Morgunblaðið - 02.03.2002, Blaðsíða 48

Morgunblaðið - 02.03.2002, Blaðsíða 48
MINNINGAR 48 LAUGARDAGUR 2. MARS 2002 MORGUNBLAÐIÐ ✝ Gísli Helgasonfæddist í Reykja- vík 27. mars 1943. Hann lést á Landspít- alanum 19. febrúar síðastliðinn. Foreldr- ar hans voru Helgi Jónsson, bóndi í Kaldárholti, Holta- hreppi, Rang., f. 6. júlí 1897 í Holtsmúla í Landsveit í Rang., d. 3. ágúst 1972, og k.h. Þorbjörg Páls- dóttir, f. 18. október 1904 í Reykjavík, d. 4. desember 1991. Föðurfor.: Jón Einarsson, bóndi í Holtsmúla, og k.h. Gíslunn Árna- dóttir. Móðurfor.: Páll Árnason, lögregluþjónn í Reykjavík, og k.h. Kristín Árnadóttir. Systkini Gísla eru: 1) Páll Helgason, f. 24 ágúst 1935. Páll var kvæntur Jófríði Ragnarsdóttur, f. 1. desember 1935. Áttu þau fimm börn: Þor- björn Helgi, f. 5. desember 1964. Hann er kvæntur Sóleyju Pálma- dóttur, f. 5 september 1965. Börn þeirra eru Fríða Björk, f. 9. febr- úar 1992, og Árni Páll, f. 11. nóv- ember 1997. Sóley á fyrir Henný Guðmundsdóttur, f. 9. september 1984; Jóhanna Ósk, f. 18. janúar 1966. Hún er gift Viðari Þóri Ást- valdssyni, f. 20. desember 1965. Börn þeirra eru Þóra Ósk, f. 30. apríl 1984, og Jón Páll, f. 10. júlí 1985; Anna Lára f. 9. júní 1968. Anna er gift Gný Guðmundssyni, f. Tvíburabróðir Gísla, Kristinn Helgason, f. 27. mars 1943. Hann á soninn Kristin Rúnar, f. 17. maí 1979, með Sigrúnu Jónínu Magn- úsdóttur, f. 20. febrúar 1955. Dagný Helgadóttir, f. 30. ágúst 1944, d. 24. desember 2000. Dagný var gift Loga Helgasyni, f. 5. mars 1941. Börn þeirra eru Þorbjörg Kristín, f. 2. ágúst 1971, og Helgi Þór, f. 7. október 1974. Sambýlis- kona hans er Guðrún Vala Davíðs- dóttir, f. 20. október 1975. Gísli kvæntist 25. desember 1973 Guðrúnu Laufeyju Magnúsdóttur, f. 19. júní 1945, dóttur Magnúsar Ingberg Gíslasonar, bónda í Ak- braut, og Katrínar Sigríðar Jóns- dóttur frá Lýtingsstöðum. Gísli og Guðrún eignuðust tvær dætur; Helgu Gísladóttur, f. 25 júní 1970, Helga á Viktor Mána, f. 9. október 1994, með Ásmundi Þorvaldssyni, f. 16. janúar 1970, Helga er í sam- búð með Reyni Pálmasyni, f. 3. maí 1975, og eiga þau saman Díönu Ýri, f. 8. ágúst 2000; Þorbjörgu Gísla- dóttur, f. 25. ágúst 1973. Á hún einn son, Einar Gísla Einarsson, f. 31. júlí 1996, með Einari Lyng Hjaltasyni, f. 10. febrúar 1971. Guðrún átti fyrir dótturina Sigur- leifu Kristínu Sigurþórsdóttur, f. 8. júní 1966, með Sigurþóri Sigurðs- syni, f. 20. október 1944. Sigurleif á dótturina Ísabellu Katarínu Márus- dóttur, f. 16. ágúst 1993, með sam- býlismanni sínum, Márusi Jóhann- esssyni, f. 4. júlí 1954. Gísli lauk námi frá barnaskóla Holtahrepps á Skammbeinsstöðum 1956. Hann tók við búi foreldra sinna 1965 og sinnti því til æviloka. Útför Gísla fer fram frá Haga- kirkju í Holtum laugardaginn 2. mars og hefst athöfnin klukkan 14. 8. september 1971. Átti hún fyrir Silju Elvarsdóttur, f. 1. júní 1991, en saman eiga þau Guðmund Hrafn Gnýsson, f. 12. júlí 1998; Ragnheiður, f. 16. desember 1969. Ragnheiður er gift Þórarni B. Þórarins- syni, f. 4. maí 1969. Börn þeirra eru Krist- ín, f. 17. febrúar 1998, og Laufey Fríða, f. 23. september 1999; Árni, f. 15. september 1974. Jón Helgason, f. 2. nóvember 1937, hann er kvæntur Guðrúnu Birnu Garðarsdóttur, f. 24. janúar 1945. Börn þeirra eru: Hrafnhildur Björk, f. 26 apríl 1964. Börn hennar eru Hafdís Ásgeirs- dóttir, f. 29. mars 1982, Óskar Ey- fjörð Elvarsson, f. 28. apríl 1985, Sigríður Stefanía Einarsdóttir, f. 20. júní 1991, Guðjón Ólafur Ein- arsson, f. 1. júní 1992, og Erlendur Ágúst Einarsson, f. 29. júlí 1995; Sigurbjörg Kristín, f. 27. ágúst 1967. Hún er gift Axel Wium Magn- ússyni, f. 19. febrúar 1962; tvíbur- arnir Helgi og Garðar, f. 28. júlí 1969. Helgi er kvæntur Krist- björgu Ingimundardóttur, f. 2. apr- íl 1973, eiga þau dótturina Mar- gréti Birnu, f. 24. mars 2001; Linda María, f. 25. desember 1971. Börn hennar eru María Hödd Lindudótt- ir, f. 20. apríl 1987, og Kormákur Atli Unnþórsson, f. 16. apríl 2000. Elsku pabbi, nú ertu farinn, ég kveð þig með söknuð í hjarta. Drottinn er minn hirðir, mig mun ekkert bresta. Á grænum grundum lætur hann mig hvílast, leiðir mig að vötnum, þar sem ég má næðis njóta. Hann hressir sál mína, leiðir mig um rétta vegu fyrir sakir nafns síns. Jafnvel þótt ég fari um dimman dal, óttast ég ekkert illt, því að þú ert hjá mér, sproti þinn og stafur hugga mig. Þú býr mér borð frammi fyrir fjendum mínum, þú smyr höfuð mitt með olíu, bikar minn er barmafullur. Já, gæfa og náð fylgja mér alla ævidaga mína, og í húsi Drottins bý ég langa ævi. (23. Davíðssálmur.) Guð gefi okkur styrk til að takast á við sorgina. Þín dóttir Helga og fjölskylda. Ungur var ég sendur í sveit að Kaldárholti til Gísla og Guðrúnar, fyrst í fáeinar vikur, síðar allt sum- arið en þau urðu sjö. Mig langar að minnast Gísla frænda þess vegna. Flest í sveitinni var ævintýri í augum pjakks af mölinni en hann leiddi mann á vit þeirra, sennilega ómeðvitandi, því þau voru hans dag- lega líf. Kaldárholt á bökkum Þjórs- ár var hans æskuheimili, víðlend jörð, skrýdd holtum, ásum, bökk- um, eyrum og mýrum. Á þessum slóðum var ég eins og lítill hobbiti á söguslóðum Tolkiens þótt ég hafi aldrei neinni kynjaveru mætt. Handtökin voru mörg og þótti manni sum auðvitað skemmtilegri en önnur en þegar manni leiddist eitthvað birtist góður kostur Gísla; skopskynið og kátínan sem létti róðurinn svo um munaði. Sunn- lenskir rigningardagar voru oft not- aðir til girðingavinnu en þá fórum við á dráttarvél með kerru í eftir- dragi oft um kargaþýfi og gerðum við girðingar daglangt, þá var gott að koma heim, fá kvöldverðinn og stökkva aftur út á minkaveiðar því við höfðum orðið einhvers varir fyrr um daginn. Það var aldrei dauflegt um að litast í Kaldárholti enda var Gísli Helgason bráðskemmtilegur maður og þeir sveitungar hans sem þangað komu og við sóttum heim sérlega glaðlynt fólk. Á þessum tímum rúðum við ærn- ar og mörkuðum lömbin í júní áður en sláttur hófst. Oft komu systkini Gísla og vinir þeirra hjóna í heim- sókn um þær mundir og var kátt í höllinni. Þá smöluðum við þessa stóru jörð á tveimur til þremur dög- um, rúðum og mörkuðum og birtust þá forystuhæfileikar og dugnaður Gísla bersýnilega. Sérhlífnin var aldrei hans, hann var hamhleypa til verka. Verkkunnátta Gísla var mikil, allt var gert heima á bæ. Ég var hans aðstoðarmaður við þær fjölmörgu viðgerðir sem fram fóru á bænum, hljóp eftir lyklum, toppum, hömrum og sleggjum fullur aðdáunar á þús- undþjalasmiðnum. Það þurfti aldrei að „hringja á mann“ á þeim bænum. Kaldárholtsland er fuglaparadís enda varð ég fljótt áhugasamur að læra nöfn fuglanna en hann og þau bæði afar vel að sér í fuglafræðum. Tegundirnar skipta tugum og varla leið sá dagur að ekki bæri einn fiðr- aðan á góma. Á þessum góða stað lærði ég reiðinnar býsn af þessum góða frænda mínum, allt frá að taka til hendinni til tungutaks, náttúru- fræða og alls þar á milli, ég bý að því, fyrir það þakka ég honum um leið og ég kveð hann í síðasta sinn. Þorsteinn Kristmannsson. Skafrenningurinn næðir um holt og hæðir og áin mesta er í klaka- böndum. Það setur hroll að fólkinu. Það er kalt og dimmt og sorgin hef- ur knúið dyra. Hvunndagshetja er fallin eftir harða baráttu. Baráttu sem landinn hefur háð við náttúru- öflin frá fyrstu öldum. Bóndinn barst aldrei mikið á. Hann gekk til daglegra verka með gleði í hjarta. Ekki með látum og bægslagangi. Heldur hægt og rólega. Ákveðið. Hann unni jörðinni. Hér sleit hann barnsskónum og átti heima alla tíð. Var órjúfanlegur hluti af moldinni og grasinu, þúfunum og lækjunum. Hann var drengur góður. Skipti sjaldan skapi. Einstaklega hlýr. Svo hjartahlýr að nístandi næðingur þorrans er á bak og burt. Sólin brýst fram í hugann. Sumarið. Vot- lendið blasir við og teygir sig eins langt og augað eygir við Kaldárholt. Geislar glitra í mýrinni, og rauðinn sem myndar slikju ofan á vatninu eykur á litadýrðina. Spóinn vellur í fjarska. Óðinshanar stikla í skurði. Hagamús skýst milli þúfna. Það er maður úti í mýrinni eitthvað að stússast í hrossum. Hann heldur á bandspotta og kemur gangandi hægum skrefum út að hliðinu við Nefið þegar drossían nálgast. Hann þekkir bílinn. Veit að þetta er fólk úr borginni. Kemur og heilsar því. Kímið brosið er kunnuglegt. Þétt handtakið. Það færist ró yfir gest- ina. Allur heimsins skarkali er horf- inn eins og dögg fyrir sólu. Suð í flugu. Hundgá. Jarm. Vill fólkið ekki koma heim og fá kaffi og með því? Inni í betri stofu? Þótt bóndans bíði mörg störf er eins og heimurinn hafi stöðvast. Húsfreyjan hress að vanda. Börnin braggleg. Tíðin hef- ur verið góð. Taðan kröftug. Bónd- inn kvartar ekki. Það festist hross í dýinu norðanvið. Dró það upp með dráttarvélinni. Jú, bærinn fór býsna illa í landskjálftunum. Sprakk í tvennt. Þeir fyrir sunnan segja að hann sé ónýtur. Það bless- ast. Byggi bara annað hús í staðinn. Góðlátlegt bros. Slær á létta strengi. Spyr tíðinda. Fólkið sýnir á sér fararsnið. Þarf að flýta sér í bæ- inn. Hann stendur eftir í hlaðinu. Veifar þegar bíllinn ekur niður tröðina. Trúr og traustur. Óhagg- anlegur. Hverfur aldrei úr minning- unni. Páll Benediktsson. Gísli Helgason, frændi minn, fóstbróðir og vinur er látinn um ald- ur fram. Fyrstu kynni mín af Kaldárholti voru um miðjan sjötta áratuginn og, eins og títt var um börn á þeim tíma var ég sendur til móðursystur minnar Þorbjargar í sveit. Þar hitti ég fyrir frændfólk mitt og átti þar á hverju sumri samneyti með því og þroska. Það að vera í sveit var næstum eins sjálfsagt og að ganga í skóla, eins konar þjóðfélagsstofnun. Finnst mér eftir á að hyggja að ekki hefði ég mátt verða af þessum sumrum og þá ekki síst fyrir það að án þeirra hefði ég ekki kynnst því ágæta fólki. Mest átti ég saman við yngri systkinin að sælda, Kristin, Gísla og Dagnýju, og af þeim hef ég líklega átt mest skap við Gísla. Á þessum árum var landbúnaður hér á landi að breytast og vélaöld að hefjast. Helgi bóndi hélt í marga forna siði og aldrei sá ég hann stýra dráttarvél. Einnig var á stundum sagt að vinnuharka væri mikil í sveitum, en ekki fannst mér það óeðlilegt. Alténd áttum við frístund- ir og í Kaldárholti voru meira að segja til áhöld til slíkrar iðkunar. Forláta kringlu áttu þeir bræður og þótti mér mikið til koma hve langt Gísli kastaði. Netakúlu var hægt að nota í kúluvarp og þegar að spjót- kast kom dugðu hrífusköft ágæt- lega. Einnig var hægt að fara í lang- stökk og hástökk, en við þær æfingar þurfti að gæta þess að vera t.d. ekki með egg í vasanum eins og kom fyrir einn okkar kúasmala í Kaldárholti. Meira að segja fór ég eitt sinn með þeim systkinum á hér- aðsmót Skarphéðins, sem haldið var í Þjórsártúni. Hef ég lifað lengi á minningunni um þann atburð. Mest snerist þó lífið um búskapinn, frá fengitíma til fengitíma, að ná inn töðunni og búa fyrir veturinn, hirða um skepnur o.s.frv. Best gæti ég trúað að þessi staðfesta í lifnaðar- háttum eigi drjúgan hlut í heim- spekilegum þenkimáta sem bænda- fólk býr yfir og veit ég að Gísli hafði nóg af. Af þeim systkinum í Kaldárholti var Gísli einna kátastur og gat á stundum verið stríðinn, allt þó í góðu. Mér er það minnisstætt að Gísli átti það til að segja okkur græningjunum einhverjar ógurleg- ar sögur, sem hreint út gátu ekki staðist, og þegar maður sagði: ,,Nú lýgurðu,“ þá var hann svo fljótur að segja ,,já“ að maður reifst lengi á eftir meðan sauð í honum hláturinn. Það má segja um Gísla að hann var alltaf í góðu skapi, og ef ekki, þá var hann í besta skapi. Eftir að Gísli og Guðrún tóku við búi í Kaldárholti strjáluðust ferðir systkina Þorbjargar í Kaldárholt en við tóku heimsóknir kúasmala og liðléttinga, sem dvalið höfðu þar lengri og skemmri tíma. Alloft, þó ekki nógu oft, fórum við frændur og nafnar austur í dagsferð til að sjá fornar slóðir og hitta þau Gísla og Guðrúnu. Alltaf var höfðinglega tekið á móti okkur og alltaf fór mað- ur betri maður þaðan að kvöldi. Líklega hefur fjölmenni verið einna mest í Kaldárholti í ágúst árið 2000, en þá komu þangað yfir hundrað manns í tilefni ættarmóts niðja Páls Árnasonar lögregluþjóns og Krist- ínar Árnadóttur. Var það mikil skemmtan allra sem þátt tóku að koma þangað og viðeigandi upphaf gleðskaparins, sem á eftir fór og haldinn var á Laugalandi. Þar voru þau Kaldárholtshjón og var Gísli hrókur alls fagnaðar. Síðan þá eru tvö af þeim Kaldárholtssystkinum gengin, Dagný fyrir rúmu ári og Gísli nú, bæði um aldur fram, og er skarð fyrir skildi. Með þessum fátæklegu orðum þakkar gamall kúarektor og gæslu- maður heimalninga í Kaldárholti fyrir ævilanga vináttu og fóst- bræðralag. Blessuð sé minning Gísla Helgasonar. Þorsteinn Þorsteinsson. Það heyrir orðið sögunni til að börn séu send í sveitina á vorin til sumarlangrar dvalar. Má nærri segja að sá góði siður eigi aðeins við um öldina sem leið vegna breyttra þjóðfélagshátta og tæknivæðingar. Ekki gátu þó öll börn farið í sveit- ina. Var jafnvel litið á það sem sér- stök forréttindi að hafa aðgang að góðu sveitaheimili, bæði af foreldr- um og ekki sízt börnunum. Við, sveitastrákarnir, nutum allir þeirra forréttinda að vera sendir í sveit í Kaldárholti hjá Guðrúnu og Gísla. Bærinn Kaldárholt er ekki í al- faraleið, þótt hann sé nokkuð mið- svæðis í hinum grösuga Holta- hreppi. Bæjarstæðið er sérstaklega fal- legt, sunnan í túnbrekkunni með Þjórsá iðandi vestan við bæinn og útsýni óheft yfir Skeiðin, suður um Holtin og allt til austurfjallanna. Uppi á brekkubrúninni sér yfir all- ar uppsveitir Árnes- og Rangár- vallasýslu svo langt sem augað eyg- ir. Það er ekki að undra að við strákarnir sóttum í að koma í þetta ríki, jafnt um sumar, vetur, vor eða haust. Ríki náttúrunnar iðandi af dýralífi, ríki bóndans auðugt af fjöl- breyttum bústofni og jarðarinnar gæðum og hlunnindum, heimilið laðaði okkur að sér. Gísli Helgason hefur kennt okkur margt það, sem við þykjumst kunna í dag. Sérstak- lega fannst okkur gaman að vera með honum við veiðiskap af fjöl- breyttu tagi, og eru ljúfar minning- ar um spennandi augnablik okkur ógleymanlegar þegar við hittumst og rifjum upp „gamla daga“, en Gísli var mikill veiðimaður. Þó er rjúpan aldrei veidd í Kaldárholti, þar á hún friðland. Honum var einkar lagið að vísa okkur rétta leið við leik og störf, og fyrirgaf okkur jafnharðan strákapörin. Glettni hans og kímni jafnt í blíðu og stríðu er víðkunn, og bar hann það jafnan fyrir sig ef okkur varð það á að brjóta verkfæri eða gera eitthvert skammarstrikið, en þau eru sjálf- sagt orðin allnokkur með tímanum, skammarstrikin okkar. Gísli var hraustmenni, og brá stundum á glettur við nautin sem fáir myndu eftir leika. Einnig var hann fjölfróð- ur á sviði margra vísinda, sérstak- lega er laut að jarðfræði og jarð- hita, sem margur fræðingurinn þætti fullsæmdur af í dag. Bæði virkjaði hann jarðhita til húshitun- ar og hvatti til borunar við Kald- árholtslæk sem átti eftir að koma sér vel, og mun Hitaveita Rang- æinga búa að því um langa framtíð. Gísli leyfði okkur að fylgjast með öllu þessu og taka þannig þátt í öllu sem var að gerast þótt við værum fluttir langt í burtu og hittumst allt of sjaldan. Fyrir það erum við sér- staklega þakklátir. Af mörgu er árið 2000 eftirminni- legt, en þá urðu Guðrún og Gísli fyr- ir áföllum sem áttu eftir að draga skugga yfir myndina björtu. Jarð- skjálftarnir hörðu, 17. og 21. júní skemmdu íbúðarhúsið svo mikiðað flytja varð í annað hús. Og um haustið greindist Gísli með sjúk- dóminn vonda sem svo marga hefur lagt að velli. Þrátt fyrir þessa erf- iðleika var Gísli alltaf jafn kátur og hress og hans var vandi til. Með því sýndi hann okkur eins og fyrrum að ekki þýðir að sýta orðinn hlut. Við, sveitastrákarnir, teljumst orðnir að mönnum þegar við skiljum það. Gísli Helgason lézt að morgni hins 19. febrúar 2002. Við minn- umst hans sem góðs drengs og fé- laga sem allt of fljótt var kvaddur á brott úr þessum heimi. Í birtu minninganna og með gleði og þakk- læti fyrir samveruna vottum við eft- irlifandi eiginkonu Gísla, Guðrúnu L. Magnúsdóttur og dætrum þeirra okkar innilegustu samúð, sem og eftirlifandi bræðrum hans og ætt- ingjum. Megi hinn almáttugi Guð vaka yfir þeim ævinlega. Jón S. Gunnarsson, Sigurður A. Guðmundsson, Einar Gunnarsson. GÍSLI HELGASON 7           /%      %    "         %  (. 0   5 )%" 1 E- 0,! "/4  ( =  ( =  0  ( =    A .!   13*  ( =   1  1* 
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.