Morgunblaðið - 02.03.2002, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 02.03.2002, Blaðsíða 34
34 LAUGARDAGUR 2. MARS 2002 MORGUNBLAÐIÐ Hallgrímur B. Geirsson. Styrmir Gunnarsson. Framkvæmdastjóri: Ritstjóri: STOFNAÐ 1913 Útgefandi: Árvakur hf., Reykjavík. Aðstoðarritstjórar: Karl Blöndal, Ólafur Þ. Stephensen. Fréttaritstjóri: Björn Vignir Sigurpálsson. NÝJAR upplýsingar umfíkniefnanotkun ung-linga í efstu bekkjumgrunnskóla benda til minnkandi neyslu á undanförnum árum. Þá telst baráttan gegn fíkni- efnabölinu hafa tekist vel þau fimm ár, sem verkefnið Ísland án eitur- lyfja hefur staðið yfir. Ástandið mála hér á landi telst ennfremur gott í samanburði við nágrannalöndin. Verkefninu Ísland án eiturlyfja lauk í gær með fjölmennri ráðstefnu á Grand hóteli, þar sem lagt var mat á árangurinn og horft til framtíðar á sviði forvarna. Þórólfur Þórlindsson, prófessor við félagsvísindadeild Háskóla Ís- lands og formaður áfengis- og vímu- varnaráðs, kynnti á ráðstefnunni já- kvæðar vísbendinar um þróun reykinga, drykkju og fíkniefnanotk- un unglinga. „Við sjáum ýmsar jákvæðar vís- bendingar,“ sagði hann í samtali við Morgunblaðið. „Í fyrsta lagi hefur dregið verulega úr reykingum nem- enda í efstu bekkjum grunnskóla frá árinu 1998. Þá voru um 23% nem- enda sem reyktu daglega í 10. bekk, en árið 2001 er þessi tala komin nið- ur í 15%. Aðrar jákvæðar vísbend- ingar varðandi reykingarnar eru þær að það dregur meira úr því að nemendur í 8. og 9. bekk byrji að reykja. Þegar til lengri tíma er litið eru flestar vísbendingar hvað varðar reykingar í efstu bekkjum grunn- skóla jákvæðar.“ Vísbendingar um þróun áfengis- drykkju unglinga eru ekki síður já- kvæðar samkvæmt rannsóknum Þórólfs, en hin svokallað unglinga- drykkja er einnig að minnka. Árið 1998 voru um 42% unglinga í 10. bekk sem höfðu orðið ölvuð einu sinni eða oftar síðustu 30 daga, en árið 2001 var þetta hlutfall komið niður í 33%. „Þarna erum við kannski í fyrsta skipti að sjá breyt- ingar í þessa átt og það tel ég mjög jákvætt,“ sagði Þórólfur. Hassneysla unglinga fer einnig minnkandi með árunum, en um þá hlið mála segir Þórólfur: „Hass- neyslan í efstu bekkjum grunnskóla náði hámarki 1998 en þá höfðu 17% nemenda í 10. bekk prófað hass einu sinni eða oftar. Þessi tala er komin niður í 11% árið 2001. Sama má segja um efni eins og amfetamín og e-töflur, þar hefur heldur dregið úr neyslu, þótt breyting- arnar séu kannski minni frá 1998 fram til dagsins í dag. Hvað varðar hass og áfengi er þessi þróun jafnvel meira áberandi í 8. og 9. bekk en í 10. bekk. Þegar litið er á heildarmyndina hvað neysluna snertir eru vísbendingarnar í efstu bekkjum grunnskóla jákvæðar.“ Þórólfur sagði að íslensk ung- menni kæmu vel út í alþjóðlegum samanburði og vísaði í samanburð- arrannsóknir sem gerðar voru í 23 löndum árið 1995 og 30 löndum ár- ið1999. „Mörg lönd eiga við mikinn vanda að etja. t.d. Danmörk, þar sem vandinn hefur aukist mjög mik- ið á undanförnum árum. Þá hefur vandinn í Bretlandi og á Írlandi lengi verið mjög mikill. Ísland er hins vegar eitt þeirra landa þar sem við erum í langflestum tilvikum að sjá minni reykingar og ölvunar- drykkju.“ Nefna má að tölur um minnkandi neyslu ungmenna á fíkni- efnum, ólöglegum sem löglegum, standa í beinu samhengi við fækkun umsókna um áfengis- og vímefna- meðferð hjá Barnaverndarstofu. Í yfirliti Bryndísar Guðmundsdóttur, deildarsérfræðings hjá Barnavernd- arstofu, kom fram að hlutfall um- sókna um meðferðarúrræði vegna áfengisneyslu minnkaði úr 88% í 58% frá 1998 til 2001. Hlutfall um- sókna vegna vímuefna minnkaði að sama skapi úr 61,9% í 58% á sama tímabili. Markvisst forvarnarstarf þarf þrjár meginstoðir Dögg Pálsdóttir hæstaréttarlög- maður, sem gegnt hefur for- mennsku í verkefnisstjórn Íslands án eiturlyfja leit yfir farinn veg frá því verkefnið fór af stað árið 1997 og sagði m.a. að markvisst forvarnar- starf gegn fíkniefnum þyrfti þrjár meginstoðir, þ.e. einarða stefnu stjórnvalda, örugg meðferðarúrræði og skýr skilaboð með refsiákvæðum um að hart yrði tekið á innflutningi, sölu og dreifingu fíkniefna. Hún sagði ýmsa hafa séð ástæðu til að draga í efa árangur af starfi stjórnvalda síðustu fimm árin á sviði fíkniefnavarna. Í þeirri gagnrýni bæri m.a. á þeim sem aðhylltust lög- leiðingu fíknefna. „Lögleiðing ólög- legra fíkniefna leysir engan vanda,“ sagði Dögg. „Hún er flótti frá þeim vanda sem fíkniefnin vissulega eru. Við þann vanda glíma flestar þjóðir heims og flestar þeirra gera það með sama hætti og hér hefur verið gert. Aðeins örfáar þjóðir hafa gefist upp í baráttunni og lögleitt þessi efni. Við bætist að miðað við fyrirliggjandi upplýsingar verður ekki betur séð en að alls staðar þar sem fíkniefni hafa verið gerð lögleg hefur þróunin orðið sú að neysla þeirra hefur auk- ist og afbrotum, einkum alvarlegum brotum hefur fjölgað. Málsvarar lögleiðingar gleyma því líka, að jafn- vel þótt eiturlyf yrðu gerð lögleg, þá myndi neysla þeirra ætíð bönnuð unglingum undir tilteknum aldri með sama hætti og við bönnum neyslu áfengis þeim sem eru yngri en 20 ára. Lögleiðing myndi því engu breyta gagnvart þessum hópi. Þeir sem vilja selja ólögleg fíkniefni reyna fyrst og fremst að selja vöru sína unglingum sem hafa óharðnaðan vilja og eru síður lík- legir en fullorðnir til að gera sér grein fyrir því hversu hættuleg þessi efni eru. Lögleiðing leysir því engan vanda,“ sagði Dögg. Hún minnist á að fíknefnamark- aðurinn væri alþjóðlegur og alþjóð- leg samvinna væri því lykilatriði í baráttunni. „Dómsmálaráðherra hefur sérstaklega beitt sér fyrir því að efla samvinnu löggæslunnar hér á landi og erlendis, einkum í Banda- ríkjunum. Í kjölfarið hafa íslenskir lögreglumenn í vaxandi mæli sótt þjálfun til starfssystkina sinna hjá bandarísku Alríkislögreglunni. Sú samvinna skilar miklu.“ Sólveig Pétursdóttir dómsmála- ráðherra sagði í ávarpi sínu að mik- ilvægi alþjóðlegrar samvinnu stjórn- valda hefði komið æ betur í ljós og væri algert lykilatriði fyrir árangri í baráttunni gegn fíkniefnavandan- um. „Á liðnum árum hefur orðið sú að landamæri ha og það er ljóst að dreifing um heiminn er skipulögð legum glæpahringum,“ s veig. Nefna má að sa Torgny Peterson framkvæ ECAD (European Cities Drugs) er árleg velta í f heiminum 4.500 milljarðar „Þetta er því alþjóðlegt v sem verður öðrum þræði að við með alþjóðlegri samvinn angur náist. Sérstaklega vægt að góð samvinna sé regluyfirvöldum, eins og hefur sýnt hvað varðar sa vettvangi Interpol og norr starf lögreglu- og tollyfirv eru miklar vonir bundnar starf á þessum vettvangi Schengen-samkomulagsins starfssamnings við Euro skrifað var undir á síðasta á Fram kom í máli Sólveig reglumönnum og tollvörð verið fjölgað, starfsaðs tækjabúnaður efldur og þjá in á vettvangi Lögreglusk ins. Þá hefði rannsóknar mönnum í fíkni lögreglunnar í Reykjavík ve að sem og lögreglumönnu stöku götueftirliti. Þá hefði löggæsla verið efl lögregluliðum á landsb Sérstakir fíkniefnalögre væru nú starfandi hjá em hringinn í kringum landið reynslan af samstarfi þeirra verið mjög góð. Sólveig staldraði við úrt sem stundum heyrast og s áttuna gegn fíkniefnavanda aða. „Við getum spurt okkur ástandið væri ef fíknief fengið að flæða yfir landið m laust og enginn áróður rek Horft um öxl við lok verkefnisins Íslands án eiturly Skýr merki um fíkniefnaneysl Sólveig Pétursdótti dómsmálaráðherra Frá ráðstefnunni: Í fo kvæmdastjóri ECAD, Sn án eiturlyfja, Ingibjörg S Þ. Vilhjálmsson, f Þótt verkefninu Ísland án eiturlyfja sé nú lokið eftir að hafa staðið yfir í fimm ár, er baráttunni gegn fíkniefnabölinu fjarri því lokið, enda hefur greinilegur árangur náðst síðan 1997 og áfram verður haldið. Þetta kom fram á lokaráðstefnu á Grand hóteli sem Örlygur Steinn Sigurjónsson fylgdist með í gær. Dreifing fíkniefna skipulögð af alþjóðlegum glæpahringjum GÖLLUÐ GEN Framfarir í vísindum eru svo hraðarum þessar mundir að við höfum vart tíma til að átta okkur á siðferðislegri þýðingu þeirra. Í Morgunblaðinu á fimmtudag var greint frá því að í fyrsta skipti hefði fæðst barn „sem var beinlínis skapað á þann hátt, að það yrði laust við erfðagalla sem veldur Alzheimer-sjúk- dómi snemma á ævinni“. Málavextir voru þeir að móðir barnsins hafði greinst með fátíða genabreytingu, sem veldur því að einkenni Alzheimer-sjúkdómsins koma fram á fimmtugs- eða sextugsaldri og leiðir sjúkdómurinn til dauða um tíu ár- um síðar. Tækni þessi er kölluð erfðagreining fyrir ígræðslu og er talið að hún hafi ver- ið framkvæmd um þrjú þúsund sinnum í heiminum. Væntanlegir foreldrar, sem haldnir eru krabbameinsvaldandi erfða- göllum, hafa einnig undirgengist frjóvg- un með þessum hætti. Tæknin er fólgin í því að sérstaklega eru valin úr konu til frjóvgunar egg, sem ekki bera í sér erfðagallann. Ógölluðu eggin eru síðan frjóvguð með sæði mannsins. Barnið, sem um ræðir, fæddist fyrir einu og hálfu ári, en móðirin er barnshafandi á ný og gengur með tvíbura. Í fréttinni segir að spurningar hafi vaknað um siðferðilegt réttmæti þessarar tækni: „Hvaða sjúk- dóma ber að telja nógu alvarlega til að þeir réttlæti svona aðgerð? Og er það siðferðilega rétt af foreldri að eignast barn ef foreldrið veit að innan nokkurra ára verður það að líkindum orðið of veikt til að geta annast barnið?“ Síðari spurningin kemur hinni nýju tækni reyndar ekki við, en sú fyrri krefst umræðu. Um þessar mundir rekur hver nýjungin aðra í líftækni og svo virðist sem við séum ávallt að bregðast við at- burðarásinni í stað þess að stjórna henni. Þess er ekki langt að bíða að líftæknin leyfi mun víðtækari inngrip en hér um ræðir. Eins og stendur er til dæmis ein- göngu verið að tala um sjúkdóma, en rétt eins er hægt að gera sér í hugarlund að brátt muni umræðan beinast að því hvort hægt sé að beita tækninni til að tryggja ákveðna eiginleika eða útlit. Rannsóknir hafa til dæmis sýnt að hávaxið fólk fái hærri laun og betri stöður en lágvaxið fólk. Ef foreldri á þess kost að auka örlít- ið líkurnar á því að barnið njóti velgengni í lífinu er þá ekki ábyrgðarhluti að gera það ekki. Ýmsir kynnu að benda á að lífs- gæði byggist ekki aðeins á því að njóta góðrar heilsu, heldur einnig velgengni. Áherslan á líftækni og mátt vís- indanna samfara kortlagningu erfða- mengisins og greiningu litninga er slík að stundum mætti ætla að erfðir væru allsráðandi um atgervi manna og um- hverfi réði þar engu um. Náttúran kem- ur hins vegar sífellt á óvart og umhverfið hefur síst minni áhrif á atgervi og lífs- gæði en erfðir, þótt endalaust megi deila um vægi hvors fyrir sig. En það veitir til dæmis enga tryggingu gegn krabba- meini þótt krabbameinsvaldandi erfða- gallar hafi verið útilokaðir. Einnig verður að gæta þess að ræða þessi mál ekki eins og líf þeirra, sem fæð- ast með erfðagalla, sem leiða til alvar- legra sjúkdóma, sé einskis virði. Marga foreldra barna með Downs-heilkenni hefur sviðið sárt umræðan um notkun tækninnar til að greina þann sjúkdóm vegna þess að þeim finnst eins og í henni felist sá dómur að hann geri lífið ekki þess virði að lifa því. Lífið getur verið gjöfult þótt það sé í skugga erfðasjúk- dóma, hvaða nafni sem þeir nefnast. Það getur verið auðvelt að setja sig á háan hest og segja að nú verði að láta staðar numið. En það er ekki jafnauðvelt þegar einstaklingurinn stendur sjálfur andspænis þessum kostum. Hvernig get- ur foreldri, sem veit að krabbamein er arfgengt í fjölskyldunni, réttlætt að láta kylfu ráða kasti þegar hægt er að koma í veg fyrir að barn þess erfi gallann með einföldum hætti? Hver getur tekið sér það vald að segja foreldrum fyrir verk- um í þeim efnum? Það eru engin einföld svör við þeim spurningum, sem nýir möguleikar á borð við erfðagreiningu fyrir ígræðslu vekja. En við verðum að takast á við þessar spurningar frá öllum hliðum án fordóma og gera okkur grein fyrir því að við erum komin það langt út á þessa viðsjálu braut að erfitt verður að snúa við úr þessu. RÁÐHERRASKIPTI Björn Bjarnason menntamálaráð-herra lætur af ráðherraembætti ídag. Jafnframt tekur Tómas Ingi Olrich alþingismaður við embætti menntamálaráðherra samkvæmt ákvörðun þingflokks sjálfstæðismanna í gær. Á fundi fulltrúaráðs sjálfstæðis- félaganna í Reykjavík í fyrrakvöld var framboðslisti Sjálfstæðisflokksins við borgarstjórnarkosningarnar í Reykjavík ákveðinn og formlega gengið frá því að fráfarandi menntamálaráðherra yrði borgarstjóraefni sjálfstæðismanna við kosningarnar í vor. Óhikað má segja að Björn Bjarnason eigi óvenjuglæsilegan feril að baki sem menntamálaráðherra síðustu tæp sjö ár. Menntamálaráðuneytið er gífurlega um- fangsmikið ráðuneyti og undir það heyra margar stofnanir bæði á sviði skólamála og menningarmála. Það hefur reynzt mörgum þeim sem gegnt hafa embætti ráðherra í þessu viðamikla ráðuneyti erf- itt að ná tökum á því. Björn Bjarnason hefur flestum öðrum fremur tekizt að koma góðu skipulagi á starfsemi menntamálaráðuneytisins og stofnana þess. Hann hefur reynzt nánast ótrúlega aðgengilegur fyrir þá fjöl- mörgu, sem hafa leitað til ráðherra skólamála og menningarmála og haldið uppi víðtækri upplýsingamiðlun til al- mennings bæði á heimasíðu sinni og með öðrum hætti. Þeir sem hafa borið upp erindi við ráð- herra og ráðuneyti hafa fengið af- greiðslu. Það ætti ekki að þurfa að sæta tíðindum en veruleikinn er samt sá að í íslenzka stjórnkerfinu er of mikið um að mál séu ekki afgreidd. Eitt stærsta málið sem Björn Bjarna- son hefur unnið að á ráðherraferli sínum er undirbúningur að byggingu tónlistar- húss. Fullyrða má að sá undirbúningur sé kominn svo vel á veg að ekki verði til baka snúið. Í ráðherratíð sinni hefur Björn Bjarnason verið óþreytandi við að ryðja nýrri upplýsingatækni braut inn í sam- félag okkar og þá sérstaklega og ekki sízt inn í skóla landsins og menningarstofn- anir. Sá þáttur í ráðherrastarfi hans á eftir að hafa mikla þýðingu í framtíðinni. Þeir verða margir sem sakna Björns Bjarnasonar úr ráðherrastól. Þeir eru ekki margir íslenzku stjórnmálamenn- irnir sem hafa horfið úr ráðherrastólum á undanförnum áratugum og skilið eftir þá tilfinningu hjá stórum hópum fólks. Tómas Ingi Olrich býr yfir mikilli þekkingu á menntamálum og þess vegna kemur val hans í embætti menntamála- ráðherra ekki á óvart. Björns Bjarnasonar bíða nú stjórn- málaátök á nýjum vettvangi og verður óneitanlega forvitnilegt að fylgjast með fráfarandi menntamálaráðherra í því hlutverki.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.