Morgunblaðið - 02.03.2002, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 02.03.2002, Blaðsíða 30
LISTIR 30 LAUGARDAGUR 2. MARS 2002 MORGUNBLAÐIÐ NÚ stendur yfir Vetrarhátíð Reykjavíkur, Ljós í myrkri. Dag- skráin í dag er á þessa leið: Kl. 10–17: Fjölskyldu- og húsdýra- garðurinn. Fjölbreytt dagskrá. Grasagarðurinn, Garðskáli. Mynda- sýningin Ekkert líf án ljóss. Kl. 11: Mál og menning, Laugavegi. Sögustund, leikir og tónlist. Flutt brot úr Rauðhettu sem sýnt er í Hafnarfjarðarleikhúsinu. Kl. 13: Sævar Karl, Bankastræti. Pálmar Ólason leikur á flygilinn. Sumartískan og ljósasýning í sýn- ingarsal. Til kl. 16. Kl. 14: Miðborgin. Götuleikhús. Kl. 15: Listasalurinn Man. Myndlist- arsýningin Birta. Vilborg Dagbjarts- dóttir les ljóð. Skautahöllin. List- dans, leikir og óvæntar uppákomur. Tónlist. Til kl. 17. Kl. 16: Hús málarans. Málverkasýn- ing Hlaðgerðar Írisar Björnsdóttur. Til kl. 18. Hitt húsið, Pósthússtræti 3–5. Sýningar, tónlist, götuleikarar, ungskáld og dansarar. Til kl. 20. Kl. 17.30: Listasafn Íslands. Egill B. Hreinsson (píanó) og Tómas R. Ein- arsson (bassi) frumflytja verk eftir sjálfa sig auk klassískra verka. Með þeim leikur Jóel Pálsson á saxófón. Auk þess mun Alfreð Sturla Böðv- arsson sjá um ljósasýningu. Kl. 19: Aðalstræti 6. Verðlaunaverk eftir Jón Sæmund Auðarson. Orku- veita Reykjavíkur varpar mynd af ís- lenskum fossi á framhlið hússins með tilheyrandi fossnið. Til kl. 24. Kl. 20: Listasafn Reykjavíkur. Auð- ur Bjarnadóttir og Helena Jónsdótt- ir sýna dans- og myndspuna. Gunn- hildur Hauksdóttir og Ingibjörg Magnadóttir sjá um hópgjörning. Ath. breyttan sýningarstað. Skautahöllin. Vínardans stiginn með þátttöku almennings við lifandi tón- list og söng Signýjar Sæmundsdótt- ur. Til kl. 22. Elliðaárdalur. Ljós í dalnum. Dans og leikhús í boði Orku- veitunnar. Til kl. 22. Félagsmiðstöð eldri borgara, Vesturgötu 7. Opið hús. Róbert Arnfinnsson leikari les ljóð. Guðný Helgadóttir leikkona kynnir og stýrir fjöldasöng. Dans- leikur við undirleik hljómsveitar til kl. 23. Kl. 21: Fríkirkjan. Gospelkór Frí- kirkjunnar, Bergþór Pálsson o.fl. flytja óhefðbundna trúarlega tónlist. Sr. Hjörtur Magni Jóhannsson fjallar um andstæður ljóss og myrk- urs. Lesið úr helgum ritum. Að- gangseyrir 500 kr. Hátíðin endar með blysför kringum Tjörnina. Kl. 23: Arnarhóll upplýstur með hreyfiljósi. Kl. 24: Kaffi Reykjavík. Stuðmenn á grímudansleik. Ráðhús Reykjavíkur. Myndlistar- sýning Þuríðar Sigurðardóttur. Gallerí i8, Klapparstíg 33: Sýning Helenu Hietanen. Gallerí Reykjavík: Guðfinna Eydal, Ingibjörg Klemenzdóttir, Guðmund- ur Björgvinsson. Listasalurinn Man: Glerlistasýning- in Birta. Verkin eru eftir þær Ingi- björgu Hjartardóttur, Kristínu J. Guðmundsdóttur og Rebekku Gunn- arsdóttur. Morgunblaðið/Golli Verk Ilmar Stefánsdóttur á Tjörninni. Ljós í myrkri MARGIR ágætir kvikmynda- gerðarmenn hafa spreytt sig á sögum Dumas père og stundum með ágætum árangri, þótt nýj- ustu útgáfurnar hafi ekki verið framúrskarandi. Ein af mínum fyrstu kvikmyndaminningum er einmitt úr gamalli Monte Cristo- mynd þar sem mér fannst ofur snallt hvernig Edmond Dantes strauk úr fangelsinu, og það er það eina sem ég man. Um sein- ustu páska fengum við 4 klst. (eða enn lengri) franska sjón- varpsútggáfu með – hverjum öðr- um? – Gerard Depardieu í aðal- hlutverkinu, og hún var vönduð og skemmtileg. Það voru mikil vonbrigði að sjá James Caviezel í aðalhlutverki þessarar myndar en hann hefur enga vikt í þetta hlutverk, þar sem þarf að leiða áhorfendur áfram í hatri og hefndarþorsta til þess að myndin virki. Það tekst James Caviezel ekki. Kevin Reynolds er ekki merki- legur leikstjóri en tókst að koma fínni Hróa hattar mynd frá sér árið 1991. Hann virðist ekki hafa sérlega sterk tök á leikurum því ágætustu leikarar eru ekki að standa sig með prýði og Guy karlinn Pierce var ekki að finna sig sem óvinurinn öfundsjúki Fernand Mondego. Handritið er klisjukennd og húmorinn ekki upp á marga fiska. Þannig fékk sá ágæti leikari Luis Guzmán heldur þunnan Þorlák að vinna úr. Greifinn af Monte Cristo er mikil og stórfenglega klassísk saga, sem aðstandendur mynd- arinnar virðast enga virðingu bera fyrir. Þeim er einungis um- hugað um að búa til klisjukennda ævintýramynd sem selur. Árang- urinn er að hér er okkur á borð borin frekar langdregin en samt stutt útgáfa af sögunni, sem vant- ar alla dýpt, drama og fegurð. Með hefndar- þorsta Hildur Loftsdóttir KVIKMYNDIR Kringlubíó Leikstjóri: Kevin Reynolds. Handrit: Jay Wolpert eftir sögu Alexandre Dum- as père. Kvikmyndataka: Andrew Dunn. Aðalhlutverk: James Caviezel, Guy Pierce, Luis Guzmán, James Frain, Dagmara Dominczyk og Rich- ard Harris. 131 mín. UK/USA Buena Vista Pictures 2002. THE COUNT OF MONTE CRISTO/ GREIFINN AF MONTE CRISTO Iðnó. Fimmti „bröns“fundur Reykjavíkurakademíunnar hefst kl. 11. Steinunn Jóhannesdóttir mun á fundinum gera grein fyrir aðferð sinni við heimildaröflun til bókarinnar Reisubók Guð- rúnar Sím- onardóttur, en hún ferðaðist m.a. á allar söguslóðir Tyrkjaránsins á Íslandi og er- lendis á árabilinu 1995-2000. Þá mun Þorsteinn Helgason sagnfræðingur bregðast við bók Steinunnar. Hann hefur lengi unn- ið að doktorsritgerð um Tyrkja- ránið og einnig komið að gerð heimildarmynda fyrir Ríkissjón- varpið um þennan sögulega at- burð. Fundarstjóri er Soffía Auð- ur Birgisdóttir bókmenntafræðingur. Fundurinn er öllum opinn. Hús málarans, Bankastræti. Hlaðgerður Íris Björnsdóttir opn- ar sýningu á andlitsmyndum kl. 16. Hlaðgerður Íris lýkur námi í málun frá Listaháskóla Íslands í vor. Sýningin stendur til 23. mars. Malin Ståhl / Gjörningur i8, Klapparstíg 33. Malin Ståhl framkvæmir gjörninginn „Scissors & time“ kl. 16. Malin hefur stund- að nám við leiklistarskólann Västra Nylands Folkhögskola í Finnlandi og er nú nemi við myndlistardeild Listaháskóla Ís- lands. Næsta galleríi,Ingólfsstræti 1a. Sýning á „gouache“-myndum eftir Orsolyu Eszes verður opnuð kl. 17. Orsolya er fædd á Spáni 1968, en er af ungverskum ættum. Sýningin stendur í rúman mánuð. Tónlistarskólinn í Garðabæ. Vík- ingur Heiðar Ólafsson heldur pí- anótónleika kl. 14 og eru þeir liður í inntökuprófi sem hann þreytir í Bandaríkjunum á hausti komanda. Á efnisskrá eru verk eftir J.S. Bach, G. Ligeti, L.v. Beethoven, F. Chopin og F. Liszt. Í DAG Steinunn Jóhannesdóttir TÓNLEIKUM Tríós Reykja- víkur, sem vera áttu í Hafnar- borg á morgun, sunnudag, er frestað vegna veikinda. Tónleikum frestað BBB, Bátar, Beib og Bíbar nefnist sýning sem Daði Guðbjörnsson opn- ar í Baksalnum í Gallerí Fold, Rauðarárstíg, í dag, laugardag, kl. 15. Daði hefur haldið margar einka- sýningar og tekið þátt í fjölda sam- sýninga hérlendis og erlendis á síð- ustu árum. Verk eftir Daða eru í eigu helstu safna landsins svo og fjölmargra stofnana, fyrirtækja og einstaklinga. Gallerí Fold er opið daglega frá kl. 10-18, laugardaga frá kl. til 17 og sunnudaga frá kl. 14-17. Sýningin stendur til 24. mars. Morgunblaðið/Golli Daði Guðbjörnsson opnar sýningu í Galleríi Fold í dag. Þrjú B í Galleríi Fold SÉ mark takandi á efnistökum Ír- isar Elfu Friðriksdóttur á sýningu hennar á Mokka göngum við öll með lítil listaverk á okkur daginn út og inn. Þessi listaverk eru fatamerki sem eru mismunandi eftir efnasam- setningu klæðanna og segja til um meðferð fatnaðarins, þvott, straujun o.þ.h. Merkin stækkar Íris upp og hengir á vegg. Umfjöllunarefni lista- konunnar er því, þótt óbeint sé, hvers konar efni sem klæðnaður er búinn til úr. Íris er textíllistamaður að upplagi og mörg verka hennar í gegnum tíð- ina bera keim af þeim bakgrunni. Þó að verkin á Mokka séu alls ekki text- ílverk eru þau það samt með óbeinni tilvísun sinni í efnin og meðferð þeirra. Á heimasíðu sinni, www.fridriks- dottir.dk, segir Íris Elfa um verk sín að þau séu almennt á mörkum hug- myndalistar, naumhyggju og póst- módernískrar myndlistar og falla verkin á Mokka nokkurn veginn und- ir þá skilgreiningu hennar. Þau geta flokkast sem hugmyn- dalist því hún tekur ákveðið fyrir- bæri og lætur það vísa áfram með sniðugum hætti og þau tengjast mínímalískri hugmyndafræði vegna aðferðarinnar sem hún beitir við gerð verkanna, þ.e. hún tekur ein- hvern verksmiðjuframleiddan hlut og setur hann fram með sem minnstri eigin aðkomu, eða eins og kemur fram í sýningarskrá: Hún valdi ekki litina, hún valdi ekki upp- lausnina, hún valdi ekki fjölda merkja á mynd og hún sá ekki um upphengið og kom þar hvergi nærri. Við það hvort hér sé um póstmódern- íska myndlist að ræða set ég spurn- ingarmerki en bendi frekar á teng- inguna við popplistina þar sem unnið var með ímyndir úr neysluheiminum og þær færðar upp sem listaverk. Sýning Írisar er stílhrein og ein- föld og ætti að ná til almennings. List í fötum Morgunblaðið/Kristinn Fatamerki í list Írisar Elfu Friðriksdóttur. MYNDLIST Mokkakaffi Opið daglega frá kl. 9:30–23:30. MÁLVERK ÍRIS ELFA FRIÐRIKSDÓTTIR Þóroddur Bjarnason LAUGARDAGSKVÖLD á Gili nefn- ist skemmtikvöld sem haldin eru í Ými. Á skemmtuninni í kvöld, kl. 22, koma fram Kvennakórinn, Létt- sveit Reykjavíkur, Álafosskórinn í Mosfellsbæ, þjóðlagasveitin Alba og Kvennakór Bolungarvíkur. Jóhanna V. Þórhallsdóttir stjórn- ar dagskránni Léttsveit Reykjavíkur er kór söngelskra kvenna, sem hefur verið starfandi frá árinu 1995. Kórinn leggur áherslu á flutning sönglaga á léttu nótunum, svo sem suðræna tónlist, íslensk dægurlög og söng- lög frá ýmsum löndum. Jóhanna V. Þórhallsdóttir hefur stjórnað kórn- um frá upphafi. Álafosskórinn í Mosfellsbæ var stofnaður árið 1980 af söngelsku ungu fólki í ullarverksmiðjunni Álafossi hf., en varð síðar að al- mennum kór. Helgi R. Einarsson hefur verið söngstjóri kórsins síð- ustu 12 árin. Skólahljómsveit Mos- fellsbæjar, undir stjórn Ragnars Sigurðssonar, slæst í för með Ála- fosskórnum. Þetta er um 20 manna blásarasveit. Alba er fjölþjóðlegur hópur tón- listarfólks, sem er búsett í Reykja- vík og leikur og syngur þjóðlaga- tónlist frá Írlandi og Skotlandi. Sveitina skipa Dan Cassidy, Eggert Pálsson, Tena Palmer og Wilma Young. Kvennakór Bolungarvíkur er 40 manna kór, stofnaður árið 1997. Þær Guðrún B. Magnúsdóttir og Margrét Gunnarsdóttir æfa kórinn, stjórna honum og sjá um undirleik. Sungið á skemmti- kvöldi í Ými Þjóðlagasveitin Alba.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.