Morgunblaðið - 02.03.2002, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 02.03.2002, Blaðsíða 18
ÁRBORGARSVÆÐIÐ 18 LAUGARDAGUR 2. MARS 2002 MORGUNBLAÐIÐ FJÖLMENNUR fundur var haldinn í Sandvíkurskóla á Selfossi á vegum foreldra- og kennarafélags skólans á fimmtudag. Fundarefnið var nýleg ákvörðun bæjarstjórnar að sameina skólana í bænum Sólvallaskóla og Sandvíkurskóla undir eina yfirstjórn. Skólastjóra Sandvíkurskóla hefur verið sagt upp störfum og búið er að auglýsa eftir nýjum skólastjóra hins sameinaða skóla. Gert er ráð fyrir að nýr skólastjóri taki til starfa að hluta í apríl og að fullu í júní. Fulltrúar for- eldra og kennara á fundinum hvöttu bæjaryfirvöld eindregið til þess að draga ákvörðunina um sameiningu skólanna til baka. Í tengslum við sameiningu skól- anna tók bæjarstjórn ákvörðun um byggingu nýs skóla í Suðurbyggð og er gert ráð fyrir að sá skóli taki til starfa haustið 2004. Gert er ráð fyrir að hinn nýi skóli hefji starfsemi sem ný stofnun með ríflega 300 nemend- um. Eitt meginverkefni hins nýja skólastjóra verður að undirbúa flutn- ing nemenda í hinn nýja skóla. Gagn- rýni kennara og foreldra beinist með- al annars að því að ekki er gert ráð fyrir að Sandvíkurskóli flytjist sem slíkur í hinn nýja skóla og hafa ásamt fleirum bent á það sem betri leið að halda óbreyttu skipulagi í skólunum og undirbúa flutning Sandvíkurskóla á nýjan stað. Á þann hátt verði minnsta raskið í starfsumhverfi skól- ans, skólastjórinn starfi áfram og meiri sátt verði um skólastarfið. Á fundinum var bent á að sameinaður skóli með 900 nemendur starfaði í tvö ár en síðan yrðu til tveir skólar og þá væri sama staða komin upp aftur og er í dag. Ingunn Guðmundsdóttir formaður bæjarráðs sagði bæjarstjórnina ein- huga um sameiningu skólanna. Stefnt væri að um 20 milljóna króna sparn- aði á ári með þessari tilhögun og að hún gæfi möguleika á að auka og bæta starfið. Komið yrði á stjórnun- arstöðum innan skólans sem samn- ingar kvæðu á um. Litlar breytingar yrðu í upphafi á skólastarfinu en það væri stefna bæjarstjórnar að byggt yrði upp stjórnkerfi og starfsmenn skólans stýrðu þeim breytingum sem yrðu. Hún óskaði eftir góðu samstarfi við stjórnendur, starfsfólk og foreldra varðandi breytingarnar. Lítið samráð – of stór eining Guðrún E. Magnúsdóttir kennari gagnrýndi framgang málsins og und- irbúning allan. Ekki hefði verið haft samráð við starfsfólk skólanna og ákvörðunin væri dæmigerð ákvörðun að ofan. Kennarar efuðust um sparn- að vegna breytinganna nema þjónust- an yrði skert og fengju ekki séð hvernig þessi ráðstöfun bætti aðstöðu nemenda. Hún sagði 900 nemenda skóla of stóra einingu, rannsóknir sýndu að betra væri að hafa eining- arnar smærri. Hún sagði kennara hafa talað fyrir því að Sandvíkurskóli flyttist í nýjan skóla og vildu þeir vinna á þeim nótum en ekki væri hlustað á það. Núverandi staða ylli óöryggi hjá kennurum og sumir væru farnir að svipast um eftir nýju starfi. Ásta Stefánsdóttir fulltrúi skóla- nefndar sagði skiptar skoðanir í nefndinni um ráðstafanir bæjar- stjórnar, formlegur fundur hefði ekki verið haldinn um málið en vinnufund- ur með bæjarstjórn. Hún sagði það kröfu nefndarinnar að sameining skólanna skilaði fjárhagslegum og faglegum árangri en nefndin vildi fá fram bætt skólastarf. Nefndin hefði fallist á greinargerð fræðslustjóra í stórum dráttum en hefði fyrirvara um málið vegna óvissu um hraða á upp- byggingu nýs skóla. Nefndin legði áherslu á að tryggt væri að sem minnst röskun yrði og að sátt næðist milli fylkinga sem myndast hefðu. Gunnþór Gíslason fulltrúi starfs- manna Sandvíkurskóla gagnrýndi bæjaryfirvöld fyrir framkomu þeirra gagnvart skólastjóra Sandvíkurskóla, brottrekstur hans væri ógeðfelld ráð- stöfun. Vinátta og traust ríkti milli starfsfólks og skólastjóra enda hefði skólastarf gengið vel og árangur góð- ur, tekið væri á eineltismálum og aga- málum af ákveðni. Þorlákur Helgason fræðslustjóri sagði sameininguna geta bætt skóla- starfið og aukið velferð barnanna. Þjónustan við börnin batnaði og kennarar fengju betra starfsum- hverfi. Hann sagði að fara þyrfti með gát og hafa heildarsýn yfir sviðið. Í til- lögum sínum um sameiningu skól- anna til bæjarstjórnar hefði hann haft að leiðarljósi að fá fram bætt skóla- starf Kolbrún Guðnadóttir aðstoðar- skólastjóri Sandvíkurskóla fór yfir breytingar á skólaumhverfinu á Sel- fossi síðustu ár og sagði það hafa ver- ið heillaspor þegar tveir heildstæðir skólar hefðu verið myndaðir og sú ráðstöfun hefði tekist vel enda unnin í samstarfi við kennara, foreldra og starfsfólk skólanna. Kominn væri stöðugleiki og festa í starf skólanna og hún skoraði á bæjarstjórn að leyfa skólunum að halda sér og taka þann kost að Sandvíkurskólinn flyttist í Suðurbyggðina og Sólvallaskóli fengi síðan húsnæði Sandvíkurskóla til af- nota. Ekki fjármagn til að fara út í einkaframkvæmd Sandra Gunnarsdóttir fulltrúi for- eldra sagði bæjarstjórnina hafa gert mistök og ekki myndað farveg fyrir breytingarnar, sameining skólanna hefði verið samþykkt í bæjarstjórn án samráðs við skólasamfélagið. Í skýrslu sérfræðinga um málið væri lögð áhersla á að allir sameinuðust um markmiðin og unnið væri í sam- komulagi að málum. Sandra krafðist þess að sameiningu skólanna yrði frestað til að skapa sátt. Líflegar umræður urðu á fundin- um. Ari Thorarensan hvatti til þess að nýr skóli yrði byggður í einkafram- kvæmd á stuttum tíma. Hann varaði við of miklum breytingum á skólaum- hverfi nemenda, slíkt hefði slæm áhrif. Karl Björnsson bæjarstjóri sagði lítið svigrúm hjá bæjarsjóði, aðeins 100 milljónir eftir rekstur, sem þýddi að byggja yrði nýjan skóla í áföngum og einkaframkvæmd væri ekki mögu- leg. Nýr skóli fyrir 500 nemendur kostaði einn milljarð. Páll Leó Jóns- son skólastjóri Sandvíkurskóla sagði að áætlunum árið 1999 um byggingu nýs skóla hefði verið ýtt út af borðinu. Hefði verið farið eftir þeim áformum væri nýr skóli risinn. Hann gagnrýndi bæjarstjóra og formann bæjarráðs fyrir að víkja af þeirri braut. Fjár- hagslegur ávinningur yrði enginn við þá ráðstöfun sem fyrir lægi og ekki heldur faglegur ávinningur. María Hauksdóttir bæjarfulltrúi sagði ekki verið að kasta rýrð á starf- ið í Sandvíkurskóla þó ákveðið væri að nýr skóli í Suðurbyggð yrði sjálf- stæð stofnun. Bæjarfulltrúar bæru hag barnanna fyrir brjósti. Ingimundur Sigmundsson fulltrúi í skólanefnd sl. 8 ár sagðist ekki sjá fjárhagslegan ávinning né faglegan með þeirri leið sem valin væri. Náðst hefði sátt um viðbyggingu við Sand- víkurskóla því hún tengdist áformum um byggingu nýs skóla. Styrkleiki í skólastarfinu væri fólginn í skólunum tveimur, þeir gæfu öryggi sem ylli vellíðan nemenda og kennara. Aðgerð sem veikti þetta næði ekki ávinningi. Hann hvatti til þess að sameiningunni yrði frestað eins og skólafólk hefði óskað eftir. Kristján Einarsson forseti bæjar- stjórnar sagði sparnað verulegan af sameiningunni og hann yrði notaður í þágu skólanna. Hann sagði mikinn vöxt í bæjarfélaginu sem kallaði á að- gerðir. Fjölgun nemenda um 130 á skömmum tíma Þorlákur Helgason fræðslustjóri sagði kennslukostnað hafa aukist um 60% í sveitarfélaginu og að nemend- um hefði fjölgað um 130 á stuttum tíma. Hægt væri að ná fram hagræð- ingu ásamt því að mæta kröfum um að nemendur færu mishratt í gegnum grunnskólann. Kjartan Björnsson sagði að bíða hefði átt með málið, vinna það betur og láta nýja bæjar- stjórn fást við það. Sigurður Guðjóns- son sagði greinilegt að bæjarstjórn og kennarar töluðu ekki saman. Hann mælti með frestun sameiningar, betri undirbúningi og hraðri uppbyggingu skólamannvirkja. Soffía Sigurðar- dóttir varaði við því rótleysi sem oft myndaðist þegar nýir skólar væru að fóta sig og benti á að eftir tvö ár yrðu aftur til tveir skólar á Selfossi. Í lok fundar varpaði Ingimundur Sigurmundsson fram eftirfarandi kviðlingi: Sameinum ei, hugsum það betur, kjósum í vor og sjáum hvað setur. Skólafólk sættum og vinnum nú saman, í skólanum börnunum þykir þá gaman. Yfirvöld hvött til að draga sameiningu skóla til baka Morgunblaðið/Sig. Jóns. Frá fundinum um skólamál í Sandvíkurskóla á Selfossi. Skólamál setja mjög svip á alla umræðu á Selfossi þessa dagana. Sigurður Jónsson fylgdist með fundi í Sandvíkurskóla í vikunni. Selfoss SNJÓNUM var fagnað, þegar hann loksins kom. Magnús Ólafsson myndmenntakennari ákvað að nota snjóinn í listsköpun og tóku nem- endur þessari nýbreytni vel. Eins og sjá má af myndunum fylltist Lystigarðurinn af alls kyns dýrum og mannsmyndum. Morgunblaðið/Margret Ísaksdóttir Myndmennt í snjónum Hveragerði ÍSAFOLD hf. á Selfossi hefur gengið frá kaupum á tækjum í pökkunar- og blöndunarstöð í Þorlákshöfn fyrir áburð. Starf- semi stöðvarinnar hefst í mars og verður þá þeim áburði pakkað sem seldur verður á þessu ári en fyrsta áburðar- skipið kemur í lok mars. Ísa- fold hefur undanfarin ár verið með 20-25% af áburðarsölu í landinu. Ísafold hefur vilyrði fyrir lóð í Þorlákshöfn, nálægt höfninni, þar sem fyrirhugað er að byggja yfir starfsemina. Þar til nýja húsið rís mun pökkun og blöndun á áburði fara fram í húsnæði sem Ísafold hefur fengið hjá Jarðefnaiðnaði hf. í Þorlákshöfn. Ísafold mun taka á móti áburðinum við hafnarbakkann og flytja hann í blöndunarstöð- ina. Þar fer síðan fram blönd- un á fjölkornaáburði ásamt pökkun. Einkorna áburði verð- ur eingöngu pakkað í stöðinni í umbúðir til bænda. Blöndun og pökkun á áburði hefst í mars Þorlákshöfn LANDSSAMBAND slökkviliðs- manna stóð fyrir eldvarnarviku 26. nóv.–2. des. sl. Markmið vikunnar var að gera börn meðvituð um þá hættu sem er í þeirra nánasta um- hverfi og kenna þeim hvernig bregðast á við ef hættuástand skap- ast. Þátttakendur voru nemendur í 3. bekk um allt land. Í lok átaksins fengu nemendur getraun til að spreyta sig á og hlutu u.þ.b. 20 krakkar um allt land verðlaun. Einn nemandi í Grunnskólanum í Hveragerði var svo heppinn að vera dreginn út og afhenti slökkvi- liðsstjórinn, Snorri Baldursson, vinninginn. Það var Glódís Auð- unsdóttir nemandi í 3. bekk H. sem hafði heppnina með sér í ár. Vinnings- hafi í eldvarnar- getraun Hveragerði
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.