Morgunblaðið - 02.03.2002, Síða 10

Morgunblaðið - 02.03.2002, Síða 10
FRÉTTIR 10 LAUGARDAGUR 2. MARS 2002 MORGUNBLAÐIÐ ÞETTA var mildur vetrardagur fyrir nokkrum misserum og ég var nýkominn aftur til starfa á ritstjórn Morgunblaðsins eftir stutta dvöl er- lendis. Langþráð frí. Kastaði kveðju á starfsfélagana, fékk mér kaffibolla og fór á morgunfundinn. Allt eins og venjulega; gaman að fást við spennandi fréttaverkefni. Allt í einu hnippir einn fréttastjór- inn, hún Agnes Bragadóttir í mig. Og örlög mín voru ráðin. Agnes seldi mér hugmyndina með aðdáunarverðum hætti. Að vera þingfréttamaður væri kjörið fyrir mann eins og mig, sem „væri hvort sem er opinn“ og gott ef ekki var „síkjaftandi um pólitík“. Þarna myndi ég næla mér í frekari sam- bönd, treysta tengslin við stjórn- málaflokkana og fulltrúa þeirra og kynnast innviðum íslenskra stjórn- mála af eigin raun. Sem þing- fréttamaður Morgunblaðsins. Hvorki meira né minna. Skömmu síðar gekk ég af fundi Agnesar, búinn að munstra mig á óræða siglingu. „Í hvað er ég eig- inlega búinn að koma mér núna?“ var örugglega ein þeirra hugsana sem fóru um huga minn en eins og venjulega varð spennan yfir hinu óþekkta; skemmtilegri áskorun jarðtengingunni yfirsterkari og með það sama var ég kominn með skrif- stofu í sjálfu alþingishúsinu við Austurvöll og í þráðbeint návígi við pólitík og aftur pólitík. Ég veit það ekki. Kannski hefði ég átt að taka meira tillit til þess- ara varúðarbjallna sem klingdu í höfðinu á mér. Að sjálf hefði Agnes einu sinni verið ráðin sem þing- fréttaritari Morgunblaðsins með miklum slink en látið af störfum síðar sama dag skelfingu lostin með enn meiri hávaða. Að Stefán Jón Hafstein, þingfréttamaður Útvarps, hefði lýst starfslokum sínum þann- ig, að einn daginn hefði hann geng- ið út úr húsinu, litið til himins og tilkynnt Guði að hann ætlaði ekki að deyja svona ungur. En allt fór þetta vel. Öll rökin sem Agnes notaði til þess að selja mér hugmyndina reyndust réttmæt og máske ríflega það. Ég féll strax vel inn í starfið, hafði gaman að umræðunum (þó ekki alltaf) og kynntist fljótlega hinu ágæta starfsfólki þingsins. Þingmönnum gekk mér sérstaklega vel að kynn- ast, og víst er að í einhverjum til- fellum mun sú vinátta endast um ókomna tíð. Sem nærri má geta kom mér margt á óvart í starfi Alþingis. Fyr- irfram hefur almenningur líklega nokkuð staðlaða ímynd af löggjaf- arsamkundunni; að þar þræti menn aðeins og karpi og mæti jafnvel helst til illa. Skemmst er frá því að segja að þingfréttamaður, sem hef- ur starfsaðstöðu í þinghúsinu og lif- ir því og hrærist í pólitíkinni rétt eins og þingmenn sjálfir, kemst að annarri niðurstöðu. Snemma gerði ég mér þess vegna ljóst að starf þingmannsins lýtur öðrum lög- málum en flest önnur störf; þar stimpla menn sig ekki inn kl. 9 og út kl. 17, heldur er þetta sólar- hringsvinna og áreitið á tíðum yf- irþyrmandi. Þessi og hinn er í sím- anum, erindið undantekningarlaust áríðandi. Annar er kominn að vinna einhverju frumvarpi fylgi; ætlar ekki að trufla nema örskotsstund. Þess á milli eru það fjölmiðlarnir og ef ekki þeir, þá félagasamtökin; þorrablótin, herrakvöldin og árshá- tíðirnar. Sumir eru vitaskuld vin- sælli en aðrir á slíkum samkomum, eins og gengur, og nokkrir eru full- bókaðir allan þorrann eins og hann leggur sig. Þetta er vitaskuld allt hluti af leiknum; hluti af því að vera stjórn- málamaður og þar með „eign al- mennings“. Slíkt er ekki fyrir alla, en margir þeirra sem kjörnir hafa verið til starfans hér á landi hafa náð býsna góðum tökum á þessu hlutverki. Margt bendir til þess að aukin spenna sé að færast í pólitíkina hér á landi og er það vel. Þau pólitísku hneykslismál sem upp hafa komið að undanförnu eru sömuleiðis til þess fallin að opna augu almenn- ings fyrir valdhöfunum og stuðla að gagnrýnni umræðu og til lengri tíma litið hlýtur slíkt aðeins að vera af hinu góða. Framundan eru tvennar kosn- ingar sem geta orðið spennandi. Stundum er sagt að vika sé langur tími í pólitík og þess vegna má kannski segja að tveir vetur í þinginu jafnist á við heila eilífð. En sú eilífð hefur þá verið sérdeilis eft- irminnileg og nú þegar við taka önnur verkefni á öðrum en þó ekki óskyldum vettvangi, er rétt að þakka kærlega fyrir sig.      Þingfréttamaður þakkar fyrir sig EFTIR BJÖRN INGA HRAFNSSON ÞINGFRÉTTAMANN bingi@mbl.is FYRSTA einkarekna heilsugæslu- stöðin á landinu tók til starfa í gær. Tveir læknar og einn hjúkr- unarfræðingur eru starfandi á stöð- inni og eru þeir ánægðir með mót- tökur almennings. Heilsugæslustöðin, sem nefnist Læknalind, er staðsett við Bæj- arlind 12 í Kópavogi. Að sögn Guð- björns Björnssonar, annars læknanna tveggja, hafa undirtekt- irnar verið mjög góðar. „Þær eru alveg eins og við reiknuðum með því við áttum ekki von á neinu öðru en að fólk yrði mjög jákvætt. Við byrjum bara rólega og verðum hér starfandi tveir læknar, hjúkr- unarfræðingur og mótttökuritarar og svo aukum við þetta bara eftir því sem þörfin gefur tilefni til.“ Hann segir þegar komið töluvert af sjúklingum og eins hafi margir litið inn til að kynna sér málin. Í dag milli klukkan 13 og 17 er opið hús í Læknalind þar sem Guðbjörn segir fólk geta fengið allar upplýs- ingar, rætt við lækna og starfsfólk og skráð sig ef óskað er. Morgunblaðið/Sverrir Danfríður Kristjónsdóttir hjúkrunarfræðingur, Sverrir Jónsson læknir og Guðbjörn Björnsson læknir eru starfsmenn Læknalindar. Læknalind tekin til starfa V AGN Greve greindi frá tilhögun laga- náms í Danmörku á ráðstefnu lagadeild- ar Háskóla Íslands í Lögbergi í gær. Hann var stundakennari og síðar lektor í refsirétti og afbrotafræði við Kaupmannahafnarháskóla 1965 til 1987, forseti lagadeildar þar 1985 til 1987 og frá 1998. Hann var prófessor við Viðskiptahá- skólann í Kaupmannahöfn 1987 til 1992 og prófessor í refsirétti við lagadeild Kaupmannahafn- arháskóla frá 1992. Kennd sem sérhæfð grein í mörgum háskólum Lögfræði er kennd sem sér- hæfð grein í mörgum háskólum í Danmörku, t.d. viðskiptalög- fræði og stjórnsýslulögfræði, en aðeins Kaupmannahafn- arháskóli og háskólinn í Árósum hafa heimild til að útskrifa embættisgengna lögfræðinga. Vagn Greve segir að þetta teng- ist mikið sögulegum hefðum. Flestir háskólar í Danmörku byggist á einni deild, þ.e. um sé að ræða landbúnaðarháskóla, verkfræðiháskóla, viðskipta- fræðiskóla og svo framvegis. Nú bjóði nær allir þessara sér- hæfðu skóla hins vegar upp á einhvers konar laganám, en þar sem ekki sé um eins breiðan grunn að ræða og í Kaup- mannahöfn og Árósum, hafi þeir ekki heimild til að útskrifa embættisgengna lögfræðinga. Verður að hafa breiðan og sterkan grunn Vagn Greve segir að fólk ut- an greinarinnar segi oft að t.d. viðskiptafræðingar hafi ekki næga þekkingu á heimspeki lögfræðinnar, afbrotafræði og svo framvegis, en málið sé að þeir sem reyni að takmarka sig mjög við einangrað atriði nái ekki tökum á viðfangsefninu. Tannlæknir sem ætli að ein- skorða sig við að gera eingöngu við tennur í efri gómi nái ekki langt, því með þessum hætti fari hann t.d. á mis við sjúk- dóma sem eigi sér stað í munni. Ráðgjafi í einkafyrirtæki, sem hafi ekki farið í gegnum hefð- bundið laganám, skorti t.d. kunnáttu í fjölskyldurétti og svo megi lengi telja. Sá sem út- skrifast sem embættisgengur lögfræðingur verði að hafa breiðan og sterkan grunn, þekkingu á mörgum sviðum en ekki mikla sérhæfingu. Því séu Kaupmannahafnarháskóli og háskólinn í Árósum í raun ekki í samkeppni við aðra háskóla sem bjóði upp á laganám, en þeir síðarnefndu útskrifi engu að síður mjög hæfa sérfræðinga á mörgum sviðum. Hann beri því virðingu fyrir því sem þeir geri og gagnrýni þá ekki. Grein sem nær til alls heimsins Lögfræðin er hvorki bundin við ákveðið ríki né samband heldur nær hún til alls heimsins og segir Vagn Greve mikilvægt að alþjóðavæðingunni sé við- haldið innan háskólaheimsins. Þannig sé best tryggt að allir tali sama tungumál og að réttur einstaklingsins verði tryggður. Hann áréttar samt að heim- urinn taki örum breytingum sem og lögin og mikilvægt sé að fylgjast vel með því sem sé að gerast. Þegar hann hafi verið í laganámi hafi verið talið að lær- dómurinn myndi endast í starfi ævilangt en annað hafi komið á daginn. Nú viti menn að stöðugt þurfi að endurnýja þekkinguna. Í stað utanbókarlærdóms leggi lagadeild Kaupmannahafnarhá- skóla áherslu á að kenna nem- endum hvar þeir eigi að leita gagna og hvernig eigi að nota þau. Danskur prófessor um tilhögun laganáms Almenn lagaþekk- ing hornsteinninn Vagn Greve, forseti lagadeildar Kaup- mannahafnarháskóla, segir að almenn þekk- ing skipti öllu í laga- námi og einna mik- ilvægast sé að nemendur viti hvar hin ýmsu lög og reglur sé að finna og hvernig eigi að vinna úr þeim. Morgunblaðið/Sverrir Vagn Grave, forseti lagadeildar Kaupmannahafnarháskóla. ÁRNI Tómasson, bankastjóri Búnað- arbanka Íslands, segir að búið hafi verið að koma á aðskilnaði milli ólíkra sviða bankans í samræmi við lög um verðbréfaviðskipti áður en kæra kom fram vegna meintra innherjavið- skipta með hlutabréf í Pharmaco, en í bréfi efnahagsbrotadeildar ríkislög- reglustjórans til viðskiptaráðherra kemur fram að stjórnendur Búnaðar- bankans hafi ekki gætt að þeim að- skilnaði milli sviða bankans sem gert sé ráð fyrir í lögum um verðbréfavið- skipti. Árni sagði að búið hefði verið að lagfæra þetta áður en kæran kom fram, en rétt væri að taka fram tvennt í því sambandi. Annars vegar að menn hefðu talið sig vera að gera hlutina rétt í bankanum í þessum efn- um, en á þessum tíma hefðu reglur hvað þetta snerti verið í mótun ef til vill. Stjórnendur bankans hefðu talið sig vera að gera þetta eftir bestu sam- visku og laganna bókstaf. Síðan hefðu komið fram ábendingar um annað og breytingar verið gerðar í framhaldinu í samræmi við það. Árni sagði að hitt atriðið sem taka þyrfti fram í þessu sambandi væri að í sjálfu sér væri allt í lagi að búa yfir trúnaðarupplýsingum ef þær væru ekki misnotaðar. Það væri ekkert í Pharmaco-málinu sem benti til þess að stjórnendur hefðu misfarið með trúnaðarupplýsingar. Einn starfs- maður, sem bjó yfir trúnaðarupplýs- ingum, hefði átt tvenn viðskipti og upphæð viðskiptanna benti ekki til þess að þetta hefði verið gert af hálfu bankans til að hagnast á því. Viðskipt- in hefðu verið mjög óveruleg, önnur að nafnverði 200 þúsund á genginu 13-14 og hin að nafnverði 500 þúsund. Sá aðili sem þetta hefði gert hefði brotið starfsreglur bankans og væri hættur störfum í bankanum. Frá því hann hefði átt þessi viðskipti og þar til upplýsingar komu fram á Verðbréfa- þingi í júní 1999 hefði gengið á Pharmaco verið stöðugt nálægt 13-14, eins og það hefði haldist óbreytt meira og minna alveg þangað til í des- ember 1999. Þessar fjárhæðir, þótt þær væru margfaldaðar með 14, væru mjög litlar fjárhæðir í hlutfalli við þær fjárhæðir sem um væri að ræða í rekstri bankans. Árni Tómasson bankastjóri Búið að koma á aðskiln- aði þegar kæran kom

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.