Morgunblaðið - 02.03.2002, Blaðsíða 41

Morgunblaðið - 02.03.2002, Blaðsíða 41
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 2. MARS 2002 41 ABC hjálparstarf hefur rekið El Shaddai-barnaheimilið við Ma- dras á Indlandi á sjöunda ár sem hófst með þeim hætti að ABC hjálparstarfi barst bréf frá Evu Alexander um að koma á fót barnaheimili fyrir munaðarlaus og yfirgefin börn, en hún ásamt eiginmanni sínum var þegar kom- in með 20 umkomulaus börn inn á heimili sitt í Madras. Í september 1995 var El Shaddai-barnaheim- ilið stofnað, húsnæði tekið á leigu og 50 börn fluttu inn. Árið 1996 heimsótti Eva Ísland, en sama ár varð hún ekkja og hélt því ein áfram starfinu ásamt uppkomn- um börnum sínum. Húsnæðið reyndist fljótlega of þröngt því börnunum fjölgaði, vatnsskortur olli erfiðleikum og ónógt leik- svæði var fyrir börnin utandyra. Í janúar 1997 var fundið stórt og gott land með stórum brunni 50 km fyrir utan Madras. Tók það ABC hjálparstarf rúm tvö ár að safna fyrir landinu sem kostaði þá fimm milljónir ísl. kr. og hlotið hefur nafnið Nýja Ísland. Í júní 1999 var fyrsta skóflustungan tekin að 1.000 fermetra húsi fyrir barnaheimilið á landinu og steyptur grunnur að húsinu, en íslensk börn söfnuðu fyrir honum í söfnuninni Börn hjálpa börnum það sama ár. Fjótlega eftir það neyddust börnin til að flytja úr leiguhúsnæðinu þar sem það var selt og flutti barnaheimilið í mjög lélegt gamalt hús, sem fyrir var á landinu, með leku stráþaki. Það hefur haft þær afleiðingar að á regntímanum hafa börnin ekki haft þurran blett að sofa á og hafa því öll veikst af volkinu, fyr- ir utan mikla hættu við skordýra- og snákabit. Í mars 2000 söfnuðu íslensk börn í söfnuninni Börn hjálpa börnum fyrir burðarsúlum og þaki á nýja húsið. Einnig hafa minni safnanir og gjafir frá ein- staklingum náð að dekka um fjórðung af múrsteinum í veggi hússins. Síðast liðin áramót lagði utanríkisráðuneytið tvær milljón- ir í bygginguna sem notaðar verða til að koma upp hreinlæt- isaðstöðu fyrir börnin að meðtal- inni rotþró og vatnstanki, þannig að í dag vantar 10 milljónir króna til að ljúka byggingu barnaheim- ilisins. Íslensk börn stíga nú enn og aftur út í söfnuninni Börn hjálpa börnum og freista þess að góðhugur Íslendinga í garð þeirra sem minna mega sín ríði baggamuninn í lokaátakinu við byggingu El Shaddai-barnaheim- ilisins og þeim takist að safna því sem upp á vantar. Nýja Ísland er gott land með miklum möguleikum og er barna- heimilið fyrsti áfanginn í bygg- ingarframkvæmdum á landinu, en Eva í samstarfi við ABC hjálparstarf, hefur einnig rekið kornabarnaheimili í Madras og stendur til að byggja korna- barnahús á landinu í nánustu framtíð auk skólahúss. Aðstæður umkomulausra barna á Indlandi eru vægast sagt mjög erfiðar þar sem þau draga fram lífið með betli í hörðum heimi ofbeldis og hvers kyns miður góðra þjóð- félagslegra kringumstæðna. El Shaddai-barnaheimilið er ekki bara tækifæri fyrir umkomulaus börn að fá næringu, læknisaðstoð og menntun heldur ekki síst að kynnast kristnum gildum þar sem einstaklingurinn er metinn að verðleikum, að allir hafi sama rétt og möguleika á að lifa mann- sæmandi lífi en séu ekki bundnir í fjötra stéttaskiptingar hinna fá- tæku. Eva hefur einnig rekið heimili fyrir stúlkur sem hafa lent í hvers kyns ofbeldi og erf- iðleikum ásamt því að þurfa að stunda vændi sér til lífsviðurvær- is. Árið 1998 leitaði ung vænd- iskona á náðir Evu varðandi hjálp þar sem hún hafði nýlega fætt barn og hafði ekki í nein hús að vernda. Glæpalýður reyndi að ná af henni nýfæddum drengnum til þess að selja hann í karla- vændi en örvæntingarfullri móð- urinni ásamt starfsfólkinu og Evu tókst naumlega að bjarga honum úr höndum þessara manna. Stúlkan gat ekki séð um barn sitt þar sem hún stundaði vændi sér til lífsviðurværis og lét því forræðið yfir barninu Evu og El Shaddai-barnaheimilinu eftir. Barnið var fyrsta kornabarnið og aðeins tveggja vikna gamalt þeg- ar það kom á heimilið. Það var vannært og þjáðist af alvarlegum lungnasjúkdómi og fleiri kvillum. Það fékk strax lyfjameðferð á heimilinu og alla þá athygli, ást og umönnun sem ungabarn þarfnast. Þessi ungi drengur, sem ber nafnið Moshe Anand, er heilsuhraust, glaðvært og ham- ingjusamt barn í dag. Við hjónin erum svo gæfusöm að vera stuðn- ingsforeldrar hans með því að greiða mánaðarlega ákveðna upp- hæð í gegnum ABC, sem er full framfærsla fyrir hann. ABC hjálparstarf hefur að markmiði að gefa eins mörgum umkomu- lausum börnum og hægt er tæki- færi á mannsæmandi lífi ásamt menntun með hjálp stuðningsfor- eldra á Íslandi. Í dag eru 140 börn á heimilinu, þar af 18 korna- börn, en gert er ráð fyrir að hús- ið taki upp undir 200 börn. ABC hjálparstarf rekur annað heimili á Indlandi, Heimili litlu ljósanna, en þar dvelja 1.500 börn á skóla- aldri sem njóta stuðnings, mennt- unar og framfærslu íslenskra stuðningsforeldra. Uppbygging þessa heimilis hefur alfarið verið í höndum ABC hjálparstarfs og hafa íslensk börn átt drjúgan þátt í þeirri uppbyggingu í gegn- um söfnunina Börn hjálpa börn- um. ABC hjálparstarf starfar einnig í samvinnu við hjálpar- starfið Mission of Mercy á Ind- landi þar sem áhersla hefur verið lögð á að styrkja og mennta fá- tæk börn sem búa á ruslahaug- unum í Delhi. Einnig er fjöldi barna í Úganda og á Filippseyj- um á vegum ABC sem njóta mán- aðarlegrar framfærslu og mennt- unar íslenskra stuðningsforeldra. Það er dásamleg gjöf fyrir þau umkomulausu börn sem verða þeirrar gæfu aðnjótandi að njóta mánaðarlegs stuðnings frá stuðn- ingsforeldri sem hefur þann kjark að skuldbinda sig til að gefa öðrum einstaklingi, hér sak- lausu barni, von og tækifæri til að öðlast betra líf í kærleiksríku og uppbyggjandi umhverfi. Það að leggja þeim lið sem minnst mega sín er ekki aðeins að færa sólargeisla inn í þeirra líf heldur og einnig þess sem það gerir. ABC hjálparstarf vill þakka öll- um stuðningsaðilum og velunn- urum starfsins og ekki síst öllum þeim hugrökku börnum sem hafa safnað og safna nú fyrir með- bræður sína á Indlandi fyrir ómetanlega hjálp á liðnum árum og væntir þess að fleiri feti í þeirra fótspor þar sem fjöldi barna bíður eftir stuðningi. Íslensk börn safna fyrir byggingu barna- heimilis á Indlandi Söfnunin Börn hjálpa börnum 2002 hófst í gær. Safnað verður fyrir byggingu El Shaddai-barnaheim- ilisins á Indlandi og hafa hátt í 100 skólar með nálægt 3.000 börnum tilkynnt þátt- töku. Jenný Guð- mundsdóttir segir ABC hjálparstarf hafa að markmiði að gefa umkomulausum börn- um tækifæri á mann- sæmandi lífi og mennt- un með hjálp stuðningsforeldra. Höfundur er myndlistarmaður og stjórnarmaður í ABC. Eva Alexander ásamt börnunum fyrir framan hið nýja El Shaddai- barnaheimili, en 10 milljónir vantar til að ljúka byggingunni. Moshe Anand býr á El Shaddai- barnaheimilinu, en greinarhöf- undur er stuðningsforeldri hans. Bridsdeild Barðstrendinga og Bridsfélag kvenna Mánudaginn 15. feb. sl. var spil- aður eins kvölds tvímenningur. 24 pör mættu. Meðalskor 216. Bestu skor í N/S: Eðvarð Hallgrímss. - Valdimar Sveinss. 231 Gísli Steingrímss - Vilhj. Sigurðsson jr. 229 María Haraldsd. - Valur Sigurðss. 229 Guðm. Baldurss. - Hallgr. Hallgrímss. 229 Bestu skor í A/V: Sigurbj. Haraldss. - Anton Haraldss. 280 Unnar A. Guðmundss. - Helgi Samúelss. 257 Reynir Grétarss. - Hákon Stefánss. 245 Geirlaug Magnúsd. - Torfi Axelss. 242 Mánudaginn 4. mars fer af stað Aðalsveitakeppni 2002 (ef þátttaka verður viðunandi). Skráning á spila- stað, Síðumúla 37, ef mætt er stund- víslega kl. 19.30. Upplýsingar hja BSÍ í síma 587 9360. Spilastjóri aðstoðar við að setja saman sveitir. BRIDS Umsjón Arnór G. Ragnarsson Bridsfélag Hafnarfjarðar Mánudagin 25. febrúar var fyrsta kvöldið af 3 í Mitchell-hrinu Brids- félags Hafnarfjarðar. Spiluð voru 25 spil og miðlungur var 100. Efstu pör í hvora átt voru: NS 1. Erla Sigurjónsd. – Sigfús Þórðars. 123 2. Gunnl. Óskarss. – Þórarinn Sófuss. 113 3. Halldór Einarss. – Einar Sigurðss. 98 AV 1. Dröfn Guðmundsd. – Hrund Einarsd. 126 2. Högni Friðþjófsson – Jón Alfreðsson 122 3. Friðþj. Einarss. – Guðbr. Sigurbergss.109 Öllum pörum stendur til boða að koma inn í keppnina því hvert kvöld er einstök keppni og telja 2 bestu kvöldin til sérstakra heildarverð- launa. Bridsfélag Hafnarfjarðar spilar á mánudagskvöldum í Íþróttahúsinu við Strandgötu. Spilamennska byrj- ar kl. 19:30 og er spilað með tölvu- gefnum spilum. Aðalsveitakeppni BR hálfnuð Miðvikudaginn 27. febrúar voru spilaðar 5. og 6. umferð af 12 í að- alsveitakeppni Bridsfélags Reykja- víkur. Staða efstu sveita eftir 6 umferðir er: 1. SUBARU-sveitin 125 2. Þrír frakkar 117 3. Skeljungur 115 4. Málning 110 5. Ógæfumennirnir 109 6. Strengur 107 7. Símon Símonarson 104 Búið er að raða í 7. og 8. umferð og helstu viðureignir eru: 7. umferð: Þrír frakkar – SUBARU-sveitin Símon Símonarson – Skeljungur Málning – Strengur 8. umferð Ógæfumennirninr – SUBARU-sveitin Skeljungur – Þrír frakkar Símon Símonarson – Málning Bridsfélag Kópavogs Fimmtudaginn 28. febrúar var spilað fimmta kvöldið í aðalsveita- keppni félagsins og er staða efstu sveita þannig: Sveit Birgis A. Steingrímss. 181 Sveit Vina 170 Sveit Vilhjálms Sigurðss. jr. 163 Sveit Hrafnhildar Skúladóttur 157 Sveit Ragnars Jónssonar 157 Keppnin heldur áfram fimmtu- daginn 7. mars. Spilað er í Þinghóli, Hamraborg- inni, og hefst spilamennska kl. 19.30. Gullsmárabrids Fimmtudaginn 27. feb. var spilað á níu borðum, 18 pör, meðalskor 168. N-S Bjarni Guðmundss. - Haukur Hanness. 189 Sigurpáll Árnason - Jóhann Ólafsson 182 Jóna Kristinsd. - Sveinn Jensson 181 A-V Helga Helgad. - Þórhildur Magnúsd. 228 Kristinn Guðmundss. - Karl Gunnarss. 189 Jónas Jónsson - Unnur Jónsdóttir 183
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.