Morgunblaðið - 02.03.2002, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - 02.03.2002, Blaðsíða 44
MINNINGAR 44 LAUGARDAGUR 2. MARS 2002 MORGUNBLAÐIÐ ✝ Ingunn Gunnars-dóttir fæddist í Dölum í Hjaltastaða- þinghá 14. ágúst 1915. Hún lést í Sjúkrahúsi Seyðis- fjarðar 24. febrúar síðastliðinn. Foreldr- ar hennar voru Gunnar Magnússon, bóndi í Dölum, f. 28.3. 1883, d. 9.8. 1955 og Guðný Sig- þrúður Rustikusdótt- ir, húsmóðir í Dölum, f. 18.7. 1889, d. 11.4. 1918. Systkini henn- ar voru Magnús, f. 1914, d. 1917, Sólveig, f. 1916, d. 1998, Aðalheið- ur, f. 1917, búsett á Egilsstöðum. Eiginmaður Ingunnar var Páll Sigbjörnsson, landbúnaðarráðu- nautur, f. 25.6. 1920 í Rauðholti, Hjaltastaðaþinghá, d. 5.7. 1993. Foreldrar hans voru Sigbjörn Sig- urðsson og Jórunn Anna Gutt- ormsdóttir frá Rauðholti. Börn Ingunnar og Páls eru: 1) Ófeigur Pálsson, f. 8.8. 1950, kona Sigur- björg Inga Flosadóttir, f. 4.3. 1953. Börn þeirra eru fóstursonur Aðalsteinn Hjartarson, f. 3.6. 1971, kona Sandra Hjartarson, 5.8. 1966. Börn þeirra; Alda Lísa, f. 19.5. 1999 og Selma Inga, f. 5.9. 2001, Bene- dikt, f. 23.1. 1975, unnusta Þórunn Ósk Þorgeirsdóttir, f. 19.3. 1973, Guðný Inga, f. 23.12. 1976, sambýlismaður Sæv- ar Helgi Lárusson, f. 20.9. 1977, Flosi Jón, f. 1.6. 1984. 2) Gunn- ar Pálsson, f. 1.6. 1952, kona Bergrún H. Gunnarsdóttir, f. 2.12. 1959. Börn þeirra; Vaka, f. 6.11. 1988, Halla, f. 8.7. 1991. 3) Sigbjörn H. Pálsson, f. 18.3. 1956, kona Ketilr- íður Benediktsdóttir, f. 18.3. 1947, börn Ingunn Sara, f. 12.9. 1985, Sólrún Sigríður, f. 11.1. 1987. Ingunn stundaði nám við Hús- mæðraskólann á Hallormsstað 1934-35 og Ljósmæðraskólann 1943-44. Hún var ljósmóðir á Hér- aði 1944-50 og síðan lengst af hús- móðir á Egilsstöðum. Útför henn- ar fer fram frá Egilsstaðakirkju í dag og hefst athöfnin kl. 14. Elskuleg tengdamóðir mín andað- ist að morgni 24. febrúar. Hún er nú lögð af stað til æðri heima. Mig lang- ar í örfáum orðum að minnast henn- ar. Fyrir um það bil 26 árum fluttist ég með son minn Aðalstein austur í Egilsstaði inn á heimili þeirra hjóna Páls og Ingu. Við vorum umvafin kærleik og hlýju. Sérstaklega var ég þakklát fyrir hversu góð amma og afi þau voru drengnum mínum. Inga var skarpgreind, ákveðin og hafði fast- mótaðar skoðanir. Ófáar stundir sát- um við saman og ræddum um lífið og tilveruna og veltum fyrir okkur þeirri lífsins gátu, hvort líf væri eftir þetta líf. Inga átti auðvelt með að semja ljóð, þótt hún flíkaði því ekki, og var hafsjór af fróðleik um íslenska ljóða- gerð. Hún kunni mikið af kvæðum og skemmtu barnabörnin sér oft við að hlusta á hana fara með þau á sinn sérstaka hátt. Það sem tengdi okkur hvað mest saman var tónlistin. Hún hafði unun af öllum fallegum söng, þó sérstaklega karlakórssöng. Oft gátum við setið og sungið tvær einar. Inga var mikið hin seinni ár á heimili okkar og sagði okkur hjónum og barnabörnum frá lífinu í Hjalta- staðaþinghá í gamla daga og búum við að þeim minningum. Elsku Inga mín, ég vil þakka þér og við öll fyrir þá visku sem þú miðlaðir okkur og þá gleði sem þú veittir okkur í lifanda lífi. Að lokum vil ég þakka starfsfólki Sambýlisins á Egilsstöðum, starfs- fólki Heilsugæslustöðvarinnar og ekki síst starfsfólki Sjúkrahúss Seyðisfjarðar fyrir alla þá umönnun og hlýju sem hún naut í veikindum sínum. Takk fyrir allt sem þú gafst og kenndir mér. Ég vil enda þetta með nokkrum ljóðlínum úr kvæðinu Endurminningar eftir Einar H. Kvaran. Já grátskyld viðkvæmni grípur mig um glaumlausa nótt er ég hugsa um þig og ramma nornanna reiði. Og hugann minninga fyllir fans. Ég flétta úr þeim ofurlítinn krans, og legg hann á skáldsins leiði. Sigurbjörg Inga Flosadóttir. Nú hefur Ingunn mágkona mín lokið sinni jarðnesku skólavist, eða hóteldvöl eins og Tómas skáld Guð- mundsson kaus að orða það, eftir 86 ára viðdvöl. Mig langar að þakka samfylgdina með örfáum orðum. Þegar ég man fyrst eftir Ingu var hún orðin fulltíða glæsileg kona sem ungir menn kepptust um að gera hosur sínar grænar fyrir. Ég mun hafa verið þrettán ára þegar hún tengdist fjölskyldu minni, þegar þau Páll elsti bróðir minn giftu sig og hófu búskap á Hjaltastað. Eft- ir það lágu leiðir að sjálfsögðu mikið saman. Mest kynntist ég þeim þó níu árum síðar, þegar þau buðu mér vetrardvöl á heimili sínu á Hvann- eyri, svo ég gæti stundað nám við bændaskólann þar, sem ég þáði með þökkum. Þá höfðu orðið mikil tíðindi í lífi þeirra. Tvo fyrstu drengina sína misstu þau nánast við fæðingu og varð það mikill heilsufarslegur hnekkir fyrir Ingu og leiddi til þess að þau tóku sig upp frá búskap og Páll lauk framhaldsnámi frá Hvann- eyri og starfaði þar sem ráðunautur þegar hér var komið sögu. Þá höfðu þeim einnig fæðst tveir heilbrigðir synir og lífið aftur komið með lit sinn og ilm. Páll búinn að blanda sér í stjórnmálaátök og lögðu þau sig bæði mikið fram um að fylgjast með bæði þjóðmálum og trúmálum, því bæði voru heimspekilega sinnuð. Þá voru oft teknar hressilegar brýnur þar í eldhúsinu. Skoðana- munur jafnvel gerður skarpari en efni stóðu til. Þarna var gestkvæmt og þarna var góður skóli, þótt dálítið bitnaði það á búfræðinámi mínu, en það er önnur saga. Þegar ég leiði hugann að því hvað hafi einkennt Ingu mest kemur mér fyrst í hug hvað henni var snyrti- mennska í blóð borin og einhvers konar meðfædd fágun. Öll óreiða og subbuskapur var henni ákaflega fjarri. Yndi hennar af söng og tónlist svo og ljóðum var mjög einlægt og mikið, og gaman var heyra hana lesa upp úr sér löng kvæði. Síðast en ekki síst var það áhrifa- mikið á 85 ára afmæli hennar, að heyra hana mæla fram fallegt ljóð eftir Guðmund skólaskáld, þó að minni hennar væri þá að öðru leyti mikið farið að hraka. Ég vil líka minnast þess hér hvað Inga kunni vel að skemmta bæði sér og öðrum, þegar hún hristi af sér hversdagsdrungann. Þessi hraðfleygi fugl, tíminn, leyf- ir ekki meiri upprifjun minninga nú, en um leið og ég sendi sonum Ingu og fjölskyldum þeirra innilegar sam- úðarkveðjur endurtek ég þakkir mínar til hennar og þeirra allra og kveð með erindi úr erfiljóði eftir Ein- ar Ben., sem þau hjónin mátu bæði mikils: En ástin er björt sem barnsins trú, hún blikar í ljóssins geimi; og fjarlægð og nálægð fyrr og nú oss finnst þar í eining streymi. Frá heli til lífs hún byggir brú og bindur oss öðrum heimi. – Sævar Sigbjarnarson. Strengir hrærast í huga ef horft er til liðinna daga með ykkur vinir – er áttum ófáar gleðistundir. Trygg og góð vinkona er látin í hárri elli austur á landi, í sjálfu sér ekki harmsefni því eflaust hefur hún verið hvíldinni fegin. En eins og seg- ir í þessari vísu eftir Pál Sigbjörns- son manninn hennar, sem hann orti eitt sinn til okkar hjóna, þá hrærast margir strengir í huga og brjósti þegar við kveðjum góða vinkonu, Ingunni Gunnarsdóttur, sem lengst hefur búið á Egilsstöðum. Hún var uppalin í fallegri sveit, með fallega nafnið Hjaltastaðaþinghá og víðsýni til allra átta. Ég lít til baka og reyni að rifja upp löngu liðna atburði, sem tímans tönn hefur nokkuð unnið á. Eftir nokkra mánuði eru 45 ár frá því við hjónin, nýgift, fluttum frá Breiðafirði austur að Egilsstöðum. Það vantaði annan ráðunaut austur á Hérað, en húsnæði var ekki til. Við fluttum því í húsið til ráðunauts- hjónanna, sem þar voru fyrir, Páls og Ingunnar. Þau bjuggu í húsi Búnað- arsambandsins, Hvassafelli, þar var einnig skrifstofa sambandsins. Eina úrræðið var að þrengja að þeim hjón- um og láta okkur í „hornið“ hjá þeim. Það lýsir þeim hjónum vel og nægju- semi þeirra og þess tíma. Þetta var mjög mikið nábýli þar sem við deildum litlu eldhúsi. Nú á tímum þætti þetta óhugsandi. Það sem réð úrslitum var að Ingunn hafði á unglingsárum verið í vist hjá föð- ursystur minni, sem var læknisfrú á Hjaltastað og yfir þeim kynnum var sá töfraljómi, sem dugði mér og hún tók áhættuna. Sú saga verður ekki lengri hér, en eitt er víst að vináttan sem skapaðist á þessum tveimur ár- um, sem við bjuggum þarna saman varð svo traust að engan skugga hef- ur borðið á síðan. Oft hefur liðið langt á milli sam- funda en alltaf verið jafn auðvelt að endurnýja kynnin, hvort sem endur- fundir hafa verið á Egilsstöðum, Skriðuklaustri, Einarsstöðum, Reykjavík, Stykkishólmi eða Mos- fellsbæ. Ég vil því aftur vitna í ljóðið sem Páll sendi okkur og gera það að okkar orðum: Þó langur tími sé liðinn leysast ei tryggðaböndin. Gott er að hafa í horni, hauka, sem vinsemd geyma. Þau voru okkur „haukar“ í norni þótt við værum í „horninu“ hjá þeim. Umræddar vísur sendi Páll okkur skömmu áður en hann dó. Allt mál, laust og bundið lék honum á tungu. Þegar við fluttum austur 1957 var það nánast eins og að flytja í annað land og því töluverð breyting fyrir ungt fólk að fara svo langt frá öllu sínu nánasta fólki. Eina sambandið við ættingjana var sendibréf, fólk var ekki alla daga í símasambandi eins og nú. Ekki einu sinni tækni til þess við mitt heimili í Skáleyjum. Það skipti því miklu máli að vera hjá góðu fólki. Vegna starfa sinna voru þeir ráðu- nautarnir mikið í burtu svo við Ing- unn hlutum að vera sálufélagar heima. Við áttum mjög gott með að ræða málin og fyrir mig unga og óreynda var ómetanlegt að eiga hana að. Hún var 17 árum eldri og töluvert lífsreynd, þótt aldurinn væri aðeins 42 ár. Hún var mér í raun og veru eins og besta móðir, auk þess var hún ljós- móðir og fljótlega kom að því að sú reynsla hennar nýttist mér vel, – henni reyndar líka því hún naut þess að fræða og miðla. Var líka svo hrif- næm og skilningsrík. Ingunn hafði sjálf reynt mikla erfiðleika og sorg í sambandi við fyrstu barneignir, en þegar hér var komið sögu áttu þau hjónin þrjá drengi á aldrinum 1–7 ára, fallega, ljóshærða stráka, skýra og skemmtilega. Hún var afar þakk- lát forsjóninni fyrir þá guðsgjöf og elsti drengurinn hlaut nafnið Ófeig- ur. Hún kunni að meta börn og litla dóttir okkar naut góðs af því. Ég fullyrði að engin vandalaus kona hefur sýnt okkur og börnunum okkar meiri móðurkærleika, svona var þetta alla tíð þótt langt liði milli samfunda. Fyrir tæpum níu árum, sumarið 1993, missti Ingunn manninn sinn, það varð henni mikið áfall, því vissu- lega hafði hann verið hennar styrka stoð og besti vinur, en hún var æðru- laus og sterk eins og áður, þegar á reyndi. Hún naut þess að vera með góðu fólki fyrir austan þótt synirnir og þeirra fólk væri fjarri. Að lokum sendum við Leifur þeim og fjölskyld- um þeirra innilegar samúðarkveðjur. Eftirfarandi vers skal vera okkar hinsta kveðja og bæn til kærrar vin- konu. Þegar æviröðull rennur, rökkvar fyrir sjónum þér, hræðstu eigi, hel er fortjald, hinum megin birtan er. Höndin, sem þig hingað leiddi, himins til þig aftur ber. Drottinn elskar, – Drottinn vakir daga’ og nætur yfir þér. (S. Kr. Pétursson.) María S. Gísladóttir. INGUNN GUNNARSDÓTTIR Sérfræðingar í blómaskreytingum við öll tækifæri Skólavörðustíg 12, á horni Bergstaðastrætis, sími 551 9090. Minningarkort Hjartaverndar 535 1825 Gíró- og greiðslukortaþjónusta .              /%     /   %        %  )6 78)9:.(:) -    < 43 , !/ (!/ )    )   - ( =  $%! 0  )      >)     0%  ?!7/ )    13*0 / (   1  1*  .     (        /%  / %               ) 3   ) 2)          :% ) 2     :     ) (        4(   (% 9)6 8 : ; @  A  #  ( %  %5 %0 1"   % *6  /  "  ! -3*4 "  )    "  ! . "  )      ,3*! 4A!  4(    %      8 : 5! BC 4A # &  7  % *6      /  / !  . .3*!,   / !  . ( =    13*/ !  /  )    D  / !  >!,-3   1  1* 1  1  1* 
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.