sveins Fannars eru Birta, andvana fædd 6. apríl 2000, og Jón Ingi, f. Nú er komið að kveðjustund. Elskulegur pabbi okkar hefur fengið hvíld eftir erfiða baráttu. Ekki óraði okkur fyrir því þegar hann fór suður í byrjun janúar að hann ætti ekki aft- urkvæmt heim á Ísafjörð. Þegar við sitjum saman systurnar streyma fram óendanlega margar, ljúfar minningar um yndislegan pabba og afa. Hann vildi allt fyrir okkur gera og fengum við oft stað- festingu á því, hvort heldur var að fara með okkur í sund á sunnudags- morgnum, byggja kubbahús, leyfa okkur að koma með í ýtuna, hjálpa okkur að velja fyrstu bílana og gera svo við þá fyrir okkur. Það var sama hver bónin eða óskin var, pabbi varð við því, stundum áður en við orðuðum það við hann. Þegar Olga og Sóley keyptu sér íbúð saman í Reykjavík komu mamma og pabbi suður og sáu til þess að rétt væri að málum staðið. Það sem ekki náðist að klára í þeirri ferð fór á sérverkefnalista sem unnið var eftir í næstu ferðum. Fyrir nokkrum árum hafði Sóley verið nokkra mánuði erlendis og þeg- ar heim var komið var ekki flogið vestur. Pabbi vildi fá stelpuna sína vestur strax, svo hann keyrði suður til að sækja hana. Þannig var pabbi. Hann vildi hafa sitt fólk í kringum sig og lagði mikið á sig til að svo gæti ver- ið. Pabbi var fljótur að finna nöfn á allt og alla. Til dæmis var Hulda Björk ,,pjönkin hans pabba“ langt fram á fullorðinsár. Margar af sælustu stundum fjöl- skyldunnar voru norður í Leirufirði, þar sem mamma og pabbi höfðu kom- ið sér upp litlum sælureit. Þar er kyrrðin óendanleg og oft talaði pabbi um að hann kæmi endurnærður heim þaðan. Þá varð honum oft að orði ,,svo er fólk að tala um sólarlandaferðir“. Í fimmtugsafmæli pabba kom ein- hver gestanna með skot á okkur syst- ur, hvernig stæði á því að engin okkar væri gengin út. Við vorum fljótar að svara því, engin okkar hafði fundið þann mann sem stóðst samanburð við hann. Langþráður draumur mömmu og pabba varð að veruleika þegar fyrsta barnabarnið fæddist fyrir rúmum þremur árum, pjakkur sem skírður var í höfuðið á afa sínum og fékk nafnið Veturliði Snær. Eftir allt kvennastóðið í kringum hann var loksins kominn bandamaður. Sam- band þeirra afa og ,,nabba“ var alveg sérstakt. Voru þeir miklir félagar og vinir. Oft fóru þeir rúnt á höfnina þegar afi hafði sótt nabba sinn á leik- skólann og kunni sá litli brátt nöfn allra báta og togara við höfnina. Ekki varð ánægjan minni þegar fleiri barnabörn bættust í hópinn. Margrét Inga og Jón Ingi fæddust seint á síðasta ári og átti hann dýr- mætar en allt of fáar stundir með þeim. Það er erfitt að skrifa um pabba án þess að mamma komi við sögu. Sam- band þeirra var alveg sérstakt. Þau voru svo samtaka í öllu sem þau gerðu. Og samtaka voru þau í uppeldi okkar dætranna. Þegar við tekur uppeldi eigin barna leitar hugurinn aftur til bernskuáranna og endalaus- ar ljúfar minningar streyma fram. Við systurnar erum virkilega þakk- látar fyrir hversu yndislega foreldra við höfum átt. Því er mikil eftirsjá að því að pabbi fái ekki að fylgjast með og taka þátt í lífi afabarnanna sinna því hann var svo mikill barnakall. Við munum ávallt gæta þess að börnin okkar viti hversu yndislegan afa þau áttu og munu þau njóta þess að heyra ömmu segja sögur af honum. Rétt fyrir andlát sitt bað pabbi Olgu sína að spila fyrir sig Í bljúgri bæn og langar okkur að enda þessi minningarorð á því ljóði. Í bljúgri bæn og þökk til þín sem þekkir mig og verkin mín. Ég leita þín, Guð leiddu mig og lýstu mér um ævistig. (Pétur Þórarinsson.) Elsku mamma. Missir þinn og okk- ar allra er mikill. Megi Guð styrkja þig og varðveita á þessum erfiðu stundum. Olga, Sóley og Hulda Björk. Það var dimmt yfir Ísafirði 21. febrúar síðastliðinn, þegar einn af betri sonum bæjarins kvaddi þenn- ann heim. Það var hann tengdafaðir minn hann Veturliði G. Veturliðason eða Veddi eins og hann var alltaf kall- aður. Veddi var búinn að vera í hönd- unum á læknum í nokkur ár. Hann greindist með brjósklos fyrir nokkr- um árum. Traustið var sett á læknana, það er að þeir voru með hann til rannsóknar. Veddi fór í brjósklosaðgerð í janúar 1998, því næst var bakið á honum spengt vorið 2000 en verkir minnkuðu ekki, nið- urstaðan var því að taka spenginguna núna í nóvember sl. Við það minnk- uðu ekki verkirnir og var honum haldið á sjúkrahúsinu á Ísafirði fram yfir áramót og voru nefndar margar ástæður fyrir því. Á fyrstu dögum nýs árs fer Veddi suður í rannsókn og kemur þá í ljós að ekki er það brjósk- los heldur krabbamein. Eftir sitjum við aðstandendur og biðjum um svör. En hver eru svörin. Ekki má heyra talað um mistök í heilbrigðiskerfinu. En ef við viðurkennum ekki að okkur verði á í starfi þá lærum við ekki. Hvað fór úrskeiðis og hvað mátti bet- ur fara? Það eru spurningar sem við sem eftir lifum viljum fá svör við. Ekki til að refsa einum eða neinum, heldur til að það verði til þess að bjarga þeim sem á eftir koma. Ég kynntist Vedda fyrir um það bil sex árum. Aldrei sá ég Vedda skipta skapi. Ljúfari manni hef ég ekki kynnst. Það var alveg sama hvenær maður var nálægt Vedda. Eins og þegar verið var að mála húsið hjá honum, við framkvæmdir í föndur- búðinni sem fjölskyldan stofnaði ný- lega eða hvað sem var, alltaf var þetta ljúfa viðmót frá Vedda, alltaf stutt í brosið. Alltaf gat hann stillt skap sitt því að þrátt fyrir hið ljúfa viðmót var Veddi ekki skaplaus maður. Ferðirnar í Leirufjörðinn voru margar en allt of fáar sem ég náði að vera með honum þar. Í Leirufirði lík- aði Vedda lífið enda get ég tekið und- ir það með Vedda og mörgum Vest- firðingum að Jökulfirðirnir og Hornstrandir eru paradís á jörð. Ein af betri samverustundum mín- um með Vedda var á síðastliðnu vori er ég og Veddi keyrðum saman frá Reykjavík til Ísafjarðar ásamt afa- stráknum honum Veturliða Snæ. Þegar við ókum Ísafjarðardjúpið kunni Veddi ótal sögur úr Djúpinu. Það var gaman að heyra hann segja frá því sem gerðist hjá honum í Djúp- inu þegar hann vann þar sem ungur maður við lagningu vegarins þar og við snjóruðninga og fleiri sögur sem hann kunni að segja frá úr Djúpinu. Ekki óraði mig fyrir að þetta væri eina og síðasta ferðin okkar saman um Djúpið. Yfirleitt er skrifað um fólk í minn- ingargreinum að viðkomandi hafi verið sá allra besti svo manni þykir nóg um. Veddi var algjört ljúfmenni og ekki ætla ég að fara að lýsa því neitt hér nánar, það vita allir sem þekktu hann. Vedda verður best lýst í sögu sem ungur maður sagði mér frá af fyrstu kynnum hans af Vedda, þeg- ar hann frétti að Veddi væri kominn suður mjög veikur. Hann sagðist muna það þegar hann byrjaði 16 ára unglingurinn að vinna á höfninni. Þarna stóð hann og hafði aldrei kom- ið nálægt vinnu þar og kallarnir hróp- uðu á hann að sækja bretti. Bretti, hvað er það sagðist hann hafa hugsað og vissi ekki hvað var verið að tala um. Þá kom akandi á lyftara til hans brosandi maður og hann sagðist hafa sagt manninn á lyftaranum að hann hefði verið beðinn um að sækja bretti. Á lyftaranum var Veddi og sagði hon- um að hafa ekki áhyggjur af brett- unum, því að hann skyldi sækja bretti. Nokkru síðar þennan sama dag var hent plastrúllu í unga manninn og honum sagt að plasta brettið án nokkurrar kennslu eða útskýringar á því. Þarna sagði ungi maðurinn að hann hefði reynt að klóra sig út úr þessu en ekkert gekk, plastið fauk út í veður og vind. Þegar karlarnir á höfninni sáu til hans hrópuðu þeir að honum og skömmuðu án þessa að kenna unga manninum. Þar til að Veddi kom til hans og kenndi honum vinnubrögðin og sagði síðan við hann: ,,Láttu ekki öskrin í köllunum hafa áhrif á þig, vinur, þeir eru illir út í þig, unga manninn, af því að þeir eru orðnir gamlir og getulausir.“ Það kann eflaust margt ungmenn- ið svona sögur af honum, því svona var Veddi, ávallt tilbúinn að hjálpa unglingnum eins og hann laðaði að sér ungviðið og skeytti þá ekki um hverra manna þau væru. Nú kveðjum við Vedda og er hans nú sárt saknað. Skarðið sem hann skilur eftir getur enginn fyllt. Veddi kveður okkur nú þegar langþráð barnabörnin eru loksins að koma eitt af öðru. Minn- ingin um góðan afa lifir og verður börnunum sagt frá honum um ókom- in ár. Gylfi Þór Gíslason. Elsku bróðir. Þegar ég lít um öxl kemur margt upp í hugann frá því við systkinin átta vorum að alast upp á Úlfsá hjá okkar góðu foreldrum. Ungur að árum kynntist þú þinni yndislegu eiginkonu Sveinfríði, sem er búin að standa eins og klettur við hlið þér í veikindum þínum. Á náttborði þínu á sjúkrahúsinu hafðir þú mynd. Á þessari mynd var stolt þitt, barnabörnin. Þú varst alveg sérstakur faðir og afi. Svenna mín, dætur, tengdasynir og barnabörn. Guð veri með okkur öllum. Veddi minn ég kveð þig með þessu ljóði. Ég sendi þér kæra kveðju, nú komin er lífsins nótt. Þig umvefji blessun og bænir, ég bið að þú sofir rótt. Þó svíði sorg mitt hjarta, þá sælt er að vita af því. Þú laus ert úr veikinda viðjum, þín veröld er björt á ný. Ég þakka þau ár sem ég átti, þá auðnu að hafa þig hér. Og það er svo margs að minnast, svo margt sem um hug minn fer. Þó þú sért horfin úr heimi, ég hitti þig ekki um hríð. Þín minning er ljós sem lifir og lýsir um ókomna tíð. (Þórunn Sig.) Þín systir Ólöf. Kæri bróðir, sem eldri bróðir hefur þú alltaf verið til staðar í lífi mínu og hef ég reynt að taka þig mér til fyr- irmyndar í svo mörgu. Þú varst ein- stakur maður á svo margan hátt, ljúf- ur, hjálpsamur, þú varst sáttasemjarinn og það sem þú áttir nóg af var jafnaðargeðið. Það var ekki oft sem þú skiptir skapi en varst þó fastur fyrir á þinni meiningu. Það er margs að minnast á stund- um sem þessum og fram í hugann koma góðar minningar og er ljúft fyr- ir okkur ástvini þína að ylja okkur við þær. Í fyrstu minningum um þig ert þú á unglingsaldri en brátt ertu kominn með bílpróf, ætli græni blöðru Skód- inn hafi ekki verið fyrsti bíllinn ykkar Gunnars bróður. Margar minningar tengjast gamla ýtuskúrnum. Þið Gunnsi og pabbi voruð að gera ýturn- ar klárar fyrir sumarið, allt rifið í sundur, skipt um rúllur og tannhjól, þrifið og málað og voru ýturnar sem nýjar þegar þær komu út á vorin. Við Jón bróðir fórum jafnan beint í skúr- inn til ykkar þegar við komum úr skólanum. Okkur fannst það mun skemmtilegra að vera með ykkur, fá að mála og þrífa vélahluti upp úr bensíni og vera skítugir upp fyrir haus, en vera heima að læra. Þú kynntist ungur ástinni og í minningunni hefur Svenna þín alltaf verið til staðar, þið voruð svo náin. Þið stofnið heimili og brátt koma stelpurnar, fyrst Olga, Svo Sóley og síðan Hulda Björk. Þið byggið ykkur glæsilegt einbýslihús í firðinum sem ber smekkvísi ykkar Svennu vitni. Stundum bjó ég hjá ykkur um tíma, eða var að passa stelpurnar ykkar og það gat nú tekið nokkra daga að fara á þorrablót, eins og Grunnvíkinga- þorrablótið í Hnífsdal forðum daga. Alltaf dáðist ég að hversu fallegt heimilið var og hve samhent þið vor- uð um það. Varla höfum við Helga komið á Ísafjörð án þess að hafa notið gestrisni ykkar og vináttu. Þú bjóst við mikið kvennaval og þær voru þér allt stelpurnar þínar. Þú barst þær á höndum þér allar fjór- ar, vildir allt fyrir þær gera. Þau fræ sem þú sáðir þar hafa borið ríkulega ávöxt og hefur þú notið þess ekki síst á þessum síðustu tímum þar sem þær stóðu eins og klettar við hlið þér til síðustu stundar. Fyrir rúmum þremur árum fædd- ist fyrsta afabarnið hann Veturliði Snær. Var hann mikill gleðigjafi og samband ykkar mikið og stytti hann afa sínum stundir í veikindunum. Þið voruð miklir vinir nafnarnir og rædd- uð málin eins og tveir fullorðnir. Þið fóruð oft í bíltúr niður á höfn og lærði hann að þekkja nánast öll skip á Ísa- firði. Þá kann hann ótal texta og syngur bæði Strolluna og Í Bolung- arvíkinni. Þú gekkst ungur í Oddfellowstúk- una Gest á Ísafirði og tókst virkan þátt í starfinu. Er ég þér ævinlega þakklátur fyrir að hafa kynnt mig fyrir þessum göfuga félagsskap. Það átti vel við þig að vinna undir kjör- orðum reglunnar. Þú naust þín vel í vinahópi og þið hjónin áttuð marga góða vini enda skemmtileg og gott að vera í návist ykkar. Ég minnist hjónakórsins sem þið voruð í með nokkrum vinahjónum og komuð sam- an heima hvert hjá öðru og sunguð. Það var ánægjulegt að fylgjast með ykkur Svennu þegar þið fóruð að fara norður í Leirufjörð og njóta þar friðsældar og útivistar. Þar var ykkar sælureitur. Það var mikið á þig lagt að þurfa að ganga í gegnum öll þessi veikindi undanfarin ár. Þar sýndir þú enn einu sinni hvern mann þú hefur að geyma með æðruleysi og hugrekki sem var aðdáunarvert. Það var gef- andi að fá að njóta nærveru þinnar hér fyrir sunnan þessar síðustu vik- ur. Eins og jafnan áður varst það þú sem hélst uppi samræðum og styrktir þá sem á þurftu að halda og sagðist taka fyrir einn dag í einu. En nú verða þeir ekki fleiri hér á meðal okkar, þú hefur lagt í hann og ert kominn á nýjar slóðir. Gangir þú þar á Guðs vegum eins og jafnan áð- ur, Guð blessi minningu þína, kæri bróðir. Stefán. Hann (Veturliði) Veddi vinur minn og mágur er látinn. Þar er góður drengur fallinn, langt fyrir aldur fram. Það var sorglegt að sjá þennan lífsglaða mann missa sinn lífskraft, lokin nálguðust hægt og síg- andi eins og rek eftir stóru lygn- streymu fljóti. Það getur víst enginn umflúið örlög sín. Það er fáum gefið svona einstakt skaplyndi sem einkenndi hann Vedda, hann hafði sérstaklega þýða lund, gat eiginlega lynt við alla. Þetta hlýlega viðmót aflaði honum vinsælda hvar sem hann fór, hvort það var á vinnustað eða í félagslífi. En að ganga yfir Vedda, eins og sagt er, það er hætt við að það hefði gengið illa. Okkar kynni hófus einmitt á þess- um árstíma árið 1950, þegar ég flutti á næsta bæ við æskuheimili hans Úlfsá. Í gegnum hugann renna ýmis atvik sem við æskuvinirnir brölluð- um, sem smástrákar og síðan ungir menn. Fyrsti snafsinn var ákavíti blandað í malt, það var hroðalegur drykkur. Sleðaferðir fram af stökk- palli, okkur þætti þetta hin mesta glæframennska hjá barnabörnunum í dag. Þegar við keyrðum í skriðuna á mótorhjólinu á Óshlíðinni, þú sast eft- ir í miðri skriðunni, þar sem hnakkur og afturbretti köstuðust af. Já, það er margs að minnast. Síðan urðum við ráðsettir ungir menn, stofnuðum heimili og eignuð- umst börn. Þú með blómarós úr Bol- ungarvík og ég með systur þinni. Þessir ungu menn tjölduðu þar ekki til einnar nætur. Við unnum saman í „gamla daga“ á þungavinnuvélum en heimilisútgerð- in á Úlfsá var jarðýtur og ýmsar vélar á því sviði. Aldrei féll skuggi á þetta samstarf, hann var einstakur maður að vinna með. Þegar heilsan fór að bila fyrir nokkrum árum og síðar þegar þetta mein kom fram, sem leiddi til þessara loka, birtist þetta æðruleysi, þessi kjarkur. Bara taka einn dag í einu. Guðmundur Einarsson. VETURLIÐI G. VETURLIÐASON  Fleiri minningargreinar um Vet- urliða G. Veturliðason bíða birt- ingar og munu birtast í blaðinu næstu daga.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.