Morgunblaðið - 02.03.2002, Blaðsíða 58

Morgunblaðið - 02.03.2002, Blaðsíða 58
DAGBÓK 58 LAUGARDAGUR 2. MARS 2002 MORGUNBLAÐIÐ MORGUNBLAÐIÐ, Kringlunni 1, 103 Reykjavík. SÍMAR: Skiptiborð: 569 1100. Auglýsingar: 569 1111. Áskriftir: 569 1122. SÍMBRÉF: Ritstjórn: 569 1329, fréttir 569 1181, íþróttir 569 1156, sérblöð 569 1222, auglýsingar 569 1110, skrifstofa 568 1811, gjaldkeri 569 1115. NETFANG: RIT- STJ@MBL.IS, / Áskriftargjald 2.100 kr. á mánuði innanlands. Í lausasölu 190 kr. eintakið. Víðlesnir og gáfaðir krakkar ÉG var viðstödd spurn- ingakeppni ÍTR, „Nema hvað“, í ráðhúsi Reykjavík- ur nú í vikunni þar sem Hagaskóli og Rimaskóli öttu kappi. Ég verð að segja að ég var dolfallin yfir því hvað þessir krakkar voru víðlesnir og gáfaðir þrátt fyrir ungan aldur. Einnig eiga aðstandendur keppninnar mikið hrós skil- ið fyrir sína vinnu og fannst mér keppnin þeirra jafnast fullkomlega á við fram- haldsskólakeppnina og gott betur. Ef keppnin heldur áfram á næsta ári mælist ég til þess að henni verði útvarp- að eða sjónvarpað. Bestu þakkir fyrir mig! Guðbjört Stefánsdóttir. Sjálfvirk símsvörun ÉG vil taka undir það sem birst hefur í Velvakanda undanfarið um sjálfvirka símsvörun. Er ég bréfriturum sam- mála um að svona símsvör- un sé óþolandi og ætlaði ég fyrir löngu að kvarta undan þessu. Vil ég árétta það sem fram kom að það er miklu betra að fá á-tali-són- inn. Óánægð kona. Tapað/fundið Bakpoki týndist LJÓSBRÚNN bakpoki með svörtum botni tapaðist á horni Sölvhólsgötu og Klapparstígs laugard. 23. feb. Skilvís finnandi vin- samlegast hringi í síma 861 9447 eða 898 5321. Hringur í óskilum GIFTINGARHRINGUR, karlmanns, fannst á bíla- stæði Húsgagnahallarinn- ar. Uppl. í síma 588 8029. Flíspeysa týndist GRÁBRÚN Cintmani-flís- peysa með rennilás tapað- ist í Húsi málarans laugar- dagskvöldið 23. febrúar. Skilvís finnandi skili peys- unni aftur á staðinn eða hafi samband í síma 692 5236. Gucci-úr týndist SILFURLITAÐ Gucci-úr týndist í miðbæ Reykjavík- ur um miðjan febrúar. Skil- vís finnandi hafi samband í síma 899 5020. Fundarlaun. VELVAKANDI Svarað í síma 569 1100 frá 10-12 og 13-15. Netfang velvakandi@mbl.is Víkverji skrifar... VÍKVERJI horfið með öðruauganu á afhendingu Hlust- endaverðlauna útvarpsstöðvarinn- ar FM 957 sem fram fór í Borg- arleikhúsinu á miðvikudag og sýnt var frá í beinni útsendingu á tón- listarsjónvarpsstöðinni Popptíví. Mikið var um dýrðir og drambshátt enda mátti svo vera fyrir þær 6,8 milljónir króna sem viðburðurinn kostaði og kynnar forleiksins hömruðu hróðugir á í tíma og ótíma. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem Hlustendaverðlaunin eru veitt og kannski þess vegna var allt mun smurðara, sléttara, felldara og vandræðaminna en þegar Íslensku tónlistarverðlaunin voru afhent á sama stað ekki alls fyrir löngu. Þá var líka bein útsending í sjónvarpi og það í sjálfu Sjónvarpinu þannig að landsmenn fengju allir að sjá skólabókardæmi um það hvernig halda ætti langdregna, óskipulagða og kauðslega verðlaunahátíð. Gott ef Eddu-verðlaunaklúðrið lítur ekki út eins og hin fagmannlegasta Óskarsverðlaunahátíð í samanburði við Íslensku tónlistarverðlaunin. Það sem greindi þessar tvær ólíku tónlistarhátíðir að, utan það hve aðstandendur Hlustendaverð- launanna bjuggu vel að reynslunni af slíkri framkvæmd, var hversu áherslur voru ólíkar. Á Hlustenda- verðlaununum var allt gert í léttu gríni og af hæfilegu kæruleysi á meðan aðstandendur Íslensku tón- listarverðlaunanna féllu í þá fúlu gryfju að taka sig allt, allt of alvar- lega. Þeir voru greinilega svo upp- teknir af því að hátíðin öðlaðist virðingarsess í hugum manna, að- allega menningarvita, að útkoman varð öll hin uppskrúfaðasta. Með öðrum orðum þá er greini- legt að aðstandendur urðu gjör- samlega blindir á allt sem kalla mætti skemmtanagildi. Málið er nefnilega að ef sýna á í sjónvarpi frá verðlaunaafhendingu á borð við tónlistar- og kvikmyndaverðlauna- hátíðir þá má ekki gleymast að við- burðurinn þarf að vera skemmti- legur á að horfa. Það er ekkert leiðinlegra en að horfa á prúðbúna listamenn skiptast á verðlaunagrip- um, klappa hver öðrum á bakið og þylja upp endalausan þakkarlista þar sem endað er á foreldrunum fyrir að hafa getið þá og klætt. Það er ekki vegna þess sem milljónir manna um allan heim pína sig til þess að halda sér vakandi yfir af- hendingu MTV-, Grammy-, Golden Globe- og Óskarsverðlauna. Það er út af allri dýrðinni sem umleikur slíka viðburði, skemmtiatriðunum, fyndnu kynnunum, spennunni í kringum hver fær hvað. Það er út af skemmtanagildinu. Skemmtana- gildi Íslensku tónlistarverð- launanna og Eddu-verðlaunanna var lítið sem ekkert. Bara prúðbúið fólk að afhenda öðru prúðbúnu fólki verðlaunagripi og ekkert meira. Þótt innihald Hlustendaverð- launa FM 957 kunni að vera rýrt, úrval tilnefndra listamanna eins- leitt og skorðað við eitt útgáfufyr- irtæki, sem vel að merkja er syst- urfyrirtæki útvarpsstöðvarinnar sem stendur fyrir viðburðinum og sjónvarpsstöðvarinnar sem sýnir frá honum, þá geta aðstandendur hinna „virðulegu“ verðlaunahátíða mikið lært af framkvæmd hans. Sérstaklega að taka þær ekki svona yfirmáta alvarlega rétt eins og um einhver Nóbelsverðlaun sé að ræða. Því það er og verður jú eftir allt saman svolítið hjákátlegt að verðlauna fyrir eins afstætt fyr- irbæri og listir. 1 7 11 15 22 24 12 14 3 9 20 10 4 8 21 23 25 13 17 5 18 6 19 2 16 LÁRÉTT: 1 gjalda illt með illu, 4 rolan, 7 málms, 8 fýldar, 9 rödd, 11 tómt, 13 vangi,14 bál, 15 raspur, 17 skoðun, 20 gímald, 22 svæfils, 23 afkáraleg vera, 24 angan,25 stór sakka. LÓÐRÉTT: 1 refsa, 2 drukkið, 3 sleif, 4 næðing, 5 viðburðarás, 6 líffærin, 10 vesalmenni, 12 held, 13 knæpa, 15 persónutöfrar, 16 bárum, 18 launung,19 tarfs, 20 nagli, 21 heimskaut. LAUSN SÍÐUSTU KROSSGÁTU: Lárétt: 1 frjóangar, 8 lyfta, 9 molna, 10 góu, 11 tolli, 13 rimil, 15 stegg,18 endur, 21 rif, 22 skutu, 23 linan, 24 lundarfar. Lóðrétt: 2 ræfil, 3 ómagi, 4 nemur, 5 aulum, 6 flot, 7 fall, 12 leg, 14 inn,15 síst, 16 efuðu, 17 grund, 18 eflir, 19 dunda, 20 rönd. K r o s s g á t a HVERS vegna er hætt að gefa fuglunum brauð við Tjörnina (við Iðnó)? Ég hef séð fuglana þarna róta og kroppa í snjóinn í leit að æti. Og hvers vegna var bakaranum, sem sendi brauð niður á Tjörn á hverjum morgni, bannað að gera það? Finnst mér ástandið á fuglunum við Tjörnina mjög slæmt og þó ég hafi farið nokkrum sinnum að gefa þeim get ég því miður ekki fætt þær allar. Vona ég að þetta verði lagað. Kona í Austurbænum. Að gefa fuglunum brauð Morgunblaðið/RAX Skipin Reykjavíkurhöfn: Irena Arctica kemur og fer í dag. Mannamót Eldri borgarar í Mos- fellsbæ, Kjalarnesi og Kjós. Félagsstarfið Hlaðhömrum er á þriðju- og fimmtudögum kl. 13–16.30, spil og föndur. Jóga á föstudög- um kl. 11. Kóræfingar hjá Vorboðum, kór eldri borgara í Mosfellsbæ, á Hlaðhömrum fimmtu- daga kl. 17–19. Pútt- kennsla í íþróttahúsinu kl. 11 á sunnudögum. Uppl. hjá Svanhildi í s. 586 8014, kl. 13–16. Uppl. um fót-, hand- og andlitssnyrtingu, hár- greiðslu og fótanudd, s. 566 8060 kl. 8–16. Aflagrandi 40. Þriðju daginn 5. mars Bún- aðarbanki frá kl. 10.15. Verslunarferð í Hag- kaup Skeifunni 7. mars kl. 10. Kaffi í boði Hag- kaupa, brottför frá Grandavegi 47 kl. 10 með viðkomu í Afla- granda 40. Skráning í afgreiðslu s. 562 2571. Opið hús 7. mars, húsið opnað kl. 19.30, fé- lagsvist kl. 20, kaffiveit- ingar. Allir aldurshópar velkomnir. Góugleði verður föstudaginn 8. mars, nánar auglýst síð- ar. Félag eldri borgara í Hafnarfirði, Hraunseli, Flatahrauni 3. Á má- nud. Púttað í bæj- arútgerð kl. 10–11.30 og félagsvist kl 13.30. Sæludagar á Örkinni 3.–8. mars. Rútan fer kl. 16.30 frá Hraunseli, Flatahrauni 3, á morgun sunnudag. Félag eldri borgara Kópavogi. Opið hús verður í Gjábakka laug- ardaginn 2. mars kl. 14. Dagskrá upplestur, danssýning o.fl. Félagsstarf aldraðra, Garðabæ. Fimmtud. 7 mars kl. 20 Borgarleik- húsið, Íslenski dans- flokkurinn, miðapant- anir í síma 565 6622 eftir hádegi. Félag eldri borgara, Reykjavík, Ásgarði. Sunnud.: Félagsvist kl. 13.30. Dansleikur kl. 20, Caprí-tríó leikur fyrir dansi. Leikfélagið Snúð- ur og Snælda sýnir í Ás- garði söng- og gam- anleikinn „Í lífsins ólgusjó“ og „Fugl í Búri“, dramatískan gamanleik. Sýningar: Miðviku- og föstud. kl. 14 og sunnudaga kl. 16. Miðapantanir í s. 588 2111, 568 8092 og 551 2203. Mánud.: Brids kl. 13. Danskennsla fell- ur niður. Þriðjud: Skák kl. 13. Meistaramót deildarinnar hefst í dag, teflt verður í tveim flokkum. Alkort spilað kl. 13.30. Námskeið í framsögn og upplestri hefst fimmtud. 7. mars kl. 16.15. Framtals- aðstoð frá Skattstofu Reykjavíkur verður þriðjudaginn 19. mars á skrifstofu félagsins, panta þarf tíma. Silfurlínan er opin á mánudögum og mið- vikudögum frá kl. 10– 12. fh. í síma 588 2111. Skrifstofa félagsins er flutt að Faxafeni 12, sama símanúmer og áð- ur. Félagsstarfið er áfram í Ásgarði Glæsibæ. Upplýsingar á skrifstofu FEB. Gerðuberg, félagsstarf. Í dag 13–16 myndlist- arsýning Braga Þ. Guð- jónssonar, veitingar í veitingabúð. Sund og leikfimiæfingar í Breið- holtslaug á vegum ÍTR á mánu- og fimmtudög- um kl. 9.30, umsjón Edda Baldursdóttir íþróttakennari. Mánu- daginn 4. mars kl. 13.30–14.30 bankaþjón- usta, þriðjudaginn 5. mars kl. 14.30 ferða- kynning, kynntar ferðir til Portúgals, happ- drætti, glens og gaman, umsjón Edda Bald- ursdóttir og Árni Norð- fjörð. Hvassaleiti 58-60. Ljós í myrkri. Í tilefni af vetrarhátíðinni í Reykjavík þessa dag- ana verður opið hús frá kl. 14–15.30. Á boð- stólum verður m.a. kaffisala, kertaljós og upplestur. Vesturgata 7. Í kvöld kl. 20–23 verður opið hús í tilefni vetr- arhátíðar Reykjavík- urborgar Ljós í myrkri. Dagskrá: Róbert Arn- finnsson leikari les ljóð. Guðný Helgadóttir leik- kona kynnir og stýrir fjöldasöng. Guðlaug Erla Jónsdóttir flytur gamanmál. Dansað við undirleik feðganna Inga og Karls Jón- atanssonar. Veitingar. Allir vel- komnir. Framtals- aðstoð verður veitt mánudaginn 18. mars, upplýsingar og skrán- ing í síma 562 7077. Fimmtudaginn 7. mars- ,verður helgistund kl. 10.30 í umsjón séra Hjálmars Jónssonar dómkirkjuprests. Kór félagsstarfs aldr- aðra syngur undir stjórn Sigurbjargar Petru Hólmgríms- dóttur. Gönguklúbbur Hana- nú. Morgunganga kl. 10 frá Gjábakka í Kópa- vogi alla laugardags- morgna. Krummakaffi kl. 9. All- ir velkomnir Kirkjustarf aldraðra, Digraneskirkju. Opið hús á þriðjudag kl. 11. Leikfimi, matur, helgi- stund og fleira. Sig- urður Geirdal kemur í heimsókn, ljóðaspjall. Sjálfsbjörg, félagsheim- ilið Hátúni 12. Kl. 14 Uno. Gigtarfélagið. Leikfimi alla daga vikunnar. Létt leikfimi, bakleikfimi karla, vefjagigtarhópar, jóga, vatnsþjálfun. Einn ókeypis prufutími fyrir þá sem vilja. Uppl. á skrifstofu GÍ, s. 530 3600. Stuðningsfundir fyrr- verandi reykingafólks. Fólk sem sótt hefur námskeið gegn reyk- ingum í Heilsustofnun NLFÍ í Hveragerði, fundur í Gerðubergi á þriðjud. kl. 17.30. GA-fundir spilafíkla, kl. 18.15 á mánudögum í Seltjarnarneskirkju (kjallara), kl. 20.30 á fimmtudögum í fræðslu- deild SÁA Síðumúla 3–5 og í Kirkju Óháða safn- aðarins við Háteigsveg á laugardögum kl. 10.30. Samtök þolenda kyn- ferðislegs ofbeldis, fundir mánudaga kl. 20 að Sólvallagötu 12. Stuðst er við 12 spora kerfi AA-samtakanna. Breiðfirðingakórinn heldur sína árlegu dags- og söngskemmtun í Breiðfirðingabúð í kvöld kl. 21, Svarfdælingakór- inn kemur í heimsókn. og tekur lagið. Happ- drætti. Kvenfélag Háteigs- sóknar. Næsti fundur er afmælisfundur í boði Kvenfélags Langholts- sóknar. Mæting í safn- aðarheimilinu þriðju- daginn 5. mars kl. 20. Óskað er eftir að konur mæti í upphlut. Lífeyrisdeild Lands- sambands lögreglu- manna. Sunnudagsfund- urinn verður á morgun, sunnudag, og hefst kl. 10 í Félagsheimili LR að Brautarholti 30. Fé- lagar fjölmennið. Kraftur, stuðningsfélag ungs fólks sem greinst hefur með krabbamein, og aðstandendur. Fund- ur marsmánaðar verður þriðjud. 5. mars í húsi Krabbameinsfélagsins, Skógarhlíð 8, 4. hæð kl. 21. Gestur fundarins, Guðjón Bergmann, ræð- ir um slökun, öndunar- æfingar, jákvætt hug- arfar, endurnýjunarhæfileika líkamans. Kaffi og með- læti í lok fundar. Félag breiðfirskra kvenna, fundur verður 4. mars kl. 20. Rætt um vorferðina. kaffi og glens. Eldri félagar Samfylk- ingarinnar í Hafnarfirði. Samverustsund í Al- þýðuhúsinu í Hafn- arfirði. sunnudaginn 3. mars kl. 14–16, söngur, hljóðfæraleikur, ljóða- lestur, gamanmál, kaffi. Minningarspjöld Minningarspjöld Kristniboðssambands- ins fást á skrifstofunni, Holtavegi 28 (hús KFUM og K gegnt Langholtsskóla), sími 588 8899. Líknarsjóður Dóm- kirkjunnar, minning- arspjöld seld hjá kirkju- verði. Í dag er laugardagur 2. mars, 61. dagur ársins 2002. Orð dagsins: Þú kallaðir í neyðinni, og ég frelsaði þig, ég bænheyrði þig í þrumuskýi, reyndi þig hjá Meríbavötnum. (Sálm. 81, 8.)
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.