Morgunblaðið - 02.03.2002, Blaðsíða 46

Morgunblaðið - 02.03.2002, Blaðsíða 46
MINNINGAR 46 LAUGARDAGUR 2. MARS 2002 MORGUNBLAÐIÐ Erna, föðursystir mín, var sann- kallaður sólargeisli sem vermdi mig og fjölskyldu mína. Á 85 ára afmæl- isdaginn hennar hafði ég orð á þessu við hana, en hún sagði það ofmælt. Mér finnst það þvert á móti vera of lítið sagt því Erna auðgaði líf allra sem hún kynntist. Hún var fljót að koma auga á bestu hliðar vina sinna og ættingja og ósjálfrátt kom hið besta í fari þeirra fram í návist henn- ar. Hin skæra sál hennar lýsti upp hversdagsfólk og venjulega hluti þannig að það stirndi á það. „Þú ert heppin að vera fædd með svona jákvætt viðhorf til lífsins,“ sagði ég einu sinni við hana. „Það er ekki heppni,“ svaraði hún. „Ég tók einu sinni djúpstæða ákvörð- un um að horfa frekar á björtu hlið- arnar í tilverunni.“ Í huga Ernu voru kærleikur og trú óaðskiljanleg. Hún var ein af þeim fáu sem ég hef kynnst sem hafði lesið alla Biblíuna, en eft- irlætiskafli hennar var án efa þessi: „Þótt ég talaði tungum manna og engla, en hefði ekki kærleika, yrði ég hljómandi málmur eða hvellandi bjalla. Og þótt ég hefði spádómsgáfu og vissi alla leyndardóma og ætti alla þekking, og þótt ég hefði svo tak- markalausa trú, að færa mætti fjöll úr stað, en hefði ekki kærleika, væri ég ekki neitt.“ (Fyrra Korintubréfið 13, 1–2) Það hékk á veggnum í svefnher- bergi hennar lítið veggteppi, útsaum- að af dóttur minni, með orðinu, AÐR- IR, en að hugsa um aðra var hennar mesta gleði í lífinu. Erna hafði til að bera gífurlegan viljastyrk til þess að láta gott af sér leiða. „Allt og sumt sem við getum gert er að reyna að láta gott af okkur leiða á þeim litla skika sem okkur er úthlutað hér á jörðinni,“ var hún vön að segja. Þetta, ásamt takmarkalaus- um eiginleika hennar til að fyrirgefa þeim sem gerðu á hlut hennar, voru hornsteinar trúar hennar. Hún dáði börn. Og þegar fyrsta barnið mitt fæddist árið 1976 fórum við að skiptast á heimsóknum. Hún heimsótti okkur einu sinni á ári til Bandaríkjanna og svo fór ég með börnin þrjú í heimsókn til hennar í litla timburhúsið á Suðurgötu 29. Meðan á þessum heimsóknum stóð voru lítil takmörk fyrir eldmóði henn- ar. Við ókum um allt, fórum í langar gönguferðir, snæddum óteljandi mál- tíðir undir berum himni. Á kvöldin spilaði hún á spil við börnin, eitt í einu. Erna var alltaf að lesa eitthvað úr heimsbókmenntunum. Í einni heim- sókninni til mín bar hún alltaf með sér Don Quixote eftir Cervantes. Hún átti til að skella skyndilega upp úr yfir þessum lestri og lesa svo upphátt eitt- hvað smellið um Sancho Panza eða Dulcineu. Hún tók góða skapið með ásamt vegabréfinu þegar hún fór á milli landa. Á sinn hátt var hún þekkt úti um allar jarðir. Verslunareigendur, nágrannar, og vinir í Alexandríu minnast Ernu með hlýju. Eitt dæmi var önugi lyfsalinn, en Erna leit á hann sem sérstakt verkefni sitt. „Ég er harðákveðin í að koma honum til að brosa,“ sagði hún við mig. Auðvitað ERNA EGGERZ ✝ Erna Eggerzfæddist 2. apríl 1909 í Vík í Mýrdal. Hún lést 6. janúar síðastliðinn. Foreldr- ar hennar voru Sig- urður Pétursson Eggerz, sýslumaður, alþingismaður, ráð- herra og bæjarfóg- eti, f. 1. mars 1875, d. 16. nóvember 1945, og Sólveig Kristjáns- dóttir Eggerz, hús- freyja, f. 8. ágúst 1887, d. 26. febrúar 1975. Bróðir hennar var Pétur Eggerz, f. 30. maí 1913, d. 12. maí 1994. Erna gekk í Menntaskólann í Reykjavík og vann í marga ára- tugi í Útvegsbanka Íslands. Útför Ernu fer fram frá Dóm- kirkjunni í dag og hefst athöfnin klukkan 14. tókst henni það að lok- um og hann slóst í aðdá- endahópinn. Annar ein- stakur eiginleiki Ernu var örlæti hennar. Hún var sjálf algerlega laus við efnishyggju og átti þess vegna auðvelt með að gefa. Og fólk endur- galt gjafir hennar. Hún hafði sérstakt dálæti á hlutum sem búnir voru til af þeim ótal börnum sem höfðu ást á henni. Samskipti hennar við börn voru einstök og ekki einskorðuð við börn ættingja hennar heldur náðu einnig til nágranna og blaðburðar- barna, sem hún bauð oft inn í heitt súkkulaði. Hún sagði þetta einu sinni við barn sem færði henni gjöf: „Ég festi þetta við gluggatjöldin í svefn- herberginu mínu svo ég sjái það á hverjum degi þegar ég vakna.“ Ég man eftir einu tilfelli þar sem tryggð hennar við dauðan hlut stangaðist á við ást hennar á mannveru. Sólin skein inn um austurgluggann á setustofunni þennan dag og varpaði geislum sínum yfir gömlu hæginda- stólana og stífuðu, hvítu skrautdúk- ana á dökku stofuborðinu. Við Erna stóðum í dyrunum á milli dagstofunn- ar og setustofunnar. Hún þurrkaði svitadropa af enni sér á viskastykki. Enda hafði hún staðið í miklu. Við vorum þá búnar að fjarlægja allt brot- hætt úr stofunni. Eða það héldum við. En tveggja ára sonur minn stóð þög- ull við hlið mér og saug þumalputt- ann.„Það er aðeins einn hlutur hér inni sem mér er sárt um,“ sagði Erna. „Hvaða hlutur er það?“ spurði ég. „Skálin sú arna,“ sagði hún og gaf staðsetningu hennar til kynna með höfuðhreyfingu. Sá litli, sem horfði stórum augum á okkur, hefði ekki getað skilið Ernu því hún talaði á ís- lensku. Þess vegna var það sem gerð- ist næst bæði dularfullt og hryllilegt. Allt í einu hljóp hann af stað og teygði sig í skálina. Við gátum hvorki hreyft hönd né fót og skálin skall í gólfið. Við rákum báðar upp hljóð. Síðan varð þögn. Í huga mér hljómuðu síð- ustu orð Ernu fyrir óhappið. Það er aðeins einn hlutur hér inni sem mér er sárt um. Í miklu fáti fór ég að biðj- ast afsökunar og barma mér yfir því að hún skyldi hafa glatað þessum dýr- grip. Erna horfði á mig andartak með sínum stóru bláu augum. Svo sagði hún það sem mér fellur seint úr minni. „Þetta var bara skál.“ Hún lagði sérstaka áherslu á orðið bara. Árum saman lánaði Erna vinum sínum peninga án þess að ætlast til þess að fá þá til baka. Faðir minn, Pétur, sem bjó í 10 ár á Suðurgötunni með Ernu, hafði einhvern tíma orð á þessu við hana. „Þetta eru bara peningar,“ svaraði hún þá. Hann nefndi þetta ekki oftar. Þegar faðir Ernu og Péturs, Sig- urður Eggerz, lagði stund á lögfræði í Kaupmannahöfn, hafði hann einnig áhuga á leiklist, tónlist, og ljóðlist. Hann hlustaði mikið á söngkonu sem hét Erna. Þegar hann sneri heim til Íslands hófst ferill hans í stjórnmál- um og sem embættismaður. Og árið 1909, þegar dóttir hans kom í heim- inn, gaf hann henni nafnið Erna og flutti þar með nýtt nafn til Íslands. En í dag eru margar Ernur á Ís- landi. Erna sagði mér þessa sögu um nafnið. Barn að aldri var hún í heim- sókn hjá fjölskyldu uppi í sveit. Ung stúlka hélt á ungbarni við opinn glugga á annarri hæð. Hún missti barnið úr höndum sér út um gluggann, en svo heppilega vildi til að önnur ung stúlka sem stóð fyrir neðan greip það. Móðir barnsins, sem var frá sér numin af þakklæti, sagði við stúlkuna, „Þú mátt gefa barninu nafn.“ Með barnið í fanginu leit stúlk- an í kringum sig, kom auga á hina nýju vinkonu sína, Ernu, og sagði, „Hún á að heita Erna.“ Nú eru svo margar Ernur á Íslandi að fyrir nokkrum árum sótti Erna Eggerz „Ernumót“ þar sem hún var heiðurs- gesturinn. Hið kærleiksríka hjarta Ernu hafði rúm jafnt fyrir ókunnuga sem ættingja. Hún lifði eftir sinni eig- in kenningu að gera lífið bjartara og betra á þeim litla skika jarðar þar sem hún var, hvort sem hún var heima á Íslandi eða erlendis. Einu sinni þegar hún var í heimsókn hjá mér í Virginíufylki var gamli maður- inn í næsta húsi fluttur á spítala vegna heilaæxlis. Hann átti að gang- ast undir uppskurð. Þegar við Erna komum heim úr einhverjum leiðangri sat konan hans grátandi á tröppun- um. Þó að Erna þekkti konuna aðeins lítilsháttar hljóp hún upp tröppurnar til hennar, faðmaði hana að sér og spurði, „Viltu að ég sofi hjá þér í nótt svo þú þurfir ekki að vera ein?“ Kon- an brosti gegnum tárin. Þau hjónin gleymdu aldrei þessu hlýlega viðmóti Ernu. Þau spurðu alltaf eftir henni. Eftir að faðir minn dó árið 1994 treysti Erna sér ekki lengur til að búa á Suðurgötunni. Við fórum saman að skoða vist- heimili bæjarins. Í heimsókninni á Grund fékk ég enn eina staðfestingu á hinni ríku samúð og samkennd henn- ar með öllum manneskjum. Við geng- um hægt eftir ganginum. Erna hélt fast um handlegg mér og studdi sig við mig. Hún var kraftlítil og kvíðin. Skammt frá var ung kona með fötu og skrúbb að þvo gólfið. Skyndilega missti konan fótanna og datt. Við þessa sjón fylltist Erna af krafti, sleit sig lausa frá mér og hljóp konunni til hjálpar. Að lokum valdi Erna Grund af því að sá staður var í hennar gamla ná- grenni. „Mér finnst ég geta farið út í bakarí eða niður í bæ að drekka kaffi,“ sagði hún. Eftir hún flutti þangað sagði hún oft, „Hér eru allir svo góðir við mig.“ Enda var hún í miklu dálæti hjá starfsfólki á Grund. Erna var yndisleg manneskja. Hún var skarpgreind, hafði dásamlega kímnigáfu og einstaka mannlega hlýju til að bera. Hún lifði fábrotnu lífi en var auðug að kærleika. Ég þakka ástkærri frænku minni af heilum hug fyrir allt sólskinið sem streymdi inn í líf mitt og fjölskyldu minnar af henn- ar völdum. Sólveig Eggerz, Alexandríu í Virginíu. Ég vissi svo sem vel, að hún Erna Eggerz hafði verið sjúk um skeið. Hún dvaldist á Dvalar- og hjúkrunar- heimilinu Grund (eins og það heitir nú) nokkur síðustu árin. Hún andaðist á þrettándanum, 6. janúar sl., komin hátt á 93. æviár. Ég bjóst við, að útför hennar hefði farið fram í kyrrþey að hennar eigin ósk, og fannst mér það líklegt, því að Erna var hógvær manneskja og lét lítt á sér bera. Nú fer útförin fram all- löngu eftir andlát hennar, eða 2. mars. Hvers vegna minnist ég Ernu Eggerz með nokkrum orðum? Það er vegna þess, að ég var heimagangur um nokkurt skeið fyrir nokkrum árum á heimili hennar og Péturs sendiherra, bróður hennar. Þau systkin tóku mér jafnan vel, er mig bar að garði á heim- ili þeirra, í Suðurgötu 29 hér í borg. Þarna bjuggu foreldrar þeirra, Sig- urður Eggerz, ráðherra og alþingis- maður, síðast sýslumaður á Akureyri, og Sólveig Kristjánsdóttir, kona hans. Sigurður andaðist rétt sjötugur, árið 1945, en Sólveig lifði mann sinn í 30 ár í húsinu sínu við Suðurgötuna. Að þeim systkinum, Ernu og Pétri, stóðu valda- og embættismenn. Faðir þeirra var einn af ráðherrum Íslands, áður en ráðuneyti voru mynduð, og faðir Sólveigar, konu Sigurðar, Krist- ján Jónsson dómsstjóri, var einnig Ís- landsráðherra. Ég minntist á þetta við Pétur Eggerz eitt sinn, er við hitt- umst. Hann gerði ekki mikið úr því. Enginn ræður því, hvaða ætt að hon- um stendur. Erna var stundum fjarverandi, er mig bar að garði í Suðurgötu, en fyrir kom, að hún sæti að spilum með vin- konum sínum í stofunni, er snýr að Tjörninni. Erna var ógift alla ævi, en var langt í frá einangruð félagslega, þar sem hún átti trygga vini. Pétur naut þess lengi, eftir að þau hjón skildu að skiptum, að systir hans var heimilisföst í húsi foreldra þeirra og sá um heimilishaldið. Þar munaði um hana. Eftir að Erna fluttist á Grund, hittumst við öðru hverju, er henni var ekið fram í borðstofuna í stofnuninni. Ekki býst ég við, að hún hafi fylgst með því, sem ég las þarna fyrir vist- menn, því að hún var þá að mestu komin út úr heiminum, eins og sagt er um fólk, þegar andlegur þróttur er á þrotum. Nú hefur Erna hlotið hvíldina ei- lífu. Ég þakka henni kynnin og votta nánum skyldmennum hennar samúð við brotthvarf hennar af þessum heimi. Auðunn Bragi Sveinsson. Erna Eggerz mun hafa verið á tí- unda ári þegar faðir hennar, Sigurður Eggerz fjármálaráðherra, lýsti Ísland frjálst og fullvalda ríki. Það var fá- mennur, fremur hnípinn hópur, sem stóð í þyrpingu við Stjórnarráðshúsið og fagnaði gleðitíðindum ráðherrans. Margur hefði kosið að húrrahrópin hefðu verið kröftugri og fyllt desem- berloftið öflugri samhljóm, en hvern- ig áttu örmagna íbúar fámenns bæj- arfélags, sem enn báru merki farsóttarinnar að sameinast eins og ekkert hefði ískorist þegar hósta- kjöltur og ræksingar reyndu á radd- böndin og komust upp á milli hug- sjónarinnar og hrópanna. Svo tóku við fallbyssuskot danskra dáta að liðnum svardögum um eilíft hutleysi og vopnleysi. Og nú eru fallbyssubar orðnar betri en smjör. Ráðherrann, sem til þess var kjörinn í forföllum forsætisráðherra að flytja ræðu á þessum tímamótum hafði á sér snið heimsborgarans. Enginn lyfti hatti með meiri elegans og sveiflu en hann. Skáldlegur í ræðu og riti. Kurteis og fágaður í framkomu. Leit ekki við því landakorti, sem ekki sýndi Óskaland- ið á uppdrætti sínum. Fræg og fleyg voru orðaskipti Sigurðar Eggerz og Georges Brandes, bókmenntagagn- rýnanda og átrúnaðargoðs íslenskra námsmanna, er þeir komu saman að útidyrum frægrar stofnunar. Bran- des segir um leið og hann bendir á dyrnar: Statsministeren först. Sig. Eggerz svarar að bragði: Statsmin- isteren í åndens Rige först. Það varð úr að ráðherrann í ríki andans gekk á undan forsætisráð- herranum. Árni Pálsson prófessor lét mjög að sér kveða og felldi stundum hvatvísa dóma um menn og málefni. Á stjórnmálafundi var rætt um þjóðmál. Sigurður Eggerz sagði í ræðu: Ég ætti best að vita þetta. Ég sem var forsætisráðherra: Satt var það, svar- aði Árni. Þitt var ríkið, en hvorki mátturinn né dýrðin. Sigurður svar- aði þessum ummælum og þvílíkum á öðrum stað. Með forlagatrú og trúar- vissu í huga kvað hann: Alfaðir ræður. Í sýslumannstíð Sigurðar Eggerz í Vík í Mýrdal kvað hann sitt fræga ljóð: Alfaðir ræður. Kært var með þeim systkinum Ernu og Pétri. Þau voru bæði fædd í Vík í Mýrdal. Það kom í hlut Torfa Jónssonar lögreglumanns að hand- skrifa allt handrit séra Friðriks Egg- erz, forföður þeirra systkina, þegar hafist var handa um útgáfu bókarinn- ar: „Úr fylgsnum fyrri alda“. Pétur Eggerz taldi þá sjálfsagt að leita leyf- is Torfa vegna tilvitnunar. Taldi hann eigi sæmandi að ganga framhjá hon- um þar sem hann hefði unnið hið mikla verk að búa handritið til prent- unar með þeim hætti. Buðu þau systkin Torfa tvívegis til hádegisverð- ar af þessu tilefni. Greinarhöfundur minnist fróðlegr- ar frásagnar Péturs frá bernsku- og æskuárum í Tjarnargötu. Var sá þátt- ur fluttur á Aðalstöðinni er útvarpað var minningum aldraðra Reykvík- inga. Hófsamleg og gamansöm frá- sögn Péturs frá fyrri árum, íbúum Tjarnargötu og nágrennis. Allt birtist það ljóslifandi fyrir hugskotssjónum áheyrenda, kryddað góðlátlegri gam- ansemi og næmu skopskyni sögu- manns. Það mun hafa valdið Sigurði Egg- erz vonbrigðum, að ekki var sóst eftir framboði hans er hann sat á Akureyri sem fógeti. Ludvig Hjálmtýsson, góðkunningi greinarhöfundar, kvað unga sjálf- stæðismenn hafa haft á því fullan hug að vinna að því að Sigurður Eggerz yrði kjörinn fyrsti forseti lýðveldisins. Í því sambandi nefndi Ludvig ræðu sem Sig. Eggerz hélt þar sem hann sagði frá draumi er hann hefði dreymt. Það var um gull sem fjallkon- unnar var freistað með. Erna var frændrækin og þoldi ei er henni þótti virtur fræðimaður vega að minningu langafa hennar, séra Frið- riks Eggerz. Hún reis því til varnar og taldi dr. Steingrím J. Þorsteinsson prófessor bera Friðrik röngum sök- um í doktorsritgerð um Jón Thorodd- sen, skáld og sýslumann. Grein henn- ar „Friðrik Eggerz og séra Sigvaldi í sögu Jóns Thoroddsens“ birtist í sunnudagsblaði Tímans 3. mars 1968. Svo vildi til að sonarsonur Jóns Thoroddsens skálds, Sverrir Thor- oddsen, sonur Skúla og Theodóru var fulltrúi í bréfadeild þar sem Erna starfaði. Í bankasalnum var einn kunnasti starfsmaður fyrr og síðar, Brynjólfur Jóhannesson. Hann hafði leikið séra Sigvalda við feikna vin- sældir er Leikfélag Reykjavíkur sýndi leikgerð Emils Thoroddsens og Indriða Waage. Grein Ernu er löng og ítarleg. Hún tekur þar svari lang- afa síns af mikilli röggsemi og rök- festu. Fróðlegt er að lesa tilvitnanir í rit séra Friðriks Eggerz. Hann virðist ekki taka mark á friðþægingarkenn- ingunni og meðfylgjandi náð. Hafnar því að það eitt sé nauðsynlegt til sálu- hjálpar að Kristur hafi verið negldur á krossinn með treitommu úr Nagla- verksmiðjunni og svo geti allir farið í bingó eða keypt sér skafmiða og búið, heilagur. Séra Friðrik, langafi Ernu, trúði á persónulega ábyrgð hvers og eins. Hann nefnir dæmi um hrekkja- brögð er hann framdi í æsku er hann misþyrmdi smáfuglum. Móðir hans, sem hann játar verknaðinn fyrir, vandar um við hann og segir honum sögu af maríuerlunni, sem sé vön að geyma hefndina í tuttugu ár. Eftir það kæmi hún aftur og léti þá stein detta í höfuð þess er, „hefði hrekkt hana“ Af dæmisögunni ályktaði séra Friðrik að hver og einn yrði að líða fyrir eigin misgjörðir og leiðrétta mis- tök sín meðan kostur væri. Erna rakti mishermi ýmis til Gísla Konráðssonar fræðimanns er setið hefði í skjóli ríkismanna við Breiða- fjörð og skrásett sagnir að vild þeirra. Hvort dr. Steingrímur prófessor svaraði grein Ernu er mér eigi kunn- ugt. Ég nefni þetta dæmi til marks um það hve Erna var heilsteypt og trú sannfæringu sinni. Erna var drenglynd og hispurs- laus. Við sjáum nú hvílík þrekraun það hefir verið henni að eyða starfs- ævinni í banka sem reis á rústum stofnunar, sem faðir hennar veitti for- stöðu, með skugga örlaganna og póli- tíska refskák stjórnvalda við sjón- hring hvern dag. Þeir sem töldu sig handhafa og gæslumenn hugsjóna vefaranna, sem kenndu sig við samvinnu og samvisku þingeysku bændanna, sem sóttu sam- eiginlegan varning í fjöruborð juku nú umsvif sín og völd í bankaráðum og stjórn. Ég er svo heppinn að eiga allmarg- ar ljósmyndir úr skemmtiferðum starfsmanna Útvegsbankans. Á þeim er fjöldi starfsmanna, glaðir og góðir samstarfsmenn. Þar má sjá Ernu Eggerz glaðlega og góðviljaða, Sól- veigu Sigurbjörnsdóttur (Lóló) ljúfa og brosmilda, Stefaníu Runólfs, hetjulega og prúða, Þóru Ásmunds, trausta og tápmikla, Guðrúnu Vil- hjálmsdóttur, móður Guðrúnar Kvar- an íslenskufræðings, og Guðrúnu Steingríms af frægu Knudsenskyni. Steingrímur St. Th. Sigurðsson var góðvinur systkinanna, Péturs og Ernu. Hann fór með þeim fjölda gönguferða og iðkaði með þeim útivist og heilsurækt. Hann ritaði fróðlegar og skemmtilegar greinar um kynni þeirra. Pétur Eggerz var fylgdarmaður Sveins Björnssonar í forsetaför til Bandaríkjanna. Hann lýsti vel sendi- för landsfeðra er þeir klæddust hvít- um smokingum, að færa fjöregg vort til Pentagon. Draumar hans um þró- un þjóðmála, sem hann lýsti með frá- sögnum sínum og draumar fyrir dag- látum bregða ljósi á sögu lands og þjóðar. Hvíldin var Ernu kærkomin. Við fráfall Péturs bróður hennar var eins og lífslöngun hennar biði hnekki. Hún hætti að mestu lestri bóka, eins og hún hafði þó fylgst vel með á sviði heimsbókmennta og þjóðmála. Við, sem kynntumst henni í starfi þökkum kynni og sendum samúðarkveðjur. Pétur Pétursson þulur.  Fleiri minningargreinar um Ernu Eggerz bíða birtingar og munu birtast í blaðinu næstu daga.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.