Morgunblaðið - 02.03.2002, Blaðsíða 52

Morgunblaðið - 02.03.2002, Blaðsíða 52
KIRKJUSTARF 52 LAUGARDAGUR 2. MARS 2002 MORGUNBLAÐIÐ Neskirkja. Félagsstarf aldraðra kl. 14. Sr. Björn Jónsson, fyrrverandi prófastur á Akranesi, kemur í heimsókn og rifjar upp eitt og annað skemmtilegt. Léttur máls- verður. Allir velkomnir. Sr. Frank M. Hall- dórsson. Hvammstangakirkja. Barnamessa kl. 11. Boðunarkirkjan, Hlíðarsmára 9, Kópa- vogi. Samkoma í dag kl. 11–12.30. Lof- gjörð, barnasaga, prédikun og biblíu- fræðsla þar sem ákveðið efni er tekið fyrir, spurt og svarað. Á laugardögum starfa barna- og unglingadeildir. Létt hressing eftir samkomuna. Allir hjartanlega vel- komnir. Biblíufræðsla alla virka daga kl. 10, 13 og 22 á FM 105,5. Safnaðarstarf KIRKJUVIKA hefst í Akureyrar- kirkju á æskulýðsdaginn 3. mars og stendur til sunnudagsins 10. mars. Þessa viku verður fjölbreytt dag- skrá í kirkjunni og Safnaðarheim- ilinu. Allir fastir liðir safnaðar- starfsins verða á sínum stað auk sérstakra viðburða s.s. tónleika, föstuvöku og málþings. Fjölbreyttur tónlistarflutningur verður í helgihaldinu, þar sem fram koma m.a. allir kórar Akur- eyrarkirkju, Barnakór Brekku- skóla, Andrea Gylfadóttir, Björg Þórhallsdóttir, Sigrún Arna Arn- grímsdóttir og Þuríður Baldurs- dóttir. Að auki verða tvennir tón- leikar á dagskrá. Mánudagskvöldið 4. mars verða tónleikar Andreu Gylfadóttur og Kjartans Valdi- marssonar og Björn Steinar Sól- bergsson heldur hádegistónleika í kirkjunni laugardaginn 9. mars. Tvær guðsþjónustur verða þessa viku, guðsþjónusta með léttri tón- list að kvöldi æskulýðsdagsins 3. mars, en þar syngja m.a. Unglinga- kór kirkjunnar og Andrea Gylfa- dóttir og hátíðarmessa 10. mars þar sem Jóhanns Ó. Haraldssonar, tónskálds, verður minnst og Ing- unn Björk Jónsdóttir, djákni, verð- ur sett inn í embætti við sóknina. Góðir gestir koma einnig í sunnu- dagaskólann. Á mömmumorgni á miðvikudag talar sr. Solveig Lára Guðmundsdóttir um kristna íhugun og veitingar verða með myndar- legra móti. Föstuvaka verður í Akureyrar- kirkju á miðvikudagskvöldið með tónlist og textum, sem tengjast íhugunarefni föstunnar. Meðal gesta á opnu húsi fyrir eldri borgara á fimmtudag verða Gunnar Eyjólfsson, leikari, og Jón Árni Sigfússon, harmonikkuleik- ari. Björn Steinar Sólbergsson verð- ur með hádegistónleika í Akur- eyrarkirkju á laugardaginn. Eftir tónleikana gefst fólki kostur á að kaupa sér hádegishressingu í Safn- aðarheimili en stuttu síðar hefst þar málþing sem ber yfirskriftina „Manngildi og mannréttindi á við- sjárverðum tímum. Frummæl- endur verða dr. Björn Björnsson, prófessor við guðfræðideild Há- skóla Íslands, dr. Guðmundur Heið- ar Frímannsson, forstöðumaður kennaradeildar Háskólans á Akur- eyri og Jóhanna K. Eyjólfsdóttir, formaður Íslandsdeildar Amnesty International. Þingstjóri verður Birgir Guðmundsson, fréttastjóri DV. Það er von allra þeirra, sem að kirkjuviku í Akureyrarkirkju standa, að þar geti hver fundið eitt- hvað við sitt hæfi. Fjölskylduguðs- þjónusta í Neskirkju Í TILEFNI af æskulýðsdegi þjóð- kirkjunnar verður fjölskylduguðs- þjónusta kl. 11 með virkri þátttöku allra aldurshópa. Guðsþjónustan er vettvangur barnastarfs, starfs 8–9 ára barna, fermingarbarna, for- eldra og eldri borgara. Drengjakór Neskirkju syngur undir stjórn Friðriks S. Kristinssonar. Auður Olga Skúladóttir og Elsa Bjarna- dóttir, starfsmenn í barnastarfi, flytja hugvekju. Fermingarbörn lesa ritningarlestur og bænir. Org- anisti Reynir Jónasson. Prestur séra Örn Bárður Jónsson. Eftir guðsþjónustuna verður boðið uppá hressingu í safnaðarheimilinu. Alfa II Alfa II er framhaldsnámskeið handa fólki sem þegar hefur lokið Alfa grunnnámskeiði. Farið er í texta bréfs Páls postula til Filippí- manna sem nefnt hefur verið bréf gleðinnar. Rrætt um þemað Ný vin- átta. Námskeiðið hefst kl. 12.30 og stendur til kl. 14. Harmonikka og fiðla Kvöldmessa verður í kirkjunni kl. 20. Séra Toshiki Toma, prestur nýbúa, prédikar. Reynir Jónasson organisti leikur á orgel og harmon- ikku ásamt Hjörleifi Valssyni sem leikur á fiðlu. Almennur söngur og lofgjörð. Altarisganga, fyrirbænir og handayfirlagning. Séra Örn Bárður Jónsson þjónar fyrir altari. Kvölddagskrá í Dómkirkjunni Sameiginleg dagskrá Neskirkju og Dómkirkjunnar verður haldin í þeirri síðarnefndu kl. 20. Ungling- ar úr NEDÓ, sameiginlegu æsku- lýðsfélagi kirknanna aðstoða við dagskrá. Magga Stína og Jazz- bandið sjá um tónlistina. Hátíð í tali og tónum í Fríkirkjunni í Reykjavík STÓRTÓNLEIKAR verða haldnir laugardaginn 2. mars kl. 21 í Frí- kirkjunni í Reykjavík í samvinnu við Vetrarhátíð Reykjavíkur „Ljós í myrkri“. Meðal annarra tónlistarmanna eru þau Bergþór Pálsson og Mar- grét Eir, Carl Möller og Anna Sig- ríður Helgadóttir, ásamt Gospelkór Fríkirkjunnar í Reykjavík og hljóð- færaleikurum. Á tónleikunum mun sr. Hjörtur Magni Jóhannsson flytja okkur erindi um andstæður ljóss og myrkurs. Hátíðin endar með blysför í kringum tjörnina. Aðgangseyrir er 500 kr. Fjölskylduguðs- þjónusta í Lágafellskirkju ÆSKULÝÐSDAGURINN á sér lið- lega 40 ára hefð í helgihaldi þjóð- kirkjunnar og er eins og nafnið gefur til kynna sérstaklega helg- aður starfi með börnum og ungl- ingum. Í Lágafellssókn mun hin almenna guðsþjónusta safnaðarins og barnaguðsþjónustan falla saman í eina fjölskylduguðsþjónustu og verður hún í Lágafellskirkju kl. 13. Nokkur af fermingarbörnum vorsins og kirkjukrakkar úr Varm- árskóla og Lágafellsskóla aðstoða með lestri og söng. Börn úr Æsku- lýðsfélaginu flytja helgileik og brúðurnar sem börnin þekkja verða á sínum stað. Skólakór Mosfellsbæjar syngur undir stjórn Guðmundar Ómars Óskarssonar og organisti er Jónas Þórir. Að lokinni guðsþjónustunni er boðið upp á hressingu í skrúð- hússalnum. Þórdís, Sylvía, Jens, Hreiðar, Sólveig, Ómar, Jónas Þórir og Jón. Æskulýðsdagurinn á Möðruvöllum í Hörgárdal ÆSKULÝÐSDAGUR Þjóðkirkj- unnar verður haldinn hátíðlegur á Möðruvöllum í Hörgárdal sunnu- daginn 3. mars. Nemendur úr Tón- listarskóla Eyjafjarðar leika á hljóðfæri, Sandra Guðjónsdóttir á þverflautu og Jóhannes Ingibjarts- son á klarinett. Gideonfélagar koma í heimsókn, Bjarni Guðleifs- son, sem segir frá starfi félagsins, og Þorsteinn Pétursson, sem mun ræða við börnin, auk þess sem þeir syngja fyrir kirkjugesti. Börn úr TTT-starfinu munu flytja bænir, sem þau hafa sjálf samið, og mikill léttur almennur söngur verður í guðsþjónustunni við undirleik sr. Gylfa Jónssonar. Börn úr kirkjuskólanum syngja. Öll börn sem koma til kirkjunnar þennan dag eiga að koma með með sér lítinn stein, en í ljós kemur í guðsþjónustunni hvað þau eiga að gera við hann. Sóknarpresturinn, sr. Solveig Lára Guðmundsdóttir, leiðir guðsþjónustuna. Stoppleikhópurinn í Háteigskirkju KUGGUR er fluttur í nýtt hverfi. Þar býr bara gamalt fólk en engir krakkar. Honum leiðist, en þá kynnist hann Málfríði sem er göm- ul kona en ung í anda eigi að síður. Frá þessum degi gerist alltaf eitt- hvað skemmtilegt og áður en þau vita af eru þau dottin í ævintýri. Og einmitt frá þessu ævintýri verður sagt í barnaguðsþjónustu klukkan 11 í Háteigskirkju á morgun, sunnudag, en þá koma leikararnir Eggert Kaaber og Katrín Þorkels- dóttir í heimsókn og sýna leikritið „Ævintýri Kuggs og Málfríðar“. Í Háteigskirkju hefst æskulýðs- dagurinn klukkan tíu á Pálínuboði fyrir alla fjölskylduna. Þangað koma börnin með foreldrum sínum og allir leggja eitthvað í púkk á morgunverðarhlaðborðið. Pálínu- boðið er öllum opið og ekki er nauðsynlegt að skrá sig, enda er aðgangseyririnn í formi meðlætis á morgunverðarborðið. Í Pálínuboði eru allir gestir og gestgjafar í senn. Samverunni lýkur með þátttöku í barnaguðsþjónustu í Háteigskirkju klukkan 11. Ungir sem aldnir eru velkomnir í messu í Háteigskirkju klukkan tvö á æskulýðsdegi kirkjunnar, en þessi messa er helguð kynslóðun- um. Á undan messu munu ungir harmonikkuunnendur leika nokkur lög fyrir messugesti. Stúlknakór Háteigskirkju leiðir sönginn ásamt eldri barnakór Háteigskirkju. Stjórnandi er Birna Björnsdóttir. Organisti er Douglas Brotchie. Prestur er sr. Tómas Sveinsson. Eftir messu verður samveru- stund í safnaðarheimili Háteigs- kirkju þar sem boðið verður upp á fjölbreytta dagskrá. Yngri barna- kór Háteigskirkju syngur, ungt danspar frá dansskóla Jóns Péturs og Köru sýnir dans og Þórarinn Eldjárn flytur erindi. Kaffiveit- ingar verða í umsjón stúlknakórs Háteigskirkju og foreldra. Fjöl- mennum! Æskulýðsdagur þjóðkirkjunnar í Hallgrímskirkju EINN sunnudagur kirkjuársins er tileinkaður æskunni, þ.e. fyrsti sunnudagur í mars ár hver. Í Hall- grímskirkju verður haldið upp á þennan dag með veglegum hætti eins og endranær, enda mjög öfl- ugt barna- og æskulýðsstarf í Hall- grímskirkju. Sunnudagurinn hefst á fræðslu- morgni kl. 10, sem undanfarna sunnudaga hafa snúist um málefni fjölskyldunnar. Sr. Sigurður Páls- son mun flytja síðasta erindið í þessari röð, en hann fjallar um fjöl- skylduna af sjónarhóli kristinnar trúar. Kl. 11 hefst svo messa á æsku- lýðsdegi. Barna- og unglingakór Hallgrímskirkju syngur undir stjórn Magneu Gunnarsdóttur og Láru Bryndísar Eggertsdóttur, sem einnig verður organisti. Ung- menni lesa ritningarorð og bænir. Sr. Jón Dalbú Hróbjartsson stýrir athöfninni og þjónar fyrir altari ásamt sr. Sigurði Pálssyni. Í stað hefðbundinnar prédikunar verður guðspjallið sagt og íhugað með að- stoð barnanna. Í tilefni æskulýðsdagsins verður kvöldvaka í kirkjunni kl. 20. Þar verður fjölbreytt dagskrá í sam- vinnu við ÍTR, Skátana o.fl. Fram koma unglingar úr Listdansskóla Íslands, flutt verða verðlaunaatriði úr dans- og söngvakeppni ÍTR. Þá mun Páll Rósinkranz syngja nokk- ur andleg lög við undirleik Óskars Einarssonar. Fermingarbörn koma einnig fram með atriði. Eftir dagskrána í kirkjunni verð- ur boðið upp á léttar veitingar. Fjallræðumessa í Laugarneskirkju ÆSKULÝÐSDAGUR Þjóðkirkj- unnar er haldinn hátíðlegur í Laugarneskirkju að venju. Nú efn- um við til skemmtilegrar messu kl. 11 á sunnudaginn, þar sem allir aldurshópar koma saman. Kór Laugarneskirkju syngur undir stjórn Gunnars Gunnarssonar. Sr. Bjarni Karlsson og Hrund Þór- arinsdóttir djákni stýra athöfninni ásamt hópi sunnudagaskólakenn- ara. Fermingarbörn, TTT-börn og kirkjuprakkarar koma fram. Eldri borgari og fermingarstúlka flytja samtalsprédikun en messukaffið er í umsjá Sigríðar Finnbogadóttur kirkjuvarðar. Hvetjum við allt sóknarfólk til að fjölmenna til kirkju. Þess má geta að um kvöldið verð- ur haldið hið árlega harmonikku- ball fermingarfjölskyldna, eldri borgara og fatlaðra í Dagvistarsal Sjálfsbjargar í Hátúni 12. Reynir Jónasson leikur á harmonikkuna og heiðurshjónin Jón Freyr Þórarinsson og Matthildur Guð- mundsdóttir leiða dansinn. Fulltrú- ar eldri borgara, fermingarbarna og fatlaðra sýna skemmtiatriði. Þjónustuhópur Laugarneskirkju annast veitingar með aðstoð ferm- ingarbarna en sóknarprestur stýrir samkomunni. Vegna takmarkaðs húsrýmis er þessi frábæra sam- koma þó ekki opin öðrum en þeim sem að ofan eru nefndir. Æskulýðsdagurinn í Fáskrúðsfjarðar- kirkju MESSA verður í Fáskrúðsfjarð- arkirkju kl. 14 á æskulýðsdag- inn.Tíu til ellefu ára börn lesa sam- lestur úr Davíðssálmum, kór grunnskólans syngur undir stjórn Valdimars Mássonar. Kórinn syng- ur raddað án undirleiks og hafa kór og kórstjórnandi náð athyglis- verðum árangri. Fermingarbörn ársins sjá um ritningarlestra og hugvekju. Kór kirkjunnar leiðir söng. Organisti er Julian Isacs og prestur sr. Þórey Guðmundsdóttir. Æskulýðsdagurinn í Seltjarnarneskirkju SUNNUDAGINN 3. mars verður æskulýðsdagurinn haldinn hátíð- legur, dagurinn sem helgaður er börnum og unglingum um allt land. Í Seltjarnarneskirkju verður boðið upp á fjölbreytta dagskrá þennan dag. Sunnudagaskólinn verður kl. 11, það verður skemmtileg stund sniðin að unga fólkinu okkar, saga lesin, söngur og leikir. Einnig verður um kvöldið skemmtileg tónlistarsamvera, létt poppmessa, kl. 20. Þar verður fjöl- breytt dagskrá frá unglingum úr æskulýðsstarfi Seltjarnarnes- kirkju. Fram kemur hljómsveitin Mystik en hana skipa nemendur í 10. bekk Valhúsaskóla á Seltjarnarnesi. Æskulýðsfélag Seltjarnarneskirkju og starfsfólk úr barna- og æsku- lýðsstarfi leiða stundina. Arna Grétarsdóttir æskulýðsfulltrúi flyt- ur hugleiðingu en stundin verður borin uppi af fjörugri tónlist. Barnakór, Blíðfinnur og kvöldsamkoma í Hjallakirkju Á ÆSKULÝÐSDEGI þjóðkirkj- unnar, 3. mars, býður Hjallakirkja í Kópavogi upp á fjölbreytta dag- skrá. Dagurinn hefst með æsku- lýðsguðsþjónustu kl. 11 þar sem barna- og unglingakór úr Snæ- landsskóla leiðir sönginn og syngur fyrir viðstadda. Þá verða barna- guðsþjónustur bæði í Lindaskóla kl. 11 og í kirkjunni kl. 13 en það er enginn annar er Blíðfinnur sem heimsækir okkur í kirkjuna eftir hádegi og spjallar við börnin. Þá kemur einnig yngri barnakór úr Snælandsskóla og syngur fyrir okkur, sem og krakkar úr kirkju- starfinu Litlir lærisveinar í Linda- skóla. Um kvöldið verður svo mikil stemmning í kirkjunni þegar gospel-hljómsveitin Godspeed mætir á staðinn, leiðir sönginn og leikur einnig sitt eigið efni. Æskulýðsdagurinn í Árbæjarkirkju GUÐSÞJÓNUSTA kl. 11. Ferming: fermd verður Kolfinna Von Arnar- dóttir. Kirkjukórinn syngur undir stjórn Pavel Manasek organista. Um kvöldið verður rífandi stuð og stemmning í léttmessunni sem alltaf er fyrsta sunnudagskvöld hvers mánaðar. Í tilefni af æsku- lýðsdeginum mun æskufólk safn- aðarins vera í forsvari í guðsþjón- ustunni. Hljómsveitin Dawn mun leika úrval laga, m.a. lög eftir Creed. Unglingar úr æskulýðs- félögum kirkjunnar flytja prédik- un, ljóð og bænir. Sr. Þór Hauksson þjónar fyrir altari. Eftir guðsþjón- ustuna verður boðið í kaffi og súkkulaðikex í safnaðarheimili kirkjunnar. Viljum við sérstaklega hvetja foreldra unglinga til að koma og svo auðvitað alla þá sem gaman hafa af hressilegri tónlist og uppákomu í lifandi kirkju. Messa eftir Mozart í Ytri-Njarðvíkurkirkju Í DAG, laugardaginn 2. mars, kl. 17 verður sungin messa eftir Mozart í Ytri-Njarðvíkurkirkju og er hún liður í sameiginlegu starfi kóra og organista innan Kjalarnesspró- fastsdæmis. Kórarnir sem koma m.a. frá Kjalarnesi, Vestmanna- eyjum, Garðabæ, Álftanesi, Hafnarfirði og Suðurnesjum mæta til æfinga kl. 10 og eru æfingarnar í kirkjunni, Tónlistarskólanum við Þórustíg og Njarðvíkurskóla. Hljómsveit skipuð fiðluleikurum, organistum og kontrabassaleik- urum mun leika við messuna undir stjórn organista úr prófastsdæm- inu. Dr. Gunnar Kristjánsson pró- fastur mun prédika og þjóna til alt- aris ásamt sóknarpresti. Það eru öllum hjartanlega velkomið að mæta í kirkjuna og hlýða á ein- stæðan messuflutning. F.h. Tónlistarnefndar Kjalarnessprófastsdæmis, Úlrik Ólason, Natalia Chow og Baldur Rafn Sigurðsson. Kirkjuvika í Akureyrarkirkju Morgunblaðið/Ómar Akureyrarkirkja
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.