Morgunblaðið - 02.03.2002, Blaðsíða 39

Morgunblaðið - 02.03.2002, Blaðsíða 39
UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 2. MARS 2002 39 MIKIL umræða hef- ur farið fram um sjúkraþjálfara og sjúkraþjálfun að und- anförnu. Mér finnst sem sjúkraþjálfara vanta í þá umræðu hve margþætt og sérhæfð menntun liggur á bak við faggrein okkar. Nám í sjúkraþjálfun er fjögurra ára há- skólanám. Fyrstu tvö árin er kennt meðal annars: Líffærafræði (um út- limi, bol, heila og taugar), lífeðlisfræði, eðlisfræði, félagsfræði, sálarfræði, sjúkdómafræði, raf- magnsfræði og fleira. Á þriðja og fjórða ári er lögð meiri áhersla á hin- ar ýmsu meðferðaleiðir sem sjúkra- þjálfun hefur yfir að ráða, svo sem barnasjúkraþjálfun, hjarta- og lungnasjúkraþjálfun, vinnuvistfræði, endurhæfingu vegna tauga- eða heilaskaða, nudd og liðlosun á útlim- um og bol, nákvæm skoðun og með- ferð á vanhæfni í stoðkerfinu o.s.frv. Við endum síðan námið með rann- sókn og útskrifumst með BS gráðu. Það er síðan eftir þetta grunnnám sem við ákveðum hvaða starfsvett- vangi við ætlum að vinna á, sem er ekki bindandi. Þá fyrst hefst sérhæf- ingin sem felst í því að annaðhvort fer fólk í sérnám eða öðlast hana með námskeiðum að ógleymdri starfs- reynslu. Ég bjó, starfaði og var við nám í Bandaríkjunum í fimm ár. Ég stund- aði fjarnám með verklegri kennslu hjá virtum lækni í bein- og liðs- kekkjulækningum (Osteopath) í Seattle. Síðan sótti ég fjölmörg nám- skeið í „Manual Therapy“. Eftir þetta nám og starfsreynslu mína tel ég mig vera sérhæfða í að skoða og meðhöndla einstaklinga með van- hæfni (dysfunction) í stoðkerfinu. Við skoðun á stoðkerfinu þarf með- ferðaraðilinn að hafa mikla þekkingu á öllum líffærakerfum líkamans. Ef til dæmis sjúkraþjálfari fær til sín einstakling sem kvartar um svima og suð fyrir eyra, þarf að huga að því hvort vandamálið sé út frá kjálka, stafi af vanstarfsemi í innra eyra, vanstarfsemi á efri hálsliðum, skaða á litla heila, vanstarfsemi í hné sem gefur röng boð upp til heila og/eða van- starfsemi á bandvefs- reifunum í líkamanum. Þannig þarf að skoða hvern og einn einstak- ling sem einstakt tilfelli og reyna að finna hvert vandamálið er. Síðan er meðferðarformið nokk- uð reglubundið. Stundum felst með- ferðin í því að teygja og/eða nudda og/eða liðlosa og/eða hnykkja og/eða róa kerfið niður með höfuð og spjaldhryggjarmeð- ferð eða einfaldlega að halda að sér höndum og fræða og/eða leiðbeina um hjálpartæki (belti, kraga o.s.frv.). Þannig mætti lengi telja. Siðan þarf að endurmeta árangurinn í lok hvers meðferðartíma og jafn- framt næst þegar einstaklingurinn kemur til meðferðar. Í ljósi þess sem að ofan greinir þykir mér sérkennilegt þegar með- ferðaraðili, hver svo sem hann er, býður aðeins upp á eitt meðferðar- form, til dæmis eingöngu nálastung- ur eða einungis höfuð- og spjald- hryggjarmeðferð. Flestum líður vel eftir nuddmeð- ferð og það er áhrifaríkt að fá nudd á stífa og stutta vöðva þegar það á við. En þegar einstaklingur býr við al- varlegra heilbrigðisvandamál þarf hann að leita sér sérhæfðrar með- ferðar. Í Bandaríkjunum eru gerðar mikl- ar kröfur um að meðferðaraðilar hafi margþætta menntun, hvort sem um er að ræða til dæmis nuddara, sjúkraþjálfara, iðjuþjálfa eða heim- ilislækna. Þess er krafist að þeir hafi trausta og áreiðanlega grunnþekk- ingu í uppbyggingu og starfsemi lík- amans og hafi þar að auki byggt ofan á þann grunn með viðbótarnámi og reynslu. Ég vill leggja áherslu á að einstak- lingur með heilbrigðisvandamál verður að vera upplýstur eins og kostur er og að hverju hann er að leita og hvað honum stendur til boða. Sá sem býr við vanheilsu af ein- hverju tagi verður að leita sér lækn- inga sem henta og vera vandlátur á þá menntun sem meðferðaraðilinn hefur. Hver og einn skyldi gera kröfu um að sá sem meðhöndlar hafi góða grunnmenntun og hafi sérhæft sig, þannig að hann geti boðið upp á fleiri meðferðaúrræði eftir því sem nauð- syn krefur. Einungis með því móti fæst sú einstaklingsbundna meðferð sem viðkomandi þarfnast. Líkt og í öðrum stéttum heilbrigð- iskerfisins hafa sérfræðingar á borð við sjúkraþjálfara flutt starfsemi sína að verulegu leyti út af sjúkra- húsunum. Tryggingastofnun ríkisins hefur tekið fullan þátt í því. Því spyr ég, hvernig heilbrigðisráðuneytið ætli að bregðast við uppsögn samn- ings Félags sjálfstætt starfandi sjúkraþjálfara við Tryggingastofn- un? Hjá þeim er að finna mestu sér- hæfinguna í meðferð á stoðkerfis- vandamálum. Læknar og aðrar heilbrigðisstétt- ir hafa til langs tíma gert sér grein fyrir hvað sjúkraþjálfun utan sjúkra- húsa er mikilvæg til að viðhalda og bæta heilsu fjölmargra. Með því móti má koma í veg fyrir fjölda innlagna á sjúkrahús og gera kleift að útskrifa marga sem hefðu að öðrum kosti þurft að vera mun lengur inniliggjandi til endurhæfing- ar. Í því sambandi má minna á alla þá veikindadaga sem sparast þegar fólk með viðvarandi stoðkerfisvandamál, svo sem bakverki, fær markvissa sjúkraþjálfun. Því er óhjákvæmilegt að spyrja að lokum: Í hverju er sá sparnaður fólg- inn sem yfirvöld hyggjast ná fram í nýjum samningi við Félag sjálfstætt starfandi sjúkraþjálfara? Fullyrða má að þegar á allt er litið sé sparn- aðurinn mun meiri sé fólki gert sem auðveldast að leita eftir meðhöndlun sjálfstætt starfandi sjúkraþjálfara. Sjúkraþjálfun er marg- þætt og mikilvæg Ásta S. Guðmundsdóttir. Kjarabarátta Hvernig ætlar heil- brigðisráðuneytið, spyr Ásta S. Guðmunds- dóttir, að bregðast við uppsögn samnings Fé- lags sjálfstætt starfandi sjúkraþjálfara við Tryggingastofnun? Höfundur er sjálfstætt starfandi sjúkraþjálfari á MT stofunni. C vítamín 500 mg Eflir varnir. Allt vítamínið í töflunni nýtist þér. C vítamín forði í 12 klst. Nýtt frá Biomega Fæst í apótekum
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.