Morgunblaðið - 02.03.2002, Side 35
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 2. MARS 2002 35
Fimm manna sérfræðinga-
nefnd er stjórnvöldum til ráð-
gjafar um innflutning, ræktun
og dreifingu framandi lífvera.
„Framandi lífverur.“ Þetta hljómar eins og nú
reikni stjórnvöld með því að loks láti geimförin
sjá sig við Snæfellsjökul, en sannleikurinn er öllu
hversdagslegri. Sérfræðinganefndin á að skrá
allar plöntur sem teljast íslenskar, þær útlendu
plöntur sem heimilt eða bannað er að flytja hing-
að til lands, vara við tegundum sem gerast of
ágengar og veita tegundum þegnrétt, ef þær
teljast hafa til hans unnið. Nefndin hefur líka
lagt blessun sína yfir innflutning snigla frá Dan-
mörku og þarf að fjalla um lífrænar varnir í
gróðurhúsum. Það er heiti yfir stóru skordýrin
sem eru flutt inn til að éta litlu, skaðlegu skor-
dýrin.
Holtasóley og túnfífill eru íslensk og hin fag-
urbláa, innflutta og umdeilda lúpína hefur lík-
lega öðlast þegnrétt þótt hún teljist ágeng.
Stjúpurnar sem skreyta garðana á sumrin eru
erlendar, en vegabréfsáritun þeirra hingað til
lands er í fullu gildi.
Nefndin starfar eftir reglugerð, sem umhverf-
isráðherra setti með stoð í náttúruverndarlögum
nr. 44 frá 1999. Hún hefur ýmis grunnatriði að
styðjast við í störfum sínum. Í reglugerðinni er
„innlend tegund“ skilgreind
sem allar tölusettar tegundir
í Flóru Íslands, 3. útgáfu frá
1948, og að auki allar plöntur
á lista sem nefndin á að setja
saman, en þar hefur hún m.a.
við Plöntuhandbókina að
styðjast. Samantekt á öllum
íslenskum tegundum er for-
senda þess að hægt sé að ráð-
ast í að skilgreina útlendar
tegundir. Þar eru rökin ein-
föld; útlend telst sú tegund
vera sem ekki er innlend.
– – –
Verkefni nefndarinnar er
m.a. að gera tillögur að list-
um yfir plöntur. Á A-lista
verða útlendar plöntuteg-
undir sem óheimilt er að
flytja til landsins og á B-lista
útlendar tegundir sem heimilt er að rækta hér á
landi. Heimilt er að taka plöntu af B-lista ef hún
gerist of ágeng hér á landi og færa hana á bann-
listann.
Nefndin hefur ekki gengið frá listum ennþá og
mikil vinna er framundan. Í Flóru Íslands er að
finna 428 tölusettar tegundir af plöntum, villtar
tegundir sem vaxa hér á landi, þótt sumar hafi
borist hingað með mannfólkinu í aldanna rás. Al-
menna reglan er sú að innlend tegund sé sú sem
hafi þegar fest rætur í landinu þegar regluleg
skráning hófst.
Nefndin á að gera tillögur til umhverfisráð-
herra um hvaða plöntur til viðbótar teljist inn-
lendar. „Stundum er viðbótin augljós, til dæmis
ljósalyng, en sú tegund fannst ekki fyrr en fyrir
nokkrum árum,“ segir Líneik Anna Sævarsdótt-
ir, líffræðingur og formaður nefndarinnar.
„Fleiri dæmi eru til um plöntur, sem menn höfðu
hreinlega ekki enn rekist á þegar Flóra Íslands
var gefin út. Það er hins vegar ekkert gefið hvað
verður á listanum, en viðbótin verður líklega ein-
hverjir tugir tegunda.
Svo þurfum við líka að skilgreina tegundir
nánar. Í Flórunni voru tegundir fífla, eins og
túnfífill og undafífill, ekki tölusettar og sjálfgefið
að bæta þeim á listann,“ segir formaðurinn.
– – –
Þær tegundir, sem ekki er hægt að hafa stjórn
á í lífríkinu, heldur sá sér stjórnlaust eru kall-
aðar ágengar tegundir. Enskumælandi þjóðir
ganga lengra og kalla þær innrásartegundir,
„invasive species“. A-listanum, bannlistanum, er
ætlað að koma böndum á slíkar innrásarplöntur.
„A-listinn verður m.a. byggður á alþjóðlegum
listum og svo þurfum við að skoða hvernig þær
tegundir hegða sér sem þegar eru komnar til
landsins. Þarna er ekki um mjög margar teg-
undir að ræða, en líklega verður bætt inn á
listann smám saman eftir því sem upplýsingar
berast, því ekki er langt síðan farið var að skil-
greina tegundir með þessum hætti á alþjóðavett-
vangi.“
Á B-listanum verða allar tegundir sem eru í
landinu og hvorki teljast íslenskar né eru á bann-
lista. Þetta eru þúsundir tegunda, til dæmis öll
tré í skógrækt og allar garðplöntur. Skrá um
þær er ekki á einni hendi enn sem komið er.
Væntanlega eiga garðyrkjustöðvar lista yfir teg-
undir sem þær hafa flutt inn, sem og grasagarð-
arnir í Reykjavík og á Akureyri og Garðyrkju-
félagið. Þá mun plöntueftirlitið hjá
Rannsóknastofnun landbúnaðarins hafa allnokk-
urn lista undir höndum, vegna sjúkdómavarna.
Plöntueftirlitið fjallar um allan innflutning til
ræktunar í gróðrarstöðvum og sölu, en nú velta
menn fyrir sér hvort nota megi slík viðskipta-
gögn fyrirtækja í öðrum tilgangi en til þeirra var
stofnað, þ.e. til að skrá plöntutegundir.
Nefndin á að semja leiðbeinandi reglur um
ræktun og dreifingu hverrar tegundar á B-lista
yfir útlendar tegundir sem heimilt er að flytja
inn. „Ég lít svo á að í því felist hvernig eigi að
fara með tiltölulega ágenga tegund, sem ekki er
vilji til að banna, af því að hún telst mikilverð í
einhverjum tilgangi,“ segir Líneik. „Þá yrðu
settar þarna inn reglur um að rækta hana bara á
tilteknum stöðum eða lokuðum svæðum eða
gæta þess að hún fari ekki nálægt svæðum sem
við viljum vernda sérstaklega.“
Þetta hljómar lúpínulega, en formaðurinn seg-
ir ekki tímabært að ræða þá plöntu sérstaklega.
Jafnvel þótt útlendar plöntur fái hér landvist-
arleyfi er þeim ekki frjálst að fara um allt land.
Þær eiga t.d. að halda sig á láglendinu, nema
nefndin og Náttúruvernd sé þeim sérlega hlið-
holl. Þannig segir í reglugerðinni: „Öll ræktun
útlendra tegunda hér á landi er óheimil á frið-
lýstum svæðum, á landslagsgerðum er njóta sér-
stakrar verndar og alls staðar ofan 500 metra
hæðar yfir sjó. Náttúruvernd ríkisins getur veitt
undanþágu frá þessu ákvæði að fenginni umsögn
sérfræðinganefndarinnar.“
Sumar tegundir, sem nú eru kallaðar útlend-
ar, geta verið svo lánsamar að fá óskoraðan
þegnrétt hér. Þær mega þó ekki vera alveg ný-
komnar til landsins, heldur verða að hafa áunnið
sér sess hér, helst svo að sýnt verði fram á að
þær hafi í raun verið hér áður en farið var að
skrifa tegundirnar skipulega niður. Þá gerir
reglugerðin kröfur um skikkanlega hegðan til
frambúðar, því þótt plöntur komist á B-lista og
flytja megi þær inn núna má banna innflutning
þeirra, t.d. ef þær reynast haldnar of mikilli
landvinningaþrá.
– – –
Nefndin lætur ekki staðar numið við plönturn-
ar. Hún fór rækilega yfir erindi bónda í Bisk-
upstungum, sem fékk nýlega leyfi til að flytja inn
danska snigla sem hann ætlar að rækta til mann-
eldis. Og nú liggur fyrir erindi um lífrænar varn-
ir í gróðurhúsum, þ.e. hin lystugu smádýr sem
éta sér smærri dýr. Pöddur, sem eru vinveittar
ylræktarbændum, hafa að vísu verið fluttar inn
undanfarin ár, en nú eru komin lög um framandi
lífverur og þá falla smákvikindin þar undir. Þar
er sama sjónarmið uppi; að flytja ekki inn teg-
undir sem geta valdið skaða og breytingum í ís-
lenskri náttúru. Skordýrin eiga t.d. ekki að leita
sér ætis annars staðar en í gróðurhúsunum og
eiga ekki að sleppa þaðan líkt og þegar minkar
sluppu úr búrum, sem gerðist í fyrsta sinn á
fjórða áratug síðustu aldar. Minkarnir þökkuðu
pent fyrir frelsið með því að gera usla um víðan
völl.
Grunnur allrar vinnu sérfræðinganefndarinn-
ar er alþjóðlegar skuldbindingar Íslendinga. Þar
má nefna samninginn um líffræðilega fjöl-
breytni, samninginn um verndun villtra plantna
og dýra og lífsvæða í Evrópu og samninginn um
aðgerðir gegn eyðimerkurmyndun.
Nefndin hefur þegar starfað í eitt ár af fjög-
urra ára skipunartíma sínum, en ærið verk er
framundan og ljóst að því verður ekki lokið á
næstu þremur árum. Reyndar hlýtur sérfræð-
inganefnd um framandi lífverur, eins konar
heimavarnarlið eða útlendingaeftirlit á þessu
sviði, að starfa hér um ókomna tíð.
Þegnréttur framandi
lífvera á Íslandi
LÚPÍNAN: Jurtin hefur líklega öðlast þegnrétt þótt hún teljist ágeng.
Eftir
Ragnhildi
Sverrisdóttur
rsv@mbl.is
Morgunblaðið/RAX
r þróunin
fa opnast
fíkniefna
af alþjóð-
agði Sól-
amkvæmt
æmdstjóra
s Against
fikniefna-
r dollara.
vandamál
ð takast á
nu svo ár-
er mikil-
með lög-
reynslan
amstarf á
rænt sam-
valda. Þá
við sam-
í kjölfar
s og sam-
opol sem
ári.“
gar að lög-
ðum hefði
staða og
álfun auk-
kóla ríkis-
rlögreglu-
iefnadeild
erið fjölg-
um í sér-
i fíknefna-
d hjá
byggðinni.
eglumenn
mbættum
ð og hefði
a í millum
töluraddir
segja bar-
anum tap-
r hvernig
fni hefðu
mótstöðu-
kinn gegn
neyslunni? Hver væri staðan ef lög-
reglan hefði ekki verið efld, með-
ferðarúrræðum fjölgað og forvarn-
arstarfið aukið? Þeir sem vilja
gagnrýna stöðuna í dag og vilja
breytta stefnu verða að svara því og
útskýra fyrir almenningi hvað hefði
verið unnið með því.“
Hallur G. Hilmarsson, lögreglu-
fulltrúi hjá fíkniefnadeild lögregl-
unnar í Reykjavík, benti í sínu erindi
á að fíkniefnalögreglumönnum á
landinu hefði verið fjölgað um 16 síð-
an 1997 og þá væru 8 fíkniefnaleit-
arhundar í notkun og væri stefnt að
frekari fjölgun þeirra.
Snjólaug Stefánsdóttir, verkefnis-
stjóri Íslands án eiturlyfja, rakti þau
fjölmörgu mál sem unnin hafa verið
undanfarin fimm ár og lagði áherslu
á samstarf við ýmsa aðila s.s. frjáls
félagasamtök, foreldrasamtök, ungt
fólk í áhættu, starfshópa gegn eit-
urlyfjum á landsvísu og í sveitar-
félögum og toll- og löggæslu.
Snjólaug sagði að þeir væru
margir sem vissu „stóra sannleik-
ann“ í vímuvarnamálum, en þeir
sem stjórnað hefðu hjá Íslandi án
eiturlyfja hefðu strax gert sér grein
fyrir því að samráð og samstarf aðila
á þessu sviði væri grundavallaratriði
varðandi árangur til framtíðar. „Við
hófum starfið með hugarflæðifund-
um, þar sem við söfnuðum saman
hugmyndum þessara aðila, sem við
síðan byggðum 5 ára áætlun Íslands
án eiturlyfja á,“ sagði Snjólaug.
„Sama eða svipað fyrirkomulag var
oftast notað við gerð árlegra starfs-
áætlana, það má þakka að ýtt var úr
vör fjölmörgum árangursríkum og
viðvarandi verkefnum sem aðrir
hafa síðan tekið yfir reksturinn á.“
Sagði Snjólaug að að flestum ef ekki
öllum verkefnunum hefðu komið
fjölmargir aðilar og aðrir ættu jafn-
vel stærri heiður af
þeim en stjórn Íslands
án eiturlyfja.
Við lok verkefnisins
Ísland án eiturlyfja,
sitja eftir fjölmargar
spurningar s.s. hvern-
ig gekk verkefnið og hvað verður
gert upp frá þessu. Verður gert hlé í
baráttunni gegn fíkniefnum úr því
fimm ára verkefninu er lokið?
Illa afmarkað
en áróður skilaði sér
Þóra Ásgeirsdóttir, stjórnandi
viðhorfskannana hjá Gallup, sagði í
erindi sínu frá mati á verkefninu
sem byggt var könnun á viðhorfum
foreldra sem Gallup gerði árin 1997,
1998, 2000 og 2002, könnunum
Rannsókna og greiningar um áfeng-
is- og fíkniefnaneyslu unglinga í
grunnskólum, viðtölum við aðila sem
áttu aðild að Íslandi án eiturlyfja og
ítarlegri fjölmiðlagreiningu.
„Helstu niðurstöðurnar eru þær
að verkefnið hafi aðallega verið snið-
ið að unglingum,“ sagði Þóra í sam-
tali við Morgunblaðið. „Verkefnið
var illa afmarkað, bæði vissi fólk inn-
an og utan verkefnisins ekki hvaða
verkefni voru á höndum Íslands án
eiturlyfja og hver ekki. Það voru
ákveðnir hópar sem voru ekki virkj-
aðir, s.s. geðdeildir innan heilbrigð-
isgeirans, foreldrar sem fjöldahreyf-
ing, Fræðslumiðstöð Reykjavíkur
og íþróttahreyfingin. Þá var mjög
lítil kynning á Íslandi án eiturlyfja í
fjölmiðlum. Það sem tókst hins veg-
ar vel var áróður og auglýsingar,
sem skiluðu sér vel til unglinga og
foreldra. Þá hefur orðið vitundar-
vakning meðal unglinga og foreldra
og mörgum nýjum forvarnarverk-
efnum var ýtt úr vör. Það var skap-
aður mjög góður vettvangur fyrir
þverfaglegt samstarf þótt þar vanti
inn í ákveðna hópa.“ Auk þessa má
nefna að rannsóknir og fræðsla voru
talin hafa tekist vel og ekki skal
gleyma því að Ísland er nú að fimm
árum liðnum talið „verðmætt vöru-
merki“ með því að 87% landsmanna
þekkja það.
Beðið er heildarskýrslu verkefn-
isstjórnar, sem nú hefur lokið störf-
um. Dögg Pálsdóttir sagði að komið
væri að leiðarlokum í margþættum
skilningi. „En við verðum að muna
að þótt þessu verkefni sé lokið sem
slíku og við í verkefnastjórninni ætl-
um að afhenda þennan kyndil áfram,
lýkur þessu verkefni aldrei. Við
verðum að fá fleiri stjórnmálamenn
sem þora að taka afstöðu og vinna í
þessum málum,“ sagði hún og
minntist þess kjarks sem Þorsteinn
Pálsson, fyrrverandi dómsmálaráð-
herra, og Ingibjörg Sólrún Gísla-
dóttir borgarstjóri sýndu með því að
fara af stað með verkefnið. „En þá
er það lokaspurningin: hvað nú? Af
okkar hálfu í verkefnisstjórninni
hefur framhaldið verið hugsað með
þeim hætti að við ætlum að afhenda
þennan kyndil til áfengis- og vímu-
varnarráðs en við höfum starfað
undir regnhlíf þeirra. Við teljum
okkur vera búin að skapa áróðurs-
merki sem menn hljóta að nota.“
Unglingarnir segja að
forvarnir byrji heima
En hvað segja unglingarnir sjálf-
ir? Fríður hópur þeirra kom fram á
ráðstefnunni og kynnti niðurstöður
hópastarfs, sem og fulltrúar lög-
gæslu, sveitarfélaga, frjálsra félaga-
samtaka, Heimilis og skóla og toll-
gæslu.
Að mati unglingahópsins sem í
voru 10 unglingar, hafa forvarnir
verið nokkuð efldar undanfarin ár
t.d. með auknu samstarfi þeirra að-
ila sem vinna að málefnum barna og
unglinga. Að mati hópsins er brýn-
asta verkefnið á sviði fíkniefnafor-
varna að styðja og styrkja börn frá
unga aldri til að taka sjálfstæðar
ákvarðanir og afstöðu
gegn notkun fíkniefna.
Til að það megi verða
er nauðsynlegt að
fræða foreldra og gera
þeim kleift að sinna
uppeldishlutverkinu
enda leggur hópurinn áherslu á að
forvarnir hefjist heima. Unglingarn-
ir segja að stefna stjórnvalda virðist
skýr en nokkuð skorti þó á útfærslu
á leiðum að þeim markmiðum sem
sett eru. Þegar þetta er skoðað má
sjá að ýmislegt hefur áunnist að
mati þeirra t.d. í erfiðara aðgengi
ungs fólks að tóbaki. Hins vegar líta
þeir svo á ungt fólk eigi jafnvel enn
greiðari aðgang að hvers kyns fíkni-
efnum en áður. „Að okkar mati hef-
ur ekki tekist að efla andstöðu í sam-
félaginu gegn notkun hvers kyns
vímugjafa og staðfesti fjölmiðla-
vaktin það að oft má sjá hvatningu
til notkunar fremur en andstöðu.
Var þetta sérstaklega áberandi í
þeim fjölmiðlum sem áttu að höfða
til unga fólksins,“ segir í niðurstöð-
um hópsins.
yfja eftir fimm ára baráttu gegn fíkniefnum
m minnkandi
lu unglinga
r
a.
Morgunblaðið/Golli
rgrunni eru f.v.: Torgny Peterson, fram-
njólaug Stefánsdóttir, verkefnisstjóri Íslands
Sólrún Gísladótttir borgarstjóri og Vilhjálmur
formaður Sambands ísl. sveitarfélaga.
Jákvæðar
vísbendingar
eru um þróun
áfengisdrykkju